Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 11
Helgin 20.-21. júnl 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11 Samvinnubankinn: Nýtt lánakerfi Samvinnubankinn kynnti í gær nýtt lánafyrirkomu- lag sem bankinn hefur tek- ið upp. Kallast það launa- velt og felst i þvi að þeir sem eiga launareikninga í bankanum eiga rétt á láni eftir ákveðinn tíma. Eftir sex mánaða launareikn- ingsviðskipti kr. 5000, eftir árs viðskipti 10000 kr. og eftir tveggja ára viðskipti 20000 krónur.Upphæðin má þó aldrei fara framyfir þreföld mánaðarlaun við- komandi viðskiptamanns. Lánstíminn er 6—18 mán- uðir. Starfsfólk lánadeilda bankans afgreiðir lánin og losnar viðskiptavinurinn því við að ganga fyrir bankastjóra í einkaviðtal eins og titt er. Það kom fram hjá forráða- mönnum Samvinnubankans í gær að vixlar eru nú að hverfa úr sög- unni sem lánsform og önnur að taka við. Það gerist nú æ fátiðara að fólk biðji um neyslulán til skamms tima, stefnan i vaxta- málum hafi leitt til þess að nú taki fólk ekki lán nema vegna brýnna þarfa. Það borgar sig ekki lengur á Islandi að skulda. Plpulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveituteng- ingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin). i f Magnús Pálsson Sumarvinnu- stofa í Lauga- gerðisskóla 1 sumar mun verða starfandi hér á landi svokölluð Sumar- vinnustofa listamanna, á ensku Mobile Summer Workshop (Mob shop). Þátttakendur verða lista- menn frá Skandinaviu og nokkrir utan hennar auk islenskra lista- manna. Hópurinn mun starfa hér i Reykjavik og einnig i Lauga- gerðisskóla á Snæfellsnesi. Lögð verður stund á margar listgrein- ar, myndlist, tónlist, uppákomur og gerninga. Menn munu vinna saman að verkunum eða hver og einn fyrir sig eftir þvi sem andinn innblæs mönnum og sýningar verða haldnar á afuröunum. Magnús Pálsson myndlistar- maður átti hugmyndina að stofn- un Sumarvinnustofu listamanna og honum tókst aÓ fá styrk til framkvæmdarinnar frá Norræna menningarsjóðnum og Frá Alþingi. — j Ráðstefna um kvennasögu: Konur á miðöldum Norræn ráðstefna um kvennasögu verður haldin í Skálholti dagana 21.-26. júní. Þar verður f jallað um konur á miðöldum og breytingar á stöðu þeirra á Norðurlöndum, en á undanförnum árum hafa sagnf ræðingar, einkum þeir sem kvenkyns eru, beint sjónum að heimildum sem til eru um konur til forna. I Skálholti hefst ráðstefnan á erindi um það hvað sagt er um konur í rúnaristum frá Noregi miðaldanna. Það er Ingrid Sann- es Johnsen sem það flytur. Sol- veig Widen ræðir um morgun- gjöfina sem grundvöll fyrir um- önnun ekkna, Kristján Eldjárn fræðir hina norrænu gesti um dómkirkjuna i Skálholti og biskupssetrið, með tilliti til þeirra fornleifarannsókna sem farið hafa fram þar á staðnum. Erindi Birte Clarté heitir: Frá ættarsögu til kvennasögu og segir frá breytingum á frásagnarhefð- um á 13. öld og þar með breyting- um á sjálfsmynd kvenna. Else Mundal ræðir um konur og ljóðlist, breytingarnar frá munn- legri til skriflegrar menningar. Beata Losman segir frá heilagri Birgittu sem vakningapredikara. Sveinbjörn Rafnsson ræðir um Skriftabók Þorláks biskups og Magnús Stefánsson flytur erindi um skriftamál ólafar riku. A siðasta degi er Anna Sigurö- ardóttir með erindi sem hún kall- ar „Rétt er að kona kenni honum að skira barn”. Grethe Jacobsen ræöir um það hvort staða kvenna hafi breyst við kristnitökuna og byggir á lögum og frásögnum frá þeim tima. Siðasta erindið flytur Elsa E. Guðjónsson, en það er um islenskan miðaldaútsaum. A eftir hverju erindi verða umræður. Ráðstefnan er lokuð og tak- markaður fjöldi fræðimanna kemst þar að, en það er norræni Menningarsjóðurinn sem styrkir hana með fjárframlögum. Ráðstefnur um kvennasögu eru árlegur viðburður, en þetta er i fyrsta sinn sem slik ráðstefna fer fram hér. ká Ráðstefna afbrotafræðinga Nýjar leiðir til refsingar Afbrotafræðingar á Norður- löndum þinguðu á Laugarvatni i siðuslu viku. Þar var fjallað um nýjar refsileiðir, hvernig hægt er að beita öðrum aðferðum en bein- um refsingum til að draga úr af- brotum. Ilildigunnur ólafsdóttir af- brotafræðingar sem sat ráðstefn- una sagði.að alls hefðu fulltrúar vcrið 75, 15 frá hverju landi. Þess- ar ráðstefnur eru haldnar árlega og eru eins konar rannsóknaræf- ing, þar sem menn bera saman bækur sinar, kynna rannsóknir, taka við gagnrýni og fá tækifæri til að hittast. Hildigunnur sagði að á þessari ráðstefnu heföi nokkrar merkar tilraunir og kannanir verið kynnt- ar. Þar má nefna islenska og danska könnun á ofbeldi sem kon- ur eru beittar og virðast niður- stöður vera svipaðar. Það eru þær Hildigunnur, Sigrún Július- dóttir félagsráðgjafi og Þorgerð- ur Benediktsdóttir lögfræðingur sem vinna að könnuninni hér, en endanlegar niðurstöður munu liggja fyrir i haust. A ráðstefnunni var sagt frá fyr- irbyggjandi aðgerðum sem sveit- arfélög hafa gripið til svo að draga mætti úr afbrotum. 1 hverfi einu i Arósum þar sem mikið var um unglingaafbrot, svo mjög að konur i hverfinu þorðu ekki i næstu búöir til að versla, var komið á fót ýmis konar tómstund- arstarfi fyrir unglingana og hefur það gefist mjög vel. 1 bæ einum i Noregi er verið að gera tilraun með sáttanefnd, sem þýðir það,að lögreglan getur vis- að málum unglinga til hennar og einhver sáttarnefndarmanna tek- ur að sér málamiðlun. Þannig mætti lengi telja að- gerðir sem verið er að reyna, en Hildigunnur sagði að stefnan á Norðurlöndum væri alls staðar sú að leggja meiri áherslu á fyrir- byggjandi starf og reyna aðrar leiðir en beinar refsingar. — ká Skreiðarkör Allar nánari upplýsingar hjá Kvikk sf. eða Sjávarvörum hf. Kör þessi eru ætluð til lokaþurrkunar og geymslu á skreið og má stafla körunum í fimmfalda hæð. Jafnframt má setja heilan botn í körin og stafla í þau saltfiski og einnig sérstakan poka til pækilsöltunar. íslensk uppfinning ís/ensk framleiðs/a • Hæð: 1.10 • Lengd: 2.00 • Breidd: 1.00 eða eftir óskum hvers og eins Einkaleyfi Kvikk sf. Sími 18420 Sö/uumboö Sjávarvörur hf. Sími 16940

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.