Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Öelgin 20.-21. júnl 1981 tónbálkur Ásunnudagskvöld, þ. 21 júní n.k. verða f immtu og síðustu tónleikar á Skerplu Musica Nova. Verða þeir í Háskólabíói og hef jast kl. 23.30. Þetta eru sólstöðutónleikar og er Skerplan liðin á mið- nætti, en þá hefst Sól- mánuður. A efnisskránni eru tvö ný verk eftir Snorra Sigfús Birgisson, fyrst „Æfingar” fyrir pianó, sem höfundur flytur sjálfur og er þaö frumflutningur, og siðan leikur Óskar Ingólfsson klari- nettleikari „Rotundum” fyrir einleiksklarinett, en það samdi Snorri haustiö 1978 og var það frumflutt á sinum tima i Amsterdam. Það ætti orðiö aö vera óþarfi að kynna Snorra, þvi hann er einn af okkar „aktivustu” músiköntum. Hann er (einsog heyra mátti á mörgum tónleik- um i vor, og með bróöurnum Þórhalli fiðluleikara á snilldar- tónleikum i Norræna húsinu) einn af okkar klárustu pianist- um og áhugaverðustu tónskáld- um af yngri kynslóðinni, sem mikils má vænta af i náinni framtið. TAROT á tónleikum Gulltrompið (sólin) Þrettánda trompið ?,! 4-' y *f= m -h-X -*s- *• P~T-T" 5-Sh.— =t->- filt í B G*>f Lok<- skvtlt 5* 6 — Yf i ) —BoMÍtiá á.lpl(j| T nia.)7<^ -i \ ( r-ris'1) ~ C< u-1 f t i-TI e i fc: <YV> §Hp :o ap*Co (@ — rf f- • i —. ——p. - ^—y M 1° *= Y ri Í L ÍL [t± - 'Y ^ "TT y 3T TJl 1— m t; — 4 ...... '/a'Biíö so—. pr*. Æfingar fyrir pianó voru samdar á siðasta ári og i byrjun þessa árs. Menn mega ekki mis- skilja eða ofskilja nafnið, þetta eru engar Czerny-æfingar og þó ekki heldur mjög i ætt við Chopin-etydur, en býsna dular- fullar „essejur” eða „tilraunir” og innhverfar. Sem pianómúsik eru þær samt niðþungar og varla i færi nema virtúósa að flytja þær. En Snorri veröur áreiðan- lega ekki i vandræðum með það. Kveikjuna að þessum „æfing- um”, sem eru tuttugu og ein að tölu, er að finna i trompum Tarot-spilanna. Þessi spil, sem sumir segja að upphaflega hafi verið helgimyndir i egypskum hofum, sem prestarnir hafi breytt i spil fyrir persneska inn- rásarribbalda, mörghundruð árum fyrir Krist, hafa borist til Evrópu með sigaunum, ein- hverntimann á miðöldum og er gjarnan spáð i þau um örlög manna svo um munar. Nokkrir kaflar heita sömu nöfnum og tilsvarandi spil, sumir titlarnir eru heimatilbúnir og niunda æfingin er nafnlaus vegna þess að i niunda trompinu (einsetu- maður — klausturlifnaður) fel- ast mikilvæg leyndarmál. Æfingarnar eru tileinkaðar Hreini Friðfinnssyni mynd- listarmanni, sem dvalið hefur undanfarin tiu ár i Amsterdam, Umsjón Leifur Þórarinsson en þar var Snorri viö nám all- lengi. Seinna verkið á þessum sól- stööutónleikum er Rotundum fyrir einleiksklarinett og er það tileinkað Óskari Ingólfssyni, sem frumflutti það á sinum tima og leikur það einnig að þessu sinni, i fyrsta sinn á ts- landi. Heiti verksins er fengiö að láni frá alkemistum, gull- gerðarmönnum, sem notuðu betta orö —Rotundum— til að lýsa sérstakri kristöllun i til- raunaglösum sinum. Sumir segja að þeir hafi ekki eingöngu fengist viö aö búa til gull úr ó- æöri málmum heldur hafi smátt og smátt runniö saman fyrir þeim leitin að gullgeröarfor- múlunni og löngun til að skilja sinn innri mann þar til á endan- um aö „efni” var orðið sama og „andi”, „gull” hið sama og „innri friöur”. Það er engum blöðum um aö fletta að þetta eru stórspenn- andi tónleikar og reyndar mjög óvenjulegir, glæsilegur endir á Skerplunni. Sólin mun að venju stiga dans um miðnættið þann 21. júni og geta menn fylgst með þvi i hléinu á milli verkanna. Nýlistartónleikar í Norræna húsinu Fjóröu Skerplutónleik- ar Musica Nova voru í Norrænahúsinu í fyrra- kvöld. Þar voru komnir bandarískir listamenn, Philip Corner tónskáld og píanóleikari og Malcolm Goldstein sem er fiðlu- leikandi tónskáld og frömdu þrælskipulagða gjörninga við mikinn fögnuð. Þessir tónleikar voru haldnir i samvinnu við Nýl istasaf nið, en Corner tekur þátt í ráð- stefnu og samvinnu ný- listamanna, sem fer fram vestur á Snæfells- nesi þessa dagana, nánar tiltekið í Laugalækjar- skóla. Verkin sem þeir félagar fluttu voru eftir þá báða og þóttu ræki- lega nýstárleg og voru áheyr- endur auövitað mishrifnir, sum- ir máttu vart vatni halda, aðrir grettu sig, svekktir. Þarna var leikiö á hljóöfærin með lagi sem ekki er kennt i tónlistarskólun- um hér, og miðast við að ná sem fjölbreyttustum blæbrigðum út- úr instrúmentunum. Þá komu ýmsir aðskotahlutir til sögunn- ar: núningur grjóthnullunga , klofnir trékubbar og meira aö segja rennandi vatn, en þetta virkaði allt ótrúlega sannfær- andi og á sinn hátt einlægt, þó ekki væri um að ræða sónötur og fúgur eða yfirleitt neitt i likingu við það sem við höfum vanist úr klassiskri evrópu tónlist. Þvi miður var Ijósmyndarinn rekinn út áöur en Corner og Goldstein komust í stuðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.