Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 19
skáSf Kasparov gegn Petrosjan Úrslit Moskvumótsins á dögunum voru ráðin i 8. umferð. Fyrir þá um- ferð hafði heims- meistarinn Anatoly Karpov 1/2 vinnings for- skot á Harry Kasparov. Karpov mætti Hollend- ingnum Timman og sigraði eftir snarpa baráttu, en Kasparov tapaði i æsispennandi skák fyrir Petrosjan. Sú skák var einhver hin kynngimagnaðasta frá mótinu. Hún varð snemma geysilega flók- in og úrslitin voru ráðin i geypilegu timahraki beggja aðila. Þetta var eina vinningsskák Pet- rosjans i mótinu, en hefði i raun getað orðið ein af þremur tapskák- um hans: Umsjón Helgi Olafsson Hvítt: Harry Kasparov Svart: Tigran Petrosjan Drottningarindversk vörn l.d4 Rf6 2.c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 (bað er dálitið skemmtilegt að þetta er eitt ai þeim afbrigðum gegn drottningarindversku vörn- inni sem Petrosjan hefur gert vinsælt. Hann beitti þvi mikið á árunum 1960-70 og jafnan með góðum árangri. 1 seinni tið hefur það notið mikilla vinsælda og með þvi hefur Kasparov unnið marga frækna sigra. Segja má að báðir aðilar séu á heimavelli i þessari viðureign.) 4... Bb7 (Ýmsiraðrir leikir koma einnig til greina s.s. 4. — c5, 4. — Be7 og 4. — Ba6.) 5.Rc:i d5 Atgreiöum :inangrunar plast a Stór Reykjavikur svœöio frá manudegi föstudags. Afhendum voruna a □yggingarst vióskipta monnum ad kostnaðar lausu. Hagkvœmt verð hœfi. og greiósluskil malar vió flestra einangrunai ■■plasbð fnamleiðsluvörur , pipueinangrun 'Og skrufbutar I orgarplast I h f Borgarnélil »imi93 7370 kvöld 09 hciganimi 93 6. cxds Rxd5 7. e3 Be7 8. Bb5 + c6 9. Bd3 Rxc3 (Gegn Timman siðar i mótinu lék Petrosjan 9. — c5.) 10. bxc3 c5 11.0-0 0-0 12. Dc2 g6 13. e4 Rc6 (Það er eftirtektarvert að Petrosjan lætur hjá liða að skipta uppá d4. Hans viðleitni beinist i þá átt að halda stöðunni sem mest lokaðri.) 14. Bh6 He8 15. Hfdl Dc7 16. De2 Hed8 17. De3 e5! 18. d5 Ra5 19. c4 Rb3 20. Ha2 f6 21. h4 Bc8 22. llb 1 Rd4 23. Rxd4 Cxd4 24. Dg3 Bf8 25. Bd2 Bd6 26.1111 Dg7 27. a4 (? ) '.Eftir skákina benti Petrosjan á þennan leik sem höfuðorsök fyrir tapi Kasparovs. Það er auð- vitað rétt að peðið á a4 einangr- ast, þvi að svartur er fljótur að stemma stigu við framrás þess. Nú voru timamörkin íarin að nálgast iskyggilega og það er langt \. frá þetla peð sem verður hinum unga meistara að falli. E.t.v. lék hann peðinu til aö dreifa athygli Petrosjans; varnir svarts á kóngsvæng eru neínilega til muna veikari en þær virðast við fyrstu sýn.) 27... a5 28. Hb2 Bc5 29. f4 Bd7(?> (Takið eftir niðurlagi siðustu athugasemdar. Svartur beinir spjótum sinum þegar að veikleik- anum á a4 og með réttu hefði það átt að verða honum að íalli. Eftir skákina sagði Petrosjan, aö hann hefði átt að leika 29. — h6, og gefur siðan upp fremur ósannfær- andi afbrigði: 30. h5 g5, 31. fxg5 fxg5, 32. Khl Hf8, 33. Be2 Hf4! og svartur stendur til muna betur. En leikir hvits i þessu aíbrigði eru ekki til útflutnings, það er nær útilokað að Kasparov hefði leikið jafn varfærnislegum leikjum.) 30. h5! Bxa4 31. h 6! Dc7 (Auðvitað ekki 31. — Dxh6, 32. fxe5 og svartur er glataður.) abcdefah (Og hér missti Karparov af skemmtilegri leið: 32. fxe5 fxe5, 33. Bg5 He8, 34. Bf6 Hac8, 35. Hf5 Bd6, 36. c5! bxc5, 37. Bc4! o.s.frv. Hótunin er 38. Hxe5 Hxe5, 39. Bxe5 Bxe5, 40. d6-M og 41. Dxe5. betta er a.m.k. gefið upp i „64”. En jafnvel hér er ýmislegt sem mætti lagfæra i taflmennskunni. Til hvers að vera að forða hrókn- um á d8 eítir 33. Bg5? Hvitur hagnast litið á skiptamunsvinn- ingi, þvi hvitreita biskupinn er sama sem gagnslaus maður. Leiðin sem Kasparov velur er markviss, þvi svar Petrosjans er þvingað.) 32. f5 g5 33. Bxg5! (Einkennandi fyrir Kasparov. Hann veit sem er að það er ekki eftir neinu að biða.) 33... fxg5 34. Dxg5+ Kf8 (En ekki 34. — Kh8, 35. Df6+ Kg8, 36. Hf3! og vinnur.) Helgin 20.-21. júnl — SÍÐA 19 Ungstirnið Harry Kasparov tap- aöisinnieinu skák á Moskvumót- inu fyrir tyrrum heimsmeistara, Tigran Petrosjan. 35. DÍ6 + ? („Hefði verið betra að leika 35. f6? ”, var Petrosjan spurður þegar hann kom i herbergi frétta- manna eftir skákina og hann svaraði: „Já, 35. 16 var sterkari leikur, en hafa verður i huga, að Kasparov var i miklu timahraki, og einnig, að mér höfðu orðið á mistök i 29. leik þegar ég lék 29. — Bd7, i stað 29. — h6.” Eftir 35. f6 er hótunin vitaskuld 36. Í7. Svart- ur verður að leika 36. — Df7 en eftir 37. Dxe5 er svartur illa beygður. Miðborðspeö hvits búast til framgöngu og þaö verður ekki séð að svartur nái aö spyrna við fótum svo aö gagn sé að.) 35... Ke8 36. lial De7! (Og nú er komiö að Petrosjan að sýna hina frægu varnartækni sina. Eftir drottningaruppskipti er endataflið vonlaust hvitum, þvi að biskup svarts er til muna sterkari maður en kollegi hans sá hviti, plús auövitað það, að peða- staða hvits er geld og g-linan opn- ast svörtum i hag.) 37. De6!? (Skemmtilegur leikur i tima- hraki en Petrosjan lætur ekki villa um fyrir sér.) 37.. . Hd6! 38. Dg8+ Df8 39. Dg3 (Það sama gildir um þennan leik og 37. leikinn.) 39.. . Dxh6 40. Ilxa4 Dcl + 41. Kf2 Dxb2+ 42. Kf3 — Timamörkunum var náð og skákin fór i bið, en Kasparov sá ekki ástæðu til að halda barátt- unni áfram og gafst upp. P.S. Siðasta sunnudagsgrein birtist aítur i 17. júni-blaðinu þar eð hún komst langt i frá óbrengl- uð til skila siðasta sunnudag, stöðumyndir týndust og texta var komið fyrir i athugasemdum við skák þáttarins. i 17. júni-blaöinu láðist hins vegar að geta þess af hverju greinin var endurbirt. E.t.v. hefur þess ekki veriö þörf. Stúdentagarðar — Hjónagarðar STÚDENTAGARÐAR Félagsstofnun stúdenta við Háskóla íslands aug- lýsir laus til umsóknar einstaklingsherbergi á Gamla Garði og Nýja Garði veturinn 1981 — 1982. Herbergin eru ætluð þeim stúdentum er nám stunda við Há- skóla Islands og lög- heimili eiga utan höfuð- borgarsvæðisins. Her- bergin leigjast frá 1. sept., 15. sept. eða 1. okt. 1981 til malloka 1982. Gera má ráð f yrir u.þ.b. 700 kr. meðalleigu á mánuði fyrir tímabilið. HJÓNAGARÐAR Lausar verða til um- sóknar um 10 42 fer- metra íbúðir á Hjóna- görðum frá 1. sept. eða 1. okt. n.k. íbúðirnar eru ætlaðar stúdentum er regluiegt nám stunda við Háskóla íslands og hafa börn á framfæri sínu. Leigu- taki skal gera ráð fyrir allt að þriggja ára leigu- tíma. Áætlað leiguverð án orku næsta leigu- verðtímabil, 1. sept.'81 til 31. ágúst'82 verður um kr. 1100 á mánuði. Umsóknum um garðvist sé skilað á sérstökum eyðublöðum er fást á skrifstofu Félagsstofn- unar stúdenta, Stú- dentaheimilinu v/Hringbraut, fyrir 4. júli n.k. Garðprófastar Stöður garðprófasta á Gamla Garði, Nýja Garði og Hjónagörðum eru lausar til umsóknar frá 1. sept. n.k. Garð- prófastar annast eftirlit á stúdentagörðunum og koma fram fyrir hönd Félagsstof nunar stú- denta gagnvart íbúum garðanna. Starfið er launalaust/en því fylgir íbúð. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Félagsstofn- unar fyrir 4 júlí n.k. Félagsstofnun stúdenta við Háskóla íslands Stúdentaheimilinu v/Hringbraut Box 21 R S. 16482

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.