Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 14
Helgin 20.-21. júnf Í981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 14 StDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. júnl 1981 Myndir -GFr Glaóir en þreyttir feröamenn, loksins komnir á áfangastaó, barma toppgigsins. Gufuuppstreymió af brenni- steinsöldunum i baksýn. Sagt frá feröalagi Kommatrimmara á glóandi tinda Heklu yngri, og við geystumst i átt að reykjarkófinu, meðan þeir eldri og ráðsettari héldu sinum þægi- lega göngumáta. Landslagið fór aö verða all stórfenglegt þegar toppurinn kom i ljós. Litadýrðin var slik, að mér var nær að halda að ég væri staddur i málningarverslun eftir kröftugan jarðskjálfta en á Heklutindi. Grænt, gult, rautt, brúnt, bleikt, hvitt og siðan svart fjallið allt i kring. Þetta var meira en orð fá lýst. En nú sá ekki lengur fram á viö, þvi mökkurinn af brennisteinsöldunum var svo þéttur. I gegnum reykjarhafið gekk hersingin, þvi að enn var að- eins búið að leika forleikinn. Sjálfur gigurinn, inngangur hel- vitis eins og hann hefur oftlega verið nefndur, var þarna ein- hversstaðar á bakvið. Inngangur að helvíti Það tók nokkurn tima að lésa sig i gegnum heitan gufumökkinn og brennisteinsöldurnar. Yfir- borðið var laust og oft erfitt að ná fótfestu. Hitinn var slikur að undirritaður varð að fara úr skónum til að kæla á sér fæturna, þegar loks sá fyrir endann á reykjarkófinu. Enn þurfti að klöngrast yfir sprungur og lit- fagra velli áður en við náðum að barmi toppgigsins. Hundruða metra djúp og breið gosskálin sýndist já einmitt eins og inn- gangur að helviti, eða þá leyni- göng til andfætlinga okkar i Astraliu, likt og Verne skáldaði i Snæfellsjökul. Toppgigurinn, þessi griðarstóra gjóta i miðri Heklu, blés enn frá sér gufu- mekki, svona til sanninda um að enn sé lif i glóðum. Franz Gislason, sem hafði gengið á Heklu aðeins nokkrum dögum áður en hún fór að gjósa i ágúst á siðasta ári, var nokkra stund að átta sig á staðháttum. Slikar höfðu umbreytingarnar orðið. Aður reis toppgigurinn sem keila upp af fjallinu um 150 m há, snarbrött og erfið uppgöngu, enda hlaðin upp úr egghvössu brota- bergi. Goskeilan sást hvergi og i stað- inn fyrir flatan kollinn á Heklu voru öskuhaugar og gosberg á dreif i kring um hinn nýja og gjör- breytta toppgig. t vestur frá toppgignum er sið- an risinn nýr gigur, en eitthvað eru undirstöðurnar óburðugar, þvi að hann er þegar farinn að siga allmikið, að sögn fróðra manna um slik visindi. Helgistund Viðdvölin á Heklutindi minnti einna helst á helgistund. Menn sátu þögulir, köstuðu mæðinni og horfðu hugfangnir á umhverfið. Sumir tóku sér jafnvel penna i hönd og hófu skriftir. Hvenær opnar hún sig næst, skrifaði ég i mina bók og glotti við gignum. Ég þóttist viss um, að hún færi ekki að gantast viö Komma- trimmara, slikt ágætisfólk, með fagrar hugsjónir. Þvottur í Laugum Klukkan var orðin rúmlega fjögur þegar viö tókum okkur upp og röltum af stað niður fjallið. Þrátt fyrir útsýnið og tignar- leikann gætti örugglega nokkurs léttis hjá mönnum þegar þeir voru sestir upp i rútuna, meö Heklu i baksýn og stefnuna á Landmannalaugar. Það kostaði klukkustundargang i viðbót að ná inn i Laugar, þaðan sem rútan var skilin eftir sökum snjóþyngsla við Frostastaöavatn. Menn létu sig litlu skipta þótt nokkuð væri liðið á nýjan dag, er þeir tindust einn og einn út i yl- volgar laugarnar. Það veitti greinilega ekki af hreingerningu eftir Heklögönguna ef höfð eru i huga orð eins ferðafélagans er hann mælti stundarhátt i ösku- þöktum hliðum Heklu: Þetta er nú það svartasta sem ég hef kom- ist i um ævina—. Víðátta toppgígsins er gríðarleg. Myndin nær ekki að sýna nema rétt niður í hlíðar hans, og enn rýkur mikið úr glóðheitum öskubingjum efst í gígnum. — Það eru alltaf einhver læti i f jallinu. Hún var sið- ast í gær að skjóta upp gufubólstrum með tilheyr- andi látum. Okkur list eng- an veginn á þetta ráðslag ykkar. Þeir eru allir eins þessar borgarbúan vað- andi upp á logandi eld- fjöll. Ykkur væri nær að ganga bara á Esjuna! söguðu sveitamennirnir úr Landsveitinni sem við hitt- um á hlaðinu á Hellu þar sem við fengum okkur morgunkaffi. Þeir voru útiteknir af sólskini i and- liti, en eitthvað angraði sálartetrið. — Það er lik- legast kalið, sagði einhver, og aðrir samþykktu með þvi að kinka kolli. Við klár- uöum síðustu dreggjarnar úr bollunum og fylktum okkur síðan inn í f jallabíl- inn. Bændurnir voru farnir aftur heim í hagann, á jeppanum. Fjallabíllinn tók hins vegar stefnuna á Heklu. Það var engin upp- gjöf í mannskapnum. Upp skyldum við komast. Það voru alls 25 i hópnum, allir vel búnir og nestaðir, þvi aö hug- rnyndin var að gista i Laugum næstu nótt, eftir að hafa skoðað vegsummerki á Heklu gömlu eftir siöustu umbrot. Það voru gamal- kunnug andlit i ferðahópnum. Þeir sem hafa farið i fjallaferð i Kommatrimmi láta sig helst ekki vanta i næstu ferð. Það segir sitt um félagsskapinn, enda viö sem enn erum i nýliðaflokknum farin að lita á okkur sem alvörufjalla- fólk, þegar nýjum andlitum bregður fyrir i hverri ferö. Franz Gislason var farastjóri sem og i mörgum fyrri feröum. Hann var sumum leist sjálfsagt ekkert á framhaldið, en sögðu fátt. Fjallið hafði lika einhvern seiðmátt, sem erfitt er að útskýra. Kolsvartar hliðarnar virkuðu þrúgandi, en rjúkandi toppurinn kallaði á for- vitni ferðamannsins. Það var eitthvað tignarlegt við þennan ömurleika kolsvartrar eyðimerk- ur. Það hafði farið fram liðskönnun i rútunni. Allir kynntir með nafni og starfsheiti. Flestir könnuðust eitthvaö við ferðafélagana-, að minnsta kosti var litil hætta á að menn færu að deila um pólitik i ferðinni. Það var þó góðs viti. Flestir voru kennarar, þá komu skribentar á Þjóðviljanum, verk- fræðingur, arkitekt, hagfræð- ingur, leikari, afgreiðslumaður, skrifstofumenn, húsmóðir, skóla- nemar og guöfræðinemi. Sjálf- sagt voru starfstitlarnir fleiri. Allir ætluðu á Heklu. Hvaðan hugmyndin kom, veit ég ekki, en vitlausari hugmynd hefur heyrst. Teppalögð jökulbreiða Gangan sóttist vel. Sólin lék um göngumenn og hlýnaöi nokkuð þegar kom uppúr dýpstu lautun- um. 1 raun er Hekla með jökulhettu árið um kring, og á þessum árs- tima nær snælinan oft langt niður norðurhliðarnar. 1 þetta sinn þurfti hvorki isaxir né gaddaskó. Máttarvöldin höfðu teppalagt jökulbreiðuna með öskulagi i gos- inu i april. Oskulagið var mátu- lega þykkt til aö þjóna sem hin besta göngubraut þegar þaö tróðst ofan i snjólagið. Komnir nokkuð áleiðis upp fjallið máttu göngumenn þó hafa allan varann á, þvi að viða haföi bráönað und- an ishettunni og öskulagið lá ofan á þunnri isskel, en tómið undir viða manhæðardjúpt. Við völdum okkur einmitt eina slika isgjótu eða öllu heldur ís- helli til að snæða i, þegar við vor- um komin hálfa leiðina á tindinn. Það var ansi undarlegt að litast um á þessum slóðum. Hæðin um 700 metrar yfir sjávarmáli. YI- volg jörðin undir, hvitir snjókast- alar allt i kring en þakið lagt svörtu öskulagi. Að visu nokkuð notalegur iverustaður en kannski ekki beint það sem visitölufjöl- skyldan keppist við að byggja i Breiðholtum nútimans. Nóg um það. Afram var haldið upp á við, að minnsta kosti þeir sem þóttust eiga þrek til þess. Einhverjir urðu eftir i notalegum hellunum, enda brekkurnar farnar að vera ótæpi- lega brattar og erfiðari uppgangs sökum mikils öskulags þannig að ekki naut snjógripsins lengur við. Herlegheitin koma í ljós Þegar við gengum inn i Heklu- gjána að norðanverðu sem klýfur fjallið aö endilöngu, eða i herðar niöur, eins og einhver orðaði það, birtust fyrstu herlegheitin. Rjúkandi gigar og hraunhnull- ungar á viö og dreif. Það fór viss velliöan um undirritaðan i velgj- unni, en ónotakennd lika. Hvernig var aðkoman á efstu leit- um, fyrst byrjunin var þessu lik? Það fór að verða erfiðara um gang, þvi að gosbergiö var laust i sér og ekki óhætt að stiga hvar sem var, auk þess sem krækja varö fyrir gjótur og gil. Þvi var ákveðið að ganga uppúr gjánni að austanveröu og fylgja gjábörm- unum áleiðis á tindinn sem blasti sifellt betur viö. Aö visu sáum viö aðeins heljar reykjarmökk en samkvæmt kortinu átti tindurinn að vera á þeim slóðum. Olýsanleg litadýrð Þegar Franz farastjóri til- kynnti að nú værum við komin i um 1250 m. hæö og lokasprettur- inn eftir, fór forvitnin að stjórna meira ferðinni hjá okkur þeim SS sri -- v- hlédrægur að vanda, kynnti sig sem annan aðstoðarfararstjóra, lagði siðan mönnum lifsreglurn- ar, kynnti skipulag uppgöngunn- ar, skipaði okkur yngri að huga að gönguhraða hinna eldri, að öðru leyti værum við á valdi fjallsins en ekki fararstjórans. Gufumökkur á Heklutindi Leiðinlegast við fjallgöngur er kannski, þegar menn hafa áhyggjur af veðurfarinu. Að visu að vist var aö þar fengi Veður- stofan litt ráöið viö veöurfarið og skyggni sjálfsagt lélegt. Hins vegar glóði sól um hliðar fjalls- ins, en dimmur skúrabakki við suðurströndina gat sett strik i reikninginn á hverri stundu. Franzlágði til að gengið yrði upp noröurhliöar Heklu. Lagt upp skammt frá Hliðargigum innan við Rauðuskál, austan megin við rætur Skjólkviahraunsins sem rann fyrir réttum 11 árum. Það tók nokkurn tima fyrir bil- stjórann að þræða Skjólkvia- hraunið upp að rótum Heklu; bæði var ennþá viða klaki i jörðu og Þaö var gott að tylla sér í snjógjótunum i miðjum hliöum Heklu. Þessi var með grynnra móti, enda öruggara ef eldgos brytist út. gat skyggnið ráðiö miklu um árangurinn af okkar för, og þvi leist mörgum illa á skýhnoörana sem lágu efst i fjallinu, þegar við ókum i gegnum Galtalæk. Hins vegar deildu einhverjir um það hvort skýin kæmu ofan að eða hvort sjálft fjallið stæði fyrir þessari skýjaframleiðslu. Þegar nær dró fjallinu sást svo að ekki var um villast, aö bændurnir úr Landssveitinni höfðu haft nokkuö til sins máls. I raun var efsti hluti Heklu einn gufumökkur, svo eins haföi öskulagiö frá gosinu i haust og i april sl. fokið i skafla. Það var þvi liðið aö hádegi þegar biistjórinn sagði stopp. Nú takið þið við. Fjalliö biöur. Kolsvört eyðimörk Farastjórnin ráðgerði að viö yröum fjóra tima upp fjallið. Hann blés köldu úr norðri, og Synd aö þessi mynd skuli ekki vera prentuó i litum, þvi að brennisteinsöldurnar sem sjást fremst á henni voru lit- fegurri en orö fá lýst. Myndin er tekin norður af f jallinu og enn eiga nokkrir félagarnir eftir að vaða reykinn til að komast að toppgignum. ' • <-r \ ■*'. Kommatrimmarar asarnt sænskum náttúrubörnum láta liða úr sér ferðaþreytuna i leirbaði i Landmannalaugum. Eins gott að hafa allan vara a hvar stigið er niður, enda fjallið viða sprungið og bergið laust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.