Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 9
Helgin 20.-21. jiinl 1981 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA „Ég held að islenskt leik- hús eigi margt sameigin- legt með finnsku leikhúsi. Ef maður ber saman við hin Norðurlöndin, þá sýnist mér þið hafa sloppið bless- unarlega við allt málæðið, sem hefur tröllriðið skandinavískri leiklist undanfarinn áratug", sagði finnski leikstjórinn Kaisa Korhonen, sem hef- ur dvalist hér að undan- förnu við að kenna íslensk- um atvinnuleikurum. Þetta er i fyrsta sinn sem hér er haldið slíkt nám- skeið fyrir atvinnuleikara, en Leiklistarskóli islands og Norræna leiklistar- nefndin standa fyrir nám- skeiðinu. Kaisa er einn þekktasti leik- stjóri Finna og með henni er Ritva Holmberg, sem er einn fremsti leikritahöfundur og leik- stjóri Finna. A námskeiðinu eru 10 islendingar og Kári Halldór Þórsson er túlkur. Kaisa kom hingað á Listahátiö i fyrra með sýningu KOM-leikhússins á „brem systrum”, sem hún leik- stýrði. „Ég hef leikið talsvert, en það hefur ekki verið mér jafn þýðing- armikið og að leikstýra. Eg hef lika sungiö mikið, og það geri ég mest til gamans, þvi það er held- úr ekki mitt aðalfag. 1 leikstjórn sameinast allar þessar listgrein- ar og þar sem ég hef fengist við sitt litið af hverju, finnst mér hún eiga best við mig. Leikstjórn er lika svo ótakmarkað og endan- lega þýðingarmikið starf. Hlut- verk leikstjórans verður alltaf lykilhlutverkiö, þvi með góðum leikurum en lélegum leikstjórum verður aldrei til gott leikhús. Það hefur sýnt sig að frumleiki og styrkur leikhúss hvers lands ligg- ur að verulegu leyti i leikstjórn- inni. Verksviö leikstjórans hefur verið mjög til umræðu undanfarin ár og viöa hefur allur slagkraftur fariöúr leiksýningum, vegna þess að leikstjórarnir hafa verið „geldir” með misskildu og óvirku lýðræði. Ég segi þetta ekki af hroka eða vegna þess að mér finnist leikstjórar eitthvaö merki legri en aðrir, heldur eingöngu vegna þess að góð leiksýning verður þvi aöeins til, að i höfði leikstjórans fái að lifa og vaxa sú hugmynd eða draumsýn, sem hægt er að byggja starfið á.” „Finnst þér leikhúsið þá vera að uppgötva leikstjórann á ný?” „Já, — að visu höfum við i Finnlandi aldrei gengið eins langt i þessum efnum og t.d. Sviar og þess vegna hafa leikstjórar i Finnlandi lifað þennan tima betur af en viða annars staðar. En það hafa veriö farnar ýmsar leiðir til aö reyna að auka lýöræðið i leik- húsinu og margar þeirra hafa komið verulega niður á listrænum gæðum.” „Hafið þið reynt að láta leikar- ana velja sér hlutverk sjálfa?” „Það hefur verið reynt, en það hefur ekki gefið góða raun. Helm- ingur af ábyrgð leikstjórans er að manna sýninguna rétt og það get- ur oft verið erfitt að útskýra ná- Aukatekjur Vinnið ykkur inn allt að lOOOkrónum aukaiega á viku með auöveldum heima- og fristundastörfum. Bæklingur með um það bil 100 tillögum um hvernig hefja skuli auðveldan heimilisiðnað, verslunarfyrirtæki, umboðs- sölu eöa póstpöntunarþjón- ustu veröur sendur gegn 50 dkr. þóknun. 8 daga réttur til að skila honum aftur er tryggöur. Buröargjöld eru undan- skilin, sé greitt fyrirfram, en sendum lika i póstkröfu og þá að viöbættu buröargjaldi. HANDELSLAGER- ET Allergade 9 — DK 8700 — Horsens Danmark. Grundvöllurinn fyrir góðri leiklist er að trúa á manneskjuna „Akvaö að verða leikstjóri þegar ég var 17 ára gömul” segir Kaisa Korhonen. — segir Kaisa Korhonen, finnskur leikstjóri sem kennir íslenskum atvinnuleikurum kvæmlega hvernig og hvers venga maður velur ákveðna ein- staklinga saman en ekki aðra. Það er nauðsynlegt að ræða slikt, en það getur oft verið erfitt að út- skýra i smáatriðum þá mynd sem maður er að forma i hugskoti sinu, þegar maður hefst handa við nýja sýningu. Ég held að það sé mjög þýðingarmikið að leik- stjórinn hafi traust hópsins, en hann á ekki að þurfa að útskýra og verja þá leið sem hann vill fara. Um leið og hann fer að verja hana, tapar hann slagkraftinum. Hann þarf að ræða hugmyndina og fá hópinn til að skynja hvaða leið hann ætlar að fara og treysta henni.” „Geturöu sagt okkur frá KOM leikhúsinu og hvernig það varð til?” „Við stofnuöum KOM leikhúsið vegna þess að viö vildum ekki ganga inn i stofnanaleikhúsin og til þess voru bæöi pólitiskar og listrænar ástæður. Undanfarin átta ár hef ég unnið sem „free lance” leikstjóri, en verið mest á KOM. Þegar við stofnuðum þetta leikhús var mikill kraftur i finnskri pólitik og sterkir vinstri vindar blésu. Viö vorum flest meðlimir i finnska kommúnista- flokknum og tókum pólitiskt hlut- verk leikhússins mjög alvarlega. Ég er ekki aö segja að við gerum þaö ekki enn i dag, en viö höfum breyst. 1 upphafi létum við ákveðna hópa i þjóðfélaginu al- gerlega eiga sig og vildum hafa sem minnst samskipti við þá. Ég held að okkar pólitik hafi verið dálitið yfirborðskennd og nú legg ég meira upp úr hinum heim- spekilegu áhrifum leikhússins. Ég trúi þvi að allir menn geti breyst og grundvöllurinn fyrir góöri leiklist er aö trúa á manneskjuna. Þess vegna veröur leikhúsið að ná til allra, ef vel á að vera, — ekki bara til skoðana- bræðranna og systranna. Viö vor- um mjög áköf við að segja fólki aö þaö ætti að vera sósialistar, en nú hefur maður komist að þvi, aö fólkið verður að uppgötva þaö sjálft.” „Svo að við vikjum aö öðru. Þú sagðist hafa verið 17 ára gömul þegar þú ákvaðst að verða leik- stjóri. — Attir þú ekkert erfitt uppdráttar vegna þess að þú ert kona?” „Ég held að konur eigi oft erfiö- ara uppdráttar sem leikstjórar en karlmenn, en það er spurning hvort það veröur ekki fremur styrkur þeirra þegar fram i sæk- ir. Konur sækja æ meira i leik- stjórn, en það er eins og að enn nái þær sjaldnast eins langt og karlmenn. Ég held aö konur eigi oft erfiðara með að finna og virkja sjálfar sig en karlmenn, — að setja sér markmiö og stefna á það, hvaö sem hver segir. Það er mikilvægt fyrir konur að halda sinum kvenleika, þótt þær fari i stjórnunarstörf, veröa ekki striðshetjur eða hershöfðingjar, og stjórna meö sinum aöferðum en ekki annarra. Ungar konur sem fást við leikstjórn eiga oftast við aðra erfiðleika aö striða en karlmenn og ég held að það sé mjög algegnt að þær lendi i erfið- leikum við að leikstýra eldri karl- mönnum. En þetta gengur yfir og breytist ört með nýrri kynslóð.” „Geturðu að lokum sagt mér hvað þú ferð að gera núna þegar þú kemur til Finnlands?” „I ágúst verður hafin viðtæk samvinna á milli KOM leikhúss- ins og Lilla Teatern i Helsingfors. Við verðum þrjú eins konar leik- hússtjórar, Kalle Holmberg, Ralf Langbacka og ég, og munum viö setja upp á báðum leikhúsum. Þetta er mjög spennandi tilraun, þar sem leikhúsin eru talsvert ólik og leikið er á sitt hvoru tungumálinu. Ég hlakka mjög mikið til að fást við þetta og sjá hvernig slik samvinna gengur.” Og þar með þökkum við Kaisu fyrir spjallið, og óskum henni góðrar heimferðar. þs SP FURUSKILRUM Henta allsstaðar — sérhönnuð fyrir yður — gerum verðtilboð Ármúla 20 — Sími 84635

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.