Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 4
f/i4t . »'■/*; i;'/-.?/ I.<. *.* •• » i 4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 20.-21. júní 1981 st jórnmál á sunnudegi r Arni Bergmann skrifar //Ég tel að kjarnorku- sprengjan sé gagnslaus- asta vopn sem til er. Það er ekki hægt að nota hana í neinum skynsamlegum til- gangi. Hún er ekki einu sinni virk vörn gegn sjálfri sér". Svo mælti George Kennan í ræðu sem hann flutti þegar honum voru veitt í mai friðarverðlaun Viö ætluðum ekki i þessa göngu... kennd við Albert Einstein. Kennan var m.a. sendi- herra Bandarík janna í Moskvu og hefur viða komið við sögu í stjórn- málafræðum alþjóðlegum. Hann er svo sannarlega ekki einn um aö taka til máls um þess- ar mundir. Viö lifum á timum kappræöu um vopn. / I stórum sveiflum Sú ræöa fer i stórum sveiflum. Skömmu eftir striö voru ferskar i minni skelfingarmyndir frá Hiro- shima, sem fréttir um geisla- dauöann i þeim japönsku borgum sem uröu fyrir atómsprengjum skerptu og mögnuöu, sem og vitn- eskja um geislavirkniháskann i lofti og vatni. Siöan skall á hlé. Nokkrir þættir sameinuöust um aö draga niöur baráttu gegn kjarnorkudauöanum. Vopna- birgöirnar uröu þaö miklar, aö hvorugur kjarnorkurisinn gat lengur tortimt hinum: þaö kom upp ný kenning um öryggi sem kölluö var jafnvægi óttans. Bar- áttan dofnaöi og sumpart vegna þess að viss árangur náðist: það tókst aö mestu aö taka fyrir til- raunir með kjarnorkuvopn i um- hverfi mannsins. Hún dofnaöi lika vegna þess að jafnvægi óttans svokallað sýndist einnig sá vita- hringur sem dæmdi venjulega borgara til áhrifaleysis: það væri ekkert hægt aö gera. Ný hreyfing Og nú höfum viö um nokkur misseri lifaö þaö, aö ný friöar- hreyfing veröur til og fjallar fyrst og fremst um kjarnorkuvig- búnaöinn. Gamlir friöarsinnar vakna af svefni og nýir fara i gönguskó og mála sér spjald eöa munda penna . Og baráttan lifn- ar aftur af jafnmörgum ástæöum og hún áöur dofnaöi. Menn treysta ekki lengur á jafnvægi óttans. Meöal annars vegna sér- hæfðari og nákvæmari atóm- vopna og eldflauga, sem gera not- kun slikra vopna liklegri en áður. Og vegna þess, aö risarnir tveir sem höföu meö tvihliöa samning- um eins og tekiö að sér aö kveöa niöur atómdrauginn, þeir hafa ekki náö neinum árangri sem haldgóöur hefur oröið. beir geys- ast áfram i einhverju blindu æöi og kunna ekki önnur svör en svara eldflaug meö öörum tveim, sprengju með öörum fimm. Hver er sekur? Hver ber ábyrgðina? Hver er sekur? Það er talsveröri orku variö i aö ræöa þau mál. Sovétmenn vilja gjarna firra sig allri ábyrgð, og visa á það, að Bandarikin hafi haft frumkvæöi um svo til allar nýjar geröir vopnabúnaöar á undanförnum árum. Fleiri eða færri taka undir þennan skilning. En það er vitaskuld ástæöulaust aö láta sovéska ráðamenn sleppa viö ábyrgö af þeirri „stigmögnun misskilnings og rangra útreikn- inga” sem sýnast stjórna vigbún- aðarkapphlaupi, ef nokkuð gerir þaö. Hver sá sem eykur verulega á firnalega offramleiöslu á vopn- um i eldfimum heimi er margsek- ur, þaö ætti að vera augljóst mál. En svo eru þeir, bandariskir forystumenn og jábræöur þeirra, sem kasta allri skuld á Sovét- menn: Þá er dæmið séö frá þvi sjónarhorni, aö þeir sem ógni ákveönu „jafnvægi” (sem hefur i 35 ár þýtt meiri eöa minni tæknilega yfirburði Bandarikj- anna) með þvi að krækja sér i betri stööu en þeir höföu i fyrra eöa hitteðfyrra — þeir hljóti að bera höfuöábyrgö á vfgbúnaöar- æöi."Til aö trúa þessari kenningu þurfa menn aö telja Bandarikin sjálfsagöan vörö réttlætis og friöar. Af sjálfu leiöir aö i heimi sem þekkir t.a.m. samhengið milli bandariskra hagsmuna og kúgunar á alþýöu i Rómönsku Ameriku veröur ekkert sam- komulag um slíkan skilning. En látum reyndan bandarískan diplómat eins og George Kennan fá orðiö um sekt risaveldanna. I Einsteinræöu sinni i Washington kvaðst hann veröa siöastur manna til aö neita þvi aö Sovét- mennættu sinn hluta af sektinni. En hann bætir viö: „ Viö vorum fyrstir” ,, Við verðum að muna, að við næstum þvi hvert skref á þessari braut erum þaö viö Amerikanar sem hafa tekið forystu um þróun þessara tegunda vopna (kjarn- orkuvopna). Þaö vorum viö sem fyrstir framleiddum og prófuðum slik vopn, viö vorum fyrstir til aö margfalda eyöingarmátt þess með vetnissprengjunni, viö fund- um upp eldflaugar meö mörgum kjarnaoddum, þaö erum viö sem höfum visað á bug hverri tillögu um að riki afsali sér rétti til „aö verða fyrstur til”, og viö erum einir um þaö, svo hjálpi okkur guö, aö hafa i reiöi notað þessi vopn gegn öörum, og meira aö segja gegn tugum þúsunda hjálparvana óbreyttra borgara”. Þetta vill Kennan minna landa sina á til aö þeir gleymi þvi ekki i „sjálfumgleöi og hræsni” hve rækilega þeir eru samsekir þvi ástandi sem skapast hefur. Talning út í hött Ræöa Kennans var annars fróö- leg um ýmislegt fleira enda hefur viöa verið vitnað til hennar undanfarnar vikur. Hann reynir að benda á einhverja leið út úr kjarnorkumartröðinni sem hann kallarsvo. Og hann byrjar á staö- hæfingu sem kemur vafalaust flatt upp á marga þá talninga- meistara eldflauga og flugvéla, sem Nató hefur komiö sér upp, meöal annars hér á landi. Þessi fyrrverandi sendimaöur Banda- rikjanna i Moskvu heldur þvi blákalt fram, aö samanburöur á kjarnorkuvopnabirgöum hafi enga raunverulega þýöingu ein- faldlega vegna þess aö um fárán- legt ,, overkill” sé að ræöa — en þaö orö er haft yfir möguleikann á aö margdrepa hvert mannsbarn á jöröunni. Hann segir, að þeir sem ekki skilja, að þaö er sjálf of- gnótt kjarnorkuvopna sem er háskinn, en ekki þaö aö einhver annar gæti átt meira af tilteknum drápsskeytum en -,,viö” — þeir muni aldrei geta visaö veginn út úr þvi myrkviði sem viö „höfum öll ráfað inn i”. Helmings niðurskurður Og Kennan slær fram i fullri al- vöru mjög róttækri tillögu, ein- mitt i framhaldi af þessum skiln- ingi: Hann leggur það til, að bandariska þingiðstingiupp á þvi við Sovétmenn að allar tegundir kjarnorkuvigbúnaðar og flugvéla og flugskeyta sem þau bera — allt verði þetta skorið niöur um helming. Umsvifalaust! An langdreginna sérfræðingavið- ræöna þar sem hver tegund er röguö og vigtuö endalaust. Kenn- an telur aö rikin tvö eigi nógsam- lega öflugt eftirlitskerfi til aö fylgjast meö þessu. Og aö þótt þetta væri gert væri samt eftir meira ennóg af „overkill”. Hann telur höfuökost slikrar hugmynd- ar þann, aö þetta skref sé nóg- samlega stórt til aö breyta hugar- fari, breyta andrúmslofti, rjúfa sjálfskaparviti.brjótast útúrvita- hring — tast svo af sjálfstrausti viö þau fjölmörgu vandamál sem enn mundu óleyst þegar þetta heföi veriö gert. Kennan gerir sér grein fyrir þvi, aö slikum svo róttækum aö- geröum mundi fylgja viss áhætta — en, segir hann: þaö er alltaf mun minni háski en sá visi háski sem blasir viö á þeirri leiö sem allir skeiöa nú. Hlutverk hreyfingar Kennan mun, eins og allir þeir, sem i stærri eða smærri stil vilja beita sér fyrir friöarfrumkvæði, fá yfir sig aö hann sé „nytsamur sakleysingi”, eða þjóni Sovétrikj- unum „i reynd”, enda vitni þeir i hann. Hann verður, eins og þeir sem nú ganga friöargöngu frá Kaupmannahöfn til Parisar, eöa frá Keflavik til Reykjavikur, verða spuröur að þvi, hvaöa ástand eigi að koma i staöinn fyrir óbreytt ástand, hvernig menn eigi að komast hjá þvi aö gera risanum i austri greiöa, meöan hann getur kæft opna um- ræöu um málin á sinu valdasvæði. Þetta eru vissulega allt spurn- ingar, sem menn geta ekki visaö frá sér sem ómerkum. En þær nýju friðarhreyfingar sem eru að þróast i Evrópu, Bandarikjamönnum og ýmisleg- um Morgunblaösvinum þeirra til sárrar gremju, eru svo marg- litar og svo skammt á veg komn- ar, að þær munu ekki gefa þau samræmdu svör, sem menn geta t.d. krafist af tölvukerfi eöa póli- tiskum flokki. Hlutverk hreyfing- ar er aö koma endurmati af stað. Hinar nýju friöarhreyfingar hafa ýmsa jákvæða þætti fram yfir fyrirrennara sina. Þær eru miklu óbundnari af þeirri tviskiptingu i með -mér móti- mér, sem risa- veldunum hefur alltof lengi tekist aö halda viö lýöi. Þær fá miklu sterkari liðsauka sérfróöari manna en áöur, meðal annars „afturbata,” herfræðinga, sem hafa stigið niður marga „hringi” vigbúnaðarvitis og komið upp meö dýrmæta þekkingu. Þær eiga sér þungamiöju einmitt i þeirri Vestur-Evrópu sem er i mestri hættu sem fyrsti vigvöllur, sem vettvangur þeirra stórslysa sem blindingsleikur risanna getur leitt til. Meö öðrum orðum: við getum vænt þess, aö i nýrri friöarbar- áttu sé minna um tiskuhrifningu þeirra sem eru uppiskroppa með málstaö, meiraum alvöru þeirra sem eldurinn á brennur, en var um ýmsar hliöstæðar hreyfingar hér áður fyrr. Það er mörgum spurningum ósvarað um þaö með hvaða hætti afvopnun getur tekiö viö af vig- búnaðaræöi. En svariö við þeim er fyrst af öllu fólgið i eina styrk hreyfingar: i þeim stuöningi viö hana sem dugir til aö skapa nauösynlegan þrýsting á athafnir ráöamanna. Sá hluti þess svars sem að okkur snýr er aö sjálf- sögöu fólginn i þvi aö ganga meö frá Keflavik i dag. Eöa frá Stapa. Eöa frá Kúageröi...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.