Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.06.1981, Blaðsíða 17
Gunnar Ólafsson fyrrverandi skólastjóri í Neskaupstaö sjötugur Gunnar Ólafsson, fyrrverandi skólastjóri barnaskólans i Nes- kaupsstað fæddist 21. júni 1911 i Miðfirði i Húnavatnssýslu. Gunn- ar verður þvi sjötiu ára nú sunnu- daginn 21. júni. Kona Gunnars er Ingibjörg Magnúsdóttir, ættuð úr Reykja- vik. Þau eiga þrjá syni: Ólafur framkvæmdastjóri i Neskaups- stað, Magnús, arkitekt, búsettur I Skotlandi og Gunnar Ingi, staðar- tæknifræðingur við Kröfluvirkj- un. Gunnar ólafsson hefur verið náinn samstarfsmaður minn og vinur nær allan þann tima, sem ég hefi unnið að opinberum mál- um á Austurlandi. Hann er einn i þeim ágæta hópi, — karla og kvenna á Austurlandi, — sem ég á mest að þakka fyrir það mikla fylgi.sem ég hafði sem þingmað- ur á Austurlandi i tæp 40 ár. Fyrstu kynni min af Gunnari hófust þegar hann kom til Nes- kaupsstaðar sem skiöakennari, liklega veturinn 1937 eða 1938, og kenndi nemendum Gagnfræða- skólans undirstööuatriði skiða- iþróttarinnar. Ég hygg, að við höfum báöir fundið þá strax, að við áttum margt sameiginlegt. Nokkru eftir þennan fyrsta fund okkar Gunnars réðist hann sem kennari að barnaskólanum á Fáskrúðsfiröi og og þar starfaði hann frá 1939—1946, eða þar til hann tók við skólastjórastarfinu i Neskaupsstað. Skólastjóri barna- skólans i Neskaupsstað var Gunnar siðan þar til hann lét af störfum fyrir nokkrum árum, samkvæmt þeim reglum, sem þá giltu um eftirlaunarétt þeirra, sem náö höfðu 95 árum i saman- lögðum aldri og starfsaldri. A Fáskrúðsfirði varð Gunnar strax vinsæll kennari, enda tók hann fljótt að sér margbreytileg félagsmálastörf þar á staðnum. A ferðalögum minum um Suöur - Múlasýslu-kjördæmi naut ég þess i rikum mæli, að eiga þau sem vini og samherja Gunnar og Ingibjörgu. Það munaði lika vissulega um stuðning Gunnars þar i byggðarlaginu. Þaö varð okkur Norðfirðingum mikiö happ að Gunnar fluttist til bæjarins og tók þar við skóla- stjórn. Hæfileikar Gunnars sem skólamanns voru ótviræðir. Hann ■ sýndi strax að hann var ekki aö- eins góður og vinsæll kennari, hann var einnig góöur stjórnandi og mikill skólastjóri. Starf Gunnars Ólafssonar i þágu Norðfirðinga er orðið mikið. Jafnhliða kennslu og skólastjórn hefur hann unnið að hinum fjöl- breytilegustu verkefnum. Gunnar stjórnaði i mörg sumur unglinga- vinnu á vegum bæjarins. Hann gerði þá vinnu, mér og mörgum öðrum, eftirminnilega. Bæjar- vinnukrakkarnir, undir stjórn Gunnars, voru ekki i neinni mála- myndavinnu. Þau unnu að hag- nýtum verkefnum, lögðu vegi, gerðu vatnsból, lögðu vatnsveitu, hlóðu snyrtilega veggi, auk þess sem þau hreinsuðu og prýddu bæ- inn. Þessi unglingavinna hafði mik- ið uppeldislegt gildi og var i fyllsta máta góður vinnuskóli. Dugnaður Gunnars og góö verk- stjórn og hæfileiki hans til að um- gangast unglinga réð úrslitum um þann ágæta árangur, sem af þessari vinnu varð. Gunnar Ólafsson er mikill áhugamaður á sviði skógræktar og gróðurmála. Hann hefur i mörg ár veriö formaður Skóg- ræktarfélags Norðfjarðar og hann á lika oröið mörg dagsverk- in i skógræktarsvæðinu i fjallinu fyrir ofan bæinn og hefur ekki spurt um greiðslur fyrir alla þá vinnu. Gunnar hefur lika viða tekið til hendi við aö lagfæra húsalóðir og opin svæði i bænum. Siðasta verk hans á þvi sviöi er nýlega gerð stórmyndarleg lóð Fjórðungs- sjúkrahússins. Störf Gunnars á sviði iþrótta- mála eru öllum Norðfirðingum vel kunn og reyndar hafa flestir Austfirðingar einnig kynnst áhuga og dugnaði hans á þvi sviði. Gunnar hefur lengst af veriö einn besti stuðningsmaður iþróttafélagsins Þróttar i Nes- kaupsstað og m.a. tekiö saman i rit ýmislegt úr sögu félagsins. Skiðaiþróttin er sú iþróttagrein, sem Gunnar hefur mest stundað, enda er hann góöur skiðamaður. Hann á eflaust mikinn þátt i þeim almenna áhuga, sem er i Nes- kaupsstaö á þeirri ágætu iþrótt. Skiðamiðstöðin i Oddsskarði er oröin að veruleika. Þar hefur ver- iö komið upp góðri skiöalyftu og tekist hefur að sameina þrjú byggðarlög um framkvæmdirn- ar, sem þar er unnið að. Enginn maður á meiri þátt i að þessi skiðamiðstöð er komin upp en Gunnar Óiafsson. Gunnar Ólafsson er viður- kenndur sem einn af forystu- mönnum iþróttamála á Austur- landi. Hann var lika um tima for- maður Ungmenna- og iþrótta- sambands Austurlands. Þó að Gunnar sé orðinn 70 ára er hann léttur á sér, snar i hreyf- ingum og fær er hann i fjallaleið- angra og skiðaferöir til jafns við hvern sem er. Það er ekki langt siðan hann brá sér upp á Snæfell, hæsta fjall á Austurlandi. Gunnar er göngugarpur. Hann hefur farið vitt og breitt um Aust- fjaröahálendið, upp á jökla, að eldstöðvum, um hreindýraslóðir, að ég ekki minnist á alla helstu fjallatoppa i kringum Norðfjörð. A siöustu árum hefur Gunnar haft með höndum snjómælingar i fjállinu fyrir ofan Neskaupsstað, vegna snjóflóöahættu. Hann hefur ekki munað um aö hendast þar á milli mælistikanna i snarbröttu fjallinu, hvort heldur sem snjór hefur veriö mikill eða litill, harð- ur eða linur. A skiðum kann Gunnar við sig, á þeim eru honum allir vegir færir. Störf Gunnars Ólafssonar eru orðin mikil og mikið hefur hann lagt fram af ólaunuðum dags- verkum til félags- og menningar- mála. Hann hefur ekki lifað fyrir eigin peningasöfnun en hann hef- ur verið maður framkvæmda. Honum hefur tekist merkilega vel að fá unga og gamla til að hrinda i framkvæmd góðum hugmyndum, með vinnu og aftur vinnu. Ég sagði i upphafi þessara orða, að Gunnar Ólafsson hafi verið náinn samstarfsmaður og samherji minn þann tima, sem ég var þingmaður á Austurlandi. Eitt af þvi, sem einkennir Gunnar Ólafsson er hreinskilni og hispursleysi. Gunnar hefur aldrei farið dult með það aö hann er sósialisti. Við þá lifsskoðun sina hefur hann staðið hvort sem það hefur komiö sér betur eða verr fyrir hann persónulega hverju sinni. Gunnar á marga góöa vini viða á Austurlandi og eflaust um allt land. Vinir hans eru ekki allir pólitiskir samherjar hans, nei, þvi fer fjarri. Ég þekki á Austur- landi menn úr öllum stjórnmála- flokkum, sem dá Gunnar og virða og telja hann vin sinn. Allir vita þeir þó mæta vel um pólitiskar skoðanir hans. Heimili þeirra Gunnars og Ingi- bjargar hefur i mörg ár verið mér annað heimili. Þegar þau bjuggu á Fáskrúðsfiröi gisti ég hjá þeim á ferðalögum minum og þegar mitt eigið heimili i Neskaupsstað hefur verið lokað, konan i Reykjavik en ég á ferðalagi i Nes- kaupsstað, þá hefur heimili þeirra einnig veriö mitt heimili. Persónulega hefi ég þeim Gunnar og Ingibjörgu mikið að þakka. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra sósialista i Neskaupsstaö og á Austurlandi þegar ég árna Gunnari allra heilla á sjötugsaf- mælinu og þegar ég þakka þeim hjónum báöum mikið og gott starf i þágu okkar sameiginlegu hug- sjóna. Að lokum flyt ég svo Gunnari og Ingibjörgu bestu hamingjuóskir minar og minnar konu, með þakklæti fyrir öll góðu, liðnu árin og með von um að viö eigum enn eftir að hittast og njóta áfram vináttu og velvildar eins og alltaf áöur. Margir nýir litir... Hinar margeftirspurðu norsku skíðapeysur komnar aftur, krœktar og heilar GEfsíP H Helgin 20.-21. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 V erslunarstjóri Óskum eftir að ráða verslunarstjóra i kjörbúð vora á Vopnafirði sem fyrst. Reynsla i verslunarstörfum áskilin. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist kaupfélags- stjóra fyrir 1. júli n.k., er veitir nánari upplýsingar. S KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA VOPNAFIRÐI PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Símaskráin 1981 Afhending simaskrárinnar 1981 hefst mánudaginn 22. júni til simnotenda. i Reykjavik verður simaskráin afgreidd á Aðalpósthúsinu, gengið inn frá Austur- stræti, mánudag til föstudags kl. 9—17. í Hafnarfirði verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni við Strandgötu 24. i Kópavogi verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni, Digranesvegi. 9. Varmá i Mosfellssveit verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni. Þeir simnotendur, sem eiga rétt á 10 simaskrám eða fleirum, fá skrárnar send- ar heim. Simaskráin verður aðeins afhent gegn af- hendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til simnotenda. Athygli skal vakin á þvi að simaskráin 1981 gengur i gildi frá og með miðvikudeg- inum 1. júli 1981. Frá sama tima fellur úr gildi simaskráin 1980 vegna fjölda breytinga, sem orðið hafa frá þvi hún var gefin út. Póst- og simamálastofnunin. UPPLÝSINGAR OG AÐSTOÐ Lúðvik Jósepsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.