Þjóðviljinn - 10.10.1981, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Qupperneq 3
Helgin 10.— 11. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Hér sjást flestir listamannanna á gólfi sýningarsalarins I kjallara Norræna hússins. (Ljósmynd —eik) íslensk grafík í Norræna húsinu A laugardaginn opnar félagið íslensk grafik sýningu á verkum 15 félagsmanna og Japanans Ka- zuya Tachibana, sem er gestur sýiiingarinnar. Föstudagiim 16. október munu Manuela Wiesler og Snorri Snorrason leika nokkur verk á flautu og gitar fyrir sýn- ingargesti. Fimmtudagiim 22. október mætir Einar Jóhannes- son á staðinn með blásarakvint- ett. Sýiiingin stendur til 25. októ- berog verður opin daglega frá kl. 14—22. Listamennirnir sýna i kjallara Norræna hússins rúmlega 100 myndir unnar með margvisleg- um grafikaðferðum. Félagið Is- lensk grafik er tólf ára gamalt og hefur staðið fyrir farandsýning- um viða um lönd og um ísland. Félagið hefur gefið út grafik- möppur með verkum eftir lista- menn og er fyrirhugað að sú þriðja komi út næsta haust. Eft- irtaldir listamam hafa verk á sýningunni: Asdis Sigurþorsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir, Ingiberg Magnússon, Jenny E. Guðmundsdóttir, Jens Kristleifs- son, Jón Reykdal, Kjartan Guð- jónsson, Lisa K. Guðjónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Richard Valtingojer Jóhannsson, Sigrún Eldjárn, Sigrid Valtingojer, Val- gerður Bergsdóttir, Þórður Hall og gestur félagsins Kazuya Tachibana. —óg Klikan heitir þetta verk eftir Richard Valtingojer á sýningu félagsins islensk grafik i Norræna húsinu. Innlent lán Ríkissjóós íslands ____________19812.fl._____________ VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Samkvæmt heimild í fjárlögum fyrir árið 1981 hefur fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs ákveðið að bjóða út og selja verðtryggð spariskírteini að fjárhæð 20 millj. kr. Kjör skírteinanna eru í aðalatriðum þessi: Meðaltalsvextir eru 3,2% á ári, þau eru lengst til 22 ára, bundin fyrstu 5 árin frá útgáfu. Þau bera vexti frá 15. þ. m. og verðtrygging miðast við lánskjaravísitölu, er tekur gildi hinn 1. nóvember 1981. Spariskírteinin skulu skráð á nafn og eru framtalsskyld. Þrátt fyrir framtalsskyldu eru allar vaxta- og verðbótatekjur manna af kröfum og inneignum, þ. á. m. af spariskírteinum ríkissjóðs, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi þeirra, frádráttarbærar að fullu við ákvörðun tekjuskattsstofns. í þessu felst skv. ákvæðum laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, að ekki kemur í neinu tilviki til skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá mönnum utan atvinnurekstrar. Við ákvörðun á eignarskatti manna ber að telja spariskrteini til eignar. Séu þessar eignir ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna er heimilt að draga þær aftur frá eignum að því marki sem þær eru umfram skuldir. Spariskírteinin eru gefin út í fjórum stærðum 500,1000, 5000 og 10.000 krónum. Sala skírteina í 2. fl. 1981 hefst hinn 14. þ. m. Söluaðilar eru bankar, bankaútibú og sparisjóðir um land allt, svo og nokkrir verðbréfasalar í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. Október 1981 SEÐLABANKIISLANDS RAUDARARSTIGUR 18 SÍMI28866 Kaffistofan... allan daginn. Heitur matur, brauö, kaffi og kökur.Vistlegt umhverfi. Salur.. leigöur út til funda og skemmtanahalds. Heitt eöa kalt borö, kökur, snittur og kaffi. Laus staða Staða skrifstofustjóra hjá Landssmiðjunni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist Landssmiðjunni fyr- ir 1. nóvember 1981. Landssmiðjan A Fóstrur óskast i eftirtalin störf hjá Kópavogskaup- stað: Kópaskel, fulltstarf. Kópahvoll, hálft starf fyrir hádegi. Afleysingar i forföllum. Upplýsingar veita forstöðumenn i sima 84285 Kópasel og 40120 Kópahvoll. Féiagsmálastofnun Kópavogs. A Bílbeltin hafa bjargað UMFERÐAR RÁD J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.