Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 7
Helgin október 1981 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7 Rœtt við Garðar Sigurðsson um íslenska þingmannaför til Kúbu „Castro bauð aðstoð sína við að koma hernum burt” „Ég var svo heppinn að hitta á Fidel Castro prívat í nokkrar mínútur og hann spurði dálítið um ísland en vissi greinilega ekki mikið. Síðar hittum við aftur á hann og þá bar það á góma að bandarísk herstöð væri á íslandi. Castro sagði þá í gamni að hann gæti aðstoð- að okkur við að koma hon- um snarlega í burtu." Það er Garðar Sigurðsson al- þingismaður sem hefur orðið. Hann er nýkominn af fundi Alþjóðaþing- mannasambandsins sem nýlega er lokið í Havana á Kúbu en auk hans sóttu þingmennirnir Jóhanna Sigurðardóttir, Þórarinn Sigurjónsson og Friðrik Sóphusson þingið af ís- lands hálfu. Svipað og Sameinuðu þjóð- irnar — Hvaö er Alþjóöaþingmanna- sambandiö, Garöar? — Þaö hefur starfaö mjög lengi sem má marka af þvi aö þetta er 68. þing þess. Um 100 þjóöir eru aöilar aö þvi og vilja sumir likja þvi viö þing Sameinuöu þjóöanna nema hér eru einstakir þingmenn aöilar og greiöa atkvæöi hver fyr- * ir sig en ekki rikisstjórnirnar eins og hjá Sameinuöu þjóöunum. Tveir fundir eru haldnir árlega, vorfundur og haustfundur en sá fyrrnefndi er eins konar undir- búningsfundur aö þeim slöari. Viö tslendingar höfum yfirleitt látiö okkur nægja aö sækja haustfund- inn. — Og hvaö er svo rætt á þessum fundum? — Fyrst og fremst um alþjóöa- mál. Dagskrármálin eru yfirleitt þau sömu og hjá Sameinuöu þjóö- unum. Ég tók t.d. þátt i nefndar- störfum um þjóöarbrot og mál- efni þeirra landa, sem ekki hafa ■ hlotiö fullt sjálfstæöi t.d. Nami- biumáliö. Annars hafa tslend- ingar yfirleitt veriö frekar ,,pass- Ifir” á þessum fundum. Viö gæt- um látiö taka miklu meira til okk- ar um mikilvæg mál t.d. orkumál, menntunarmál og visindi sem viö getum lagt okkar skerf til. Viðurkenning fyrir Kúbu — Setti þaö ekki sitt mark á þennan fund aö hann var haldinn á Kúbu? — Jú, ansi mikiö. Þessi þing hafa oftast veriö haldin I Evrópu- löndum en nú upp á siökastiö hafa þau veriö færö meira til þróunar- landanna enda eru þau I miklum meirihluta á þinginu ásamt aust- urblokkinni. t fyrra var haust- fundurinn haldinn 1 A-Berlin en vorfundurinn á Filippseyjum. Þaö var töluverö viöurkenning fyrir Kúbu aö hann skyldi haldinn þar aö þessu sinni þvi aö meöal fulltrúa voru t.d. bandariskir þingmenn. Bandarikin og Kúba hafa ekki venjulegt diplómatlskt samband heldur er þaö svissneska sendiráöiö i Havana sem fer meö þaö fyrir hönd Bandarikjamanna. Samt sem áöur eru Bandarikin j meö stóra byggingu á Havana sem heyrir formlega undir Sviss, en er eingöngu meö bandarisku starfsliöi og gegnir I raun hlut- verki sendiráös. — Og þaö þarf náttúrulega aö fljúga krókaleiöir til aö komast til Kúbu? — Já, þó aö aöeins sé hálftima flug frá Florida i Bandarikjunum til Kúbu þarf aö fljúga annaö- hvort gegnum Spán, Mexikó eöa Kanada. Annars er þaö vlst svo aö þótt ekkert áætlunarflug sé frá Florida er daglegt leiguflug þaö- an og litill vandi aö komast á þann hátt til Kúbu. Engin kurteisisopnunar- ræða — Castro hcfur sett sinn svip á samkomuna? — Hann opnaöi hana meö mik- illi ræöu sem stóö hátt á annan klukkutima og skiptist i tvo hluta. Fyrsti klukkutiminn fór i lýsingu á ástandinu i þróunarlöndunum og geröi hann þar grein fyrir mis- skiptingu auösins, sultinum, arö- ráninu, skorti á heilsugæslu og menntun. Varö honum einkum tiörætt um þau riki sem standa utan hernaöarblokka stórveld- anna. Ræöa hans var harðorö og ekkertskoriö undan. I seinni hlut- anum réöist hann beint gegn Bandarikjunum af mikilli hörku og tók þau i karphúsiö fyrir aö blokkera Kúbu efnahagslega og beita skemmdarverkum i land- búnaöi landsins. Ræöan var þvi ekki nein kurteisis-opnunarræöa enda var hann óspart gagnrýndur fyrir þaö daginn eftir af ýmsum fulltrúum aö misnota aöstööu sina. Hann tók sjálfur þessa gagnrýni vel upp og sagöist sjálf- ur skilja vel afstööu gagnrýnend- anna en hann yröi aö koma sjón- armiöum slnum á framfæri, ekki sist viö eigiö fólk. Ég fékk þesssa ræöu prentaöa i hendur og hef siö- an lesiö hana tvisvar yfir og get i raun og veru ekki séö aö hann hafi farið meö annaö en rétt mál i flestu sem hann sagöi og ég hef aöstööu til aö meta. — Menn hafa samt ekki gengið út undir ræðunni? — Nei, hann fékk fullkomna at- hygli enda afar glæsilegur ræöu- maöur, bæöi i máli og látbragöi. I „partýi" með Castro — Ég frétti aö þiö Islendingarn- ir heföuö lent meö honum i „partý”. Er þaö rétt? — Ja, sumir vist i fleiru en einu. Sænski sendiherrann á Kúbu bauö fulltrúum Noröurlandaþjóöanna i smásamkvæmi eitt kvöldið og skyndilega bankaöi Fidel Castro upp á ásamt friöu föruneyti, sett- ist upp og sat langt fram á nótt. Hann var aö sjálfsögöu ákaflega umsetinn og þar gátu allir spurt hann um hvaöeina sem þeir vildu og var ekkert veriö aö hlifa honum enda er honum ekki gjarnt á aö vefjast tunga um tönn. Karlinn sat þarna I sóffa og svaraöi skot- hriö úr öllum áttum. — Hefur hann ekki llfvörð? — Jú, það er mjög öflugur lif- vöröur i kringum hann og virtist þaö fara heldur i taugarnar á honum hvaö þeir fylgdu honum fast eftir. Þaö er greinilegt að þeir eru mjög hræddir um hann. Nýtískulegur sjávarútveg- ur — Svo aö viö vikjum að ööru. Gast þú kynnt þér eitthvað þjóö- félagsmál á Kúbu? — Það var takmarkaö hvaö hægt var aö gera mikiö af þvi og okkur tókst ekki aö komast mikiö út fyrir Havana. Ég notaði þó tækifæriö til aö kynna mér sjáv- arútvegsmál þeirra Kúbumanna dálitiö. Ég fékk viðtal viö 1. vara- sjávarútvegsráöherra þeirra og var meö honum i nokkra klukku- tima. Þeir eru ákaflega hreyknir af þeim framförum sem hafa orö- iö hjá þeim i fiskveiöum en þær hafa tifaldast siöan byltingin varö áriö 1959. Þá veiddu þeir aöeins um 20 þúsund tonn á ári en nú er ársaflinn kominn talsvertá þriöja hundraö þúsund tonn. Þeir hafa komiö sér upp nýtiskulegum fisk- veiöiflota sem veiöir bæöi á heimamiöum og á Mexikóflóa og eins eiga þeir oröiö 35 - 40 úthafs- togara, sem flestir eru smiöaöir á Spáni. Ég sá einn þeirra og var hann meö öllum nýjustu tækjum og á 2. hundraö metra langur. Ég hitti einnig aö máli Fernandez sem setiö hefur fyrir hönd Kúbu i N-Atlantshafsnefndinni og var hann vel heima i islenskum fisk- veiöum. Annars eru Kúbumenn óvanir aö boröa fisk og ársneysl- Fidel Castro: Hélt þrumuræöu yf- ir þingfulitrúum, lenti svo i partýi meö tslendingum. an er nú aöeins 12 kg. á mann en var áður fyrr nánast engin. Gjörbreytt þjóðfélag — Hvernig leist þér á Havana? — Þetta er ákafiega stór borg meö nær 3 miljónir ibúa svo aö mér tókstekkiaösjá nema brot af henni. Mikiö er af gömlum húsum en þó geysilega mikil áhersla lögö á aö byggja nýtt. Ég sá eitt stórt hverfi i byggingu og þar smiðar fólkiö sjálft I skipulögöum hóp- um. Fyrir byltingu voru viöa á Kúbu stór slömm en nú skilst mér aö þau séu úr sögunni. 1 raun og veru hefur þjóöfélaginu veriö gerbreytt varöandi menntun og menningu alla. Ólæsi er úr sög- unni og góö heilsugæsla fyrir alla. Konan min skoöaöi bæöi geö- veikrahæli og fæöingardeild i Ha- vana og þar var allur útbúnaöur eins og hann gerist bestur á Vest- urlöndum. — En Kúba er nú samt fátækt land. Er ekki svo? — Viö skulum ekki gleyma þvi aö Kúba er þróunarland og þess vegna veröum viö fyrst og fremst aö bera landiö saman viö önnur þróunarlönd. Nærtækast er aö bera Kúbu saman viö þau tvö riki sem sluppu undir yfirráöum Spánverja á sama tíma, rétt fyrir siöustu aldamót, þ.e.a.s. Filipps- eyjar og Puerto Rico. Ekki þarf aö orölengja aö Kúba stendur þessum rikjum aö flestu leyti framar. Þó stendur hún verr aö vigi aö mörgu leyti. Eölilegasta viöskiptarikiö ætti t.d. aö vera næsti nágranninn, stórveldiö Bandarikin, en það er lokaö. Hér nægir t.d. aö minna á þær stór- kostlegu baöstrendur sem Kúbu- menn gætu boöiö Bandariskum Garöar: t raun og veru hefur þjóöfélaginu veriö gerbreytt til hins betra. túristum upp á ef þaö væri leyft. Ég lenti i samræðum viö sænskan sendiráösmann, sem áöur haföi veriö i Brasillu og hann sagöi aö þó aö margt vantaöi á Kúbu væri ekki hægt aö likja ástandinu sam- an i þessum tveimur iöndum. — Aö lokum Garöar. Fannst þér enn fullur kraftur i þjóöfé- lagsbyltingunni á Kúbu? — Þaö er mikill kraftur i henni enn en auðvitaö dregur úr honum eftir þvi sem lengur liöur frá bylt- ingunni. — GFr AÐSTAÐA BÚNAÐARBANKINN Austurstræti BÚNAÐARBANKINN Hlemmi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.