Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10 — 11. október 1981 skammlur Af ólund Mikið djöf ull er ég búinn að vera í f úlu skapi uppá síðkastið. Ég veit bara bókstaflega ekki hvert ég ætla að komast, eins og sagt er. Þetta byrjaði allt með bankinu. Bankinu í „bíltikinni" minni — ég kalla bifreiðina mina alltaf „bíltík", þegar sá gállinn er á henni og mér. Semsagt, þetta byrjaði allt á því að ég fór að heyra ókennileg bank—hljóð í bílnum mínum, bank sem ég vissi að ekki ætti að vera. Ég fór með bankandi bílinn til bifvélavirkjans míns, sem er einn af þessum f áu, sem enn er hægt að treysta. Hann sagði mér að þetta væri senni- lega alternatorinn, legur í hjólum, vatns- dælan, miðstöðin, kúplingin eða viftan. Ráðlegast væri fyrir mig að fara með bílinn á rafmagnsverkstæði, láta setja í hann nýjan alternator. Ef hann héldi áfram að banka eft- ir það, þá stafaði bankið semsagt ekki frá alternatornum. Ég gerði þetta, borgaði miljón gamlar fyrir alternatorinn og bíllinn hélt áfram að banka. Þetta hafði semsagt ekki verið alternatorinn. Nú ákváðum við, ég og bif vélavirkinn minn, að halda áf ram að beita útilokunaraðferðinni, gera við hvern hluta vélarinnar f yrir sig og gá hvort bankið héldi áfram. Auðvitað kom það sama í Ijós, eins og alltaf, þegar maður er að leita að einhverju, til dæmis í vösum sínum. AAaður f innur það sem að er leitað aldrei fyrr en í síðasta vasanum sem leitað er í. Það var semsagt ekki fyrr en búið var að gera við og þar með útiloka alternatorinn, leg- urnar, vatnsdæluna, miðstöðina og viftuna að mér var tjáð að nú væri bíllinn hættur að banka. Ég tók ökutækið út af verkstæðinu og ók eins og leið liggur áleiðis niðrí bæ, en viti menn. Ekki hafði ég keyrt nema tvö-þrjúhundruð metra, þegar helvítið f er að banka aftur. Ég til baka og bað bílvirkjann um að aka nú með mér einn eða tvo hringi til að sannreyna bankið. Hann gerði það að sjálfsögðu með glöðu geði, en viti menn: Ekki bankvottur. AAeira að segja reyndi ég að láta bílinn banka fyrir hann, en allt kom fyrir ekki. Og enn bankar bíllinn, þegar bílvirkinn er ekki með. I gær var ég hérumbil búinn að-hengja mig í sætisóiunum. Vel á minnst, ég verð víst að fara að læra að festa þeim rétt utanum mig. Ég hef verið svolitið tregur í beltin, vegna þeirrar staðhæfingar andbeltunga að háska- legra sé að aka f yrir björg með beltin á sér, en án þeirra. Ekki hef ur það verið til að bæta uppá skaps- munina að undanförnu að fylgjast — í fjöl- miðlum — með vangaveltum kvenna um sér- stakt kvennaf ramboð. Alveg getur nú kvenfólk gert mann gráhærðan á nótæm. Eins og þær eru þó nauðsynlegar og ómissandi til síns brúks. Ég var einmitt að virða veikara kynið fyrir mér niðrí bæ í gærdag og ég get að sjálfsögðu ekki neitað þvi að alltaf hlýnar manni um hjartarætur þegar maður sér þær, þessar elskur. En hvernig í ósköpunum geta þær ætlast til þess að nokkur maður f ari að treysta þeim f yrir málef num lands og þjóðar. Nú eru þær f lestar komnar í reiðbuxur. Eða ekki fæ ég betur séð, og í reiðstígvélum eða jafnvel vassstígvélum. AAargar hverjar eru með fjólublátt hárið túberað uppj reiði og skelf ingarfrísúru fresskattar, sem á líf sitt að verja fyrir óðum hundi. Ófáar eru með sikkrisnælu gegnum nefn og eyru og með glóðaraugu á báðum. Ég sé þessar sömu konur í anda á Alþingi ís- lendinga. Ég held að það sé óhugsandi að þær geti læknað nokkra bólgu og síst af öllu verðbólguna. Konur eru alltof uppteknar við að ganga í augun á okkur köllunum til þess að hægt sé að ætlast til þess að þær geti einbeitt sér að málef num ríkisins. AAér er, til dæmis, sem ég sæi Geir Hallgnmsson afla sér trausts og virðingar flokks og þjóðar með fjólublátt hárið, fjólu- blátt gióðarauga á báðum og sikkrisnælu í gegnum f jólublátt nef ið. Þessi ástsæli leiðtogi myndi jafnvel glata trausti síns eigin flokks, þó hann væri bara með næluna í nef inu. Nei, dæmin sanna að ef einhver f lokkur ætli sér að ná brautargengi, þá ríður á að hafa enga konu í f ramboði. Þetta kom berlega í Ijós i síðustu kosningum, en þar bar Framsóknar- flokkurinn sigurorð af öllum hinum. Trikkið var bara að hafa enga konu í framboði. Því sannleikurinn er sá að ef það er einhver sem ekki treystir konum fyrir opinberum umsvif- um, þá eru það konur. Flestir muna það enn, að þegar Rannveig Þorsteinsdóttir var kosin á Alþingi, gaf hún þessa yfirlýsingu: „Ég segi allri fjárplógs- starfsemi stríð á hendur". AAeira sagði hún ekki á þingi, en Framsóknarkonur sendu henni þessa vísu: Það á að stríkja stelpulíng styngenni oní kolabíng lokana úti í landsynníng og látana ekki fara á þing. Og þá sá Rannveig þann kost vænstan að hætta á þingi og f ara að praktisera. skráargatið Kristinn: Neitaöi aö leggja fram Gunnar: Langvinsælastur. Geir: Fékk enga tilnefningu i vinsældakönnunni. ólafur: Fór aö gá aö bombunni. Jón Ármann: Viörar sig upp viö Framsókn. bókhaidiö. Nokkrar umræöur fóru nýlega fram milli Arnarflugs og tscargó um hugsanlega sameiningu þessara flugfélaga. Sagt er aö Kristinn Finnbogason hafi boöiö Arnar- flugi Iscargó til sölu fyrir 800—1000 miljónir. Þaö fylgir sögunni aö Arnarflugsmenn hafi fariö fram á aö lita á bókhald Iscargó til aö átta sig á stööu félagsins en þvi hafi Kristinn haröneitaö og þar meö umræö- urnar fariö í strand. Sigurður Hafstein, formaöur fulltrúaráös Sjálfstæöisfélaganna i Reykja- vík, mætti til fundar þess á fimmtudagskvöld meö skrifaöa ræöu þar sem hann mælti gegn nýgeröri samþykkt stjórnar fulltrúaráösins og þar meö sjálfs sin um opiö prófkjör. 1 ræöu sinni þar sem hann mælti fyrir lokuöu prófkjöri voru helstu rök hans þau aö meö opnum prófkjörum réöu „óvinir” flokksins þvi hverjir tækju sæti á listanum. Þess skal getið aöiSjálfstæöisfélögunum I Reykjavik eru 3—4000 manns en um 12 þúsund manns hafa tekiö þátt i prófkjörum undanfarinna ára. Ergo: 8000 „óvinir” flokks- ins stilltu Geir Hallgrimssyni i efsta sæti lista Sjálfstæöis- flokksins f siöustu alþingiskosn- ingum. Þessi samþykkt fulltrúaráösins um lokaö prófkjör þýöir einfaldlega þaö að Albert Guömundsson, sem á fylgi sitt meöal almennra kjósenda en ekki flokksbund- inna Sjálfstæöismanna, stendur frammi fyrir þvi aö hætta annaðhvort viö þátttöku I próf- kjöri og setja fram eigin lista eöa fá 4-5000 manns til þess aö skrifa á inntökubeiöni 1 flokkinn áöur en prófkjör veröur haldiö. I vinsældakönnun Dagblaösins, sem birt veröur á mánudag, er Gunnar Thoroddsen áberandi vinsælastur stjórnmálaleiötoga en formaöur Sjálfstæöisflokks- ins, Geir Hallgrimsson, fékk enga tilnefningu meöal þeirra 600 sem spuröir voru. Þaö er von aö þeir vilji reka Gunnar úr flokknum. Vísir hefur tapaö miljónum króna á undanförnum árum, en eigend- urnir hins vegar grætt miljónir á sama tima sem sést af þvi aö þeir sigla hraöbyri út úr sam- starfi i Blaðaprenti, ætla að býggja yfir sig miljónahöll, hafa fest kaup á pressu sem er á leiðinni til landsins, og eru aö semja viö fyrirtækiö Prisma i Hafnarfiröi um setningu og plötuvinnslu. Aö sjálfsögöu hafa þeir ekki sagt samstarfs- mönnum sinum i Blaöaprenti frá þessum athöfnum sinum. Langt viötal var viö þá félaga Eiö Guönason og Indriöa G. Þor- steinsson i Morgunvöku Páls Heiöars i vikunni um Banda- rikjareisu þeirra. Stjórnanda þáttarins láöist hins vegar alveg aö spyrja hver bauð þeim kumpánum. Velta menn nú fyrir sér hvort þaö hafi veriö herráö NATÓ, Menningarstofn- un Bandarikjanna eöa CIA. r A opnum fundi um utanrikismál á Hótel Heklu á fimmtudags- kvöldiö sa^öi Ólafur Jóhannes- son utanrikisráöherra m.a. aö kjarnorkuvopn væru ekki og yröu ekki á Islandi nema meö samykki stjórnvalda á hvérjum tima. tsland er sem sagt ekki bannsvæöi fyrir atómvopn hvernig sem á stendur. Utan- rikisráöherra sagöi ennfremur aö hann heföi fariö ásamt nefndarmönnum i utanrlkis- málanefnd til þess aö kanna hvort nokkrar ölöglegar sprengjur væru á Vellinum. Og ekkertséð. Til áréttingar á mál, sinu kvaöst ráöherra hafa i sinum fórum bréf upp á þaö aö hér væru ekki kjarnorkuvopn, og var helst aö skilja aö þaö væri frá þáverandi utanrikis- ráöherra Bandarikjanna. Sjálf- sagt hafa stjórnir Danmerkur og Spánar haft svipað loömollu- bréf upp á vasann, enda kom ekki fram aö Bandarikjamenn heföu atómvopn I þessum rikjum fyrr en flugvélar þeirra hröpuöu á Grænlandi og á Spáni. Heldur var Framsóknarfundurinn daufur, en þaö eina er kom verulega á óvart var aö Jón Ar- mann Héöinsson fyrrverandi þingmaður krata hélt heilmikla lofræöu um núverandi utan- rikisráöherra og taldi honum allt til hróss nema aö hafa ekki sendiherra i Nigeriu aö selja skreiö. Ekki kæmi á óvart aö Jón Ármann ætlaði sér frama innan Framsóknar, ef dæma ætti af málflutningi hans. Hins vegar kom ekki á óvart aö félagi úr Kommúnistaflokki Islands, væntaniegum samstarfsaöila Jóns Baldvins og Vilmundar skyldi lýsa ánægju meö varnir landsins og að ööru leyti en þvi aö þaö vantaöi fleiri loftvarnar- byrgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.