Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 10
:i Aaií'. — Mií, jiVflíX «í tðtfóMc .U --A'-JKftwSft 10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.— 11. október 1981 mér er spurn Svava Guðmundsdóttir svarar f Sólveigu Asgrímsdóttur Er staöa konunnar að verulegu leyti mótuð í uppeldinu? OG SPYR Hildi Jónsdóttur Hvaða kröfur Durfa verka- conur að setja á oddinn í komandi samningagerð? Spurning min er til Hildar sambandi hvaöa kröfur þurfi Jónsdóttur: Hver telur þú aö setja i oddinn i komandi vera brýnustu hagsmunamál samningagerö? verkakvenna i dag og i þvi Spurning: Telur þú að staða konunnar sé að veru- legu leyti mótuð í uppeld- inu og hvort hægt sé þar af leiðandi að koma á jafn- rétti kynjanna með því að breyta uppeldi barnanna. Svar: Það er engum vafa undirorpiö aö uppeldi barna á stóran þátt i þvi aö viöhalda þvi misrétti kynja sem er svo einkennandi fyrir okk- ar þjóðfélag. í þessu sambandi er rétt að geta þess aö með „upp- eldi” á ég viö þá merkingu sem lögö er i orðiö i daglegri notkun þess, þ.e. að kenna börnum um- gengnisreglur, hvaö sé „rétt” og hvaö sé „rangt”, — aö setja þeim verkefni og innprenta þeim viö- horf og hugmyndir um lifið og til- veruna. Þetta er jú gert i þeirra nánasta umhverfi, á heimilum, dagheimilum og skólum. Mótun barna ræöst ekki aöeins af þessum þáttum heldur verða þau fyrir áhrifum I umhverfi sinu og af kringumstæðum, svo og hegöun og atferli þeirra sem þau umgangast. Þau tileinka sér gild- ismat og samskiptareglur i sam- ræmi viö þetta og á þann hátt á sér staö þaö sem félagsfræðingar kalla „félagsmótun”. BarniÖ lær- ir aö veraö samfélagsþegn. Börn tileinka sér „kvenimynd” samfélagsins annars vegar og „hvaö karlar gera” hins vegar ekki aöeins úr bókum, af sjón- varpi, umræöum o.þ.h., heldur af þvi hvaö konur og karlar i um- hverfi þeirra hafast aö. t þessu sambandi má taka tvö dæmi: í fyrsta lagi getum viö hugsaö okkur aðstæöur alþýöuheimilisins á þann veg, aö faöirinn vinni 10 - 14 tima á sólarhring og móöirin 4 - 8 tima. Umönnun barnanna og heimilisstörf hvila að stærstum ef ekki öilum hluta til á heröum móöurinnar. Hér má hiklaust gera ráö fyrir aö vitund barnsins mótist af þessu þannig, aö þaö telji eölilegt aö konur vinni þjón- ustustörf inni á heimilunum og veröur þaö rikur þáttur i hug- myndum þess um hlutverk kon- unnar. Á hinn bóginn telur barniö eölilegt aö karlmenn vinni mikið utan heimilis, — aö þeir séu dug- legir aö afla fjár til framfærslu fjölskyldunnar, og samræmist þaö þá hlutverki karla. Jafnvel þó svo væri aö annaö foreldri eöa bæöi’geröu sér far um aö boöa barninu kenningar jafn- réttis, þá yröu þær f þessu tilviki i hróplegri mótsögn viö reynslu þess. Hugmyndir einar saman geta ekki oröiö sterkari hinum efnislega veruleika i félagsmótun barna. 1 öörulagi kynnist barniö þvi i skólanum, aö konur eru yfirgnæf- andi meirihluti kennara en skóla- stjórinn er karlmaöur. Yfirsáta- rööun er þannig háttaö aö völdin eru i höndum karlmanns og taka þau eftir hinu sama i öllum stofn- unum þjóöfélagsins. Orkar þetta á barniö og styrkir vitund þess um aö forræöi karlmanna sé eöli- legur hlutur. Hægt er aö imynda sér að menntafólk og þeir sem eru betur launaöir geti aö ýmsu leyti yfir- stigið þær hindranir sem lágt kaup og yfirvinnuálag eru verka- fólki og komið á réttlátari verka- skiptingu á heimilunum ásamt þvi aö innprenta börnum sinum jafnréttishugsjónir. I fyrsta lagi viröist þetta ekki vera tilfelliö hjá allflestum og i ööru lagi koma til samfélagslegar afstæöur 1 þessu þjóöfélagi kapitalisma og karl- veldis sem einstaklingar geta ekki ráöiö viö. Menntakonan meö jafnréttishugsjón er einnig þræll þessara afstæöna og getur i at- höfnum sfnum og oröum alveg ómeövitaö stuölaö aö karlermbu- viöhorfum hjá börnum sinum. í þessu svari minu viö fyrsta liö spurningar Sólveigar um hvort staöa konunnar sé aö verulegu leyti mótuö i uppeldinu tel ég mig einnig hafa aö nokkru leyti svar- aö seinni liönum þ.e. hvort hægt sé að koma á jafnrétti kynjanna meö þvi aö breyta uppeldi barn- anna. Uppeldishættir eru ekki alls- ráðandi né ákvaröandi um hver staöa konunnar er i þessu þjóöfé- lagi heldur koma á jafnrétti kynj- anna með þvi aö breyta uppeldi barnanna. Uppeldishættir eru ekki alls- ráöandi né ákvaröandi um hver staöa konunnar er i þessu þjóöfé- lagi heldur koma þar til efnislegir þættir sem ég tók dæmi af. Sú kenning — sem er reyndar nokkuð vinsæl — aö leiöin til frelsunar kvenna liggi i gegn um breytt uppeldi i anda jafnréttis, gerir ekkert annaö en aö breiöa yfir raunverulegar orsakir kven- kúgunar. Um leið er hún til þess fallin aö varpa ábyrgö samtaka og stofnana yfir á heröar ein- staklinga. Það hefur alltaf verið ein af höfuökennisetningum borg- aralegrar hugmyndafræöi að ein- staklingurinn ráöi örlögum sinum sjálfur. Samkvæmt þessu á for- eldrum aö vera i sjálfsvald sett hvort þau stuðli aö frelsun kvenna meö þvi að ala börn sin rétt upp. Þessi kenning gleymir þvi meöal annars, aö uppalandinn þarf sjálfur á uppeldi aö halda og aö öll erum viö brennimerkt þvi þjóðfélagi sem viö búum við, — karlaveldi og kvenkúgun. Til þess aö frelsun kvenna og jafn réttur kynja megi veröa að veruleika þurfa aö koma til gagn- gerar breytingar á efnislegum þáttum. Ryðja þarf úr vegi hindr- unum svo sem óhóflegu vinnu- álagi meö styttingu vinnutimans i 6 tima á lifvænlegum launum. Þannig má tryggja fjárhagslegt sjálfstæöi kvenna og aö körlum gefist kostur á aö sinna skyldum sinum viö börn og heimili. Koma veröur til góö dagvistun fyrir öll börn sem lýtur eftirliti og umsjón foreldra. Aflétta þarf heimilis- störfum af einstaklingum meö fé- lagslegri þjónustu og opna þannig leiö fyrir konur til aö gerast virkir samfélagsþegnar i hvaöa mynd sem þær kjósa. Hér kemur aö ábyrgö hags- munasamtaka fólks og flokka þess. Aö þessi samtök og flokkar taki upp og blási til baráttu fyrir aö þessar efnislegu breytingar nái fram aö ganga. Til áréttingar vil ég geta þess aö ég tel uppeldi barna þýðingar- mikinn þátt i baráttunni fyrir kvenfrelsi. Ég vildi hins vegar leggja áherslu á að „gott” upp- eldi feykir ekki á burt félags- og efnahagslegum hindrunum á veg- inum til kvenfrelsis. ritsCJórnargrein Kjartan Ólafsson Morð og mannskemmdir Blafc I skrifar Undarlegt er það fjölmiðla- hungur, sem margt nútimafólk viröist þjást af hér um slóðir, sem viðar. Nýjasta nýtt til aö seöja þetta hungur eru myndsegulböndin, sem nú ryöja sér til rúms. Hið „frjálsa” sjónvarp, sem býðst til að tryggja þér og börnum þi'numfullkomna afþreyingu frá Morð og mannskemmdir h.f., ekki bara skamma stund á dag, heldur allan sólarhringinn, — bara þúgetir haldiösjálfum þér vakandi.og börnunum viö efniö. Mikil eru tækniundur okkar tima. Þaö var stór stund i sögu mannkynsins, þegar menn komust fyrst upp á Iag með að prenta lesmál. Það var fyrsta fjölmiðlabyltingin. Siðan hafa margar fylgt i kjölfarið. Langt er siöan viö ööluöumst frelsi til aö velja á milli Alþýðu- blaðsins og Morgunblaösins. Seinna fengum við frelsi til aö velja á milli islenska hljóö- varpsins og islenska sjónvarps- ins, auk ailra hinna miölanna. Og sumir töldu að þar með værum viö orðnir bærilega frjálsir á f jölmiðlasviöinu. Þetta valfrelsi milli ólikra islenskra fjölmiöla, oröa og mynda, telja Morö og mann- skemmdir h.f. hinsvegar fánýtt frelsi. Þetta alheimshlutafélag á sér annan mælikvaröa. Samkvæmt honum ert þú frjáls, þá fyrst þegar þú átt þess kost allar auönustundir aö láta augun hvarfla frá einu morði til annars, frá einni nauögun til annarrar og öölast þannig það algleymi, sem gerirþig frjálsan i rilci Morös og mannskemmda h.f.. Eitt sinn var talaö um islenska menningarhelgi. Dett- ur nokkrum i hug, aö alheims- hlutafélag, sem nú vill inn á hvers manns gólf, skilji þaö orð? Við snúum ekki tækninni við, hvort sem okkur likar betur eða verr. Kjarnorkan er staöreynd, myndsegulböndin og valfrelsið til aö kjósa sér Morö og mann- skemmdir h.f. er staðreynd. Hér gildir að bregöast rétt viö. Vilji menn koma i veg fyrir eyöingu mannkyns á kjarnorku- timum, þá veröa mennaö ganga fram til markvissrar baráttu fyrir friði, ekki einn og einn heldur allir saman. Vilji menn standa vörð um islenska menningarhelgi, þá dugar ekki að sofa á þeim veröi. Það dugar ekki aö fáir vaki. Hér þarf marga vökumenn og helst alla saman. — Alheimshluta- félagiö sefur aldrei. Þaö vakir og þaö vinnur. Hér tala margir um skort á peningum, og litilfjörleg fram- lög til menningarmála eru ærið oft talin eftir, en þegar kemur aö viöskiptum viö Morö og mannskemmdir h.f. þá borga margir glaöir. Skólar okkar hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Þeir hafa ekki aðeins þvi hlutverki aö gegna, aö koma staöreynda- foröa á framfæri við nemendur. Þeir hafa einnig skyldur við menningu okkar, þá skyldu að ala upp íslendinga framtíöar- innar. Aö sjálfsögöu eru margir þættirmenntunar alþjóðlegir og er það vel. Engu að siður mega skólarnir ekki gleyma þvi', aö þeir eru aö ala upp fólk, sem er brot afi'slensku bergi og á sinar skyldur hér, sam-mannlegar og þjóðlegar i senn. Skólar okkar hafa hlutverki að gegna i baráttunni við al- heimshlutafélagiö Morö og mannskemdir h.f., og væntan- lega dettur fáum i hug, aö þeir eigi að vera hlutlausir i' þeim sviptingum. Skyldi ekki vera kominn timi til að tæknivæða skólana, m.a. meö myndsegul- böndum i þvi skyni aö gera þá hæfari til að rækja sitt þýð- ingarmikla verkefni. Hlutverk uppeldis er ekki það aö búa til fjölmiölaþræla, sem biöja um þaö eitt að láta mata sig á stærri skömmtum af fjölþjóðlegum sora i myndum og máli. Hlutverk uppeldis nú á timum er m.a. aö hjálpa hverjum og einum til aö varöveita sjálfstæöi sitt i múgæöi fjölmiölanna, aö hjálpa hverjum og einum til að öðlast viröingu fyrir sjálfum sér og öllu mannlegu lifi. Baráttan fyrir frelsi mannsins hefur m.a. staðiö um það aö auka tómstundir vinn- andi fólks, aö skapa mönnum frjálsan tima. Þessi frjálsi timi hefur farið vaxandi og mun enn aukast á komandi árum. Upp- eldiö þarf ekki sist að beinast að þvi aö kenna mönnum aö nota þennan frjálsa ti'ma, sjálfum sér og öðrum til heilla, — ekki sem þræll, heldur sem þátttak- andi, ekki aöeins þiggjandi heldur lika skapandi. Fjölmiðl- un er ekki af þvi illa, en hóf er best á hverjum hlut, og maöur- inn þarf lika aö kunna aö vera einn með sjálfum sér. Þaö þarf aö búa betur aö skölunum, og það þarf aö búa beturaö okkar menningarstofn- unum. Þaö á ekki lengur aö vera sjálfsagt mál, aö samanlögð opinber framlög til flestra helstu menningarstofnana i landinu séu innan við eitt pró- sent á fjárlögum. Gegn alheimshlutafélaginu Morö og mannskemmdir h.f. þarf sókn í menningarmálum. Sú sókn má ekki aðeins taka mið af fáum útvöldum, heldur allri alþýöu. k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.