Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN 'Helgin 10.— 11. október 1981 bókmenntir Aftur á Dag- sláttunni Erskine Caidwell. Dagsiátta drottins. Hjörtur Halldórsson Isienskaöi AB 1981. Þegar litiö er yfir þýddar skáldsögur á Islensku er fljótgert aö koma auga á margar gloppur, en kannski höfum viö veriö til- tölulega iönust viö aö þýöa bandariska höfunda. Hemingway og Steinbeck komu hér viö nokkuö snemma fyrir tilstilli Máls og menningar og aörir sigldu I kjöl- fariö meöal þeirra Erskine Cald- well — nú er Dagsláttahans kom- in I endurútgáfu. Vlst er gaman aö rifja þaö upp, aö þaö vanfuröulegt aö kynnast þessum heimi Suöurrikjanna, heimi fátæktar, kreppu og grimmdar sem varö merkilega fáránlegur i persónusafni Cald- wells, I samskiptum þar sem ágirnd, auraleysi og þó sérstak- lega holdsins máttuga raust hröktu hvunndagshegöun út I horn. Orræöaleysi þessa fólks er lýst meö þvl aö hver og einn klifar á sínum sannleika, sem er ekki nema I einum liö eöa mesta lagi tveim og kemst aldrei út fyrir þröngan hring. Elsku Jill er meö brókarsótt, og Plútó eltist viö hana og Will, sá heljarfoli, ætlar aö opna aftur verksmiöjuna og allir tala um brjóstin á Gríseldu sem er svo falleg, ef þeir eru ekki aö grafa eftir gulli eins og asnar. Þetta skapar sterkan heildarsvip eins og þaö heitir og var sjálfsagt nýstárlegt, en ekki getur lesari I dag neitaö þvi aö vel mætti höf- undur láta leikbrúöur slnar ein- hverjar hafa ögn meira svigrúm i heilabúinu en raun ber vitni. En þaö er margt gott viö þýöingu Hjartar Halldórssonar. Aftan viö þessa útgáfu er fróö- legur viöauki sem segir frá mála- ferlum gegn fyrsta útgefenda Dagsláttu Drottins — Siögæöisefl- ingarfélag New York kæröi hana fyrir velsæmisbrot. Þetta var áriö 1933 og minnir þessi ákæra vegna bók- ar, sem nú um stundir sýnist einkar sakleysisleg, okkur á þaö hve skjótt velsæmishugtakiö hef- ur breyst. (Máliö er annars svo skrýtiö, aö manni dettur i hug, aö þaö litla sem vikiö er aö stétta- baráttu kreppuáranna i Dag- sláttu Drottins hafi espaö Siögæö- ismenn meira en þau ástarmál sem þeir geröu sér aö ákæruefni). Allt um þaö — bókin var sýknuö. Enþaðermerkilegtaöathuga, aö rétturinn er i varnarstöðu, dálltiö klaufalegri. Hann segist ekki vita hvort lýsing Caldwells sé „ná- kvæm og rétt I öllum atriðum” enda sé rétturinn „ekki nægilega kunnugur ástandinu I þessum sérstaka landshluta”. Undarleg- ur málflutningur um skáldsögu og minnir, þótt undarlegt megi virðast, á ýmislegt I sovéskri um- ræðu um bókmenntir. Einnig þessi spaugilega afsökun réttar- ins fyrir Caldwell: „Fólk verk- smiöjubæjarins og sveita- heimilisins er hvort tveggja falliö iýtrustu fátækt. Þaö er sneytt öll- um möguleikum til aukins þroska og kynferöishvatirnar sitja I fyr- irrúmi. Þetta er óbrotiö fólk I öllu eðli slnu, sem hættir viö að gefa hinum æöislegustu ástrlöum laus- an tauminn I hvívetna”. AB. Arni Bergmann skrifar Valcl hlutanna og drengurinn sem dó Steinunn Siguröardóttir Sögur til næsta bæjar. Iðunn 1981 Fnsklegur og yfirleitt glað- legur tónn einkennir þessar stuttu sögur Steinunnar Sigurð- ardóttur. Sumar þeirra eru æf- ingar einskonar og veröur ekki úr þeim mikil „saga” — en kunnátta I þvi aö bregöa upp aö- stæðum, andrúmslofti er á sin- um staö. Eins þótt framhaldiö, úrvinnslan geti verið snubbótt. Steinunn hefur ekki hvað sist hugann við furðulegar og skop- legar hliðar á samdrætti kynj- anna. Glaöbeittur still hennar fellur vel aö þeim uppákomum, og enginn stór háski sjáanlegur nema þetta sigilda: nii er búiö aö lýsa þessum manneskjum i fáum dráttum, og hvaö skal viö þærgera? Tværsögur verða svo öðrum fremur nefndar sem dæmi um að höfundur ætli sér stærri hlut og tekur nokkra áhættu i leiðinni. önnur er fyrsta saga bókar- innar og sii lengsta: Líkamlegt samband i Noröurbænum. Þar segir frá konu sem er á kafi i tryllitækjunum, ryksugunum, frystikistunum og svo bilnum sinum sem hún kallar Bassa (með lævíslegri tilvisun I afar ókurteislegt ævintýri). Konan tekur vondan sjúkdóm og vill helst láta grafa sig i bilnum. Þetta er semsagt um vald hlut- anna yfir mönnunum (og einn gagnrýnandiskammaði höfund- inn fyrir aö láta konu ánetjast þeim, karlar væru enn verri! Svona er erfitt að vera rithöf- undur nú til dags). Jæja — saga um vald hlutanna og stendur undir merkjum fáránleikans eins og ýmislegt annaö um sama efni. En þaö er eitthvaö að. Þaö er eins og Steinunn geti ekki gert þaö upp við sig, hvort hún á aö fylgja eftir lifsháskanum í þess- um efnivið (eins og Svava Jak- obsdóttir hefur gert) eða gera uppákomurnar i f jölskyldulifinu með heimilistækjunum enn fá- ránlegri í smásmugulegri Ut- færslu eins og Guöbergur Bergsson heföi gert. Útkoman veröursvosú aö lesarinn á erfitt meö aö sætta sig viö krabba- Stdnunn Siguröarddttir meiniö, sem konan er aö deyja úr, innan um gamanmálin. Draumur I dós er svo hitt dæmið semsker sigúr. Saga um stúlkur í niöursuöuverksmiöju og þáfyrst og fremstStellu sem eignast skammvinna hamingju i litlum dreng sem veikist og deyr. Hérer stilað á annað and- rúmsloft en i flestum sögum bókarmnar öðrum, veriö er að segja frá umkomuleysi sem er ekki vitund hlægilegt. Stundum virðist sem Steinunn eigi full erfitt meö þvi aö slita sig frá þvi sem hiín segir frá i öörum sög- um, en þaö kemur ekki i veg fyrir aö hún komi hljóölátum harmleik sögunnar til skila á sérstæöanog persónulegan hátt. AB fiitt óstöövandi hvísl Jóhann S. Hannesson Slitur úr sjöoröabók. örn og örlygur 1980. Jóhann S. Hannesson var ekk- ert aö flýta sér i bókaprent- smiöjur meö ljóö sin, en þegar hann laumaði frá sér kveri fyrir nokkrum árum fögnuöu þvl góö- ir menn sem vonlegt er. Og svo bætist annað viö svo sem nú skal minnt á. Jóhann heldur tryggö viö stuölanna þriskiptu grein og fer mjög haglega og hugvitssam- lega meö þann arf. 1 kvæöum þar sem horft er yfir mannlif, sögu og sagnir með vinsemd, efahyggju og skopskyni. Af öllu saman veröur til skáldskapur sem best veröur lýst meö einu orði: skemmtilegur. Eins og góöum húmansita sæmir er Jóhann aldrei upp úr þvi vaxinn aö leika sér.TImans tönn er ekki eiturbroddur heldur jórturjaxl, þvi miður. Ahaustin flytur öspin „erindi sitt blaöa- laust”. Jónas Hallgrimsson leiöréttir málfar Hallgríms Schevings. Og Jóhann ræöst einnig til skáldskaparglimu viö eiliföarmál lifs og dauöa og gildi þess sem unniö er — og eins þótt viö allir vitum aö um þá hluti hefur mikiö veriö ort og margt vel. Og stækkar Jóhann S. Hannesson I þeirri gllmu. Þaö haustar, skáldið gengur mót vetri „I vonlausri gleöi” — svip- uö afstaöa er uppi i kvæöi sem Eden heitir: ég finn ekki skiln- ingstréö en garövistin sjálf er oróin mér takmark. Eftirminni- legast af þessum eiliföarmála- kvæöum er Bæn. Þar er ekki beðiö um aö lif þess sem meö ljóöiö fer sé lengt heldur hitt aö Jóhann S. Hannessson minna veröi „þrengt aö hverj- um degi: ...Þá gæti jafnvel hent ég greindi rétt þitt óstöövandi hvisl sem annars hefir ævinlega lent undir I keppni viö mitt hversdagssýsl Ég lofa aö láta ekki orö á prent.. Fátt eitt veröur sagt um Undriö sem viö viljum höndla en ekki verður nefnt nema I ávarpi og viö hinir getum svo bætt viö eftir okkar innræti — sérstaklega af þvi aö viö könn- umst svo vel viö þessa formúlu úr bernsku og sögnum, sem bor- in er fram I sfðustu llnu kvæöis- ins: þú segir ekki frá. Þaö er veröiö sem gjalda veröur fyrir leyndardóminn... AB. Vinsamleg afstaða til trölla Astarsaga úr fjöilunum. Saga: Guörún Helgadóttir. Myndir: Brian Pilkington. Iöunn 1981. Ekki þarf lengi aö blaöa I þessari barnabók til aö skilja af hverju þeir I Iöunni vilja gera alþjóölega útbreiöslutilraun meö hana. Þetta er ævintýri, tengt ákveðinni þjóötrú, en Um leiö fjarska aögengilegt. Og svo hefur þaö gerst sem oftar skyldi, aö samvinna höfunda mynda og texta hefur veriö meö miklum ágætum. Myndir Brians Pilkingtons af tröllum og tröllagrjóti eru fullar meö litagleöi og gamansemi og þær eru glæsilega prentaðar, ekki vantar þaö. Og þær falla prýöisvel aö meginhugmynd textans. Hún er sú aö gera þjóötrúna „skynsamlega”: af þvl til eru steinar þá eru til tröllasögur. Skriður eru tiltektir trölla, eld- gos eru þeirra matseld og jarö- skjálftar minna á þeirra stór- fengleg ástamál. Þjóötrúin veröur „skiljanleg” og allt henni tengt heldur vinsamlegra en ella. Og landiö, ekki sist auönir þess, meira lifandi — þeim sem eru aö byrja aö horfa á þaö og vappa um þaö. Veröur nú úr þessu einkar aölaöandi ævintýri. Má vera aö fullmikiö fari fyrir útskýring- unum sem tengja náttúrufyrir- bæri viö tröllalif — I þeim skiln- ingi aö meiri saga heföi mátt gerast af tröllafjölskyldunni sjálfri, sem varö aö steinum fyrir ástar sakir. En hvaö um þaö: ekki dugir aö biöja um ööruvisi bók. Fullorönum lesara finnst þessi hér alls góös mak- leg. Og þaö heyröist I táningi á neikvæöisaldri sem sagöi hún væri alveg æöi! Þá er eftir aö heyra I þeim sem enn yngri eru og bókin er ætluð — en allar likur benda til þess aö vel muni fara á meö þeim og tröllum Guörúnar og Brians. AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.