Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 13
Helgin 10,— 11. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 harðbýlasta staðnum, efst I fjöll- unum og varðveita leifar af fornri menningu sem fræg var fyrir gullgerðar- og byggingar- list. Kúabóla hefur lagt mikinn hluta þeirra að velli. I hæðunum fyrir neðan rækta sigurvegararn- ir „gull Kolimbiu” i tonnatali, það er marijuana fyrir banda- riskan markað. Iðnvæðing Iðnvæðing Þriðja heimsins eyk- ur enn á vanda ættflokkanna. Fjölþjóðafyrirtækið Rio Tinto Zink sem hefur höfuðstöövar i London hefur ákveðiö að leggja sem svarar 2.2 miljörðum dollara i stærstu koparvinnslu I heimi i Rauðu fjöllum i Panama. Þús- undir Guayami-indjána munu missa bæði land og vatn vegna þessara framkvæmda án þess að fá nokkrar skaðabætur. Hinum megin við heiminn I hálöndum Filipseyja mun vatn flæða yfir land þar sem um 100 þúsund bændur af ættbálkum Bontoc og Kaiinka hafa búið I 7000 ár. Þetta er vegna stiflugerðar sem Al- þjóöabankinn fjármagnar og kosta mun um 1 miljarð dollara. Bændur segja að töluvert af þessu fé muni renna i vasa vildarvina Ferdinands Marcos forseta. Fjölmargar svipaðar áætlanir eru á döfinni allt frá Nýju Guineu til Guyana, ýmist vegna þróunar- aðstoöar eða fjölþjóðafyrirtækj- anna. Um þetta segir Otto Kimminich, lagaprófessor við Háskólann i Regensborg i V- Þýskalandi: „Það er verið að flæma þjóðflokka um allan heim frá þeirra fyrri heimkynnum og það i þeim stil að þjóöflutningarn- ir miklu á 5. og 6. öld eru smá- vægilegir i samanburði við það. Tiivera allra þessara þjóðflokka er nú algerlega undir tvennu komin, annars vegar heimsmark- aðsverði á framleiðslu hitabletis- landa og hins vegar spurningunni um stríð eða frið milli heimsveld- anna”, segir fyrrnefndur Ribeiro. Strið I Afriku er stærsta ógnunin viö þjóðflokkana strið, fremur en iðn- væðing. A stóru svæði i NA-Afríku hafa striðsátök eyðilagt lifsmögu- leika fjölmargra hjarðflokka. Byssuglaðir málaliðar Idi Amins, fyrrverandi einræðisherra I Uganda, hafa t.d. gert mikinn skaða. Þeir hafa farið með báli og brandi og flæmt flesta hjarðmenn á þessum slóðum inn i flótta- mannabúðir. Atökin milli Eþiópiu og Sómaliu um Ogaden eyði- mörkina hafa einnig orðið til að rifa upp með rótum hundruð þús- unda hjarðflokka. Skæruliða- striðið milli þjóöfrelsishreyfingar SV-Afriku og S-Afrikuhersins við Kalaharieyðimörkina er langt komið með að ganga að siöustu Búskmönnum dauöum. Þeir voru á slnum tima flæmdir inn i eyðu- mörkina bæði af hvítum mönnum og svörtum og er nú talið að að- eins hluti hinna 55 þúsund Búsk- manna, eða Sanfólksins eins og þeir eru lika kallaðir, lifi enn skv. fornum siðvenjum þjóðflokksins. Striðsátök hafa iika farið illa með þjóðflokka i Asiu. I fjöllum Laos gera vietnemskar hersveitir af og til árásir á hinn aðþrengda Montagnard-þjóðflokk. I Afghanistan hefur þúsundum þjóðflokka verið útrýmt eða þeir flæmdir burt af löndum sinum i kjölfar sovéskrar innrásar. Sovétmenn réttlæta þetta með þvi aö þeir séu að færa framfarir til frumstæðs fólks — röksemd sem Bretar og Frakkar notuðu iðulega i nýlendurstefnu sinni á siðustu öld. Þeir töluðu fjálglega um „skyldur hvita mannsins”. Alkóhólismi og skortur Þegar þjóðflokkar missa hef- bundin heimalönd leiðir það oft til mikilla sálrænna erfiðleika. „Við höfum tilhneygingu til þess að lita á ný heimkynni þessa fólks á svipaöan hátt og við sjálf þyrftum að byrja að versla við nýja kaup- menn, segir Martha Baker á skrifstofu Survival International I Washington. „Við gerum okkur ekki grein fyrir þvi að oft leiöir slik herleiðing i ný heimkynni til þess að þjóðflokkarnir deyja út.” Kimminich prófessor segir að þeir missi fótfestuna, þegar þeir eru reknir af landi sinu, og þar með oft þjóðareinkennin. Ein- kennin eru viöast þau sömu hvort sem um er að ræða skitugar götur Porto Velho i Amazon i Brasiliu eða frumstæð úthverfi Alice Springs i' Astralíu: Alkóhólismi og skortur. Mjög gjarnan getur þetta fólk stundaö aðra atvinnu heldur betl og vændi og lifir fyrir utan eða i' útjaðri borga og bæja. Þeir skammast sin segir italskur prestur sem starfar meðal indjána i jaðarborgum Brasiliu. „Þeir vita að þeir eru indjánar en örvænting þeirra er svo mikil að þeir afneita uppruna sinum. Það er meiri harmleikur en tárum taki.” Að draga sig inn I skel eru skiljanleg viðbrögð við hinni hróplegu mismunun sem flestir umræddir þjóðflokkar verða fyrir hvar sem er I heiminum. Eins og t.d. er áberandi I samskiptasögu indjána og hvitra manna i Banda- rikjunum virðist rikjandi meiri- hluti landa ala með sér gifurlega fordóma gagnvart innfæddum þjóðflokkum. Fyrst i stað er bor- inn ótti og viröing fyrir þeim en eftir þvi sem landnemunum vex ásmegin sem þjóð þróast með þeim sú hugmynd að innfæddir séu réttdræp úrhrök. I Suður- -Ameriku hefur indjánum verið slátrað með þvi að sprengja bústaði þeirra I loft upp eða skjóta á þá. Sumir þróunarsinnar hafa varið slik verk með þeirri röksemd að indjánar séu einfald- lega ekki mannverur. Ný og forn menning I Nýju Guineu Mannfræðingar og trúboðar Jafnvel aðgerðir sem hafa verið hugsaðar til stuðnings þjóð- flokkunum hafa stundum snúist upp i andstöðu sina. Bæöi mann- fræðingar og trúboðar, sem nú berjast einna harðast fyrir þvi að þjóðflokkarnir séu studdir til sjálfshjálpar, voru á sinum tima fyrsti hlekkurinn i kynnum hvitra manna viö þetta fólk sem siöar leiddi svo til þess að landið var tekiö af þvi. Trúboöar hafa sér- staklega verið gagnrýndir fyrir að eyðileggja forna trú fólksins og stuðla að þvi að þjóðflokkarnir verði „passifir” og missti sjálfs- traustið og plægi þannig akurinn fyrir landræningja. Trúboðar segja hins vegar sér til varnar að þeir séu fyrstu boðberar læknis- hjálpar og menntunar til þessa fólks. Þar að auki geri þeir fólkið hæfara til að aðlagast heiminum með þvi að boða þvi kristna trú, þeir vilji brúa bilið milli ólrikra menningarheima. Vaxandi andóf Fyrir fáum árum virtist fátt benda til annars en að þjóð- flokkar heimsins væru á góðri leiö með að þurrkast út og þeir áttu fátt annað sameiginlegt en að vera ófærir um aö veita viönám. Gordon Bennett, sem situr i stjórn Survival International, telur að vaxandi andófs gæti nú hjá mörgum þessara þjóðflokka og sumir hafa jafnvel tekið upp vopn. Arið 1980 drápu t.d. brasi- liskir indjánar 30 hvita menn, i átökunum um land indjánanna. Raoni, höfðingi Txucarrameætt bálksins, hefur gefið út yfirlýs- ingu um að hér eftir veröi hvitir menn, sem ráðast inn I land indjána drepnir. Indjánarnir i Brasiliu eru þó aðeins um 1% af ibúum svo að tæplega eru þeir mikil hernaðarleg ógnun við yfir- völd. Nefndir til stuönings þjóð- flokkum hafa smám saman orðið meira gildandi en flestum þeirra hefur verið komiö á fót af mann- fræðingum sem rennur til rifja ástandið. Survival International i London var stofnað 1969. I stefnu- skrá samtakanna segir m.a. að tilgangur þeirra sé að „afstýra eyðileggjandi áhrifum hins sið- menntaða heims...með þvi aö fá þjóðflokkunum þau tæki I hendur að þeir geti variö sig og rétt sinn”. Samtökin voru stofnuð af fáeinum breskum mannvinum og hafa nú áhrif um allan heim. Svipuð samtök hafa siðan verið stofnuð, bæði i Bandarikjunum og ýmsum Evrópulöndum. I Boston eru t.d. sterk samtök sem nefnast Anthropology Resource Center and Cultural Survival og eru nátengd mannfræöideild Harwardhálskóla. Flestir þeir sem starfa fyrir slik samtök reyna eftir bestu getu að safna upplýsingum og koma þeim á framfæri, t.d. til Alþjóðabankans og fjölþjóðafyrirtækja. Með fjár- stuðningi frá trúarfélögum reyna þau lika aö koma þjóðflokknum á beinan hátt til hjálpar til þess að þeir geti aðlagað sig breyttum að- stæðum. Mestu breytingarnar eru samt þær sem eru að gerast meðal sjálfra þjóöflokkanna. Þeir eru farnir að hóa sig saman og stofna sin eigin samtök. Með mannrétt- indabaráttu svertingja I Banda- rikjunum að leiðarijósi hafa t.d. indjánar i Bandarikjunum og Kanada og einnig frumbyggjar Astraliu stofnað sin eigin samtök til þess að krefjast dómsurskurða i málum sinum. Samtök þessi hafa komið til leiðar breytingum á stórframkvæmdum og fengið verulegar skaðabætur fyrir ýmsan miska sem þeim hefur verið geröur i fortiðinni. 1 Suður- -Ameriku er veriö að stofna svipuð samtök. Bættar sam- göngur greiöa fyrir þvi að þjóð- flokkar I hinum ýmsu heims- hornum geti borið saman bækur sinar. Menning þeirra hefur gildi fyrir allan heiminn Fyrir utan lagalegar og sið- ferðilegar spurningar telja verj- endur svokallaðra „frumstæðra” þjóöflokka að þeir geti lagt mikiö til heimsmenningarinnar, — allt írá innsýn i uppruna tegundanna til auðugrar þekkingar á náttúr- unni, bæöi umhverfinu og læknis- jurtum. „Útrýming eins indjánaþjóðflokks er eins og að eyðileggja heilt heimildabóka- safn” segir Bentley i Survival Internationai. „Fjölbreytt menn- ing auögar allan heiminn og meö þvi aö eyðileggja menningu þessa fólks erum við að eyðileggja hluta af okkur sjálfum.” Fólkið I þjóðflokkunum veit aö það verður að breyta llfsvenjum sinum til að komast af og e.t.v. hafa þeir mesta þörf á tima til að- lögunar. „Þjóðflokkarnir þurfa hvorki aö vera naktir eða villtir til að halda þjóöareinkennum sinum”, segir Christopher Clairis, mannfræðingur við Sor- bonne, „og þeir verða að læra á framfarirnar.” Bentley er sam- mála um að ekki sé hægt að stöðva framþróunina. „Það væri fullRomin fjarstæða að ætla að við getupa búið til ósnortin svæði, segir hún. Við segjum ekki við rikisstjórnir: „Enga framþróun” eða viö fjölþjóðafyrirtæki: „Engar námur”. Við erum aðeins að fara fram á að þeir geri sér grein fyrir skaðanum sem þeir valda og tekið veröi fullt tillit til innfæddra I skipulags- áætlununum.” GFr—Byggt á Newsweek Þroskaþjálfi Starf þroskaþjálfa við dagvistarstofnanir Akraneskaupstaðar með aðsetri á leik- skóla við Skarðsbraut er laust til umsókn- ar. Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrituð- um fyrir20. okt. n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður i sima 93-1211. Félagsmálastjóri Kirkjubraut 2, Akranesi Húsnæödsstofnun ríKdsins Tæknddcdld Laugavegi 77 R Simi28500 Byggingaverkíræðingar, Byggingatæknifræðingar, T ækniteiknarar Húsnæðisstofnun rikisins, tæknideild, ósk- ar að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Byggingaverkfræðing 2. Byggingatæknifræðing 3. Tækniteiknara. Upplýsingar um störfin gefur forstöðu- maður tæknideildar eða staðgengill hans. Launakjör samkv. ráðningasamningum rikisins. Umsóknir sendist til blaðsins fyrir 20. okt. nr. merkt: 123 Blaðbera vantar strax! Kársnesbraut, ef ri hluti. Efstasund— Skipasund. UOBVIUINN Siðumúla 6 s. 81333. H j úkrunarf ræðingar Ákveðið hefur verið að hafa kynningar- dag á starfsemi Kleppsspítala, Barna- geðdeild Dalbraut, og Geðdeildum Lands- spítala, fimmtudaginn 15. október 1981. Móttaka verður í skrifstofubyggingu Kleppsspítala fyrst kl. 11.00 f.h. Boðið verður þá til hádegisverðar, og kl. 15.00 e.h. verður boðið uppá eftirmiðdagskaff i. Þeir hjúkrunarf ræðingar, sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi stofnunar- innar eru vinsamlegast beðnir um að til- kynna þátttöku sína til ritara hjúkrunar- forstjóra, í síma 38160. Ritarinn mun einnig gefa nánari upplýsingar, ef óskað er. Kleppsspítalinn. Iðitskólinn i Reykjavík Upprifjunarnámskeið fyrir annan áfanga hefjast 19. okt. Upplýsingar og innritun i skrifstofu skólans. Iðnskóiinn i Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.