Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — l>JÓÐVILJINN Helgin 10.— 11. október 1981 i ♦ l. Smaladrengur á Miðfelli Við spyrjum Pétur fyrst dálitið um ætt og uppruna eins og lenska er hér á landi. Ég er fæddur á Stýrimannastig 7 og skirður Pétur Mikkel, eftir aflakóngi á skútuöld sem bó i sama húsi og foreldrar minir og hafði tekið föður minn til sjós 12 ára gamlan. Pétur var fæddur á Mikjálsmessu og þaðan kom seinna nafn hans. Hann var skirð- ur eftir dýrlingnum. Ég er Dýr- firöingur i föðurætt en móðir min var Ottesen. Snemma fór ég til Kaupmannahafnar til náms, ilentist þar og er nú prófessor við Hafnarháskóla, fyrsti islenski prófessorinn i 500 ára sögu hans sem ekki er málfræðingur. — Hvernig stendur á þessum rannsóknum þinum á Þingvaila- vatni? — Það er nú fyrst til að taka að á sinum tima þegar deilurnar um Laxárvirkjun stóðu sem hæst var ég fenginn sem óvilhallur aðili til aö gera vistfræðilega rannsókn á Mývatnssvæðinu. Þær rannsóknir stóðui 10 ár með þátttöku margra visindamanna og útkoman var bókin Lake Mývatn sem er nú kennd við um 1500 vistfræðistofn- anir um allan heim. Eysteinn Jónsson, sem þá var formaður Þingvallarnefndar vissi af þess- um Mývatnsrannsóknum og kom fyrst að máli við Jón Ölafsson haffræðing og siöan mig hvort ég vildi taka að mér lifrannsókn á Þingvailavatni og siðan hef ég setið uppi með þetta mál. Þess skal getið að ég var ekki með öllu ókunnugur vatninu þvi að afi minn, Guðmundur Ottesen, var bóndi á Miöfelli i Þingvallasveit og ég var smaladrengur hjá hon- um i æsku. Skemmtilegur saman- burður — Eru ekki Mývatn og Þing- vallavatn ákaflega ólik vötn? — Jú, þau eru mjög ólik og þess vegna girnileg til samanburðar. Þingvallavatn er 84 ferkm. og 114 metrar á dýpt þar sem það er dýpst en Mývatn er 38 ferkm. og aðeins 4 1/2 metri á dýpt. Flestir Þingvallavatn og nágrenni þess er einstakt i heiminum og það væri háðung fyrir okkur ef svæðið yrði eyðilagt. Ef svo fer fram sem nú horfir gæti það orðið arið 2000 þegar íslendingar verða 300 þúsund að tölu. Þess vegna ræ ég nú að þvi öllum árum að vatnið og sjóndeildarhringur þess verði friðuð. Það er dr. Pétur M. Jónasson vatnaliffræðingur og pró- fessor við Kaupmannahafnarháskóla sem segir þessi orð af miklum þunga i viðtali við blaðamann Þjóðviljans. Dr. Pétur hefur nú i mörg ár stjórnað umfangsmiklum rannsóknum á lifriki Þingvalla- vatns og hefur allt að 25 manna flokkur tekið þátt i þeim og nú er verið að skrifa 4 doktorsritgerðir i tengslum við rannsóknirnar. eru á góðri leið með að loka svæðinu fyrir almenningi Hagavikurhraun f Grafningi með fallegum eldgigum á við og dreif. Þó að það sé erfitt y firferöar hefur sumarbústööum verið hoiað niður hvar sem hægt er að koma þeim Ljósm.: gel Þingvallavatn er einstakt og veröur að friðlýsa Viðtal við dr. Pétur M. Jónasson prófessor í vatnalíffræði við Hafnarskóla sem stendur nú fyrir umfangsmiklum rannsóknum á Þingvallavatni og nágrenni hafa hingað til litið á Þingvalla- vatn sem kalt, djúpt og liflaust vatn en rannsóknirnar hafa leitt i ljós að siðastnefnda fullyrðingin stenst ekki. — En vötnin tvö eiga þó sam- eiginlegt að standa á Atlatnshafs- hryggnum? — Já, sprungurnar á Þingvalla- svæðinu gliðna um 4 mm á ári en það þýðir að þær hafa gliðnað um 36 metra á 10 þúsund árum. Það er aldur vatnsins. Sprungukerfi Atlantshafshryggsins er lang- greinilegast á Þingvöllum og er svæðið að þvi leyti einstakt og ætti að vernda sem fyrst. Um- brotin á Mývatnssvæðinu hafa hins vegar gert þaö að verkum að Mývatn hefur gliönað um allt að 2 1/2 metra á eínni nóttu. 30 ferkm. af gróðri i vatninu — Þú sagöir að Þingvalla vatnið væri ekki eins liflaust og álitið hefði verið? — Nei, sá sem hefur rannsakað jurtasvifið og botngróður vatns- ins er Gunnar Steinn Jónsson og er hann kandidat i þeim verkefn- um frá Kaupmannahafnarhá- skóla. Allar venjulegar aðferðir i vatnaliffræði við að rannsaka botngróöur dugðu ekki i Þing- vallavatni vegna þess aö botn- landslagið eru klettar og hraun sem engin tæki bita á. Þess vegna urðum við að kafa eftir öllum sýnum, taka grjót upp og mæla á þvi jurtir og dýr, hversu mikið væri á hverjum stað. I ljós kom að stórar og miklar gróðurbreiður eru i vatninu og ná þær allt út að 25 metra dýpi vegna þess hve vatnið er tært og ljósið kemst þvi lengra niður. Gróðurbreiöurnar ná viða upp á mið læri og þar lifa bleikjan og hornsilið góðu lifi. Þessi botngróður er geysiþýðing- armikill uppeldisstöð fyrir fisk. Breiðurnar eru u.þ.b. 30 ferkm. og þekja þriðjung af botni vatns- ins. Gunnar Steinn Jónsson tók að sér að mæla árlega framleiðni af gróðri til þess að hægt sé að bera vatnið saman við önnur vötn og má geta þess að danski visinda- sjóðurinn veitti 80 þúsund krónafjárveitingu i tækjabúnað i þessu skyni. — Og hvað kom út úr þessum rannsóknum? — Mælingarnar hafa sýnt að vatnið er nokkuð frjótt Þar lifa um 80 tegundir af jurtasvifi og með rafeindu kolefni hefur verið sýnt fram á að framleiðslan er 200 grömm af lifrænu efni á fermetra á ári. Það gerir um 15 þúsund tonn fyrir allt vatnið. Þetta er álika mikil framleiösla á fer- metra eins og er i mörgum eðli- legum vötnum á Jótlandsskaga og þrefalt meiri en i djúpu vatni eins og Mjösen i' Noregi. Þaö sem fyrst og fremst takmarkar fram- leiðsluna i Þingvallavatni er vöntun á köfnunarefni þegar liður á sumarið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.