Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10 — 11. október 1981 Indjáni frá Gyana kastar út neti sinu Um allan heim er stöðugt verið að ráðast á lífshætti fornra þjóðflokka og ræna landi þeirra Mislingar leika indjánana á Amazonsvæðinu grátt. Hér er barn af Y anomaniættbálki Aður réðu þeir jörðinni. Nú eru siðustu strfðsmenn, fiskimenn og veiðimenn margra ættbálka að deyja út. 1 flóttamannabúðum i Sómaliu hanga hjarðmenn, sem einu sinni voru stoltir, og biða eft- ir að fá mauk úr krús frá Samein- uðu þjóðunum. Lengst inni ifrum- skógum Brasiiiu deyja indjánar i hrönnum úr mislingum, veiki sem hraðbrautin i gegnum skóg- ana hefur fært þeim. A Filipseyj- um berst fjallaþjóðflokkur gegn áformum um stórkostlegar virkj- unarframkvæmdir sem mundu eyðileggja aldagamla hrisgrjóna- reiti i híiðum fjallanna. Tilvera Katia-indjána I þokufullum skóg- um NV-Kóiumbiu byggistá þvi aö þeir fái áfram aö nýta gullnámu á landi sinu, en hún er þeirra aðal- tekjulind. Siðasta ár reyndu auö- ugir hvitir menn að ná námunni undir sig. Þeir veifuðu „lögleg- um” pappirum og höfðu lögregl- una i fylgd með sér. Fimm börn af Katia-þjóðflokknum drukkn- uðu þegar þeir gerðu árás með táragasi. Þess má geta að Katia- indjánar eru mjög fátækir, van- nærðir og berklar hafa höggvið stór skörð i raðir þeirra. Veiðimenn og safnarar Um allan Þriðja heiminn, og reyndar einnig i iönvæddu lönd- unum, er stöðugt þrengt að þjóö- flokkum sem lifa enn samkvæmt gömlum lifsvenjum. Ýmist er iand tekið af þeim, ráðist á lifnað- arhætti þeirra eða fólkiö jafnvel drepið þegar verst lætur. 1 heimi sem hungrar eftir nýjum orku- lindum, málmum og meiri land- búnaðarframleiðslu viröist ekki vera rúm fyrir þetta fólk og oftast eru borgararéttindi og eignarhald þess á landi sinu ekki viðurkennt af yfirvöldum. Þegar ættbálkarn- ir eru svo neyddir til að aðlaga sig nútimaborgarmenningu er mikil hætta á að þeir gefi menningar- hefö sina upp á bátinn og stundum hverfur jafnvel öll lifslöngun. Þær rikisstjórnir, sem sýna þessu vandamáli mestan skilning, standa ráðþrota og nú er málið komið I eindaga. Ef menning allra þessara þjóðflokka á ekki að glatast verður eitthvaö að gera i málinu. Taliö er að um 200 miljón þjóö- flokkar. veiðimanna og safnara séu enn við lýöi i heiminum og eru þessir minnihlutahópar flestir i mikilli hættu. óvinir þeirra eru hungur, pestir, þróun og strið. Þetta fólk veröur á einhvern hátt að samlagast heiminum og breyttar Hfsvenjur að einhverju leyti eru vafalaust óhjákvæmi- legar. En það afsakar ekki arö- ránið sem framið er á þessu fólki — bæöi með aö stela landi þess og smita það alls konar menningar- sjúkdómum. Viöhald og viðgangur þessara þjóðflokka hefur siður en svo ver- iö forgangsverkefni, hvorki I löndum kapitalista né kommún- ista. Þaö er ekki aðeins að landi þeirra sé rænteins og raunin varð á t.d. á um allt land indjána i Bandarikjunum heldur er þeim haldið algerlega utan viö stjórn- kerfið. Þeir hafa sin innri lög en vita litið um landslög og landa- mæri. Það siðastnefnda getur tengst öryggismálum eins og t.d. á landamærum Sovétrikjanna og Kina eða haft að segja i bylt- ingum og uppreisnum eins og varðraunin I Nicaragua. Mörgum ríkisstjórnum finnstbesta lausnin vera að neyða þjóðflokkana til að taka upp lifnaöarhætti fjöldans og sumir þeirra munu i þrengingum sinum samþykkja hana. Á gresj- um Afríku búa margir þjóðflokk- ar við sultog seyru og börnin biða varanlega skaða vegna vannær- ingar. Þar er ekki hægt að biöa eftir langtíma pólitiskum og efna- hagslegum áætlunum. Þar verður að gripa strax inn I. Meiri áhugi á að vernda seli Hingað til hafa fáir tekið upp málstað þessara þjóðflokka og enginn alþjóðadómstóll hjálpar þeim. Umhverfisverndarmenn viröast oft hafa meiri áhuga á gróöri og dýralifi. „Útrýming flestra þjóðflokka á Amazon- svæðinu virðist óumflýjanleg fyr- ir næstu aldamót”, segir franski mannfræðingurinn Jean-Patrick Razon. „Við erum að stuöla að þjóðflokkamorði. Ahugamanna- félag um málefni þessa fólks, Survival International, sem að- setur hefur I London kvartar und- an þvi að útrýming nokkurra ætt- bálka Suður-Ameriskra indjána viröist skipta fólk miklu minna máli heldur en t.d. seladráp. Smit Það sem ógnar tilveru þjóð- flokkanna mest I augnablikinu eru samt smitsjúkdómar sem Evrópubúar flytja nú með sér til siðustu landamæra heimsins. „Hvert svæði sem kemst I ná- munda við evrópska menningu hefur þurft að greiða háan liftoll vegna sjúkdóma,” segir brasil- Iski mannfræðingurinn Darcey Ribeiro. Þegar Portugalar komu fyrst til Brasiliu á öndverðri 16. öld er álitið að indjánar þar hafi verið einhvers staðar á bilinu 2—6 miljónir talsins. Vegna styrjalda, fjöldamorða og umfram allt drepsótta hefur þeim fækkað nið- ur i um 200 þúsund manns núna. Þeir sem eftir lifa eru flestir á þvi svæöi I Amazon sem yfirvöld ætla nú að leggja undir sig I þvi skyni að nýta náttúruauðæfi þess. 1 mörg ár tiðkaðist það meðal stóreignabraskara sem ágirntust lönd indjána, aö dreifa meðal þeirra fötum af fólki sem látist hafði úr kúabólu. En jafnvel til- tölulega mildir smitsjúkdómar sem vegagerðarmenn og kúrekar flytja með sér geta oröið indján- um skeinuhættir. „Auðveldasta leiðin til aö skaða þetta fólk er að hnerra á það,” segir Barbara Bentley, forstjóri Survival Inter- national. Landráð Annað sem hrjáir umrædda þjóðflokka stöðugt er þjófnaður á landi þeirra. Nautgriparæktar- menn og viðarhöggsmenn ráðst lengra og lengra inn I indjána- löndin i Mato Grosso og Rondoniu I Brasiliu og eru hvattir til þess með skattaivilnunum. Fyrst þurfa þeir þó að fá yfirlýsingu frá FUNAI, stofnun þeirri sem fer með málefni indjána I landinu um aö viðkomandi svæði séu „auð”. í Perú hefur rikisstjórn Fern- ando Belaunde kynnt áætlun um landnám 2 miljóna bænda i aust- urhliðum Andersfjalla og einnig um að opna áður ónumin lönd fyr- ir oliuiðnað, námugröft og skóg- arhögg. Þetta svæði hefur verið heimkynni Amuesha og Campa- indjána i aldaraðir. Slikur löglegur þjófnaður á landi er geröur auðveldari með þvi að embættismenn sem gæta eiga hagsmuna hinna innfæddu bregðast mjög gjarnan skyldu sinni og i augum ættflokkanna eru þeir bara brandari. Stofnunin FUNAI I Brasiliu er i háðsskyni enmeð réttu t.d. oft kölluð Jarð- arfararstofnun brasiliskra indj- ána. Engu að siður erlandið. oft á tiðum hrifsað I skjóli valdsins án nokkurra lagaheimilda. Það eina sem tryggir ættflokkunum svæöi sitt er aö á þvi finnist ekkert sem hægt er að græða á. Um leið og einhver ábatavon kemur I ljós eru þeir ofurseldir örlögum sinum. Þannig hafa óaldarflokkar flæmt Aruaco og Kogui-ættbálkana af svæöum sinum i Sierra Nevada fjöllunum i Kólumbíu. Aðeins um 5000 Kogui-indjánar tóra enn á Veiðimaður i Nýju-Guineu. E.t.v. þurfa þeir aðeins tima til að aðlagast nýjum aðstæðum Börn af Pygmy-ættbálki I norðausturhluta Zaire. Þau hafa mikia hæfileika til að aðlaga sig breyttum aðstæðum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.