Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.— 11. október 1981 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis btgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóltir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guójón Knðriksson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Biaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guðni Kristjánsson. íþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. 'Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, sími 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. rrtsf/örnararein Óánægja loðnusjómanna Horfur eru á þvi að loðnuflotinn hætti veiðum i byrjun vertiðar vegna óánægju útgerðarmanna og sjómanna með sinn hlut. Þegar loðnuverð var ákveðið i ágúst var reiknað með hækkun afurða- verðs, en það hefur þess i stað breyst til hins verra vegna sölutregðu og gengis- sviptinga.Þjóðhagsstofnun hefur reiknað út, að til þess að hallinn á loðnuvinnslunni verði ekki meiri en 11% eins og gert var ráð fyrir i siðustu verðákvörðun, þyrfti skiptaverð að lækka úr 450 krónum i tæplega 300 krónur á tonnið eða um þriðjung. Að sjálfsögðu er það óviðundandi fyrir loðnu- sjómenn að þurfa að taka á sig þriðjungs lækkun á kaupi vegna þessara breyttu aðstæðna. Krafan um að rikissjóður hlaupi með beinum hætti undir bagga og reiði fram 60 milljónir króna þannig að skipaverð héldist óbreytt til vertiðarloka, virðist þó nokkuð langsótt. Það liggur fyrir heimild til Verðjöfnunarsjóðs að taka lán með rikisábyrgð til þess að mæta vandanum. Rikissjóður mun siðan vera ábyrgur rætist ekki úr er nær dregur áramótum eins og oft hefur gert, og menn gera sér enn vonir um. Það yrði reiðarslag ef loðnu- flotinn stöðvaðist og allir verða að leggjast á eitt til þess að greiða úr þeim vandkvæðum sem uppi eru. — ekh. Lok, lok og læs í Sjálfstæðisflokki Sláturtiðin er hafin i Sjálfstæðisflokknum. Siðustu vikur hefur orðið æ ljósara að ætlun Geirsarmsins i flokknum er að ganga milli bols og höfuðs á allri sjálfstæðisviðleitni innan hans. Slátrunin á að hef jast á lándsfundinum og halda áfram i prófkjörinu fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar siðar i haust. Opin prófkjör hafa verið ein helsta skraut- fjöður Sjálfstæðismanna i seinni tið, og mörg köpuryrði fallið af þeirra hálfu i garð flokka eins og Alþýðubandala^íns sesnns®feafa forval meðal flokksbundinna. P.n nú íiggur svo mikið við hjá flokksskrifstofu og J'eirsaimai, íáð búið er að loka prófkjörinu i ReykjaviK, enda komin sláturtið og fullbrýndur kutinn. Nú á að slátra hinum óþægu Sjálfstæðismönnum sem samkvæmt skoðana- könnunum njóta fylgis um eða yfir helmings stuðningsmanna flokksins. Þeir einir verða settir ávetur, sem fitna vilja á flokksbitanum hjá Geir Hallgrimssyni. Hvað sem segja má um skynsemina i opnum prófkjörum er deginum ljósara, að hafi flokks- stofnanir einu sinni opnað framboðsdyr flokksins upp á gátt fyrir gestum og gangandi verður hurðum ekki skellt i lás nema með þvi að loka fjöldann úti. Lokuninni er stefnt gegn þeim sem ,,sviku” Geirsarminn, en almennt stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins skilur fyrr en skellur i tönn- um. úr þvi það dirfist að styðja annan en Geir Hallgimsson er sliku fólki vinsamlegast bent á að hypja sig með sina menn. Geirsarmurinn i Sjálf- stæðisflokknum stefnir hiklaust að þvi að kljúfa flokkinn, og treystir á að útilokuðum muni reynast erf itt að f óta sig i ný jum flokki. ekh. úr aimanakinu Það er venjan að fólk og flokkar taki afstöðu til atburða erlendis einsog fara gerir. Yfir- leitt er auðveldara að taka af- stöðu til mála sem gerast fjarri en þeirra sem hrópa á afstöðu manns i hlaövarpanum. Þvi lengra sem er til þess lands sem atburðir gerast i, — þeim mun auðveldar er að taka afstöðu. Gott dæmi um „ódyra” af- stöðu i pólitikinni eru at- burðirnir i Póllandi siðustu misserin Nú keppist hver um annan þveran um að taka afstöðu með Einingu og að- gerðum verkafólks þar i landi. Það er auðvitað ánægjulegt að frelsisbarátta alþýðu hvar sem er njóti sem viðtækastar sam- úðar og samstöðu — og sérstak- ihaldssöm — og hún muni 1ata hið sanna eðli sitt koma i ljós áður en valdadagar skriffinn- anna sem brúka blekbyttur Kremlarbænda i Póllandi eru allir. Hvað sem þessum vanga- veltum liður, þá er það stað- reynd að Morgunblaðið og aðrir borgaralegir fjölmiðlar styðja frelsisbaráttu verkafólks og samtök þeirra i Póllandi, i orði kveðnu. Það er eins með kaþólsku kirkjuna i Póllandi og Morgun- blaðið á tslandi, fhaldseðiið á eftiraðkoma i lós. t þessu máli einsog öllum öðrum. Þetta gætum við sannreynt— með þvi einfaldlega að fylgja eftir sömu kröfum og pólskur verkalýður hefur gert. Þá stirðnaði ihaldið A vesturlöndum er vald borgarastétta iðulega dulið. Eins er það hér á landi. Morgunblaðsihaldið kvartar oft undan þvi að verkalýðshreyf- ingin sé valdamikil hér á landi. Hvað segðu þeir ef verkalýðs- hreyfingin færi að dæmi Ein- ingar? Fyrirmyndar Eining frá Póllandi lega ánægjulegt að enginn skuli vilja skerast úr leik — utan Jón Múlinn. Menn viljla sjá höfuð- móthverfur mannkynsins i Bandarikjunum og Sovétrikj- unum og halda i bernsku sinni að hægt sé að setja samasem- merkiá milli póiskrar alþýðu og Bandarikjanna i þessu sam- bandi. Með þvi að standa með pólskum verkalýð sé maður að heriast gegn Sovét og þarmeð efla andstæðing þeirra, Banda- rikin. En fyrir okkur sem um hvorugt stórskrimslið ergefið — en höfum áhuga á vexti og við- gangi sósi'alismans, sjálfstjórn alþýðunnar hefur samstaðan annað innihald. Nefnilega það, að með þviað styrkja á alla lund sjálfstjórnarviðleitni i einu landi sé verið að vinna sósi'al- ismanum og frelsisbaráttunni lið í öllum löndum. Li'ka heima fyrir. Þarmeð komum við að kjarna þessa máls einsog hann snýr að okkur á Islandi. Þarsem er verið að kúga fólk og múlbinda — þar er verið að leika okkur illa. Höfuðmóthverfumar eru á milli þeirra sem hafa auð og vopn annars vegar og þeirra sem ráða hvorugu hins vegar. Nú er freistandi að leika sér með orð og segja að i Póllandi sé þjóðfélagsbylting i gangi, ómót- mælanlega bylting alþýðunnar sem sé loks að risa upp til að taka völd sem henni ber sögu- lega og siðferðislega auðvitað. Eðli málsins samkvæmt hefur þessi frelsisviðleitni pólskrar alþýðu smitandi áhrif; alþýður annarra landa tendrast af baráttunni. Útkoman gæti þvi orði samfelld bylting heims- byggðarinnar gegn vald- höfunum. En meðan aö við biðum samfelldu byltingarinnar skulum viö snúa okkur að upp- hafi þessa máls á ný. Þab má undarlegt heita að Morgunblaðið og skyldmenni þessog tengdaliöhefur alltlokið upp einum munni um ágæti Ein- ingar. Það gera þeir frá hægri væntaniega á forsendum sem getið var hér fýrr auk þess sem kaþólska kirkjan i Póllandi hlýtur að höföa til þeirra sem eru kaþólskari en páfinn í öllum löndum. Nú er það svo, að þeir sem þekkja til eystra segja margir hverjir að það sé aðeins timaspursmál hvenær kaþólska kirkjan láti af stuðningi sinum við þjóðfélagsbyltinguna i Pól- landi.Svovitnað sé tilálits Agn- esar Heller, lærimeyjar Lúcas- ar, þá segir hún aö i eðli sínu sé kaþólska kirkjustofnunin „Þetta er bara þessi venjulega óánægja með mannaráðningar og annaö i þeim dúr Spurningin er aö minu mati fyrst og fremst, hvort yfirmenn eigi á annaö borö aö fá aö stjórna eöa aö upp veröi tekin einhver Samstööu-fyrir- mynd hér innan veggja", sagöi Höröur F’rimannsson yfirverk- fræöingur sjónvarpsins um þá deilu sem þar er komin upp og Visir sagöi frá i gær. heldur en ekki. Morgunblaðið ærðist, og fylgiblöðin með. Sjálfstæðisflokkurinn samein- aðist að bragði gegn vágest- inum, valdi almennings og jafn- vel valdatöku alþýðu. Saga mannkynsins er saga stéttabaráttu. Og stéttabarátta getur fætt af sér þjóðfélagsbylt- ingar. Þó þvi fari fjarri að i þeim sé stóri sannleikurinn endanlega fundinn — þá dettur engum i' hug að efast um sögu- legtgildi þeirra. Allar byltingar fela isér reynslu sem draga má óteljandi lærdóma af. Rúss- neska byltingin var undur merkileg og góð bylting— þegar kúgaðar stéttir brutust undan aldakúgun ofbeldissinnaðra Óskar Guðmundsson skrifar vaídhafa. Og sú bylting var og er lýsandi fordæmi bæði hvað varðar það sem við getum lært okkar baráttu og hugsjónum til framdráttar og ekki sfður fyrir þá sök hversu óendanlega margt sú bylting hefur borið með sér sem við verðum og vilj- um forðast. Skrifræðisrikið eystra á næsta fátt skylt með hugmyndum okkar um frelsið og bræðralagiö, þarsem maöur er orðinn herra umhverfis si'ns. Eins er það með þá byltingu sem núer igangii'Póllandi. Þar eruótal hlutir og merkar kröfu- gerðir bornar fram tilsigurs og gerðar aö raunveruleika. Af þessu eigum við að læra — og það sem fyrst. Einmitt það ætti verkalýðs- hreyfing og Alþýðubandalag að gera. Við skulum i gamni og alvöru setja fram nokkrar kröf- ur í anda Einigar i Póllandi: 1) Stórveldi Morgunblaðsins og nánast einokun á þvf að reka blað með gróða verði lagt niður. Fasteignasalar og aðrir aug- lýsendur sem halda því blaði uppi dreifi auglýsingum eða setji fjármagn i þau blöð, sem fólkið vill gefa út. 2) Verkafólki á vinnustöðum með fleiri en tiu manns sé heim- iltað reka leiðinlega og ósann- gjarna forstjóraog yfirmenn og ráða sjálft yfirmenn í þeirra stað. 3) Oll fyrirtæki opni bókhald sitt og kynni itarlega á vinnu- staðafundum, sem ákveði hvernig skuli farið með fjár- magn á vegum fyrirtækisins i framtiðinni. 4) Rikisfjölmiðlarnir verði opnaðir fyrir fólkiði landinu og þeir sem vilji geti látið ljós sitt ski'na á þeim vettvangi, þegar það hefur til þess löngun. Aug- lýsingar verði bannaðar i rikis- fjölmiðlunum og þeir fái fjár- magn sitt alfarið frá rikinu (sem innheimtir féð með skatt- lagningu á fyrirtæki). 5) Húsnæðisvandi lands- manna verði leystur með bygg- ingum og kaupum á eldra hús- næði. Þau fyrirtæki sem hefðu ella lagt i nýbyggingar fyrir starfsemi si'na, bankar eða stór- fyrirtæki á Bfldshöfða, svo dæmi séu nefnd, fjármagni þetta litil- ræði. 6) öll fyrirtæki með fleiri en fimm starfsmenn lúti stjórn vinnustaðaráða sem starfs- menn kjósi á vinnustaðafundum sem haldnir eru á mánaðar- fresti. Vinnuþrælkunin verði af- numin með öllu i landinu. Bannað sé að vinna meir en fjörutiu tima i viku. Svona mætti lengi þylja sér til skemmtunar og gagns. En við erum hógværir verkalýðs- sinnarnir i Alþýðubandalaginu og sættum okkur við mála- miðlun fyrir næstu kosningar. Að vinnustaðaráð verði kosin við öll fyrirtæki og ráöið hafi vald til að samþykkja eða neita uppsögnum verkafólks og nýjum ráðningum. Fyrstu mánuði næsta árs verða aöeins nokkur fyrirtæki sett undir vinnustaðaráð og bókhald opnað. Valdið til verka- fólksins I anda Einingar. Eftir allt stuðningstalið i Mogganum gæti maður átt von á að atvinnurekendur byðu glaðir fyrirtæki sin fram til þessa lýðræðis. Eða þarf islenskur verkalýður og Alþýðu- bandalagið að fara út i hart einsog félagarnir i Póllandi? —óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.