Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 28
Helgin 10.— 11. óktóber 1981 Abalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, ymbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 ,Þetta lærðist með því að vinna og vinna’ segir Ásgerður Búadóttir um myndvefnað sinn „Ég er ein af þeim sem ekki kann að útskýra verkin fyrir fólki,” segir Asgerður Búadótt- ir, og visar þar með á bug hnýsnum spurningum um merkingu verka sinna. ,,Ég vil helst að verkin skýri sig sjálf.” 1 dag, laugardaginn 10. októ- ber, opnar Listasafn alþýðu yf- irlitssýningu á verkum Asgerö- ar Búadóttur, en hana þarf vart að kynna svo Jöngu fræg sem hún er oröin fyrir myndvefnað sinn bæði heima og heiman: „einn fremsti listamaður þjóð- arinnar og frumkvöðull nútima myndvefnaðar,” eins og Hörður Agústsson segir i sýningarskrá. Langt er þó siöan hún hélt siðast einkasýningu, og þvi er ekki úr vegi aö kynna listamanninn fyr- ir lesendum. Asgerður Búadóttir fæddist i Borgarnesi, næstyngst fimm barna hjónanna Ingibjargar Teitsdóttur og Búa Asgeirsson- ar frá Stað i Hrútafirði. Þriggja ára flutti hún meö foreldrum og systkinum til Reykjavikur þar sem hún hefur búið æ siðan. Asgeröur lauk námi frá Hand- iða- og myndlistaskólanum árið 1946, var siðan i málaradeild við Konunglega akademiið I Kaup- mannahöfn og fór i námsferöir til Hollands og Frakklands 1947 og 1949. Til Islands kom Ásgerð- ur ásamt manni sinum Birni Th. Björnssyni árið 1950 og hér hef- ur hún dvalið svotil óslitið síðan. Asgeröur flutti með sér vefstól frá Kaupmannahöfn. — Og þú byrjaöir þá strax að vefa? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég var afskaplega óráðin og var þar að auki komin með heimili og barn. Það sem tók af skarið held ég aö hafi veriö þetta stutta námskeiö sem ég sótti hjá Guð- rúnu Jónasdóttur, vefnaðar- kennara, en það hélt hún i Steinahlið hjá henni ídu.” — Hvernig stóð á þvi, aö þú haföir vefstól i farangrinum frá Kaupmannahöfn? ræðum fánnst mér aö ég heföi frekar átt að fara i listiðnaðar- skóla, þvi þar hefði ég þó lært vefnaðartæknina, en nám mitt á akademiunni var i teiknun og málun. Þegar ég var komin yfir erfiðasta hjallann fannst mér hins vegar að námið i listaskól- anum hefði einhvern veginn verið mér betra veganesti — gefið mér að mörgu leyti gleggri myndsýn.” — Þú lærðir sem sé aldrei vefnaðartækni að undanskildu námskeiðinu hjá Guðrúnu? „Nei, ég hef lært þetta smátt og smátt. Mitt nám i vefnaði fór fram á þann hátt, að ég vann og vann og grét stundum yfir mis- tökunum, las mér til og hélt áfram að vinna.” Og Asgerður hefur svo sann- arlega unnið sér til frægðar. Hún hlaut gullverðlaun fyrir verk sin á fyrstu sýningunni sem hún tók þátt i, en það var 8. Alþjóðlega listiðnaðarsýningin i Miinchen árið 1956. Siðan hefur hún tekið þátt i ótal sýningum. Fjórtán ár eru þó liðin frá sið- ustu einkasýningu hennar, en hún var i Unuhúsi við Veghúsa- stig árið 1967. Hvers vegna liður svo langt á milli sýninga? „Það var eiginlega ekki fyrr en með tilkomu þessa salar hjá Listasafni alþýðu að ég fór að hugleiða sýningu. Þetta er eini sýningarsalurinn hérna þar sem dagsbirtu nýtur, en einmitt hún er svo mikilvæg til að vefnaður fái notið sin. Myndvefnaður er einnig ákaflega timafrek list- grein og i hæsta lagi eru unnin 5 - 6 verk á ári. Það tekur þvi tima að vinna upp heila sýningu.” Asgerður Búadóttir er 3ja barna móðir og hefur alla tið séð um heimili ásamt þvi að stunda myndvefnað. „Nú siðustu árin hefur mér orðið æ ljósara, að ég þarf að vera svolitið eigingjörn ef vel á að vera. Eg hef fullan hug á þvi að vera það, enda all- ar aðstæður fyrir hendi nú þeg- ar börnin eru komin upp.telpan okkar er ennþá heima, en hún er orðin 14 ára,” segir Asgerður að lokum. Sýning Asgerðar i Listasafni alþýöu stendur til 1. nóvember næstkomandi. Asgerður tekur þátt i sýningu listamannahóps- ins „Kolokisterna” i janúar I Kaupmannahöfn og henni hefur verið boðið að sýna i Stokkhólmi i febrúar. Einnig á hún verk á sýningunni „Scandinavian to- day”, en sú sýning hefst á næsta ári og fer um 5 borgir Banda- rikjanna næstu tvö árin. Við óskum Asgerði til ham- ingju með sýninguna og þökkum fyrir viðtaliö. — ast Asgerður Búadóttir blaðar i sýningarskránni, en hún er hið vandað- asta verk. Ljósm. -eik-. „Ég var búin að teikna mikið, bæði hér i Handiöaskólanum og I akademiunni i Kaupmanna- höfn en þegar kom að málverk- inu fór ég að hugleiða hvort ég væri þarna á réttri leið. Jó- hanna Sveinsdóttir var I Kaup- mannahöfn og ég hafði séð nokk-i ur verka hennar, og siöar sá ég góbelinvefnað I Frakklandi. Þetta voru i raun einu kynni min af vefnaöi, og ég get með engu móti útskýrt hvernig á þvi stóö að áhuginn kviknaði. Ef til vill hefur þetta verið að skýrast fyr- ir mér ómeðvitað. Það var afskaplega stopult hvað ég gaf mig að þessu i byrj- un — ég smáfikraði mig áfram. Stundum þegar ég lenti i vand- Asgeröur viðtvö verka sinna frá þessu ári: stóra verkið heitir „Vonin” en verkiðt.h. heitir „Tenning með tilbrigöi II”. Ljósm. -eik- nafn vikunnar Guðmundur Axelsson Um fátt hefur verið talað meira I vikunni en Lifshlaup Kjarvals, það verð sem eigandi verksins, Guðmundur Axelsson setur upp fyrir það og tilboð Reykjavikur- borgar. Sýnist sitt hverjum en mikið ber þarna I milli. „Reykjavikurborg fær þetta ekki”, sagði Guðmundur i gær. — Hverjum ætlaröu þá að selja? „Það kemur allt i ljós”, var svarið. Tilboð borgarinnar hljóðaði upp á 140 miljónir gam- alla króna: 40 miljónir til Guðmundar sem þóknun og 100 miljónir gamlar I kostnað skv. reikningum. Mörg- um finnst þetta vel boðið en Guö- mundur er á öðru máli. Hann býður verkið falt fyrir 170 milj- ónir gamalla króna sem þá færu i kostnað og þóknun til hans — að þvi tilskyldu að kaupandi greiddi alla skatta og skyldur sem af við- skiptunum hljótast. Þar er um litlar 140 miljónir gamlar að ræða þannig að borgin þyrfti að láta 310 miljónir gamlar fyrir Lifs- hlaupið. Mörgum finnst það of hátt verð. Sem stendur virðist hvorugur þessara aðila koma auga á milli- veg — staöan er patt eins og sagt er I skákinni. Þar sem Guð- mundur rekur verslun með lista- verk ber hann meiri skatta en einstaklingur sem selur eitt stykki málverk úr eigu sinni og hann bendir á að hann muni fá 14,5 miljónir gamlar fyrir sinn snúð þegar skattar hafa verið greiddir af tilboði borgarinnar. Onundur Asgeirsson hafi hins vegar fengið 10 gamlar miljónir i vor fyrir rauökritarmynd eftir Kjarval hjá borginni og ekki þurft að borga neina skatta. Menn hafa skipst I tvö horn I umræðum um þetta mál. Margir telja Guömund i Klausturhólum vondan kapítalista sem ætli sér það eitt að blóðmjólka borgina og þeir hinir sömu sjá enga ástæðu til að hlaupa lengi á eftir sllkum viðskiptum. Aðrir telja hins vegar að Guðmundur hafi sýnt áræðni og tekið gifurlega áhættu þegar hann bjargaði þessu ómetanlega listaverki. Þeir hinir sömu spyrja sem svo: Ætli borgin eða rikið hefðu kostað svo miklu til og tekið svo mikla áhættu ef þessir aðilar heföu keypt verkið i upphafi en ekki Guðmundur? Guðmundur hefur sagt ,að er- lendir aðilar hefðu áhuga á að eignast verkið en engar staðfest- ingar hafa fengist fyrir þvi. Upp- lýst er að danska tilboðið er lægra en tilboð borgarinnar. Guð- mundur sagði 1 viðtali við Þjóð- viljann að hann ætti von á öðru erlendu tilboði næstu daga en enginn veit hversu hátt það er né hvaðan. Mörgum finnst ótrúlegt aö útlendingar hafi áhuga á að eignast Lifshlaupið, aðrir benda á að Kjarval sé hátt skrifaður á ýmsum þekktum listasöfnum, m.a. i Nýlistasafninu i New York þannig að ekkert sé ótrúlegt i þeim efnum. En þótt menn hafi skiptar skoð- anir um viðskipti borgarinnar og Guðmundar eru flestir á einu máli um að verkið megi ekki fara úr landi. Og hver á þá næst leik?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.