Þjóðviljinn - 10.10.1981, Síða 18

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Síða 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.— 11. október 1981 Guðspjöllin voru ekki skrifuö fyrr en um og eftir 70 eftir Krist. Margt er á huidu um hverjir skrifuðu þau. Hvers vegna er biblían heilög? „Biblían — heilög ritn- ing" stendur á titilblaði ís- lensku bibllunnar, og sá titill segir okkur töluvert um hvað í henni stendur. Orðið bibiía kemur úr grísku — ta biblia — og þýðir eiginlega smáritin. í Gamla testamentinu eru 39 bækur og í Nýja testament- inu 27 bækur. Allar þessar bækur eru til samans heilög ritning. En hvernig í ósköpunum hafa þær orðið heilagar? Hver skrifaði þær og hvenær var ákveðið að þær skyldu vera heilag- ar? Um það verður lítillega fjallað í þessari þýddu og endursögðu grein sem byggðer á Dagens Nyheter frá 19. september s.lv en Svíar standa nú í sömu sporum og islendingar. Þeir hafa eignast nýja biblíuþýðingu. Afrakstur tvennra trúarbragða Bækur bibliunnar urðu til á afar löngum tíma og eru einnig af- rakstur tvennra trúarbragða, gyðingatrúar og kristinnar trúar. Kristin kirkja tók i arf helgirit gyðinganna, Gamla testamentið, og bætti við Nýja testamentinu eins og flestir vita. Gyðingarnir nota hvorki orðið Biblia né Gamla testament um sina heilögu ritningu. >eir segja þess I stað „Lögmálið (Mósebæk- urnar), spámennirnir og ritin”. 1 bibliumáli þýöir orðiö testamenti samband og er þar átt við samtal milli Guös og manna. Samkvæmt Gamla testamentinu gengur þetta út á það að Guð skuli ■ vera Guð ísraels og Israel fólk Guðs. Kristindómurinn sem öfugt við gyðingatrú litur á hinn sögu- lega Jesús sem Messias — Frels- arann — reiknar með tveimur siikum samtölum, Gamia og Nýja testamentinu, og komi hið síðara i beinu framhaldi og I sam- hengi við hið fyrra. Elstu hlutar Gamla testament- isins eru frá þvi um 900 fyrir Krist eða nær 3000 ára gamlir en hinir yngstu frá þvi um árið 165 f. Kr. Mestur hluti Gamla testamentis- ins var skrifaður meöan gyðingar voru herleiddir I Babylon en þeirri herleiðingu aflétti árið 538 f.Kr. Frummálið er herbreska en að nokkru leyti einnig arameiska. Efni Gamla testamentisins er ákaflega fjölbreytt. Þar koma fyrir gamlar hefðir, lög, siðvenj- ur, visdómsorð, helgisagnir, sögulegar lýsingar, frásagnir, skáldskapur og ljóð. Erfitt er að greina á milli höfunda efnisins. Mósebækurnar var fariö að lita á sem heilagar þegar um árið 400 f.Kr. Þær eru taldar óumdeilan- leg opinberun Guðs. Siðfræði gyö- inga byggist öll á bókum Gamla testamentisins og lestur úr þeim varð uppistaðan i guösþjónustum i sýnagógum þeirra. Margar aldir tók að vinsa út hinn endanlega texta Á dögum Krists var samt ekki endanlega búið að skera úr um það hvaða rit Gamla testamentis- ins skyldu teljast kanonisk (heilög) og hver ekki. Það var fyrst gert eftir eyðingu Jerúsal- emborgar árið 70 e.Kr. þegar stóð til að endurreisa gyðingdóm Palestinumanna að loknu örlaga- riku striði viö Rómverja. Það val sem fór þá fram varö til þess að f jöldi texta sem áður tald- ist til helgirita gyöinga var hreinsaöur frá. Þetta var ekki að- eins spurning um guðfræði heldur einnig til að auðvelda söfnuðun- um að eignast og tileinka sér fræðin. Allt varð nefnilega að handskrifa á bókakefli. Á þessum tima fannst reyndar annað úrval úr bókunum i griskri þýðingu er kallast Septuaginta (eftir hinum 70 sem að sögn önn- uðust valiö) Sú þýöing er frá þvi um 200 f.Kr. og var gerð i Alexandríu i Egyptalandi þar sem margir gyðingar voru bú- settir. Griska var þá heimsmál og fáir gyðingar utan Palestinu kunnu hebresku. „Septuaginta” varð mikilvæg i timans rás vegna þess að Páll postuli og söfnuður hans notuðust viö þá þýöingu. Hún var notuð sem Gamla testamenti i fyrstu útgáfum hinnar kristnu bibliu. Voru guðspjalla- mennirnir læri- sveinar Krists? En hvernig varð þá Nýja testamentið til? Fyrstu hálfu öld- ina eftir dauða Jesú Krists varðveittust frásagnir um lif og starf hans i munnlegri geymd en við guðsþjónustur kristinna manna var eingöngu farið með texta Gamla testamentisins. Smám saman hurfu þeir af sjónarsviðinu sem séð höfðu og heyrt Jesú; Krist I eigin persónu og þá var gripið til þess ráðs að fara að skrá frásagnir um hann til þess að þær mættu geymast handa óbornum kynslóðum. Þörf- in á þessu jókst enn eftir fall Jerúsalemborgar árið 70 þegar kristnir menn áttu hvergi orðið höfði sinu aö að halla. Guðspjallamennirnir, Matteus, Jóhannes, Lúkas og Markús, byrjuðu ekki að skrifa spjöll sin fyrr en eftir árið 70 nema e.t.v. sá siðastnefndi. Hann kann að hafa byrjað nokkru fyrr. Matteusarguðspjallið hefur alltaf verið I einna mestum met- um hjá kristnum mönnum og i þvi er t.d. Fjallræðan. Aður fyrr héldu menn að Matteus hefði ver- ið einn af 12 lærisveinum Krists en þar sem guðspjallið var ekki skrifaö fyrr en á 8. áratug fyrstu aldarinnar og liklega i Sýrlandi en ekki Palestinu er þetta talið nær útilokað mál. Liklega er höf- undurinn guöfræðingur sem hefur ferðast um og safnað efni úr ýms- um áttum. Matteus skrifaði á grisku og hún er frummál alls Nýja testa- mentisins. Móöurmál Krists er aftur á móti talið hafa verið arameiska. Viö lýsingu sina á Jesúm Kristi hefur Matteus hugsanlega notað Iýsingar Markúsar guðspjalla- manns sem aðalheimild. Markús er álitinn uppalinn i Jerúsalem og hefur kannski verið sá Jóhannes Markús sem fylgdi Páli postula og Barrabas I fyrstu trúboðsreisu þeirra til Litlu Asíu og starfaði einnig með Pétri postula. Guðspjall Markúsar er talið skrifað I Róm. Lúkas er samkvæmt gamalli hefð álitinn hafa verið Lúkas læknir, vinur og samstarfsmaður Páls postula, en engar sannanir eru fyrir þvi. Sama má segja um Jóhannes guðspjallamann. Eftir sömu hefö er hann talinn einn af lærisveinum Krists, en engar heimildir sanna það heldur. Guðspjöllin eru samt ekki elstu bækur Nýja testamentisins held- ur bréf Páls postula til hinna ýmsu safnaða sem skrifuð voru á 6. og 7. áratugnum. Og sama má segja um Nýja testamentið eins og Gamla testamentið aö margar aldir liðu þar til búið var að velja þann texta sem endanlega skyldi standa. Eins og Gamla testamentið deilist I Lögmálið, Spámennina og ritin deilist Nýja testamentið I sögulegu ritin (guösjöllin og Postulasöguna), bréfin og Opin- berunarbók Jóhannesar. Biblían verður til Á 5. öld eftir Krist var fyrst komin heilsteypt biblia fyrir hinn griskumælandi, kristna heim með báðum testamentunum. Notast var við þýðingu Septuaginta á Gamla testamentinu. Nokkru fyrr eða laust fyrir áriö 400 var lokið við að þýða bibliuna á latinu. Sá sem stóð fyrir þeirri þýðingu var Hieronymus kirkju- faðir (347—419) sem þýddi Gamla testamentið úr hebresku og Nýja testamentið úr grisku. Þetta verk fékk smám saman nafnið Vuigata og var siðan mest notað. Vulgata var eina viðurkennda biblian á Vesturlöndum og hélt þeirri stöðu um allar miðaldir. Latina var aðalmál kirkjunnar og jafnframt alþjóðamál miðaldanna. Enn þann dag i dag er Vulgata — eftir ýmsar endurskoðanir — hinn eini viðurkenndi bibliutexti Rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Eftir þvi sem aldir liðu var biblian þýdd á ýmis tungumál og er t.d. til þýöing á gotnesku frá 4. öld en það tungumál er löngu út- dautt og þessi bibliuþýðing reyndar nær eina heimildin um þetta mál. Það er þó ekki fyrr en um siða- skiptin að farið er að þýða bibli- una fyrir alvöru á hinar ýmsu þjóðtungur. Þýðing Marteins Luthers á þýsku á þriðja og fjórða áratug 16. aldar var brautryðj- andaverk I þessum efnum. Sú þýðing var álitin liður I siða- skiptabaráttunni af báðum deilu- aðilum. Margbrotið og umdeilt verk Ef það sem á undan er sagt er dregið saman má segja að biblían samanstandi að fjölda rita og bóka, þeim elstu u.þ.b. 3000 ára gömlum en þeim yngstu um 1600 ára gömlum. Núverandi textar hafa þótt nægilega gildir til að mega standa i hinni helgu bók,en verið þó i harðri samkeppni við aðra sem vinsaöir hafa verið út. Guðspjöllin eru t.d. fleiri til held- ur en þau fjögur sem við getum lesið i Nýja testamentinu. En hvers vegna eru þá þessar 66 bækur og rit, sem eftir standa, talin heilög þó að margt geti tæp- ast kallast guölegt sem I þeim stendur, sérstaklega ýmislegt i Gamla testamentinu? Svarið við þessu liggur hjá þeim fjölmörgu þekktu og óþekktu biblíuritstjór- um sem ákveðið hafa i timans rás að þessi orð séu Guðs orð og ekk- ert annað. Hitt er svo annað mál að biblian er túlkuð á óteljandi vegu og eiga hinir margvislegu trúarflokkar viðs vegar um heim tilvist sina að þakka þessum mis- munandi túlkunum. Sumir segja að höfundar bibliunnar hafi i einu og öllu verið innblásnir Guðs anda er þeir skrifuðu han^ en aðrir segja að gera verði mun á ýmsum sannindum bibliunnar sem séu eilif og þeim frásögnum sem standast ekki timans rás. Sumir viðurkenna að biblían hafi rangt fyrir sér i ýmsum náttúru- fræðilegum og sagnfræðilegum fróðleik en sé óskeikul i þvi sem varðar Guð og frelsun mannsins. Svona má halda endalaust áfram. En eitt er vist að biblian er ákaf- lega margbrotið og heillandi verk og það hefur kannski fyrst og fremst haldiö lifi I henni svo lengi. ! Matteus í þrem þýðingum ~1 Hér undir eru þrjár þýðingar á sama textanum úr Matteusar- guðspjalli (7.24) og sést vel með þvi að bera þær saman hversu mikill munur getur verið á: Þýöing Odds Gottskálks- sonar frá árinu 1540 „Fyrir þvi, hver hann heyrir þessi min orð og gjörir þau, þann mun ég likja þeim vitrum manni, sem byggði hús sitt yfir J hellustein. Og er hriðviðri gjörði I og vatnsflóðið kom og vindar blésu og dundu að húsinu, og húsið fell eigi að heldur, þvi að það var grundvallað yfir hell- una.” Þýding á næstnýjustu ís- lensku bibliunni „Hver sem þvi heyrir þessi orð min og breytir eftir þeim, honum má likja við hygginn mann, er byggði hús sitt á bjargi; og steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar blésu og skullu á þvi húsi, en það féll ekki, þvi að það var grundvallaö á bjargi” Þýðing frá því herrans ári 1981 „Hver sem heyrir þessi orð min og breytir eftir þeim, sá er likurhyggnum manni, er byggöi hús sitt á bjargi. Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á þvi húsi, en þaö féll eigi, þvi það var grundvallað á bjargi.”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.