Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Blaðsíða 27
Helgin 10.— 11. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 27 um helgina Kór Langholtskirkju: Kristni- boðshátíð að Esju- bergi Um helgina er þess minnst i Mosfellssveit að 1000 ár eru frá upphafi kristniboðs i landinu. Kjalarnesprófastsdæmi, sem efnir til hátiðarinnar, er annað fjölmennasta prófastsdæmi landsins og nær frá Vestmanna- eyjum um Gullbringu og Kjós- arsýslu. Hátiðahöldin hefjast kl. 8.30 á sunnudagsmorgni að Esjubergi á Kjalarnesi en þar er talið að fyrsta islenska kirkj- an hafi risið. Kl. 13.30 hefst hátiðarsam- koma i íþróttahúsinu að Varmá i Mosfellssveit. Þar koma sam- an kirkjukórar úr prófastsdæm- inu öllu og mynda 200 manna samkór sem syngur undir stjórn Smára Ólafssonar, organista i Lágafellssókn. Flutt verða ávörp, sýndur helgileikur og hlýtt á strengjasveit og við lok samkomunnar flytur nýskipað- ur biskup, Pétur Sigurgeirsson ávarp og blessunarorð. Er þetta fyrsta embættisverk hans. Að loknu kaffihléi verður guðsþjónustuhald i sveitinni og nágrenni og lýkur hátiðinni laust eftir kl. 18. Þennan sama dagerdagur fatlaðra og verður merkjasala á kristniboðshátið- inni. Myndlistarnámskeið Sigurðar Eyþórssonar Sigurður Eyþórsson er nú með myndlistarnámskeið fyrir almenning og standa þau yfir i 2 mánuði og er kennt á laugar- dögum kl. 14 — 18.30 og mánu- dögum kl. 17.50 — 19.50 og 20 — 22. Námskeiðinu sem nú stendur yfir lýkur 30. nóvember n.k. Aðallega er kennd tækni gömlu meistaranna, meðferð oliu og eggtempara og eru litirnir not- aðir saman. Þetta er um 2000 ára gömul aðferð og hefur ekki verið kennd hér á landi fyrr en Sigurður er sérmenntaður i henni. Þeir sem hafa áhuga geta leitað til Sigurðar i vinnustofu hans að Borgartúni 19, 3. hæð kl. Sigurður Eyþórsson kennir tækni gömlu meistaranna. 14 — 19 i dag laugardag og á mánudag kl. 18 — 22. Pétur Jónasson leikur á sunnudagskvöld á veitingastaðn- um Hliðarenda og hefst leikur hans kl. 21.30. Pétur leikur <verk eftir Heitor Villa, tsaac Albénig, islcnskt þjóðlag I út- setningu Eyþórs Þorlákssonar og Recuerdos de la Alhambra eftir Fransisco Tarrega. Djass í Djúpinu Að undanförnu hefur verið leikinn jazz i Djúpinu á hverju fimmtudagskvöldi. Þar sem þetta hefur mælst mjög vel fyr- ir, og aðsókn verið góð, hefur nú verið ákveðið að einnig skuli leikinn jazz i Djúpinu á laugar- dagskvöldum. Kvartett Kristjáns Magnús- sonar mun sjá um sveifiuna n.k. laugardagskvöld, 10. október, frá kl. 9 -12, og er gestum gefinn kostur á léttum veitingum. Djúpið er rekið i tengslum við veitingastaðinn Hornið, sem býður upp á fjölbreyttan mat- seðil. — mhg Tónahátíð á laugardag í dag, laugardag kl. 14, heldur Kór Langholtskirkju „Tónahá- tið” i Háskólabíói og er dag- skráin fjölbreytt: þjóðlög, bitla- lög og allt þar á milli. Kórinn er sem kunnugt er skipaður mörg- um góðum söngvurum, en söng- stjóri er Jón Stefánsson og raddþjálfari ólöf Kolbrún Harð- ardóttir. Á Tónahátíðinni mun kórinn m.a. flytja þjóðlög i útsetningu Jóns Asgeirssonar en þau voru flutt i Kanadaferð kórsins i sumar. Þá flytur kórinn bitla- syrpu með aðstoð kammer- sveitar. Á efnisskránni er fjöl- breyttur ein- og tvísöngur að ógleymdum „Stjúpbræðrum” og „Stjúpmæðrum” en það eru karla- og kvennaraddir kórsins. Ólöf Kolbrún Harðardóttir mun koma fram með kórnum ásamt Alfred Wolfgang Gunnarssyni og Sverri Guöjónssyni en þeir voru einsöngvarar með kórnum þegar hann flutti „Misa Cri- olla”. Aðgangseyrir að Tónahátið- inni er 100 krónur og verður ágóðanum varið til kaupa á gleri fyrir Langholtskirkju. Vona menn að glerið verði kom- ið i fyrir jól, en þá ætlar kórinn að halda jólatónleika i kirkju- skipinu. Kór Langholtskirkju. Myndin er tekin i Amerikuferð kórsins sl. sumar. FÍM-sýningin á Kjarvalsstööum: Síðasta helgin Haustsýningu Félags is- lenskra myndlistarmanna að Kjarvalsstöðum lýkur nú um helgina. Sýningin er opin laug- ardag og sunnudag frá kl. 14 - 22 en hún hefur vakið mikla at- hygli og hlotið lof gagnrýnenda. A fimmta tug myndlistar- manna eiga verk á haustsýning- unni, en gestir sýningarinnar eru Björg Þorteinsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Hrólfur Sigurðs- son og Ragnar Kjartansson. Annað vísna- kvöldið Visnavinir eru með skemmti- kvöld I Þjóðleikhúskjallaranum nk. mánudagskvöld kl. 20.30. Eins og alltaf hjá Visnavinum verður um vandaða dagskrá að ræða. Gestir kvöldsins verða þau Bryndis Júliusdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Þá verður að venju opin dag- skrá, þeas. hverjum þeim, sem hefur eitthvað fram að færa til skemmtunar, er velkomið að troða upp. Sunnudags- sýningar MÍR . I vetur verða vikulegar kvik- myndasýningar i MÍR-salnum, Lindargötu 48 á sunnudögum kl. 16 e.h. Fyrsta sýning vetrarins verður ll._j)któber og verða þá sýndar tvær klukkustundar- langar myndir (nr. 3 og 4) úr sovéska heimildarmynda- flokknum „Það sem okkur er kærast” sem lokið var við á þessu ári. Fjallar myndaflokk- urinn um fyrstu eftirstriðsárin, endurreisnina og uppbygging- arstarfið i Sovétrikjunum eftir siðari heimsstyrjöldina og al- þjóðleg viðhorf á þessum tima. Aðgangur að MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Mezzoforte í Nefs Mezzoforte mun flytja bland- að efni á tónleikum i Félags- stofnun stúdenta, laugardaginn 10. október kl. 21 - 23. Hljómsveitin er nú nýkomin frá London, þar sem hún vann viö upptökur á þriðju plötu sinni. Undanfarna daga hafa strák- arnir I Mezzoforte verið við æf- ingarfyrir tónleikadagskrá sem þeirtlvtja i tyrsta sinn á laugar- daginn i NEFS-klúbbnum, en siðan hyggjast þeir leggja land undir fót og heimsækja m.a. framhaldsskólana viðs vegar um landið. Ekki er enn að fullu ákveðið hvar þeir koma fram, en unnið er að skipulagningu á þvi, og þess má geta að umboðs- maður þeirra er Eirikur Ing- ólfsson, og hægt er að ná i hann i sima 28445. FUadelfia: Orgeltón- leikar í dag Antonio Corveiras hefur verið búsettur hér á landi allmörg undanfarin ár og hefur lengst af starfað sem organleikari og kennari en hann hefur einnig gefið út bækur, m.a. ljósmynda- bækur frá heimahéraði sinu Asturias á Norður-Spáni. Antonio Corveiras, organleik- ari Hallgrimskirkju heldur org- eltónleika i Filadelfiukirkjunni i dag, laugardaginn 10. október og hefjast þeir kl. 17. A efnis- Kvartett Kristjáns Magnússonar i Djúpinu: frá v.: Sveinn Óli Jóns- son, trommur, Þorleifur Gislason, tenór sax., Jón Sigurðsson, bassi, Kristján Magnússon, pianó. Þau þrjú skipa heiðurssess á FÍM sýningunni ásamt Hrólfi Sigurðssyni. Frá vinstri: Hildur Hákonardóttir, Ragnar Kjart- ansson og Björg Þorsteinsdótt- ir, Ljósm.: — eik. skránni eru m.a. verk eftir Palstrina, Couperin, Pergolesi, Corrette og Cabena.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.