Þjóðviljinn - 28.11.1981, Síða 19
Helgin 28.— 29. nóvember 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
Kveöja frá dóttur
Jón Konráð Stefánsson Klemenzson
Fœddur 1. júní 1889 — Dáinn 18. nóvember 1981
Mig langar i fáum orðum að
minnast afa mins, Jóns Konráðs i
Garðhúsum á Skagaströnd. Hann
var fæddur 1. júni 1889 að Kurfi á
Skagaströnd, sonur hjónanna
Þórunnar Björnsdóttur og Klem-
enzar Ólafssonar útvegsbónda.
Hann var næst yngstur af 8 börn-
um þeirra hjóna og kvæntist
Ólinu Margréti Sigurðardóttur en
hún lést i mai árið 1962. Þau eign-
uöust 5 dætur og eru þær taldar
frá elstu dótturinni, Sigurunn gift
Guöna Bjarnasyni og búa þau i
Hafnarfiröi, Ólöf gift Ólafi Samú-
elsenogbúa þau i Færeyjum, Sig-
friður en hún er látin og var hún
gift Sigurjóni ólafssyni sem nú
býr i Sandgerði en þau bjuggu
mörg ár á Reykjanesvita. Þá er
það Guöveig Ingibjörg, móðir
þeirrar er þetta ritar, en maður
hennar var Björgúlfur Kristjáns-
son, og býr hún i Reykjavik,
Maria gift Jóni Þorgeirssyni, og
búa þau á Skagaströnd.
Afi var mikill dugnaðarmaður,
forkur bæði til sjós og lands og
mikils metinn af öllum sem til
hans þekktu, hann var sjálf-
menntaður og hagyrðingur góður,
Ruth Montgomery
Óvœntir
gestir á jörðu
Bdkaútgáfan Skuggsjá, Hafn-
arfirði, hefur gefið lít bókina
Óvæntir gestir á jörðu eftir Ruth
Montgomery I þýöingu tJlfs
Ragnarssonar. Ruth Montgom-
ery er m etsöluhöfundur vestan
hafs og hér á landi er hún einnig
kunnaf bókum sinum, semkomið
hafa Ut á islensku: „Framsýni og
forspár”, „i leit að sannleikan-
um” og „Lifið eftir dauðann”.
Olfur Ragnarsson, þýðandi
þessarar bókar, gefur lesandan-
um eftirfarandi heilræði: Lestu
þessa bók hægt og i áföngum.
Láttu efni hennar siast inn i vit-
und þi'na, það leiðir til eðlilegra
og yfirvegaðra viðbragöa I þraut-
um og þrengingum komandi
tima.
Geimskipsmáninn
dularfulli
Geimskipsmáninn dularfulli
heitir bók eftir Don Wilson sem
komin er Ut hjá Skjaldborg á Ak-
ureyri. Þetta er bandarisk bók
þar sem „leidd erurök” að þvi að
skyni bornar verur hafist við á
Tunglinu og hafi veriö þar um ár-
þúsundir. Segir á bókarkápu að
NASA, geimferðastofnun Banda-
rikjanna viöurkenni bak viö tjöld-
in að tungliö sé hvorki meira né
minna en tröllaukiö annarlegt
geimskip...
Ný njósna-
saga eftir
Adam Hall
Myrkraverk i Moskvu heitir ný
skáidsaga eftír breska höfundinn
Adam Hail sem tit er komin i is-
lenskri þýðinguá vegum Iðunnar.
Þetta er þriöja saga hans sem
út kemur og f jalla þær allar um
njósnarann Quiller. Hinar fyrri
voru Njósnar i Berlinog A ystu
nöf .Adam Hall er kunnur njósna-
sagnahöfundur og hafa sögur
hans veriö þýddar á mörg tungu-
mál. Efni nýju sögunnar er kynnt
svo á kápubaki: „Þessi saga seg-
ir frá óvæntu og erfiöu verkefni
sem Quillan er falið. Hann á að
frelsa breskan njósnara sem tek-
inn hefur verið höndum í Moskvu
en fellur sjálfur i hendur sovésku
leyniþjónustunni. Starfmenn
hennar eru öldungis miskunnar-
lausir og kunna ýmis ráð til að
beygja menn...”
Myrkraverk i Moskvu er allstór
skáldsaga, i nitján köflum og 231
blaösiða. Kristin Magnúsdóttir
þýddi bókina. Oddi prentaði.
hafði sterka skapgerð og var
sannorða maður; enn fremur
hafðihann mjög mikla kimnigáfu
og var sannur vinur vina sinna,
og með afbrigðum góður barna-
börnum sinum, en þau urðu alls
43 og hafði hann þurft að sjá að
baki 5 þeirra handan yfir móð-
una miklu; einnig á hann heilan
hóp af barnabarnabörnum og
ennfremur varð hann langalang-
afi fyrir nokkrum árum.
Þegar ég minnist afa mins, er
svo margs að minnast, þau voru
afar samhent hjón, afi minn og
amma min. og var fráfall hennar
honum mikill harmur; hann brá
ekki búi og bjó einn til æfiloka.
Afi var alltaf svo kátur og hress
þegar við heimsóttum hann á
sumrin,og þegar hann var að fara
með kvæði fyrir mig, þessi löngu
kvæði og visur, þá var ég oft hissa
hvað hann mundi þetta vefc og
meira segja þegar við hjónin fór-
um norður eina helgina núna i
haust, en þá var hann lagstur sina
siöustu legu, samt var hann það
léttur i lund að hann fór með fullt
af visum fyrir mig og gerði að
gamni sinu; það má með sanni
segja að hann var einstakur mað-
ur hann afi minn, og hvað hann
var alltaf duglegur að hugsa um
sig sjálfur svona háaldraður eins
og hann var orðinn.
Já, söknuðurinn er mikill hjá
dætrum hans og okkur öllum sem
að honum standa, en við vitum aö
honum liöur betur núna, þvi hann
var búinn að þrá að fá að fara,
enda hefði hann illa þolaö að
þurfa að liggja i rúminu.
Já, ég veit að amma og barna-
barnabörnin og dóttir þeirra Sig-
friður sem látin eru, koma og
taka á móti honum fagnandi.
Ég bið almáttugan Guð að
styrkja móður mina og systur
hennar og alla aðstandendur og
vini afa.
Elskulegi afi minn verður jarð-
sunginn frá Hólaneskirkju á
Skagaströnd i dag, laugardaginn
28. nóvember.
Aö lokum þakka ég afa fyrir
allar þær góðu stundir sem ég átti
með honum er ég heimsótti hann.
Far þú i friöi, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt. Sigrún Björgúlfsdóttir.
Hvaðþarftilað
• AN • * JL r% % «
Tækniþekkingu, orku, hráefni, landrými og
vandaðan undirbúning, svo sem tilraunavinnslu.
Allt er þetta nú fyrir hendi.
Það sem vantar er ÞINN stuðningur.
Hvað feerðþú fyrirþinn hlut?
Kaupirðu hlut í Sjóefnavinnslunni hf. gerist þú
þátttakandi í mikilvægu brautryðjendastarfi á vett-
vangi alíslensks iðnaðar.
Auk þess eignast þú hlut í framtíðarfyrirtæki
sem á mikla möguleika í vinnslu ýmissa kemiskra efna
auk saltvinnslunnar.
Athugaðu málið. Þinn hagur — þjóðarhagur.
SJÓEFNMNNSLAM HF. -HLUTAEJÁRÚTBOÐ
StofofundurI981
I samræmi við ákvæði laga nr. 62/1981 um sjó-
efnavinnslu á Reykjanesi, er hér með auglýst almennt
hlutafjárútboð í Sjóefnavinnslunni hf., en stofnfundur
þess félags verður haldinn laugardaginn 12. desember
1981 í félagsheimilinu Stapa, Njarðvík ld. 16 (hlut-
hafar undirbúningsfélags athugið að aðalfundur
félagsins verður kl. 14 sama dag í Stapa).
Láfangi- Sminjónirkr.
Með fyrsta áfanga verksmiðjunnar er gert ráð
fyrir 8.000 tonna saltframleiðslu á ári.
Nú er boðið út hlutafé vegna hans að fjárhæð
5 milljónir króna (lágmarkshlutur 1.000 kr.) til við-
bótar hlutafé Undirbúningsfélags saltverksmiðju á
Reykjanesi hf., en stefnt er að samruma félaganna við
stofnun Sjóefnavinnsiunnar hf.
Heildarhlutafé 42,5milljónirkr.
Heildarhlutafé Sjóefnavinnslunnar hf. verður
42.5 milljónir króna, miðað við verðlag í maí s.l. og
er þá gert ráð fyrir verksmiðju er framleiði á ári 40.000
tonn salts, 9.000 tonn kalsíum klóríð, 4.000 tonn kalí,
ásamt brómi, saltsýru og vítissóda.
Gjalddagar
Hlutafé má greiða með 3 jöfnum greiðslum
á 3ja mánaða fresti, en vextir reiknast frá 1. apríl
1982 á hlutafé sem greiðist efitir þann tíma.
Nánariupplýsingar
Frekari upplýsingar og gögn liggja frammi hjá
undirbúningsfélaginu, að Vatnsnesvegi 14, Keflavík,
sími 92—3885 og í Iðnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli,
Reykjavík.