Þjóðviljinn - 06.02.1982, Page 7

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Page 7
Helgin 6 — 7. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Siguröur G. Tómasson borgarfulltrúi: Hundalíf hjá íhaldinu Sigurjón: Góð frammistaða i borgarstjórn. öllum sæmilega inn- rættum mönnum hlýtur aö renna til rifja innanf lokks- ástandið hjá íhaldinu. Eftir prófkjörið hafa þeir verið að bitast um röðina og sætin, og er ýmist að menn hangi á sinu eins og hundar á beini eða þyki sinn leggur of rýr. Svo mjög eru Sjálfstæðismenn þróaðri hundinum að sagt er að þeir hafi jafnvel heimtað loforð um feitan bita auk beinsins. Svoleiðis genverðugheit þekkja þeir ferfættu varla. Ekki er foringinn sæll af sinum hlut. Hans biður ekki öfundsvert hlutskipti: Að halda til kosninea með sundrað lið með ósigur Sjálf- stæðisflokksins i siðustu kosn- ingum og afar slælega stjórnar- andstöðu i borgarstjórn i fartesk- inu. Þar hefur hver ógæfan elt aðra. Er þess fyrst að minnast hvernig Sjálfstæðismenn hömuðust gegn áformum vinstri manna um þéttingu byggðar i Reykjavik. Þar varekkert sparað enda tilganeurinn að minnsta Davið: Að halda til kosninga með sundrað lið. kosti tviheilagur: I fyrsta lagi að koma höggi á forystuflokkinn Al- þýðubandalagið og i öðru lagi að klóra yfir eigið andvaraleysi i skipulagsmálum. t þéttingu byggðar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn étið ofan i sig hvert svæðið áf öðru. Nú er vart eftir óétiðnema Laugarásinn, þar sem fólk með hreinar hugsanir kviðir þvi að fá að grönnum eignalitið og ættsmátt fólk úr punktakerfinu. Brátt kemur eflaust að þvi að ihaldið muni ekki annað en að þetta sé allt saman gömul hug- mynd frá þeim. Areiðanlega ein- hversstaðar i bláu bókinni. Þó hefðu menn ekki haldið að Sjálf- stæðisflokkurinn sýndi jafn mikla lyst i sambandi við Aðalskipu- lagið. 1 borgarráði gerðust þau tiðindi nýlega að Albert greiddi þvi atkvæði, en Davið sat hjá að leitað yrði staðfestingar á hinu nýja skipulagi vinstriflokkanna á Austursvæðum. Undrar nú engan þótt þessi flokkur þjáist af alvar- legum meltingartruflunum, eftir allt sem hann hefur mátt gleypa. Smáir og stórir Ekki varð hún velvildar- mönnum Sjálfstæðisflokksins til huggunar frammistaðan i af- Albert: Greiddi aðalskipulaginu atkvæði sitt. greiðslu fjárhagsáætlunar. Þar vildu ihaldsmenn lækka skatta, auka framkvæmdir og þjónustu auk þess sem þeir kenndu vinstri- mönnum hér og þar, i rikisstjórn og borgarstjórn, um það að þau gjöld sem borgarbúa greiða fyrir hita og rafmagn væru of lág. Að sjálfsögðu var ekkert reynt að samræma þetta. Leiötogar Sjálf- stæöisflokksins stórir og smáir gera sér auðvitaö grein fyrir Jón Baldvin: Itaunaleg örlög — ilialdinu lofað samstarfi. þessari frammistöðu. Berlegast kom þetta vonleysi i ljós á borgarstjórnarfundi um daginn þegar „borgarstjóraefnið” kvaddi sér hljóðs utan dagskrár. Enginn vissi hvaðan á stóð veðrið fyrr en þaö rann upp úr mann- inum bitur og taumlaus gremja yfir góðri frammistöðu Sigurjóns Péturssonar gegn blaðamanni Morgunblaösins i útvarpinu á dögunum. Dæmi munu vera til þess að borgarfulltrúar kveðji sér hljóðs utan dagskrár þegar um er að ræða brýn mál sem ætla má að skipti Reykvikinga miklu. Við verðum að trúa þvi að leiðtoginn hafi hreinlega ekki getað hamið kvöl sina og látið dómgreindar- leysi ráða fremur en þarna hafi einnig búið að baki vitneskja um nýtilkomna nærveru fréttamanns úrvarpsins. Það væri ósæmilegt smekkleysi. Skilningsskortur sauö- kindarinnar Til er gömul munnmælasaga af Suðurlandi um seinheppinn fjallkóng sem þótti safnið heimtast illa af fjallinu og kenndi það almennum skilningsskorti sauðkindarinnar. Þvi fer fjarri að höfundur þessa pistils telji hæfa að ræða um smalamennsku og kosningar i sömu andránni en ósköp væru það raunaleg örlög ef rættist spásögnin sem fólst i spangóli Alþýðublaðsritstjórans um daginn, þar sem ihaldinu var lofað samstarfi i borgarstjórn eftir kosningar. Og þótt það kunni að verða siðasta hálmstráið að reiða sig á þetta spangói þá er hollt fyrir ihaldið að muna að flðkkuhundum gengur gjarnan illa að binda trúss sitt við nýjan húsbónda og dugir vist ekki maeurt bein i þann kjaft ef hann á að koma að gagni. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Mv SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA HJ Ú KRUN ARFRÆÐINGAR ATHUGIÐ — NÁMSKEIÐ NÁMSKEIÐ fyrir hjúkrunarfræðinga verður haldið á Kleppsspitala þann 1. mars n.k. og stendur það i 4 vikur. Aðalnámsefni verður geðhjúkrun, geð- sjúkdómafræði og sálarfræði. Námið hentar vel þeim, sem ekki hafa starfað, svo nokkru nemi, við geðhjúkrun áður, en hefðu áhuga á að starfa á þessu sviði. Umsóknarfrestur er til 20. febr. n.k. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Kleppsspitalans i sima 38 160. ISLANDSDEILD amnesty international Pósthólf 7124, 127 Reykjavík heldur fræðslufund í Atthagasal Hótel Sögu mánudaginn 8. febrúar n.k. kl. 20:30 um efnið Vtsitala og_ verðbólga F r amsögumaður: Ólafur Davíðsson, hagfræðingur forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar # Hvernig er hægt að tryggja kaupmátt launa þinna? # Er vísitala orsök verðbólgunnar? # Tryggja verðbætur kaupmátt heimilanna? # Koma niðurgreiðslur að tilætluðum notum? Félagsmenn V.R. eru hvattir til að mæta og taka þátt I umræðum Fundarefnið er brýnt og varðar hvert einasta heimili í landinu \ kVERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKURI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.