Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐÁ — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7.’ febrúár 1982.
daegurtónlist
Eitt af því sem ein-
kennt hefur íslenskt tón-
listarlif síöastliðið ár eru
hin svokölluðu „independ-
ent" eða „sjálfstæð" út-
gáfufyrirtæki. Ekki svo
að skilja að önnur útgáf u-
fyrirtæki séu ekki sjálf-
stæð, heldur hitt að þessi
fyrirtæki vinna á örlítið
öðru plani en hin hefð-
bundnu útgáf uf yrirtæki.
Við samantekt þessa pistils
leitaði ég upplýsinga hjá As-
mundi Jónssyni hjá Gramminu,
Guðna Rúnari Agnarssyni og
Hilmari Erni Hilmarssyni hjá
Eskvimó, Rafni Jónssyni t
Grafik og Tómasi Tómassyni i
Þursabiti. Auk útgáfu þessara
fjögurra fyrirtækja mætti nefna
útgáfu Van Hódens Kókó sem
sent hefur frá sér tvær snældur
og Bruna B.B. sem látið hefur
eina snældu fara frá sér.
Þróun mála
I Englandi
Aður en lengra er haldið er
rétt að fjalla um þróun máia i
Englandi siðast liðin ár. I kjöl-
farþeirrar tónlistarsprengingar
sem átti sér stað á árunum
1976/7 fylgdi mikill fjöldi út-
gáfufyrirtækja, sem tóku að sér
að koma hinum nýju hljóm-
sveitum á framfæri. Þessi út-
„INDEPENDEIMT
gáfuhreyfing var kölluð ,,inde-
pendent” til aðgreiningar frá
hinum hefðbundnu útgáfufyrir-
tækjum. Þessi hreyfing, ef hægt
er að nota það orð, varð strax
mjög öflug. Ef marka má
„small label catalogue” hjá Zig
Zag i mars 1978 voru þessi fyrir-
tæki um 300. Svo virðist sem
fjölgunin hafi verið mun hægari
en vonir stóðu til um. I ágúst-
hefti Zig Zag frá 1981 voru þau
aðeins orðin 330.
Það er athygiisvert að fjölg-
unin milli þessara þriggja ára
skuli ekki vera meiri. Ætli
helsta skýringin sé ekki sú að
stóru útgáfufyrirtækin séu farin
að sækjast meira eftir nýjum
hljómsveitum sem sifellt eru að
skjóta upp kollinum og geta i
krafti fjármagns sins boöið mun
betri samninga en „independ-
ent” fyrirtækin.
Mörg þessara fyrirtækja eru
stofnuð af mönnum sem hafa yf-
irgefið stóru fyrirtækin til að
koma á framfæri hljómsveitum
sem þeir hafa trú á. Eins og gef-
ur að skilja hefur þessum fyrir-
tækjum vegnað misvel. Sum
hafa vaxið mjög ört á meðan
önnur hafa lapið dauöann dr
skel eða hreinlega gefið upp
öndina.
Ef skilgreina á hvað það er
sem öðru fremur greinir „inde-
pendent” fyrirtækin frá stóru
fyrirtækjunum er hægt að tina
ýmislegt til. Aður en lengra er
haldið er nauösynlegt að geta
þess að skilgreiningar, eins og
sú sem fer hér á eftir, geta verið
mjög varasamar og á stundum
beinlínis villandi. Samt skal
þess freistaö að draga upp ein-
hverja mynd af þessum fyrir-
tækjum.
Þeir sem standa að baki þeim
eru menn sem hafa ákveðinn
metnað og ákveðnar hugmyndir
um hvernig fara megi i hlutina
og hvernig sé hægt að gera þá á
betri, ódýrari og umfram allt
heiðarlegri hátt.
Peningaleysið setur þessum
fyrirtækjum nokkuð þröngar
skorður. Kappkostaö er við að
gera alla híuti á sem ódýrastan
hátt. Koma efninu á „vinyl”
þannig að sem flestir eigi aö-
gang að þvi. Hljóðritunarkostn-
aði er haldið niðri með þvi að
nota fáa tima i ,,stúdiói”og
vinna i ódýrum „stúdióum”, öll
önnur vinna i kringum gerð
plötunnar er verðlögö mjög
lágt. Kostnaði sem sagt haldið
niðri á öllum stigum framleiðsl-
unnar.
Útgáfufyrirtækin reyna á
engan hátt að hafa áhrif á tón-
smiðar hljómsveitanna með þvi
að heimta að einhver ákveðinn
upptökustjóri stjórni vinnslu
plötunnar. Heldur er hljóm-
sveitunum ætlað að koma meö
efni fullfrágengiö til útgáfu og
kemur fyrirtækið þar hvergi
nærri. Vissulega sniður smæð
útgáfunnar plötunni þröngan
stakk.
Auglýsingar eru stór þáttur,
h|á flestum þessara fyrirtækja.
Ráða hljómsveitirnar sjálfar
hvernig þær eru úr garði gerðar
og hvaða imynd er búin til um
hljómsveitina.
Þó eitt og annaö hafi veriö tint
til ber enn aö vara viö þvi að taka
þessa skilgreiningu sem algilda.
Þvi bilið milli „independent” og
„stóru” fyrirtækjanna getur oft
á tiðum verið mjög litiö og
óglöggt.
islensk „independent"
fyrirtæki
Þróunin hér hefur verið sú að
útgáfustarfsemi þessara fyrir-
tækja snýst enn sem komið er
nær alfarið um ákveðnar hljóm-
sveitir. Grammiö gefur Purrk
Pillnikk út. Eskvimo gefur Þey
út, Þursabit gefur efni Þursa-
flokksins út og strákarnir i
Grafik gefa sjálfir út sinar plöt-
ur.
Annað sérislenskt einkenni er,
að ég hygg, að sáralitiö bil er á
milli útgefenda og hljómsveita.
Þursabit er nánast annað nafn á
ÞursaflokknumSömu sögu er að
segja af þeim drengjum i Graf-
ik. Megnið af þeim peningum
sem hljómsveitin Þeyr aflar á
hljómleikum rennur til Eskvi-
mó til að standa straum af
kostnaði við útgáfu á efni hljóm-
sveitarinnar. Bilið á milli útgef-
enda og listamanna er nánast
nafnið eitt.
Eskvímó
„Hugmyndin að bakiEskvimó
er sú að þegar við fórum út i
þetta kom i ljós að við áttum
ekki samleið með „stóru” fyrir-
tækjunum hér heima. Þau eru
ekki i tengslum við þá hluti sem
eru að gerast i dag. Sá skilning-
ur sem við viljum hafa á hlutun-
um er ekki til staðar.
Við sáum það að hægt var aö
gera þetta á mun ódýrari hátt
með þvi að vinna eins mikið
sjálfir aö þessu og við getum.
Ætli við spörum okkur ekki i
kringum 1000 eintök með þeim
vinnubrögðum sem við notum.
Þrátt fyrir aö við höfum reynt
að gera okkar besta þá er ljóst
að báðar þær plötur sem Eskvi-
mó hefur gefið út hafa ekki stað-
ið undir sér hér heima. En við
sjáum fram á betri daga, þvi
horfur eru sæmilegar erlendis
og fyrirsjáanlegt að útgáfan
mun standa undir sér og það er
þaö sem viö sjáum i þessu.
Þetta kemur til meö að bjarg-
ast.
Það er mikill styrkur fyrir
okkur að vera hluti af þessu,
vera þátttakandi alveg frá byrj-
un, heldur en að framleiða ein-
hverja vöru fyrir einhvern aðila
sem tekur við henni og matreið-
ir hana að vild. Við værum ekki i
aðstöðu til að gagnrýna hve
hann auglýsti mikiö, hvernig
dreift væri og hverjum væri
gefnar plötur. Þetta eru hlutir
sem við viljum stjórna. Það
hlýtur að vera að þeir sem
standi að baki hvers verks viti
hvað hæfir þvi. Það er það sem
atti okkur út i þetta”.
Grammið
Asmundúr Jónsson hjá
Gramminu tók mjög i sama
streng og þeir félagar, Guðni
Rúnar Agnarsson og Hilmar
örn Hilmarsson, hjá Eskvimó.
Hann sagði að Grammið hefði
verið stofnað til að gefa út efni
Purrks Pillnikks. Hann sagði
jafnframt að meginmunur á
„independent” og hinum hefð-
bundnu útgáfufyrirtækjum væri
sá að litlu fyrirtækin væru að
vinna fyrir tónlistina en ekki
eingöngu með sölusjónarmið i
huga. Vissulega væri nauðsyn-
legt að selja hvert verk en sölu-
áherslan mætti ekki yfirskyggja
allt annað.
Um fjárhagshlið fyrirtækisins
sagöi Asmundur að það heföi
fengið um 60 þúsund krónur að
láni á siðasta ári. Búið væri að
borga eitthvaö til baka en
skuldabagginn væri þungur. Ct-
gafan á breiöskifu Purrksins
Ekki ennstóð ekki undir sér eins
og vonir stóðu til og þvi fór sem
fói. „Við ætlum engu að siður aö
halda áfram á sömu braut og
fyrirhuguð er útgáfa á nýrri
plötu með Purrkinum með vor-
inu og i mars kæmi út plata með
Sveinbirni Beinteinssyni.”
Grafík
Rafn Jónsson i Grafik sagði
að aðalástæðan fyrir þvi að þeir
heföu farið út i þetta væri sú að
þeir hefðu haft aðstæður til
þess. Þeir ættu átta rása segul-
bandstæki og þvi heföu þeir get-
aö tekið upp allt efniö sjálfir.
Upptökukostnaður hefði þvi
verið litill, aðeins nokkrir timar
í hljóðblöndun. öll önnur vinna
við plötuna var i algeru lág-
marki eins og hún ber með sér,
allt gert sem allra ódýrast.
Rafn sagði einnig að þeir fé-
lagar ætluðu að halda áfram á
sömu braut þvi þeir ættu eftir að
fullnýta þá möguleika sem tæk-
iö byði uppá...
Munurinn á þeim og hinum
„stærri” útgáfufyrirtækjum
væri sá að allt starf i kringum
plötuna væri mun einlægara,
ekki þessi rútinuvinna, og þvi
væri miklu meiri stemmning
sem fylgdi þvi að vinna að plöt-
um frá upphafi til enda.
Þursabit
Tómas Tómasson i Þursa-
flokknum sagði að það hefði leg-
ið beint við að þeir færu inná
þessa braut. Þeir ættu orðið sitt
eigið „stúdió” þannig að kostn-
aðurinn við hljóðritunina væri
litill. Þeir ættu eftir að reikna
sér laun og sagðist hann halda
að þeir myndu reikna sér eitt-
hvað i kringum 50 krónur á tim-
ann. Hann sagði jafnframt að þó
að þeir ættu „stúdió” sjálfir
gætu þeir ekki fariö uppfyrir
ákveðin timamörk.
öll vinnan i kringum þessa
væntanlega plötu væri i höndum
flokksins og með þvi móti væri
hægt að halda kostnaðinum
niðri.
Að lokum sagði Tómas að þeir
hyggðust leigja „stúdió” sitt út
og yrði Purrkur Pillnikk vænt-
anlega fyrsta hljómsveitin sem
þar hljóðritaði efni sitt. Verðið
sagði hann aö yrði um 250 krón-
ur á timann sem er rúmlega
helmingi lægra en veröið iHljóð-
rita. Tómas sagði að þeir
myndu fara hægt i sakirnar við
aö leigja „stúdióið” út, þaö
mætti ekki ganga fyrir hljóm-
sveitinni.
Hvað framtiðin ber i skauti
sér fyrir þessi fyrirtæki er
ómögulegt að segja, en hitt er
vist að islenskt tónlistarlif á
þessum fyrirtækjum og þeirri
fórnfúsu vinnu sem þar er unnin
mikiö að þakka.
Jón Viöar
Sigurðsson
skrifar