Þjóðviljinn - 06.02.1982, Qupperneq 32

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Qupperneq 32
UOBVIUINN ( Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgin 6.— 7. febrúar 1982. 8x285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Helgarsím! afgreiðslu 81663 Tvö ár liðin irá myndun núverandi ríkisstjómar: „Svar færðu ekki fyrr en nær dregur kosningum” Rætt við Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra Rikisstjórn Gunnars Thorodd- sen á tveggja ára afmæli á mánu- daginn. Óhætt mun aö fullyrða, að ekki hafi annað eins gengið á við inyndun rikisstjórnar hin síðariár a.m.k. og þegar Gunnar Thorodd- sen gekk fram fyrir skjöldu eftir 2ja mánaða stjórnarkreppu og bauðst til að mynda ríkisstjórn, sem styddist við meirihiuta á Alþingi. Þegar þetta gerðist höfðu formenn allra stjórnmálaflokk- anna fengiö umboð til stjórnar- myndunar, en allir orðið að gefast upp. Það blasti þvi ekkert við annaö en myndun utanþings- stjórnar, sem, eins og Gunnar scgir, „hefði verið áfall fyrir álit og traust Alþingis. Eins og á stóð var myndun þessarar ríkisstjórn- ar eini möguleikinn fyrir meiri- hluta stjórn. En vegna þess að meirihluti þingflokks mins flokks vildi ekki styðja stjórnina varð stjórnarmyndunin átaka meiri en ella.” Margir eru undrandi Og nú að loknum tveimur ár- um, hvernig hefur til tekist? Þaö er nú með þessa rikisstjórn eins og aðrar, að sumt hefur gengið að óskum, annaö ekki. En varðandi það, hvað vel hefur til- tekist hjá rikisstjórninni vil ég nefna, aö frá upphafi hefur það verið eitt af megin atriöum i störfum stjórnarinnar að halda uppi nægri atvinnu i landinu og forðast með öllu atvinnuleysi. Þetta hefur tekist. Það heyrist stundum frá stjórnarandstöð- unni, að þetta sé ekki afrek vegna þess að næg atvinna hafi verið hér á landi i all mörg ár. En þegar lit- ið er til margra nágrannalanda okkar, þar sem allt er reynt til að halda uppi fullri atvinnu, er út- koman sú að um verulegt at- vinnuleysi er að ræöa og sum- staðar hrikalegt atvinnuleysi. Erlendir stjórnmálamenn og blaðamenn horfa meö undrun og vissri aðdáun til Islands, þar sem næg atvinna er fyrir hendi, þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar, sem flestar þjóðireiga við aö búa. Verðbólgan á niðurleið Annað megin verkefni rikis- stjórnarinnar hefur verið frá upp- hafi viðnám gegn veröbólgunni. Þegar rikisstjórnin tók við völd- um i ársbyrjun 1980 haföi verð- bólgan verið 60% árið á undan. A fyrsta ári rikisstjórnarinnar tókst ekki eins vel og skyldi i glimunni við verðbólguna, sem var 59% það ár. Um áramótin 1980/1981 skipti hinsvegar sköpum. Rikis- stjórnin geröi þá viðtæka efna- hagsáætlun, sem fól i sér m.a. að koma verðbólgunni úr 60% niöur i 40%. Það tókst. Þeir eru margir efnahagssérfræöingarnir, bæði erlendir og innlendir, sem halda þvi fram að ekki sé unnt að draga úr verðbólgu nema meö atvinnu- leysi. Við Islendingar höfum nú afsannað þá kenningu. Frá upphafi hefur það veriö eitt af aðal verkefnum stjórnarinnar að efla atvinnulifið og tryggja þvi svo traustan grundvöll, sem unnt er. Sumar atvinnugreinar hafa að visu um stundarsakir átt við erfiðleika að etja af ýmsum ástæðum, ekki sist vegna gegnis- sveiflna og misgengis erlendis. Við þetta ráða islensk stjórnvöld að sjálfsögðu alls ekki. Sú stað- reynd blasir hinsvegar við að hér er ekkert atvinnuleysi og að at- vinnuvegirnir hafa komist þolan- lega af, þótt stundum hafi á móti blásið. Og ef við nefnum stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, þá er það mat Þjóðhagsstofnunar að fiskvinnslan i heild sé rekin með 6—7% hagnaði. Og með hinum nýju efnahagsaögeröum rikis- stjórnarinnar er unnið að þvi að treysta úr verðbólgunni, þótt ekki verði stigið jafn stórt skref i þeim efnum og i fyrra. Virkjun orkulinda Einnig vil ég I þessu sambandi benda á að miklar framkvæmdir hafa átt sér stað i tið núverandi rikisstjórnar viö nýtingu orku- linda. Þar má benda á hitaveitu- framkvæmdir, sem bæta hag not- enda og spara okkur erlendan gjaldeyri . Varðandi virkjanir fallvatna, þá hafa verið ákveðin og standa fyrir dyrum einhver stærstu átök i þeim efnum i sögu þjóðarinnar. Á næstunni veröur hafist handa um verulegar fram- kvæmdir á Þjórsársvæðinu til orkuöflunar, virkjun Blöndu er á næsta leyti og að auki virkjanir i Þjórsá og i Fljótsdal. Gengiö hægar en viðóskuðum Hvað þykir þér hafa laklegast tekist af þvi sem rikisstjórnin ætl- aöi sér i upphafi? 1 upphafi vonaðist rikisstjórnin til, að ná verðbólgunni niður á 3 árum til jafnt viö það sem gerist i helstu viðskiptalöndum okkar. Þetta mun ekki takast og eru or- sakir þess margvislegar. Bæði innlendar og erlendar orsakir valda því aö gengiö hefur mun hægar en við ætluðum okkur, en við megum heldur ekki gleyma þvi að það miðar i rétta átt. Skynsamlega mælt Vegna þess að þú nefndir efna- hagsráðstafanir, þá minntist ég þess að hafa heyrt Halldór E. Sig- urðsson, fv. ráöherra einu sinni segja að þegar rikisstjórn þyrfti aö gripa til efnahagsráöstafana, þá ætti hún að gera það sem fyrst á ferli sínum og gera það mynd- arlega, fólk væri svo fljótt að gleyma óvinsælum ráðstöfunum, ertu sammála þessu? Þetta er skynsamlega mælt eins og Halidórs er von og visa. Hinsvegar verður maður um leið að hafa það heilræöi i huga, aö i stjórnmálum verða menn alltaf aö hafa i huga og kanna hvað er mögulegt á hverjum tima. Aö- gerðir, sem útaf fyrir sig eru skynsamlegar, veröur að fram- kvæma þegar lag er. Timasetning slikra aðgerða getur ráðiö úrslit- um um það hvort þær takast eða ekki, óskhyggja má þar engu ráöa. Ekki ómögulegt en erfitt Sumir segja að á Islandi búi rösklega 200 þúsund kóngar, sem hver fyrir sig vilji ráöa ferðinni, ertu sammála þvi að það sé erfitt að stjórna íslendingum? Ekki vil ég nú taka svo djúpt i árinni að segja að þaö sé ómögu- legt að stjórna Islendingum, en þaö máttu bóka eftir mér, að það er erfitt. Islendingar eru mjög sjálfstæðir i hugsun og telja það ekki sjálfsagt að aðrir ráði fyrir þá. Einstaklingar og hagsmuna- hópar vilja fara sinu fram, en um leiö vilja menn stjórna sér sjálfir og mótmæla opinberum afskipt- um, skamma þeir rikisstjórn fyr- ir afskiptaleysi. Þeir, er telja sig mesta frjálsræðismenn ráðast oft harðast á rikisstjórn fyrir alltof litil rikisafskipti. Gleggsta dæmið um þetta er innflutningur og smiði fiskiskipa. Ég held að hugs- un og vilji flestra Islendinga, sé á þá lund aö vilja ráða sér sjálfir, en ætlast um leiö til þess aö rikis- stjórnin stjórni. Þetta kann að hljóma sem öfugmæli en svona er nú þetta i reynd. Sjáum til Margir hafa spurt þig eftir að þú myndaðir þessa rikisstjórn, hvort þetta væri svanasöngur þinn i stjórnmálum og þú hefur litiö viljað svara þessu, er nokkuð meiri möguleiki á aö fá svar við þessari spurningu nú en áður? Gunnar hugsaði sig mjög lengi um áður en hann svaraði þessari spurningu og ég hélt að ég væri kannski að fá stórfrétt uppi hend- urnar, svo brosti hann örlitið og sagði: Það veltur á svo mörgu sem ég ræð ekki við, svar geturðu ekki fengiö fyrr en nær dregur kosn- ingum. —S.dór ___4?-1982^ TRYGGÐUGÆÐIN -TAKTÁ KDDAK... ÞVl UÓSMYNDIN VERÐUR ALDREIBETRIEN FILMUGÆÐIN LEYFA ÞAÐSEGIR SIG SJÁLFT! HANS PETERSEN HF UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! Sú sögulega stund þegar Gunnar Thoroddsen fór (il Bessastaöa og fékk umboð til stjórnarmyndunar úr hendi þáverandi forseta dr. Kristjáns Eldjárns

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.