Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 3
» • *»- #*• • * — tí t.i »’• »: ■*>'» * I «'* ’ • I . * > * Hclgin 13.—14. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Skjaldhamrar í Noregi Leikritið Skjaldhamrar eftir Jónas Arnason er lik- lega orðið eitt víðförlasta leikrit íslenskt sem sögur fara af. Nú i janúar var það frumsýnt i Sogn og Fjordane Teater i Noregi og er þar sýnt við mikla hrifningu og góða aðsókn. i lok þessa mánaðar verður verkið ennfremur frumsýnt að Logalandi í Reykholtsdal undir leik- stjórn Everts Ingólfssonar og einnig er verið að æfa þaðá Kirkjubæjarklaustri. Þjóðviljanum hafa borist úr- klippur úr norskum blöðum með leikdómum og umsögnum. Leik- ritið er þýtt á nýnorsku og nefnist Operasjon Skjoldhammer I Firdaposten 30. janúar segir m.a.: „t öllum góðum gamanleikjum eru alvarlegir undirtónar og svo er þvi farið um Skjaldhamra.. En fyrst og fremst eru þeir gamanleikur, góður og alþýðlegur, ekki yfirdrifinn en trúverðugur”. I blaðinu Firda segir að mikill kraftur sé i þessu leikriti og leik- ararnir sýni kraftmikinn hæfi- leikarikan og öruggan leik, sem m.a. beri merki um góða leik- stjórn Karel Hlavaty. Þá fær Bernt Skrede hrós fyrir ágæta þýðingu. Einnig segir: Annc Gullestad: Ætlunin að sýna leikritið minnst 25 sinnum. Gullestad leikhússtjóri Sogn og Fjordane Teater: Glimrandi aðsókn og góðir dómar Við höfum nú sýnt Skjaldhamra átta sinnum hér I nágrenninu og alls staðar hefur leikritið fengið frábærar móttökur, sagði Anne Gullestad leikhússtjóri Sogn og Fjördane theater, er Þjóðviljinn hafði samband við hana á fimmtudaginn. Við höfum fengið glimrandi aðsókn og leikritiö hefur slegið i gegn, ef svo má segja. Það eru ekki bara áhorfendur, sem kunna að meta leikritið, heldur eru leik- endurnir sjálfir ekki siöur hrifnir af þvi. Gamansemi verksins kunna allir aö meta og kannski ekki siður þá alvöru, sem liggur að baki og menn skynja i gegnum leikritiö. Leikritið hefur fengið afar góða dóma i blöðum og hefur verið mikið skrifað um þaö. Það má þvi segja aö það hafi fengið hjartan- legar móttökur. Ætlunin er aö i sýna leikritið minnst tuttugu og fimm sinnum, og þá einkum hér i fylkinu, en veriö getur að sýn- ingar veröi fleiri og þá annars staðar, sagði Anne Gullestad að lokum. — Svkr. Jónas Arnason: Skjaldhamrar fara sigurför i Noregi. „Islenski höfundurinn Jónas Arnason hefur skrifað gaman- samt leikverk. Það var stutt á milli hláturshviðanna i áhorf- endasalnum. En hér er einnig um að ræða frásögn um átök milli menningar og náttúru, um baráttu i mannssálinni og hvernig það góða sigrar hið vonda. Þetta er frásögn um fólk sem er fullt af streitu og vanliðan en lifnar við á Skjaldhömrum og finnur hið góða i sér. Þetta er leikrit sem fylgir manni út úr leikhússalnum. Héraðsleikhúsiö i Sogni og Fjörðum hefur enn einu sinni skilaö góöum árangri og búast má við fullu húsi á Skjaldhamra alls staðar i fylkinu”. — GFr. Islandsk krígs- komedie i Floro Sogn og Fjordane Teater har íredag Skandinavla-pre- mlére pá den Islandske krigskomedlen «OperasJon Skjoldhammar. av den Is- landske forfatteren Jonas Ar- nason, som cr meget populær I sltt hjemland og har skre- vet en rckke boker og skue- splll. Han har ogsá vært Jour- . nallst og sitte\ flere perioder pá Altinget. Som politlker har han bl.a. representert Is- land undcr forhandllngene med England 1 torskekrlgen og pá havrettskonferansen 1 FN-regi. -Operasjon Skjoldham- mar», som Karel Hlavaty báde har vsrt lnstrukter og scenograf for, handler om metet mellom to mennesker med svært forskjelllg bak- grunn under siste verdens- krlg, nemllg en kvinnellg ef- terretnlngsofflser fra den en- gelske overklassen, og en is- landsk fyrvokter med en nsr tllknytnlng tll natur og bo- ker. Mye fln humor kommer ut av dotte motet pá fyrtár- net Skjoldhammar. En kjær- lighetshlstorle sklldres med var poesl. Premléren fliiner sted 1 Flora Samfunnshus, og efter- pá skal stykket turnere 1 fyl- ket. Nú er Pálina komin aftur Viö getum nú aftur boöiö uppá saumavélina Palínu frá Toyota-verksmiðjunum, sem seldist upp fyrir jólin, eins og dögg hverfur fyrir sólu. Palína er að sjálfsögðu alhliða saumavél og fyrir utan öll venjuleg spor býður Pálína: 1. Sjálfvirkan hnappagatasaum. 2. Stoppspor. 3. Blindfaldsspor. 4. Teygjusaum. 5. Varpsaum. 6. Vöfluspor. 09 veröiö er áfram ótrúlegt kr ■ 2.625 r staðgreiðsluverð. T0Y0TA-VARAHLUTAUMB0ÐIÐ Ármúla 23, sími 81733.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.