Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 21
Helgin 13.— 14. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 Úr lögreglusamþykkt Reykjavíkur: Skrifstofuhúsgögn Allar gerðir skrifstofuhúsgagna fyrirliggjandi á hagstœðu verði. Góðir greiðsluskilmálar Knginn má ganga dulkæddur á almannafæri, eöa i búningi, sem mis- býftur velsæini eða getur raskað allsherjarreglu. Sömuleiðis er bannað að sýna af' sér hneykslanlega hegðan. sem eru við almannafæri, né setj- ast á þær eða klifra yfir eöa upp um þær. 97. gr. Brot gegn samþykkt þessari varða sektum allt að 1000 krónum ef ekki liggur viö þyngri hegning að lögum. Ef kenna má yfirsjón, er barn yngra en 14 ára drýgir, skorti á hæfilegri umsjón foreldra eða annarra, sem barninu ganga i foreldra stað, þá skal refsa þeim fyrir yfirsjónina en ekki barninu. Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími73100 „Enginn ganga dul- klæddur á almannafæri” HUSGOGN Núgiidandi lögreglusam- þykkt Reykjavíkur er að stofni til meira en hálfrar aldar gömul og er býsna fyndiðplaggá köflum. Hér eru birtir nokkrir valdir kaflar úr samþykktinni og lesendur beðnir að gaum- gæfa þá vel. 3. gr. A almannafæri má ekki fljúgast á, æpa, kalla, blistra, syngja hátt né hafa i frammi annan hávaða eða ofsalegt eða móðgandi hátta- lag, sem raskar allsherjarreglu, eða ónáöar vegfarendur, við- stadda, eða þá, sem búa í ná- grenninu. 7. gr. Enginn má ganga dulklæddur á almannáfæri, eöa i bdningi, sem misbýður velsæmi eöa getur raskað allsherjarreglu. Sömu- leiðis er bannað að sýna af sér hneykslanlega hegðun, t.d. með þvi að ávarpa menn ókurteisum eða ósæmilegum orðum, vera áberandi ölvaður, eöa með þvi að sýna þar af sér ósæmilegt lát- bragö, svo sem aö fletta sig klæð- um, gera þarfir sinar o.s.frv. 8. gr. Enginn má baöa sig eða synda nakinn við bryggjur bæjarins, eða annars staðar svo nærri landi eða skipum á höfninni, aö hneyksli valdi. 12. gr. Bannað er sölumönnum að gera vart við sig með ópum, köllum eða söng frá náttmálum til dag- mála (sbr. 3. gr.). 14. gr. Stéttir fram meö götum eru eingöngu ætlaðar gangandi mönnum, eftir þeim má eigi fara með sleða, reiðhjól, hjólbörur, vagna né önnur aktól, nema barnavagna, og eigi bera, draga, velta eða á annan hátt flytja með sér fyrirferðamikla hluti, svo sem tunnur, hey eöa annað, sem tálm- ar umferöinni. Ljái, gaddhrifur, skotvopn og aðra hluti, sem tjón getur hlotizt af, má aðeins flytja eftir götunni sjálfri, og skal svo um það búið, að engin hætta stafi af þeim. Hlaðnar byssur má ekki bera á götum bæjarins, eða ann- ars staðar á almannafæri. Byssur skal ávallt bera þannig, að opið viti upp. 23. gr. Nú er hús svo hrörlegt, að hætt er við, að það hrynji, eöa einhver hluti þess, og getur lögreglustjóri þá bannað að nota húsið og lagt fyrir eigandann að rifa það, eða endurbæta það svo sem þörf ger- .ist til að afstýra hættu, innan til- tekins tima. Ennfremur getur lögreglustjóri á kostnað eigand- ans gert aðrar ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar til að af- stýra hættu fyrir vegfarendur og aðra. Akvæði þetta nær einnig til þess, þegar steinvegg, trévegg eða annarri girðingu liggur við hruni eöa falli. 33. gr. Það er bannað að aka eða riða á móti hópgöngum og likfylgdum, eða fram hjá þeim. Skal vikja úr vegi fyrir þeim, ef unnt er, eða nema staðar meðan þær fara fram hjá. Hópganga telst, þegar fólk streymir af iþróttavelli eða þess háttar. Ekki má aka eða riða um götur, þar sem fólk hefur safnazt saman til að hlusta á hornablástur eða þess háttar. 51. gr. A almannafæri má ekki riða eða aka hraðar en á hægu brokki, og þar sem mikil umferð er, gatan mjó eða farartálmi á veginum, skal aðeins fara fót fyr- ir fót. Lögreglan getur skipaö svo fyrir, hvenær sem nauðsyn þykir, að fara skuli aðeins fót fyrir fót á tilteknu svæöi, og þar sem margir vagnar koma saman á einn staö, getur hún raðað þeim eða skipað þeim aö nema staðar um stund. Riðandi menn og vagnstjórar skulu i tæka tið gera viðvart mönnum, sem á undan þeim ganga. Eigi má riða eöa aka um gang- stéttir bæjarins. 52. gr. Þaö er með öllu bannað riða, beita fyrir vagna eða flytja far- angur á höltum eða meiddum hestum, eða svo horuðum, aö ekki hafi þeir fullan þrótt. Hestar, sem bita eða slá, skulu auðkenndir á þann hátt, að áberandi skúfur sé festur i ennistopp eða tagl. 55. gr. ökumenn og vagnstjórar skulu vera nógu sterkir (sjá reglugerð nr. 129, 17. nóv. 1916, Stjrt. B) og þroskaðir til þess starfa, enda hafi þeim verið kennt aö stýra hesti og vagni af æfðum öku- manni. Hesta má ekki slá með öðru en þar til gerðum keyrum eða ólarsvipum. Virsvipur eða prik má ekki nota. Aldrei má slá hesta i höfuö, fætur eða nára. Vagnhlass má ekki vera þyngra en svo, aö hestum veitist létt að draga það. 61. gr. A almannafæri mega hestar ekki ganga lausir, og lausa hesta má ekki reka um götur bæjarins, nema útflutningshross til skipa og innanbæjarhesta, sem fluttir eru úr haga og i. Fælnir og slægir hestar mega aldrei ganga lausir. Hesta, sem leika sér eða fara á hlaupum um göturnar, skal hand- sama. Hesta, sem ráfa umhirðu- lausir um götur bæjarins, skal lögreglan hýsa og fóöra. 63. gr. Nautgripir, sem færðir eru til bæjarins, skulu ávallt leiddir i bandi nægilega traustu, og skal næg gæzla höfð á. Það er meö öllu bannað aö binda nautgrip i tagl á hesti. 71. gr. Enginn má skemma girðingar, Ert þú búinn að fara í Ijósa - skoðunar -ferð? il%F FERÐAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.