Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.— 14. febrúar 1982. íslenska járnblendifélagið hf. óskar að ráða Málmiðnaðarmenn á vori komandi til starfa i viðhaldsdeild. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Urmsóknum sé skilað á eyðublöðum sem íást i Bókaverslun Andrésar Nielssonar h/f, Akranesi og á skrifstofu félagsins i Tryggvagötu 19 (^ollhúsinu), Reykjavik. Jón Gunnlaugsson, tæknifræðingur veitir allar nánari upplýsingar i sima 93-2644, daglega milli kl. 10.00 - 12.30. Grundartanga, 9. febrúar 1982. Aöeins eitt föðurland Viö þurfum einmitt á slíkri samstöðu aö halda. Einnig hér heima. t hverju er slik samstaða fólgin? Hún er fólgin i nákvæm- lega því sama og barátta pólskra verkamanna, sem við öll styðj- um. Hún er fólgin i' reisn þjóðar, sem er menningarleg heild og vill halda áfram að vera það. Hún er fólgin i'samstöðu fólks, sem talar sama tungumál, á sér sameigin- lega menningu. fólks sem getur ekki orðið neitt annað en Pólverj- ar. Óttinn við erlend yfirráð rekur þetta fólk út á göturnar til að verja það eina sem það á, sina eigin sjálfsvitund. Þessi sjálfsvitund er ekkert sérfyrirbæri Pólverja. Þessi sjalfsvitund er grunnurinn undir tilveru okkar allra’, allra Islend- inga lika. Klær heimsveldissinn- stjórnmál á sunnudegí Guðrún Samstaða erlendis — samstaða heima Helgadóttir skrifar stjóm geti hafið sig yfir litilmót- legar flokkadeilur um hin smærri málefni. Vel mí vera að umrædd rikisstjórn beri gæfu til að standa einhuga um þetta sjálfstæðismál þjóðarinnar. En þvi er á þetta minnst hér, að lævislegur grunur hefur sótt að mér upp á siðkastið, að pólitiskur hégómaskapur ein- stakra samráðherra iðnaðarráð- herra hafi tekið völdin — einnig hér. Nákvæmlega eins og i Pól- landi. Það skyldi aldrei vera, að öðrum ráðherrum þætti mikil- vægara, að Hjörleifur Guttorms- son hefði ekkiréttfyrirsér — þ.e. stæði með pálmann i höndunum frammifyrir erlendum auðhring með þjóðina alla að bakhjarli, — en að hagsmunum okkar og sóma væri borgið? Samstaða í Alusuisse málinu Það væri ekki i fyrsta skipti sem sk'kt gerðist. Vanmáttar- kennd og þar af leiðandi hroki stjórnmálamanna er um það bil að leiða heiminn á heljarþröm. Svo mörg mistök hafa verið gerð, að nær ógerlegt er að leiðrétta þau. A.m.k. þarf til þess pólitiskt þrek, sem þvi miður er harla sjaldgæft. Og örvæntingin brýst út i siauknum vopnabúnaði, sem löngu er orðinn fáránlegt þrátefli. Óttinn og örvæntingin leiða ósjaldan af sér ofbeldi, jafnt i samskiptum einstaklinga sem þjóða. t Alusuisse-málinu er við hættulegan fjandmann aö etja. Og sá óvinur svifst einskis, þegar hagsmunir hans eru annars veg- ar. Auðhringar á borð við Aiusu- isse hafa sýnt á sér klæmar i Chile, i Guatemala, i Nicaragua og um heim allan, svo að ekki verður gleymt. Þjóðir, sem búa við örbyrgð og ólæsi hafa litið að berjast með. Við erum betur i stakk búin til að mæta slíkum herrum, en þvi aðeins að við stöndum saman. Menn geta deilt við Hjörleif Guttormsson um iðn- aðarstefnu tslendinga og sjálf áskil ég mérallan rétt til þess. En i Alusuisse-málinu má enginn ts- lendingur bregöast og allra síst þeirmenn.sem kjörnir hafa verið til að gæta sjálfsvirðingar is- lensku þjóðarinnar. Fulltrúar hins erlenda auðhrings hafa ekki dregið dul á það, að þeir vilja ekki eiga skipti við hinn islenska iðn- aöarráðherra og hafa gefið út læ- vislegar yfirlýsingar i þá veru. Og þar er komið að alvöru máls- ins. Erlendur auðhringur er beint eða óbeint að blanda sér i islensk stjömmál og reyna að hafa áhrif á löglega kjörna alþingismenn, sem þeir telja liklegri til sam- starfs. Rétt eins og i löndum Suð- ur-Ameriku, þó að þeir fari var- færnari leiðir. Sliku má enginn ts- lendingur una. t þessu sjálfstæð- ismáli landsmanna allra verður aö leggja hreppapólitik til hliðar, og hversástjórnmálamaður.sem ber verður að svikum, hefur glat- að trausti íslenskra kjósenda. Ekki siður en kommúnistafor- ingjarnir i Póllandi. 10.2.198. Stríðsyfir/ýsing Thatchers En þvi minntist ég á ofannefnd- an sjónvarpsþátt, að vitsmunum hugsandi fólks var svo frekiega misboöið, að með ólikindum er. Þarna birtist á skjánum hver of- beldisskepnan á fætur annarri, og tók þá steininn úr, þegar Ronald Reagan segir með tárin i augun- um, aö sú þjóð veröi aldrei sigruö, sem eigi sér hugsjón. Hann hefði betur vitað þaö meðan Banda- rikjamenn voru að brytja niður vietnömsku þjóðina. Og nú hefur hann tvöfaldað hernaðaraðstoð þjóöar sinnar við stjórnina i' E1 Salvador, svo að fleiri myndir geti birst i fjölmiðlum heimsins af limlestu fólki og sviðinni jörð. Enn hafa slikar myndir ekki birst frá Póllandi, og enginn hefur haldið þvi fram, að annað eins eigi sér stað þar. Þá er ekki verra að heyra Margréti Thatcher lýsa stuðningi sinum við frjáls verka- lýðsfélög i Póllandi þessa dagana. t vikunni sem leið lagði atvinnu- málaráðherra I rikisstjórn henn- ar, Norman Tebbit, fram frum- varp, sem felur i sér ákvæði um skerðingu verkfallsréttar breskra verkalýðsfélaga tilmikilla muna. Þar er m.a. lagt bann við verk- fóllum, sem ekki snúast eingöngu Frank Sinatra syngi hugljúft lag til stuðnings pólskum verkalýð? Svona úr þvi að ABBA var klippt úr þættinum og slökkt á kommún- istann Henry Fonda i dagskrá til mótmæla skertu tjáningarfrelsi? —Nei, félagar, þetta er ekki hægt að bjóða okkur upp á, þegar nú- timafjölmiðlun veitir okkur öll sem frelsið á heima, i ElSalvador og öðrum ámóta rikjum Mið- og Suður-Ameriku, þar sem alþýða manna er limlest og drepin i tugatali dag hvern. Samstaða, verkalýðshreyfingin i Póllandi, á samúð okkar allra, og þess vegna hljótum við að mótmæla svo svi- virðilegri misnotkun á málsstað hennar. innar gagnvart erlendu valdi, og á ég þá við Alusuisse-málið. Er- lendurauðhringur hefur orðið ber að þvi' að svi'kja fé Ut Ur litilli þjóð á sviviröilegasta hátt. tslenskur iðnaðarráðherra leitar réttarsins og þjóðar sinnar og leitar stuðn- ings rikisstjórnar, sem hann er aðiliað i trausti þess, að sú rikis- Ameöan þessar linur eru skrif- aðar, sjónvarpar Rödd Ameriku þætti um PóUand til 100 landa. Við,sem aldrei höfum beitt aðrar manneskjur valdi, tökum einlæg- an þátt i sorglegri þróun mála i Póllandi,þróun, sem á rótsina að rekja til rangra pólitiskra ákvarðana. Þessar röngu póli- tisku ákvarðanir eru hvorki verri né betri en aðrar slikar i öðrum löndum. Þær mætti lika skýra, ef einhver hefði áhuga á þvi, en i hinum vestræna heimi er áhuginn eingöngu á þvi að sýna fram á, að sósialismisé röng pólitik. En svo einfalt er málið ekki. Mistök pólskra kommúnista voru fólgin i þviaö leggja áherslu á ranga at- vinnuuppbyggingu. Þeir lögöu of- urkapp á iðnvæöingu og stóriðju, i stað þess að styrkja landbúnað sinn. Pólskar verksmiðjur fram- leiddu t.d. ál, sem ekki var hægt að selja á kostnaðarverði, sama gilti um stálframleiðslu þeirra, og efnahagshrun blasti viö. Pólskur verkalýður, sem flykkst hafði til borganna úr landbúnað- arhéruðunum, vegna þess að i þau voru f jármunimirekki settir, var vonsvikinn, og gerði upp- reisn. Og i' örvæntingu voru sett herlög. Hin endanlega niðurlæg- ing misviturra stjórnmálamanna blasti við. Pólskir stjórnmála- menn vita jafnvel og aðrirstjórn- málamenn, að hlutir gerast ekki, þeir eru gerðir. t stað þess að ræða mistökin, er gripið til of- beldis. um kaup og kjör. öll verkföll Soli- darnosc hefðu verið ólögieg sam- kvæmt þessu ákvæði'. Samúðar- verkföll með erlendum verka- lýðsfélögum eru einnig bönnuð, svoað breskir verkamain geta þá ekki lengur lýst stuðningi sinum við pólska verkamenn né heldur flugumferðarstjórana, sem Reagan rak á dögunum. Með þessu frumvarpi er einmitt frjálsum verkalýðsfélögum i Bretlandi sagt strið á hendur. Og hvað er svo eðlilegra i þætti sem þessum en aö Mafiu-maðurinn tækifæri til að sjá i gegnum svona gri'n. Misnotkun málstaðar En raunar er þetta ekkert grin. Þetta sama fólk er nefnilega ekki að sýta örlög pólskrar alþýðu. Það er að nota þróun mála i' Pól- landi I sina eigin þágu, sem er að sýna framá.að slikir hlutirgerist einkum i sósialiskum löndum. Það er i klóm heimsauðvaldsins, anna ógna li'ka tilveru okkar hér norður i Ballarhafi. Kristján Eld- járn, fyrrverandi forseti okkar, sagði einu sinni i áramótaræðu (og segiði svo að áramótaræður forseta haf i ekkert gildi), að mað- urinn eigi sér aðeins eitt föður- land. Viðerum það sem við erum, og við getum ekkert flúið það. Til þess erum við alþingismenn að verja og gæta þessarar forsendu fyrir þvi að við erum til. En gerum við það? Nú standa yfir viðræður um tilverurétt og ákvörðunarrétt islensku þjóðar- m Til sölu ^ Tilhnrti nskact í \ró Tilboð óskast i vélbúnað og tæki sorp- eyðingastöðvar Reykjavikurborgar á Ártúnshöíða. Hér er um að ræða tvo stálsivalninga 20 metra langa og 3.5 metra i þvermál ásamt legum og drifum, 19 raf- mótora og nokkur færibönd, hristisiur o.fl. Búnaður þessi verður til sýnis frá og með 15. þ.m. til 17. þ.m. kl. 13—16. Tilboð i lausa hluti ásamt niðurrifi og brottflutn- ingi á þeim föstu verða opnuð hjá Innkaupastofnun Reykjavikurborgar föstudaginn 19. febr. n.k. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.