Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 30
te kQK ~ .m? n.í«d*>? m ~.ts «•«]«»< 30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. febrúar 1982. ,,Höfum vægast sagt mætt iitlum skilningi meirihlutans,” segir Rannveig Traustadóttir um stefnu meirihluta Hafnarfjarðar i dagvistarmálum. „Höfum flutt tillögu eftir tillögu” segir Rannveig Traustadóttir, bæjarfulltrúi um dagvistarmál Hafnfirðinga „Það hefur verið okkar helsta baráttumál i mörg ár að koma dagvistarmálum Hafnfirðinga I viðunandi horf og við höfum flutt linnulausar tillögur um þetta mál,” sagði Rannveig Trausta- dóttir, fulltrúi AB i bæjarstjórn llafnarf jarðar, þegar við spurðum hana um afstöðu AB til lokunar leikskóla St. Jósefs- systra. „Við settum fram áætlun i upp- hafi kjörtimabilsins þar sem gert er ráð fyrir 2 leikskólum með 80 plássum hvor og síðan 2 blönd- uðum dagvistarheimilum. Þaö eina, sem gerst hefur, er það, að nú er tekið til starfa skóladag- heimili, eingöngu fyrir þrýsting frá okkur, og auk þess var gæslu- velli hér breytt i leikskóla. Sá leikskóli fékk bráðabirgðaleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu, og þvi er alls óvist um framtið hans. „Við höfum vægast sagt mætt litlum skilningi meirihlutans”, sagði Rannveig ennfremur. „Þessir menn álita leikskóla og dagheimili einhvern munað, sem venjulegt fólk á engan rétt á. En stefna Alþýðubandalagsins er skýr i þessum efnum: það er ský- laus krafa, að bæjaryfirvöld geri eitthvað i þessum málum og það án tafar.” Þess má geta að meirihluta bæjarsjórnar mynda óháðir borgarar (2) og Sjálfstæðisflokk- urinn (4). — ast. Gurevic efstur Maraþonskák þeirra Elvars Guðmundssonar og bandariska alþjóðlega meistarans Gurevic lauk loksins i gær með sigri þess siðarnefnda. Hann er þvi einn I efsta sæti eftir þrjár umferðir meö fullt hús vinninga. Alls sátu þeir kappar i u.þ.b. tólf og hálfa klukkustund yfir skákinni, sem varð 125 leikir. El- var átti að halda jafntefli, þótt vörnin væri erfið, en hann lék af sér og þvi fór sem fór. Fimm skákmenn eru með 2 1/2 vinning, Helgi, sem að öllum lik- indum teflir við Gurevic i dag, Iv- anovic, Shnider, Forintos og Kinderman. Með2vinninga erualls 15kepp- endur, þeirra á meðal Friðrik, Guðmundur, Haukur og Margeir. Fjórða umferð er tefld i dag og hefst kl. 14.00. — eik — Leikskóli St. Jósefssystra í Hafnarfirði LOKAR 1. JÚNÍ 90 börn á götunni — engar áætlanir um framtíðina hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar „Foreldrum hefur verið til- kynnt, að leikskólanum verði lok- að hinn 1. júní,” sagði Margrét Geirsdóttir, forstöðukona leik- skóla St. Jósefssystra i Hafnar- firöi. Á leikskólanum dvelja nú um 86 börn og er ljóst, að foreldr- ar þeirra lenda i miklum vand- ræðum, ef til lokunar kemur, þvi enginn annar leikskóli er í Suður- bænum i Hafnarfirði. „Spitalinn ætlar að nota þetta húsnæði fyrir sig og byggja hér yfir götuna,” sagði Margrét enn- fremur. „Bæjarstjórn hefur fyrir sitt leyti samþykkt þetta og nú stendur bara á lokasvari heil- brigðisráðuneytisins. Vonandi kemur það fljótlega eftir helg- ina.” Við fengum þær upplýsingar hjá Ingibjörgu G. Guðmundsdótt- ur, fulltrúa hjá Félagsstofnun Hafnarfjarðar, að nú væru um 1420 börn á leikskólaaldri i Hafn- arfirði. Dagheimila- og leikskóla- pláss eru fyrir um 300 börn. Sið- ustu 2 árin eða uþb. hafa börnin verið tekin inn fyrst 3ja ára á leikskóla bæjarins og hámarks- dvalartimi verið 2 ár. Foreldrar barna á þessum leik- skóla héldu fund i gær, þar sem málin voru rædd og kosin 6 manna nefnd til að vinna i málun- um og undirbúa næsta fund for- eldra. Steinþórunn Kristjánsdótt- ir var ein þeirra sem kosin var i nefndina.ogsagöihún blaðinu, að mjög mikil óánægja væri meðal foreldra, og hjá mörgum þeirra myndi skapast neyðarástand. Nýr leikskóli mun taka til starfa i Hafnarfirði i vor eða sumar, en hann verður i Norðurbænum og leysir ekki vanda þeirra foreldra, sem þarna eiga hlut að máli., Steinþórunn sagði aö lokum, að ef engin úrlausn fengist væri fyrir- sjáanlegt, að margir foreldrar yrðu að hætta sinni vinnu eftir 1. júni. ast. St. Jósefssystur i Hafnarfirði hafa rekið leikskóla við Suöurgötu siðan árið 1964. Nú er allt útlit fyrir að hann leggist niður hinn 1. júni og þá hverfa þessibörná götuna. (Ljósm. — eik—) Ályktun til ríkisstjórnarinnar Ráðstefna um afvopnun á Norður-Atlantshafinu t fyrradag mælti Guðmundur Þórarins- son fyrir þingsá- lyktunartillögu sem hann flytur ásamt öðr- um þingmönnum Fram- sóknarflokksins sem fel- ur í sér að rikisstjórnin skuli beita sér fyrir þvi, aðhaldin verði alþ.jóðleg ráðstefna hér á landi um afvopnun á Norður Atlantshafi. Tilgangur ráðstefnunnar verði að kynna viðhorf Islendinga til hins geigvænlega kjarnorkuvig- búnaðar sem nú fer fram i hafinu umhverfis Island og tilkynningar á þvi, að tslendingar telji tilveru þjóðar sinnar ógnaö með þeirri stefnu sem þessi mál hafa tekið og eru að taka. A ráðstefnunni verði ýtarlega kynnt þau sjönar- mið tslendinga, að þeir geti með engu móti unað þeirri þróun mála, að kjarnorkuveldin freisti þessað tryggja eiginhag meðþvi úð f jölga kafbátum btinum kjarn- orkuvopnum i hafinu við Island. Þá segir í ályktuninni að til ráð- stefnunnar verði boðaðir fulltrúar þeirra þjóða semráða yfirkjarn- orkuvopnum og þeirra rikja sem liggja að Norður-Atlantshafi. Guðrún Helgadóttir lýsti yfir stuðningi sínum og Alþýðubanda^ lagsins við tillöguna og mál- flutning Guðmundar Þórarins- sonar.Rakti hún aukið mikilvægi tslands I hugsanlegu kjarnorku- striði og breytingar sem oröiö hefðu i þeim efnum. Nú hefði þaö gleðilega gerst að alþýða heims- ins heföi í siauknum mæli reynt að hafa uppi þrýsting á stjóm- málamenn og stórveldin. Meðan hervæðingarpostularnir töluðu um „ógnarjafnvægi” og ,,tak- markað kjarnorkustrið” talaði almenningur um frið og afvopn- un. Röðin væri nú komin að okkur Islendingum; við værum kallaðir til ábyrgðar og sjálfsagt væri að reyna að ver ja lifiö með ráðstefnu af þessu tagi. Arni Gunnarsson sagði nauð- synlegt að hafa samstarf i þessu máli við Færeyinga og Grænlend- inga. Sér fyndist tvieggjað að halda ráðstefnu hér óforvar- andis; hins vegar ættum við að hafa frumkvæði i þessum efnum á alþjóðlegum vettvangi. Ólafur Ragnar Grimsson, sagði að i sumar yröi haldin af- vopnunarráðstefna á vegum Sameinuðu Þjóðanna og væri sjálfsagt I framhaldi af þessari tillögu Guðmundar aö taka þetta mál upp þar. Slikt gæti orðið þýð- ingarmikið fyrir framgang máls- ins og til sóma ef islenskir þing- menn tækju málin i sinar hendur og hefðu frumkvæði á alþjóð- legum vettvangi. Þetta breytti að sjálfsögðu engu um ágæti tillög- unnar. Halldór Blöndal sagði að það væri Sovétmönnum að kenna hversu mikill vigbúnaður væri á hafinu við tsland. Friðlýsingar af þessum toga væru sist á færi smáþjóða. Þaö væri forsenda fyrir afvopnun og friði að mann- réttindi einstaklinga væru aukin. Sameinuöu Þjóðirnar heföu brugðist öllum vonum manna um að standa fyrir friöi; þess vegna heföi Atlantshafsbandalagiö verið stofnað. Þetta friðarbandalag, Nató, væri sterkasta vígið og mannréttindi þrifusthvergi betur en innan þess eöa i skjóli þess. Guðrún Helgadóttir benti á að ekki væri hægt að taka slik mál upp á vettvangi Norðurlanda- ráðs. Ráöherranefndin hefði áður hafnað því, og norska sendinefnd- in nú hefði einnig lýst þvi yfir að hún væri andvig umræðum um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd á vettvangi Norðurlandaráðs. Guðmundur Þórarinsson sagði nauðsynlegt að skoða þetta mál vel. Einhvers staðar þyrfti að byrja og þessi ráðstefna gæti verið góð byrjun. Hér væru hags- munir og tilvera þjóðarinnar i veði og við yrðum að aðhafast eitthvað. Vigbúnaðarkapphlaupið hefði nú tekið á sig ógnvænlegar myndir fyrir Islendinga. Við gætum ekki unað þvi að stórveld- in veldu nánasta umhverfi okkar sem þungamiðju fyrir hugsanleg átök og vopnasöfnun; varaði Guðmundur menn einnig við þvi að drepa málinu á dreif með smá- atriðastagli. Arni Gunnarsson itrekaði athugasemdir sinar og efasemdir um ráðstefnuna en kvað vettvang Sameinuöu Þjóð- anna geta verið fljótvirkari leið að sama markmiði, afvopnun Norður-Atlantshafsins. Stefán Jónsson kvað sér bæði ljúft og skylt að láta i ljós þakk- læti sitt við flutningsmenn þess- arar tillögu. Rikisstjórnin ætti aö taka málið upp samkvæmt henni og væri ekkert sjálfsagðara en að hún fylgdi þvi eftir á erlendum vettvangi. Þá rakti Stefán friðlýs- ingu Indlandshafs og hvemig staöið hefði verið að þvi máli, m.a. með tillöguflutningi og ráð- stefnum áður en kom til kasta Sameinuðu Þjóðanna. Hér væri um algert grundvallarmál að ræða,okkar eigið lif,og ef við lét- um það okkur ekki sjálf skipta máli, þá gerðu aðrir það heldur ekki. Eiður Guðnason sagði að hann teldi að gætti full-mikillar bjart- sýni hjá flutningsmanni tillög- unnar; friður og afvopnun gæti ekki komist á nema stórveldin semdu sjálf um afvopnun, það skipti mestu megin máli. Hins vegar lýsti hann sig samþykkan einhverjum ráðstöfunum og málafylgju af hálfu tslendinga i þessa átt. —óg. Adagskrá hljóðvarps í kvöld er annar þáttur af tólf, sem Pétur Péturs- son hefur tekið saman um hið sk. Hvita strið, sem hér geisaði 1921. Þá kom Ólafur Friðriksson verkalýðsleiðtogi heim með rússneskan dreng, sem gerður var afturreka af fádæma offorsi og pólitisku ofstæki. A myndinni eru þeir Erlingur Iljaltested, en hann lék sér með rússneska drengnum í Suðurgötunni þá hann dvaldist hér frjáls og Sveinn ólafs- son sem einnig lék sér með honum á skautum á Reykjavikurtjörn fyrir rúmum 60 árum. Pétur stendur á milliþeirra. Ljósm. — gel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.