Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 15
Helgin 13.— 14. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
bridge
Aldrei svíkur Þórarinn
Komin er út meistara-
skrá Bridgesambands Is-
lands, hin fyrsta 1982.
Samkvæmt henni, eru
þessir efstir:
Þórarinn Sigþórsson 489, örn
Arnþórsson 451, Guölaugur R. Jó-
hannsson 449, Stefán Guðjohnsen
377, Asmundur Pálsson 368, Hörð-
ur Arnþórsson 325, Óli Már Guð-
mundsson 318, Hjalti Eliasson
317, Valur Sigurðsson 289, Guð-
mundur Sv. Hermannsson 275,
Sævar Þorbjörnsson 271, Jón
Baldursson 268, Sverrir Ar-
mannsson 256, Guðmundur P.
Arnarson 248, Guðmundur Pét-
ursson 222, Skúli Einarsson 217,
Sigurður Sverrisson 206, Sig-
tryggur Sigurðsson 193, Egill
Guðjohnsen 187, Þórir Sigurðsson
187, Gestur Jónsson 171, Þorgeir
Eyjólfsson 164, Þorlákur Jónsson
161, Björn Eysteinsson 157, Ar-
mann J. Lárusson 155, Ólafur
Lárusson 154, Jakob P. Möller
151.
Þessir hafa hlotið spaðanálina,
sem er 150stig eða meir. Alls hafa
478 aðilar hlotið meistarastig,
sem skráð eru. Nánar siðar.
Umsjón
Ólafur
Lárusson
Agnar Jörgensson
Maður er nefndur Agnar
Jörgensson (ekki sen...) Hann er
aðallega kunnur sem okkar besti
keppnisstjóri i dag i bridge.
Færri vita, að Agnar var mikill
keppnismaður hér i „gamla”
daga ásamt þvi að hafa gefið út
bridgeblað, i samvinnu við Hall
Sim.
Agnar er nýkominn frá
Amsterdam i Hollandi, þar sem
hann sat keppnisstjóranámskeið
á vegum Evrópusambandsins,
sem fulltrúi Bridgesambands ís-
lands.
Þátturinn hafði samband viö
Agnar i vikunni og spuröist litil-
lega um ferðina.
Agnar sagði aö flest þekktustu
, nöfnin hefðu verið samankomin
þarna, til aö mynda Schroder
(V.-Þýsk.), sem stjórnar flestum
heimsmótunum. Margt fróðlegt
hefði verið þarna á boðstólum, og
eflaust hefði hann lært atriði
þarna, sem vafist hafa fyrir
mönnum.
Um islensku bridgelögin, sagði
Agnar aðspurður væri margt gott
að segja (þ.e. um þýðingu Jakobs
Möllers úr ensku, en heldur þætti
mönnum ytra að hún væri þung
fyrir hinn almenna spilara.
Hann sagði, að leiðbeinendur
ytra hefðu lagt áherslu á það, að
félagakeppni og opinber mót
væru tvennt ólikt, og áhersla
skyldi lögð á það, að viðhalda
góðum anda i félögum, jafnvel á
kostnað laganna, ýmissa hluta
vegna (Þetta atriði mættu ýmsir
„stórspilarar” leggja á minnið
hér..)
Bent hefði verið á það, að þeir
sem áunnið hafa sér merkinguna
„stórspilari” gengju eins langt og
hægt væri aö komast i samskipt-
um sinum við aðra, við græna
borðið, og það bæri sérstaklega
að varast ög taka tillit til.
Þátturinn mun skýra nánar frá
þessari för Agnars, þegar Bridge-
sambandið hefur fjallað um
árangur hennar.
Frá Bridgesambandi
islands
Einsog áður hefur komið fram
hyggst Bridgesamband fslands
gangast fyrir fslandsmóti fyrir
spilara fædda 1957 og siðar. Um
leið verður mótið framhalds-
skólamót: sveitir geta skráð sig
undir nafni framhaldsskóla sins
og efsta framhaldsskólasveitin á
mótinu hlýtur framhaldsskóla-
bikarinn.
Þetta mót verður haldið i Fjöl-
brautaskólanum i Breiðholti dag-
ana 26. til 28. febrúar. Allir spilar-
ar 25 ára og yngri geta látið skrá
sig til keppni en allra siðasti
skráningarfrestur er til 20. febrú-
ar. Þeir sem hafa áhuga á þátt-
töku geta haft samband við
Bridgesamband Islands i sima
18350 eða Guðmund S. Hermanns-
son i sima 24371.
Frá Barðstrendinga-
félaginu í Rvík.
Mánudaginn 8. febrúar lauk að-
alsveitakeppni félagsins. Sigur-
vegari varð sveit Viðars Guð-
mundssonar, auk hans voru i
sveitinni: Pétur Sigurðsson,
Birgir Magnússon og Bjarni
Kjartansson.
Staða 6 efstu:
stig
1. sv. Viðars Guðmundssonar 134
2. sv. Ragnars Þorsteinssonar 125
3. sv. Sigurðar Kristjánssonar 124
4. sv. Sigurðar Isakssonar.... 97
5. sv. Agústu Jónsdóttur... 92
6. sv. Gunnlaugs Þorsteinss. . 90
Mánudaginn 15. febrúar hefst
Barometer (3 kvöld). Keppnin
hefst kl. 19.30. Mætið stundvis-
lega.
Frá Reykjavíkurmótinu
Keppni verður framhaldið i
dag, i Reykjavikurmótinu i
sveitakeppni. Spilað er i Hreyf-
ils-húsinu.
M.a. eigast, við sveitir: Eg-
ils-Þórarins, Gests-Sigfúsar, Sig-
urðar B.-Egils og Gests-Stein-
bergs.
Undankeppni lýkur svo næstu
helgi i Hreyfils-húsinu og verður
þá einnig spilað á sunnudag. Þá
eigast við m.a. sveitir: Arn-
ar-Karls, Egils-Sævars, Gests-
Arnar, Þórarins-Arnar, Sævars-
Steinbergs, Egils-Gests, Sigfús-
Egils og Steinbergs-Sigfúsar.
Þór.irinn Sigþórsson nú stiga-
liæstnr á íslandi i bridge.
ÞREFAT T
TIL FTÓRFALT
FÉí HÖNDUM
EFTIR UMSAMINN SPARNAÐ
/ Útvegsbankanum býöst þér nú aö semja um lán
sem þrefaldar handbært fé þitt, jafnvel fjórfaldar þáö.
Þú safnar einhverri umsaminni upphæö inn á viöskiptareikning
á umsömdum tíma og bankinn bætir láni viö
hana til útborgunar aö söfnunartíma liönum,
aukþeirra vaxta sem þú hefur áunniö þér.
Þessi nýi lánaflokkur heitir Plúslán, því lániö bætist viö
þaö fésem þú safnaöir.
Unnt eraö semja um Plúslán á öllum afgreiöslustööum bankans.
Jafnframt liggja þar frammi bæklingar
sem veita nánari upplýsingar.
Öllum er frjálst aö opna Plúslánareikning
hvort sem þeir hafa skipt viö Útvegsbankann hingaö til eða ekki
og Plúslán hafa engin áhrifá aöra fyrirgreiöslu
sem lántaki kann aö njóta í bankanum.
Erekki Útvegsbankinn einmitt bankinn fyrirþig?
ÚTVEGSBANKANS
ÞÚ SAFNAR OG BANKINN EÆTIR VIÐ