Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 23
Helgin 13.— 14. febrúar 1982. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 23
MINNING_________________
Ólafur Tryggvason
Fæddur 1. júní 1911 — Dáinn 6. febrúar 1982
Þlnu jarðvistarlífi er
lokið en eilifðin bak við
móðuna miklu tekur við
í dag verður til moldar borinn
frá Staðarfellskirkju, Ólafur
Tryggvason. Leiðir okkar Óla
lágu fyrst verulega saman vorið
1971, er við hjónin hófum búskap
að Staöarfelli. Þá kom hann til
okkar að skafa selskinn og að-
stoða við selveiði, siðan var hann
hjá okkur á hverju vori að skafa
selskinn. Þessu starfi hafði hann
gegnt hjá fyrri ábúanda hér,
þannig að það má segja að hann
hafi tilheyrt þessari vertið. Þetta
starf sem og öll önnur störf vann
hann af natni og samviskusemi.
Óli var hljóðlátur maður og ið-
inn, ekki gefinn fyrir aö trana sér
fram. Hann var minnugur og
hafði gaman af að segja frá fyrri
timum, kunni margar sögur og
sagði mjög vel frá. Þar voru smá-
atriðin ekki undanskilin.
Óli var alla tið bóndi og bjó
viða. Vorið 1975 hóf hann búskap
á eyðibýlinu Dagverðarnesi i
Klofningshreppi. Þar bjó hann i
rúm 5 ár. Ekki tók hann tæknina i
sinarhendur, heldur heyjaðifyrir
kindum sinum upp á gamla móð-
inn með orfi og hrifu. Nútima
þægindi voru einnig af skornum
skammti i Dagverðarnesi. Þar
var oliukynding og steinoliu-
lampar.
Seint i nóvember 1980 varð Óli
fyrir þvi áfalli að missa nærri
helminginn af kindum sinum
niður um is á vogi skammt frá
bænum án þess að geta neittgert
þeim til hjálpar. Þetta var mikið
áfall fyrireinyrkjabónda. Þá sást
best hvað Óli hafði mikla hugarró
og viljastyrk að æðrast ekki yfir
orðnum hlut. Eftir þetta áfall brá
Óli búi i Dagverðarnesi og kom
m eö féð sem eftir lifði til okkar að
Staðarfelli. Það má segja að upp
úr þessi hafi kraftar hans óðum
farið að þverra og si'ðastliðið vor
kom i ljós að hann gekk með al-
varlegan sjúkdóm. Dvaldi hann á
sjúkrahúsi Akraness siðastliðið
vor og svo aftur nú undir lokin.
En þreyttum er þörf á hvild
og þvi urðu þáttaskilin
honum kærkomin gjof
Þetta eru fátækleg orð aö
leiðarlokum en örlltill þakklætis-
vottur frá okkur hjónunum og
börnunum okkar, sem hann var
mjög góöur vinurog félagi. Okkar
innilegustu samúöarkveðjur til
systkina og annarra vandamanna
Þóra og Sveinn
Staðarfelli
ife RÍKISSPÍTALARNIR
t!ig lausar stöður
SJÚKRALIÐAR óskast til starfa strax eða-
eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir
hjúkrunarforstjóri i sima 38160
ÞROSKAÞJÁLFAR og SJÚKRALIÐAR
óskast til starfa strax eða eftir samkomu-
lagi á Kópavogshæli. Upplýsingar veitir
forstöðumaður i sima 41500.
ÞVOTTAVÉL — tekur allt að 9 kg. og tekur inn á sig
heitt og kalt vatn.
Stillanlegt vatnsmagn í samræmi við þvottinn hverju sinni.
Verð kr. 9.600.-
ÞURRKARI — tekur allt að 7 kg. af þurrum þvotti.
Meðal þurrktími 60-70 mín. 3 mismunandi hitastillingar.
Verð kr. 8.300.-
Alþýðubandalagið
Svavar
Kjartan
14.
Almennir stjórnmálafundir i Bolungavik og ísafirði
Alþýðubandalagið efnir til al-
mennra stjórnmálafunda i Bol-
ungavik og á Isafirði um næstu
helgi. Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins og Kjartan
Ólafsson, ritstjóri mæta á fund-
unum.
Fundurinn i Bolungavik verður
haldinn i Verkalýðshúsinu þar
laugardaginn 13. febrúar og hefst
klukkan fjögur siðdegis.
Fundurinn á ísafirði verður haldinn á Hótel tsafirði sunnudaginn
febrúar og hefst klukkan fjögur siðdegis. — Alþýðubandalagiö
Alþýðubandalagsfélagar
á Selfossi
Fyrri umferð forvals fer fram laugardaginn 13. febrúar og seinni
umferð fer fram laugardaginn 20. febrúar. Kjörtimi er frá kl.
13.00—20.00 báða dagana. Forvaliö fer fram að Kirkjuvegi 7, Selfossi.
Utankjörstaðaatkvæöagreiðslan fer fram að Lambhaga 19, hjá
Kolbrúnu Guðnadóttur og Sigurði R. Sigurðssyni, til fyrri umferðarfrá
7.—12. febr. kl.9—12 og 18—22.00. 13. febrúar frá kl. 9—12.00. Til siðari
umferðar frá 17.-19. tebr. kl. 9—12.00 og 18—22.00. 20. febr. kl. 9—12.00.
Félagar eru hvattir til að neyta atkvæðisréttar sins. — Uppstillinga-
nefnd.
Alþýðubandalagið á Seyðisfirði
Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Seyðisfjarðar verður haldinn i
barnaskólanum, sunnudaginn 14. febrúar nk. kl. 2. Dagskrá: 1) Inntaka
nýrra félaga, 2) venjuleg aðalfundarstörf, 3) komandi bæjarstjórnar-
kosningar. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið i Kópavogi
FyrriumferðFORVALS fer fram þessa viku. Allir félagar hafa feng-
iðheimsend gögn, sem skila skal inn á skrifstofu félagsins i Þinghól kl.
17 - 19 virka daga vikunnar. A laugardeginum 13. febrúar verður opið
kl. 14 - 21 og siðan verður talið að viðstöddu fjölmenni.
Þeir félagar sem ekki hafa fengið gögn i póstinum eru beðnir að hafa
samband við skrifstofuna á þessum tima og afla gagna.
I fyrri umferðinni eru vaidir 12 einstaklingar af þeim 18 sem taka
þátt i prófkjörinu fyrir hönd féiagsins. Ekki skal nefna starfandi bæjar-
fulltrúa i þessariumferð. — Félagatal liggur frammi á skrifstofunniog
siminn er 41746.
Stjórnoguppstillinganefndhvetja allafélaga til að skila kjörgögnum
og taka þannig þátt i að velja einstaklinga til starfa fyrir félagið.
Kjörgögn eru sótt ef óskað er. stjórn og UppStiiiinganefnd
Alþýðubandalagið á Akranesi
Vinnufundur i Rein, mánudaginn 15. febrúar kl. 20.30 A þessum
vinnufundi munu starfshópar skila af sér tillögum að stefnuskrá Al-
þýðubandalagsins fyrir næsta kjörtimabil. Jafnframt verður gengið
frá stofnun Bæjarmálaráös AB.
Aliir vinstri menn, fjölmennið og leggið ykkar af mörkum til umræð-
unnar um bætt bæjarfélag! Stjórnin
Alþýðubandalagsfélagar Akureyri
Munið seinni hluta forvals ABA til bæjarstjórnarkosninganna sem
fer fram i Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 Akureyri, laugardaginn 13.
febrúar kl. 14 -18 og sunnudaginn 14. febrúar kl. 14 -18. Kaffiveitingar á
staðnum. Bilasimar 21875 og 25875.
Uppstillingarnefnd
VlÐTALSTtMl
ADDA BÁRA Á LAUGARDAG
Laugardaginn 13. febrúar verður Adda Bára
Sigfúsdóttir borgarfulltrúi til viðtals fyrir borg-
arbúa að Grettisgötu 3 milli kl. 10 og 12 f .h. Eru
borgarbuar hvattir til að nota þennan viðtals-
tima. — Stjórn ABR.
Alþýðubandalagið á Akureyri
Starfshópar um stefnuskrá.— Vinnukvöld
Allir hóparnir eru boðaðir tii funda i Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18,
næstkomandi mánudagskvöld 15. febrúar kl. 20.30. Hóparnir eru opnir
og er hér með skorað á alla félaga ABA að mæta og láta til sin taka við
mótun stefnuskrár fyrir bæjarstjórnarkosningarnar i vor.
Alþýðubandalagsfélag Keflavikur
Félagar, munið starfs- og rabbfundinn i Tjarnarlundi n.k. mánudags-
kvöld kl. 20.30. Mætið stundvislega!
Stjórnin
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og jarðarför systur, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Sigfriðar Sigurðardóttur
frá Patreksfirði,
Torfufelli 29,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarliði og
öðru starfsfólki á Vifilsstaðaspitala, fyrir góða umönnun i
veikindum hennar.
Jóhanna Sigurðardóttir
Erla Jennadóttir Wiium Kristján Wiium
Vilhelm G. Kristinsson Asgerður Agústsdóttir
Sigriður Inga Wiium Kjartan Bjarnason
Margrét Sigrún Wiium Alexandro Harrera
Jenný Hugrún Wiium Þorsteinn Hansen
Stefanla Gunnlaug Wiium Elin ósk Wiium
og barnabarnabörn hinnar látnu.