Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.— 14. febrúar 1982. DJÚBVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgcfandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir. úmsjónarmaður sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. íþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. f.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Ilúsmóöir: Bergljót Gúöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6, Keykjavík, simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. rritstjórnargrerin Öngull gamla tímans í Reykjavíkurborg • Lítt sárir en ákaflega móðir standa Sjálfstæðis- menn í Reykjavík uppi með borgarstjórnarlista í höndunum eftir margra vikna þóf. Allt er gott sem endar vel. Ýmsir andstæðingar íhaldsins haf a verið að gera því skóna að Sjálfstæðismenn væru orðnir svo fótfúnir í höfuðborginni að þeim myndi reynast um megn að sparka saman lista. Þjóðviljinn hefur ekki látið það henda sig að vanmeta íhaldið svo hrapalega. Magnús Jónsson prófessor og ráðherra sagði eitt sinn um íhaldslista að á honum væri einn sem seldi sement, annar síld og sá þriðji sannfæringu sína. í flokkum þar sem svo háttar er hægt að berja saman lista. • Að dómi margra Sjálfstæðismanna var það nán- ast vanhelgun á sköpunarverkinu þegar Alþýðu- bandalagið felldi hálfrar aldar meirihluta íhaldsins í Reykjavík og myndaður var nýr meirihluti í borginni. Slíkt náttúrulögmál var það orðið í hugum ráðamanna að Reykvíkingar lytu flokksræði íhaldsins, að þeir fóru í magnaða fýlu við borgarbúa, og Morgunblaðið hef ur látið eins og Reykjavík haf i máðst út af kortinu allt kjörtímabilið. • En nú er allt fallið i Ijúfa löð. Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru yfir sig ánægðir með borgarstjórnar- listann. Þeir eru sammála um að hann fari batnandi frá miðju og niðurúr, og í neðstu sætunum sé hvert valmennið öðru f remra. Þar eru t.d. tveir f lóttamenn úr borgarstjórn, þeirólafur B. Thors og Birgir ísleif- ur Gunnarsson, sem lögðu það ekki á sína pólitísku framtíð að tapa borginni tvisvar. • Sjálfstæðismenn í borginni eru sérstaklega ánægðir með þær breytingar sem kjörnefnd hefur gert á úrslitum prófkjörsins. Allir eru til að mynda sammála um að sem kosningabeita sé læknirinn skárri i ellefta sætið heldur en skólastjórinn. Ellefta sætið er mikilvægt vegna þess að nái íhaldið því í kosningunum er sköpunarverkið aftur komið í samt lag, og gamli tíminn heldur innreið sína í Reykjavík. Áðurnefndur Magnús sagði um það er Ólafur Thors var fyrst í framboði að hann væri aðeins „fögur tál- beita" fyrir Jón Þorláksson: „Þegar svo kjósendur hefðu gleypt þessa fögru og glæsilegu flugu, þá hrykkju þeir við, því þá stæði kolryðgaður öngullinn i þeim..." Gamla íhaldið breytist ekki þótt andlitinu sé lyft með skurðaðgerðum kjörnefndar á listanum. Og þó ekki sé við hæf i að kalla Davíð Oddsson kolryðgað- an öngul svo æskuglaður sem hann er, þá má ráða af stefnu oddvitans, að markmiðið er aðeins það eitt að snúa í einu og öllu aftur til gamla íhaldstímans, til kol- ryðgaðrar fortiðar flokksræðisins í Reykjavík. Ungir menn geta verið gamlir í sér. • En ánægja Sjálfstæðismanna með listann er engu að síður mikil. Allir þykjast vissir um að samstarf Davíðs og Alberts Guðmundssonar verði með slíkum ágætum að þar gangi ekki hníf urinn á milli. Þar verði hvorki glundroði né ósætti, enda haf i þeir sýnt að þeim sé lagið að vinna saman. • Mikið vanþakklæti væri það af Reykvíkingum og móðgun við guðfeðurna í borginni, ef þeir fúlsuðu við þessum ágæta lista og afturhvarfinu til gamla tímans. En öngulinn munu þeir samt ekki kokgleypa fyrr en það er öruggt og ótvírætt að Davíð Oddsson verði borgarstjóVaefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ekki má dragast lengi að það verði tilkynnt. — ekh úr aimanakínu Við þekkjum öll söguna af honum Nonna,sem fórisveitina og hætti upp frá þvi bæði að stela og Ijúga. Þar fckk Nonni kraftmikla fæðu og sitthvað að glima við, sem hæfði þróttmikl- um strák. Þar voru lika fallegu lömbin, kusan hún Búkolla, hesturinnGrániog boli.sem all- ir voru hræddir við. Nonni fékk að fara á hestbak og Nonni fékk að fara i göngur og Nonni stækkaði og stæltist. Og þarna var hún amma, sem ekki kunni aðskamma, heldur prjónaði og sagði sögur, og hann afi, sem gekk við stafi og vissi allt. Þannig leið lifið áfram i rjóma- logni við nytsöm störf. Þetta voru skemmtilegar sög- ur. Alltaf var eitthvað nýtt að gerast — hver siða ótæmandi uppspretta furðulegra fyrir- bæra. Grasið „ilrnaði”: I Þing- holtunum var fýla af malbikinu. Nonni hljóp „eins og fætur tog- uðu” yfir stokka og steina; i Þingholtunum hljóp enginn neitt nema undan bílunum. Himinn- inn var „heiður og tær”; i húsa- görðum Þingholtanna sást litið til himins fyrir húsum. Það eina sem ég kannaðist við úr þessum sögum voru afinn og amman. Afar minir gengu við Þankar um sveitasœlu, vídeó og sitthvaðfleira stafi og vissu allt og ömmurnar voru síprjónandi. öll voru þau úrsveitinni, en ég minnist þess ekki, að nokkurt þeirra hafi nokkru sinni talað um „sveita- sælu”. Þá sjaldan sem þau minntust uppruna sins, var gef- ið í skyn, að heldur hefði þjóðfé- laginu miðað fram á veg. Þessi kynslóð lærði aldrei að hall- mæla neinu, og þvi er hreinlega ekki minnst á sveitina. Það lengsta sem ég hef heyrt þessa öldnu kynslóð minnar ættar ganga i þessum efnum var það, að annar afi nn sag ði ei tt sinn, að þegar komið hafi verið fram undir vor i sveitinni hans, hafi margir verið farnir að liggja fyrir — af máttleysi. Þetta var . nú öll „sælan”. Sú kynslóð, sem nú er að hverfa, upplifði byltingu á öll- um sviðum þjóðlifsins. HUn var gerandi alls þess, sem við nú njótum afraksturs af. Þessi kynslóð þekkir kulda, myrkur, strit og hungur. En aldrei æðr- aðisthún . Þetta sýnirog sannar i eittskipti fyrir öll, að aðlögun- arhæfni mannkyns eru nær eng- in takmörk sett. Nú er mjög i tisku að amast við neyslunni. Nú skilst manni, að allir séu á bólakafi i að vinna og vinna til þess eins að geta eytt og spennt. 1 dag er það bill, i gær var það hús og á morgun myndsegulband. Þetta þykir ómerkilegt. Menn eiga auðvitað að kveða rimur, lesa fslend- ingasögumar, rækta kálgarðinn sinn og fara i leikhUs — búið. Minkynslóð, sem óðum er að færast yfir á fertugsaldurinn, var uppnæm fyrir hugmyndum af þessu tagi. Þjóðfélagið — það var ógeðslegt. Húsgögn — flækt- ust bara fyrir. Rafmagn — kertaljós miklu betri. Venjuleg- ar íbúðir — hriplek fúareköld miklu hlýlegri.Sum fóru jafnvel upp isveitog prófuðuialvöru að vera án þeirra hluta, sem nú- timaþjóðfélag býðuruppá. Flest létu sér þó nægja að vera bara gáfuleg i munninum. Þessi hugsunarháttur nær auðvitað til fleiri manna en þessarar einu kynslóðar, eða öllu heldur aldurshójK. AHir, sem vilja að aðrir haldi sig gáf- aða, virðast nú tala i þessum dúr. Hugmyndirnar taka á sig ýmsa mynd og má greina i þeim vissa þróun gegnum tið- ina. Þannig var i fyrstu talað um vinnugræðgi þjóðarinnar — vinnusýkin var hennar helsta böl skildist manni. Þessi hug- mynd náði þó ekki að skjóta löngum rótum, þóttekkisé jurt- in enn visnuð, það spurðist nefnilega Ut, að kaup almenn- ings væri lágt. Hversu lágt? Nú, svona lágt, sögðu menn. Þá var Auður Styrkársd. skrifar að finna nýja leið. Umhverfið. Umhverfið er svo „ómann- eskjulegt” —danska: umenn- eskeligt, áður töluðu menn um mennskt og órriennskt hér á landi). Breiðholtið varð næsti skot- spónn. Þar var hrúgað saman láglaunafólki og manni skildist að allt væri þar i rusli, eða myndi amk. fljótlega verða það. Að hinu var aldrei gáð, Ur hvers konar húsnæði verkamennirnir og verkakonurnar komu. En það var einmitt úr sömu fúakof- unum og i dag eru seldir á hundrað miijónir gamlar. NU er Breiðholtið orðið gróið hverfi og öllum orðið ljóst, að fólkið þar spjarar sig rétt eins ogannað fólk i landinu — hvorki betur né verr. Breiðholtið er þvi orðin þreytt lumma með enga merkingu. Hvað er þá til ráða? Myndbandavæðingin. Nú sit- ur alþýða landsins og glápir á eitthvert vi'deó lon og don — glápir frá sér allt vit. J.R. i Dallas orðinn eitt helsta átrún- aðargoð þjóðarinnar og sá, sem allir vilja likjast. Heimsmyndin sem almenningur kemur sér upp með þessu glápi sínu, er auðvitað voðaleg, menn eiga að vera óprúttnir, halda framhjá og hegða sér eins og ofurmenni, konur eyða deginum i að vera sætar. Vinur minn Andrés önd var þó hátið hjá þessu. Það eina sem hann gerði rangt var að hann fór aldrei á klósettið, svaf aldrei hjá Andrésinu, var stund- um leiðinlegur við ungana sina og skithræddur við villimenn. NU er hann alveg gleymdur og grafinn. Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki svona tal. Mér meira að segja leiðist það. Og ég held, að afar minir og ömmur séu á sama máli. Fyrir þau eru hlutir einsog ljós.sem kemur ef mað- urýtir á takka, inniklósett með rennandi vatni, vaskar með rennandi vatni, ryksugur, elda- vélar, frystikistur og sjónvarp, svo eitthvað sé nefnt, hreinn munaður. önnur amman mín skildi aldrei útvarpið við sig meðan hún lif ði. Hin horfir á allt i sjónvarpinu. Pönnukökubakst- urinn er leikur einn. Afi minn er ennþá vitur, þrátt fyrir sjón- varpið. Amma kann ennþá sög- ur. Aðspurð um eyðsluna, myndu þau svara: „HUn er kannski mikil, en...” Aðspurð um vinn- •una, myndu þau segja „HUn er mikil hjá mörgum, en...” Að- spurð um sjónvarpið myndu þau segja „Það er ekki gott fyrir börnin að horfa á giæpamynd- ir.” Og ef ég spyrði þau, hvort menn verði ekki heilalausir á sjónvarpsglápi, myndu þau spyrja á móti: „Ætlarðu að haida þvifram, að okkur skorti hyggjuvit, rýjan min?” Nei, ég skil ekki þennan hamagang. Hér er annaðhvort á ferðinni undarlegur misskiln- ingur á eðli mannlifsins, ein- hver sífelld þrá eftir ööru en þvi sem er — eða hin eilifa _ þörf „róttæklinga” til að láta á sér bera og hafa vit fyrir öðrum. Hin leninfska flokkskenning læt- ur nefnilega ekki aö sér hæða. Má ég þá heldur biöja um sög- urnar hennar ömmu?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.