Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 11
Helgin 13 — 14. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Pólitísk list Til aö forðast mistúlkun á orð- um minum um daginn i sambandi við menningarlegan lágkúrufar- aldur á Norðurlöndum i nafni só- sialrealisma sýnist mér rétt að bæta nokkrum orðum við til að trufla afflytjendur. Vitanlega á pólitisk list rétt á sér. Pólitisk er- indi ilist. Nema hvað. Fyrir utan margháttaða upplýsingarstarf- semi áróður fræðslu sem þarf ekki að flokka undir list, þó sumir hafi farið til þess, hvað þá að láta slikt koma i staðinn fyrir list sem er böl og bölvað. Kulturarbete, sögðu þeir, og vildu hætta aö tala um list sem er ókei ef þeir létu þá list i friði* það gerðu þeir ekki en heimtuðu aö hún væri ekki lengur Thor Vilhjálmsson skrifar: nokkru sinni hefðu verið nokkur, nema Arni Bergmann minnti i blaðinu um daginn á að Jan Sobi- evski (sem átti hina merku drottningu Marushku ef ég man rétt), vann það þurftarverk að stöðva stórflóð grenjandi Tyrkja og bjarga Evrópu við hlið Vinar- borgar. Annars hefðum við kannski ekki fengiö neinn Mozart. Og þá ekki fengið sýninguna góöu i Þjóðleikhúsinu: Amadeus. Segja má að mátulega hafi komið Calvo Sotelo forsætisráö- herra frá Spáni þvi þeir eru ný- búnir þar að skipta um i herfor- ingjaráðinu og reka hina frjáls- lyndari þaðan undir yfirskini ódugnaðar og linkindar, og skipa i þeirra stað hugmyndasnauð Veggspjald fyrir kvikmyndina Járnmanninn. HELGARSYRPA til, hitt kæmi i staðinn. Vi ar kult- urarbetare. List er timaskekkja. Hroki. Svik við alþýðuna. Hug- myndaflug, það eru svik við al- þýðuna. Það sem ekki er einfalt, það eru svik við alþýðuna. Auð- skiliö, allt á að vera auðskilið. Jafnvel jaöraði við smekkleysi að tala um það sem fólk þekkir ekki fyrir. Slikt á ekki að standa i bók- um. Er höfundurinn þá ekki að hefja sig upp yfir aðra. Stæra sig. Allt átti þá samkvæmt þvi, þessu félagi, að vera einfalt og auðskil- ið; engin fyrirstaða. Eins og al- þýöan væri einföld. Helzt átti að tala við svokallaða alþýðu eins og hún væri vangefin. Það er nú bara eins og hnefa- högg i andlit alþýðunnar, sagði skáldkona þegar ég var að lýsa þessari stefnuskrá. Ég trúi á fjölbreytni. Plúral- ismann. Hundraö blómin sem Maó kvað hafa talað um: Látið hundrað blóm blómstra. Pólitisk list verður að hafa formið i lagi til að von sé að koma erindum sinum fram. Munið Brecht. Verður að vera slungin, jafnvel ismeygileg þegar þvi er að skipta, altént forvitnileg. Sama hve erindin eru þörf, hversu einlægur ásetningur býr að baki, hve brýnn áróðurinn er, málið verður aö flytja meö tilþrif- um, hugkvæmni til að vekja hug- ina. Now the journey is over Detta mér ekki allar dauðar lýs úr höfði, hugsar maður þegar maður hefur séð sjónvarpsþátt þeirra stallbræðra frá Hollywood og Las Vegas sem sýndur var all- ur i sjónvarpinu okkar á mánu- daginn var. Fágætt er að sjá slika sjálfumgleði lágkúru og hræsni og andlega örbirgð i öllu rikidæminu. Maður verður að fara til Tass fréttastofunnar til að finna samjöfnuð um fullkominn misskilning á þvi hvernig á að orka á hugi manna i áróðurs- skyni.svoekki snúistgjörsamega gegn tilgangi sinum. Hertæknin i þessum þætti minnti á þá daga þegar byrjað var aö blása eiturgasi framan i óvininn á vigvöllunum en þá hljóp i almættið að snúa vindáttinni svo eiturfreturinn fór yfir sina upp- hafsmenn og blindaði þá og skemmdi og deyddi. Þarna kom fram svo alger misskilningur á þeim sem áttu að taka viö áróðr- inum að maður fyllist skelfingu yfir þvi hvað svona voldugir menn i veröldinni vita litið um annað fólk og hvernig það hugsar. t hvers konar tómarúmi lifa menn sem búa til svona þátt? Ekki háir kostnaðurinn þeim. Það var átakanlegt að sjá gáf- aða þjóðarleiðtoga láta hafa sig að ginningarfiflum og lokka sig i þessa hringekju heimskunnar, the merryless-go-round. Menn eins og Mitterrand og Schmidt, já og Gunnar okkar Thoroddsen sem töluðu að visu vel en allt hvarf það i þennan voðalega svelg yfir- drepsskapar. Margt getur gerzt á leiksviðinu, og þaö getur allt i einu gerzt aö litlir statistar steli senunni, sá sem enginn átti aö taka eftir, og getur stundum verið lunkið leik- bragð hjá slóttugum höfundi, og sá taki að mæla þau sannleiksorð sem varpi ljósi á allan leikinn. Stundum hefur höfundinum láöst að sjá fyrir þvi aö hafa á taktein- um einn slikan á sviðinu til að bera fram lykilboðskapinn og er þá kvaddur til að utan (deus ex machina); og nútimahöfundar gætu jafnvel látiö hann birtast á svölum eða i stúku leikhússtjór- ans. Það var ekki gert hér þó nóg væri plássiö við skrifborð Reag- ans, og hefði jafnvel verið hægt aö haga þvi svo til aö hinn ólikinda- legi senuþjófur leyndist bak við ameriska fánann, og glennti sig svo fram með goösvörin á ögur- stundu. Hver gat búizt viö þvi að for- sætisráðherra Belgiu gegndi þessu hlutverki að segja þau orð leiktextans sem allt hitt byggðist á? Enda lék hann svo vel að það sáust engin svipbrigði á honum þegar hann sagði þessi orð, og höfðaði þannig til næmleika áhorfandans að skynja að þetta var hápunkturinn. Það var ekki einu sinni ýjað að þessu með und- irspili (background music), ekki einu sinni músikumlandi eins og tiökast i lyftum, né kauphvata- músík úr stórmagasinum svo að hinum islenzka sjónvarpsáhorf- anda sem er vanur fyrirgreiðslu við skilningarvitin úr Dallas og öðrum stórvirkjum andans er ekki hjálpaö til aö vita að hér er runnin upp stundin mikla þegar hulunni er svipt af. Hlutverk sitt lék hann einn og óstuddur samkvæmt finustu for- múlum um Verfremdungseffekt úr skóla Brechts. Þegar hann sagði orðin sem þannig orkuðu: unjust opprcssion.við mótmælum óréttmætri kúgun. A réttmæta kúgun var ekki minnzt i þættinum. Enda var klippt burt framlag hljómsveitar- innar Abba til frelsisins þar sem vikið var að E1 Salvador og Chile. Varla færu jafn hagsýnir menn og Bandarikjamenn að leggja til hergögn fjármagn siðferðisstyrk og tæknikennslu i pyntingum ef þar væri ekki komið dæmi um just oppression, réttmæta kúgun. Þótt allir sem komu fram i þætt- inum töluðu um frelsi og þar með innifalið málfrelsi og tjáningar- frelsi leiðst Abba ekki að abbast upp á málstaðinn, og segja það sem ekki máttij fyrsta sinn á ævi sinni sem Abba ætlaði að fara að tala af viti. Allir töluðu um frelsið nema litli myglaði boösgesturinn á frelsissamkomunni frá Tyrklandi Reagan: A réttmæta kúgun var ekki minnzt I þættinum. Sinatra: Gætti mjög tilfinninga- semi og saknaöar frá gullöld lág- kúrunnar I Holtywood. Mitterrand: Þaö var átakanlegt aö sjá gáfaöa þjóöarleiötoga láta hafa sig aö ginningarffflum og lokka sig i þessa hringekju heimskunnar. með bylgjandi valmúaekrurnar á bak við sig. Hann einn talaöi um hefðbundin tengsl Póllands og Tyrklands sem fæstir vissu að hörkutól, og hinn nýi sterki mað- ur herforingjaráðsins hlaut sitt andlega uppeldi hjá falangistum, og var á slnum tima sjálfboðaliði i fólasveit Franco, og gleöur væntanlega þá félaga Frank Sin- atra og Reagan að tekiö sé á mál- um af festu, og stefnt að þvi að menn misnoti ekki frelsið með þvi að segja það sem þeim dettur i hug, og ástunduð sé réttmæt kúg- un i þágu frelsisins. Kirk Douglas varpaði skemmtilegu ljósi á leiðarstef þáttarins let Polland be Polland þegar hann birtist til aö vitna um söknuðinn viknandi útaf þvi að kanar geta ekki vaöiö um Pólland til að kenna ameriska kúreka- mennt, kyssa stelpur og kenna mönnum að boxa hver annan nið- ur. og bera þeim aðra blessun am- eriskra siöa meö yfirborðsganti og kankvisum glennumrog sagði svo angurvær old boy að nú væru stelpurnar liklega giftar- og i krafti sins mikilvæga framlags til heimsmenningarinnar úr hinum frjálslegu verkbólum Hollywood- iönaðarins krafðist hann listræns frelsis,- enda sjálfum kunnugast um hin óþrotlegu tækifæri sem bjóöast þar i borg til að skapa frjálsa og háleita list i þágu mannsandans. 1 þvi sambandi var þörf hug- vekja að fá að sjá Orson Welles koma fram undir kyndli frelsis- gyðjunnar, þennan snilling kvik- myndalistar sem Hollywood taldi réttdræpan vegna snillinnar-, höf- und Citizen Cane sem íjallar um hvernig fjármunir veröa nýtt- ir til að einoka málfrelsið; um sorpblaðakónginn Hearst, hinn ameriska Springer, sins tima. Fallega fór hann með ljóðiö eftir John Donne sem endar á oröun- um: For whom the bell tolls/ it tolls for thee (hverjum klukkan glymur/ hún glymur þér). Hver um annað þveran voru þeir aö hrópa let Polland be Pol- land. Betur heföi fariö á þvi að þeir heföu, eftir atvikum, sagt við sjálfa sig: let Polland be. Látið Pólland i friöi. Ahrifarikast heföi verið að láta viö það sitja að leiöa inn I stofurn- ar okkar Orson Welles og skáldið Cestlav Milosz. Ekki gátu þeir einu sinni látið hann i friði þegar hann var að fara með ljóð sitt, heldur var hann látinn birtast I iö- andi kringlubjarma eins konar sólseturs; en þá mátti sólin ekki vera rauð eins og tiðkast i náttúr- unni, eða japanska fánanum,og þarf ekki að minna á bolsévism- ann né sólaruppkomu, heldur var hún höfö bleik eins og drykkur i keppni barþjóna, eöa brjóstahöld. Það setti mark á þennan þátt hve þar gætti mjög tilfinninga- semi Reagans og saknaðar frá gullöld lágkúrunnar i Hollywood þegar sá iönaður var heimsveldi, og þessir gömlu menn voru leidd- ir fram sem eitt sinn voru ungir 'þjónar Mammons þar. Á meðal þessara uppvakninga var hinn roskni Frank Sinatra sem eitt sinn lét skvisur pissa á sig sem kjökursöngvari,og righélt sér i hljóönemastöngina þá eins og fótalaust gamalmenni i göngustaf meðan hann úðaði vellu sinni yfir söfnuðinn, og er i almannavitund núna eitt viðkunnasta frelsistákn mafiunnar i Bandaríkjunum; og ferðast viða um lönd til að skemmta meö söng sinum og hef- ur með sér sveit manna sem lem- ur niður alla þá sem láta i ljós að þeim sé ekki skemmt. Var eftir álitum vel viö hæfi að hann skyldi syngja rammfalskur og raddlaus táknsöng þáttarins: The journey’s over. Ferðin er á enda. Kemur þá i hugann þetta vers sem væntanlega verður húsgang- ur eins og visur skáldbróður mins Flosa: Flærðarnet eru og lláttskapar riðin viða fólska sig læsir i þræðina háiu svikul mærðin fetar gljá fasismans liðna biöur fúlmennskan blæs i glæðurnar bálsins kvikar. Those are pearls that were his eyes (Shakespeare: The Tempest) Það var að mörgu leyti vel veitt i veizlunni i Regnboganum, margar athyglisverðar myndir og vel þegið tækifærið til að svala nokkuð þorsta sinum eftir list á þessu sviði. Nú er kvikmyndahá- tiö lokið. Ekki er úti færi á að minnast á fleiri kvikmyndir siöar en gert hefur verið hér. Ýmsir höfundar voru gamlir kunningjar af fyrri hátiðum svo sem Wim Wenders sem kom hingaö á fyrstu hátiðina með fjórar myndir i pússi sinu,ljúfur og litillátur boðs- gestur og sérlega kærkominn. Einhver var nú að skamma hann samt i Timanum og botnaði sýni- lega ekki i kvikmyndinni sem var sýnd eftir Wim Wenders núna og hann gerði til að hylla vin sinn Nicholas Ray, kvikmyndahöfund- inn ameriska sem var að deyja i rauninni, gerö af kærleika og lotningu, jafnframt heiðarlegri spyrjandi gagnrýni á sjálfan sig og sinar hvatir. Hún sýnir hvað Ray var stór á grafarbarminum. Aö þessari einstæðu mynd verður kannski vikið siðar. A næstu hátið eftir, þeirri ann- arri, voru kynntar þrjár myndir eftir hvorn þeirra filmaranna miklu og óliku Carlos Saura og Wajda. Ekki þótti mér Saura myndin vera á borð við snjöllustu myndir hans sem hér hafa verið sýndar. En tengist fremur upphafi hans. Ætli hafi kannski einhverjir legið i honum og sagt að hann mætti til með að breyta til. Járnmaðurinn er heldur ekki á borð við Marmaramanninn eftir Wajda. Þó var mikill fengur aö fá aösjáhana vegna þeirrar fræðslu sem við fáum um það sem hefur verið aö gerast 1 Póllandi, and- rúmsloftið þar; mikil hugvekja gerð við erfiðar aðstæður i flýti að koma brýnum erindum á framfæri. Enda haft eftir Wajda að hann hafi skrifað handritið á viku. Um allan heim er spurt: Hvar er Wajda? Hvað verður um Wajda? Þennan mikla listamann og' sannleiksvitni? í undirbúningsnefndinni sátu að þessu sinni Þórhallur Sigurðsson leikari, og kvikmyndamennirnir Friðrik Þór Friðriksson, Viðar Vikingsson, Sigurður Jón Ólafs- son, og Jón Björgvinsson, og unnu kauplaust eins og endranær, og höfðu vanda af hátiöinni og vonandi veg lika; og þakka ég þeim fyrir mina parta. Enda eiga ekki I þessari nefnd að sitja aðrir menn en þeir sem hafa áhuga og þekkingu á list kvikmynda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.