Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 32
DWÐVIUINN1 Aftalslmi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tlma er hægt aft ná i blaöamenn og aftra starfsmenn blaftsins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Helgin 13.— 14. febrúar 1982. 8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aft ná i af- greiftslu blaftsins I slma 81663. Blaftaprent hefur slma 81348 og eru blaftamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 nafn vfkunnar Ingimar Jónsson Ingimar Jónsson forscti Skáksambands tslands hefur staftiö f ströngu aft undan- förnu vift undirbúning Rcykjavíkurskákmótsins sem nú stendur yfir. Ingimar hefur veriö formaftur Skák- sambandsins i rúmlega eitt og hálft ár og hefur starf- semi þess staftift meft mikl- um blóma þennan tlma. Þjóftviljinn haffti samband vift hann og spurfti hann hvort hann teldi aft skák- áhugi færi vaxandi meft þjóftinni. „Ég tel aft áhugi á skák- listinni hafi tvimælalaust aukist hér á landi siöustu ár. Mótum hefur fjölgaft og þátt- takan oröin meiri en áöur var. Skáksambandift hefur staftift fyrir mörgum stórum skákmótum, og hefur stuölaft aft þvi aft fá hingaft þekkta skákmenn til þátttöku. Meft auknu starfi Skáksambands- ins alls staftar á landinu fjölgar félögunum og nú er komin upp ný skákhreyfing i grunnskólunum ef svo má segja og á ég þá vift skóla- skákmótin. Þaft eru þrjú ár siöan farift var aö halda þau og i fyrra tóku um 4000 grunnskólanemendur þátt i þessum mótum”. Þarf ekki mikift fjármagn til svona viftamikillar starf- semi? „Jú, það kostar mikift fé og i þetta fer einnig mikill timi. Fjármagn frá hinu opinbera s.s. rikinu er alltof litil. Al- þingi veitti Skáksamband- inu 65 þúsund krónur, en menn óttast aft það kunni aö lenda undir hnifnum, þegar fariö verður aft skera niftur. Til aft afla fjár til starfsemi sinnar leitar Skáksambandift til velunnara sinna, sem eru allmargir. Ég vil i þessu sambandi minnast á hinn mikilvæga stuftning Lands- bankans vift skákiftkun i landinu, en bankinn hefur ákveftift aö stofna sjóft til þess aft verftlauna þá sem ná alþjóftlegum meistaratitli eöa stórmeistaratitli. Sjóftur- inn á einnig aft styrkja skák- mótahald fyrir fólk undir tvi- tugu. Þá hefur Brur.abóta- félagift sett á stofn heiöurs- launasjóft og er gert ráft fyrir aft auglýst verfti eftir um- sóknum næsta haust. Allt þetta er þakkarverftur stuftn- ingur viö skákmennt i land- inu”. Nú er Skáksambandift meft mikift mót hér I Reykjavik. „Já, i Reykjavikurskák- mótinu, sem nú stendur yfir eru 54 þátttakendur i allt(þar af 23 tslendingar. Þetta mót markar viss timamót, þar er teflt eftir opnu kerfi, þannig aft menn veljast saman i upphafi eftir styrk og hver keppandi teflir vift 11 manns. Kerfiö virkar þannig, aft smátt og smátt myndast hópur sterkustu manna, þannig aft úrslit verfta sann- gjörn. Þetta kerfi verftur notaft áfram i komandi mótum”. Svkr Guöjón Baldvinsson: Áöur en vift fengum samningsréttinn var þetta leiftinlegt pot og betl (Ljósm.: eik). Sleitulaus barátta í þessi fjörutíu ár Rætt við Guðjón B. Baldvinsson í tilefni af 40 ára afmæli BSRB en hann hefur setið allra manna lengst í stjórn bandalagsins Bandalag starfsmanna rikis og bæja (BSRB) er 40 ára i dag, sunnudaginn 14. fcbrúar en þaft telur innan sinna vébanda nær 16 þúsund félaga. i tilefni af þessum timamótum sótti Þjóöviljinn heim Guftjón B. Baldvinsson, en hann hefur setift allra manna lengst i bandalagsstjórninni og var ritari i fyrstu stjórn BSRB áriö 1942. Hann sagöi af sér úr stjórninni 1973 og gerftist þá starfsmaftur bandalagsins. Og cnn sinnir hann ýmsum félags- störfum i tengslum vift BSRB. Guðjón og Anna kona hans tóku blaftamanni ákaflega elskulega og áftur en varfti var rjúkandi kaffi á borfti og kökur. — Hvenær fóru opinberir starfsmenn fyrst aft mynda stéttarfélög, Guöjón? — Þaft voru simamenn sem fyrstir urftu til þess árið 1915 og þaft sama ár boftuftu þeir verkfall ef ekki yrfti gengiö aö launa- kröfum þeirra. Þeir íengu sitt fram en daginn eftir aft sam- komulag náðist var lagt fram frumvarp á alþingi um bann viö verkföllum opinberra starfs- manna. Það var samþykkt og haffti þaö mikil áhrif á kjara- barátluna næstu áratugi. — Þaft var svo ekki fyrr en 1942 aft opinberir starfsmenn mynda meft sér allshcrjarbandalag? — Reyndar var myndaö annaö samband áriö 1919 og stóöu aft þvi 5 félög. Þaft sem hratt þvi af stað var mikil dýrtiö i landinu sem litt var bætt i launum. Aöall'orsvars- menn þessa sambands voru þeir Agúst H. Bjarnason prófessor og Matthias Þórftarson fornminja- vörftur. Þeir þokuöu einhverju áleiðis i sambandi viö dýrtiftar- málin og böröust ennfremur íyrir úrbótum i skattamálum og var um tima mikill kraftur i þeirn. Þeir hótuðu þvi jafnvel að bjófta fram lista i alþingiskosningum fengju þeir ekki menn á lista hjá flokknum. Aö þessu sambandi stóftu kennarar, simamenn, hjúkrunarkonur og prestar, en þaö lognaftist út af áriö 1929. — Lá svo allt niftri á kreppu- árunum? — Á kreppuárunum gerðist mikift i verkalýftsmálum. Alþýftu- sambandið var búiö að sýna fram á að hægt var aft vinna sigra og verkalýftsíélögin voru búin aö fá viðurkenndan samningsrétt. Auk þess voru opinberir starfsmenn, einkum kennarar, viöa i forystu fyrir verkalýösfélögum. Þetta allt varft undirrótin aft þvi aö opinberir starfsmenn fóru aftur aft hugsa sér til hreyfings. Það hafði lika gerst aö komnar voru nýjar rikisstofnanir svo sem einkasölur og fólkið sem ráðið var aö þeim var algjörlega réttinda- laust-, hver einstaklingur ráðinn munnlega meö geöþóttakaupi. Starfsmannaíélag rikisstofnana var stofnaö áriö 1939 og var ég fyrsti formaftur þess. Félagið lét strax gera könnun á kjörum starfsmanna og kom fram ótrúlega mikill launamunur á mönnum sem unnu svipuö störf. Munurinn gat verift frá 150 krónum á mánuði og upp i 275 krónur. Þaö kom lika i ljós aft launamálin voru óhemjukraftak. Þess voru jafnvel dæmi að menn þyrftu aft kvitta i fjórtán staöi fyrir launin. Ég man t.d. aft póst- menn voru meft mjög skipt laun. Þeir fengu peninga til fatakaupa, fyrirsólu á frimerkjum, dýrtiðar- uppbót o.s.frv.. Þeir voru m.a.s. meö olnbogabætur. — llver voru svo tildrögin aft þvi aft BSRB var stofnaft? — Fyrstu tildrögin voru eigin- lega þau aft kolaverð hafði hækk- aft gifurlega og bankamenn áttu frumkvæfti aö þvi aft opinberir starfsmenn héldu fund um sameiginleg kolainnkaup og dýr- tiðarmál almennt. Þessi lundur var haldinn i desember 1940 og upp frá þvi var fulltrúaráft opin- berra starfsmanna stofnaö og þvi faliö aö stuftla aö myndun sam- bands. Fulltrúaráðiö starfaöi svo allt árift 1941 en BSRB var stofnað 14. febrúar 1942. — Þú nefndir aft bankamenn hefftu haft fumkvæöi, en nú eru þeir alls ekki i BSRB. Hvernig stendur á þvi? — Bankamenn voru áheyrnar- fulltrúar á stofpþinginu, en vildu ekki vera með. Sá hugsunarhátt- ur varft ofan á hjá þeim aft láta bankastjórana ráöa laununum; þeir treystu á persónusamband við þá. — Hvaða félög stóðu aft stofnun BSRB? — Þaö voru 14 félög og voru samtals innan þeirra um 1500 félagar eöa 10 sinnum færri en nú eru i BSRB. Kennarar voru lang- fjölmennastir og var bandalgift stofnað i kennarastofu Austur- bæjarskólans. — Hverjir voru i stjórn? — Sigurftur Thorlacius skóla- stjóri var kjörinn formaöur og Lárus Sigurbjörnsson vara- formaöur. Sjálfur var ég ritari en aftrir i stjórn voru Guftmundur Pétursson, Þorvaldur Arnason, Asmundur Guftmundsson og Sig- urftur Guðmundsson. Sigurður Thorlacius haffti meiri forystu- hæfileika en almennt gerftist og var auk þess laginn og þekktur maður i þjóftfélaginu. Þaft var þvi mjög heppilegt aö hafa hann i forystu en þvi miöur féll hann fljótt frá. — Náftuft þift fljótt árangri? — Þaft sem ber hæst og þótti allmikill sigur var endurskoðun á lögum um lifeyrissjóö sem náöi fram aft ganga árift 1944. Þau mörkuftu mikla breytingu. Þá var skipuft nefnd til aft endurskoöa launalögin frá 1919, aftallega flokkun og nokkur ákvæöi um hlunnindi en hins vegar vildum vift ekki fá ákvæfti um vinnutima inn i lögin; treystum þar ekki þingmönnum. U tanþingsst jórninni 1942—44 datt ekki i hug að flytja þetta frumvarp en Alþýftuflokk- urinn setti það sem skilyrfti fyrir þátttöku i nýsköpunarstjórninni aft launalögin yrðu samþykkt og þaö varft. — Hvernig var vinnutima opin- berra starfsmanna háttaft á þessum tima? — Hann var mjög mismunandi. I ráftuneytunum var hann allt niftur i 35 1/2 stundir á viku eftir danskri fyrirmynd, en sums staðar var hann 42 timar og algeng vinnuvika var 48 timar, t.d. á spitölunum. Þegar 40 stunda vinnuvikan var lögleidd neyddumst vift til aft jafna þennan mun þannig aft i ráðuneytunum var vinnuvikan lengd. — Hvaft um orlof? — Þaö voru engir samningar um þaft, en þekktist aft veitt væri viku sumarfri, þó að ekki væri þaft algilt. Veikindafri var allt á reiki. — Þetta hefur verift löng og ströng barátta I þessi 40 ár? — Já, þetta hefur veriö sleitu- laus barátta og leiöinleg, þar til við fengum samningsréttinn. Aður var þetta stöftugt betl og pot og bjónbjargarleið. — Er eining nú meiri efta minni en áftur? — 1 sannleika sagt held ég aft hún sé betri núna. Ekki ber eins mikið á hreinu einstaklingspoti; þaft hefur meira færst yfir i hópa og stéttir. Annars er þaft eilifftar- vandamál aft kenna fólki aö standa saman. — GFr. Um þessar mundir heldur Vcrkamannafélagift Hllf I Hafnarfirfti hátiDlegt 75 ára af- mæli sitt. Stofnfundur félagsins var haldinn i janúar e5a febrúar 1907. Fyrsti formaftur félagsins var Isak Bjarnason, nú Hall- grímur Pétursson. í tilefni afmælisins hefur verift gefift út félagsblaftift Hjálmur, og félagsmenn og gestir munu safn- ast saman I Snekkjunni Hf„ i dag, laugardag kl. 15—18. Myndin til hliftar er af fyrstu kröfugöngu hafnfirsks verkalýfts, og fylgja henni hamingjuóskir Þjóftviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.