Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 17
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.— 14. febrúar 1982. Þú ættir að rabba við hann Gunnar Sigurmunds- son i góðu tómi, það hefur oft verið tekið viðtal við menn sem hafa frá minna að segja, sagði kunningi minn einn við mig á dögunum. Ég tók hann á orðinu og falaðist eftir viðtali við Gunnar. Það var auð- fengið, og nú sitjum við i stofu hjá Gunnari og hann segir mér frá langri og viðburðarrikri ævi, sem i bland hefur verið ævintýri, basl og hörð barátta. En aldrei hefur verið gefið eftir, enda stendur Gunnar teinréttur kátur og skemmtilegur, kominn á áttræð- isaldur. Rabbað við Gunnar Sigurmundsson prentara Fermdur i Selárdals- kirkju — Þaö fer ekki hjá þvi þegar menn eru orðnir svona hund- gamlir eins og ég, aö þeir hafi ekki frá einhverju aö segja, þvi sjáðu til, ég er orðinn 73ja ára gamall. Hitt er svo annað mál hvort það á nokkuö erindi á prent, þaö er ég ekki viss um, var það fyrsta sem Gunnar sagði þegar við byrjuöum að rabba saman. — Þúsegistvera fæddurog upp alinn meðal galdramanna á Vestf jörðum ? um dfærð og slæmt veöur væri að ræða. — Var mikil fátækt fyrir vestan á þinum upp vaxtarárum ? — Ekki man ég til þess að fólk liði matarskort, en auðvitað var fólkið fátækt. Búin voru litil og mikið treystá sjóinn. Róið var frá vori og fram á haust. Mikill fiskur var i fjörðunum og menn komu vestur á sumarvertið vfða að af landinu. Sá misskilningur hefur komið upp aö fólk hafi flutt af þessu svasði vegna einangrunar. Það tel ég ekki vera rétt. Fólk flutti ekki burtu fyrr en fiskurinn Helgin 13.—14. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Á iþróttaskóla — Hvað tók svo viö eftir að þú tókst að hressast yrir vestan? — Ég fór á iþróttaskóla Sigurð- ar Greipssonar i Haukadal. Það var góður timi og gagnlegur. Eftir það ætlaði ég til sjós frá Grindavik, en ekkert varð úr þvi og ég hélt til Reykjavikur. Ég ætlaði að róa með skipstjóra sem var frændi minn, en frétti það á siðustu stundu að hann væri bölvaöur fantur, sem færi illa meö viðvaninga, lemdi þá með blautum sjóvettlingum, svo ég lét það vera að fara til hans. Ég var staurblankur þegar til Reykja- vikur kom, ég átti 27 krónur i vas- anum. Ég bjó á Heklunni, en geymdi koffortið mitt hjá Símoni Jónssyni kaupmanni. Svo var far- ið að leita sér að vinnu. Ég hafði sótt um vinnu á Miðnesi en ekki fengið svar þegar ég frétti að Botnia væri aö fara til Vest- mannaeyja og þar væri vinnu að fá. Ég tók mitt hafurtask og fór um borð. Ég átti eftir 9 krónur, tvær v arð ég að borga fyrir bilinn sem flutti koffortiö, en farið til Eyja kostaði 9 krónur. Þetta var 1929 og krónan var enn króna. Þeir létu mig sleppa með 7 krón- urnar og til Eyja komst ég. — 1 Eyjum sá ég ekki nokkurn mann sem ég þekkti og var heldur parturslitill, þarna einn og ein- mana. Loks rakst ég á mann frá Patreksfirði, sem ég kannaðist við og spurði hann um atvinnu- horfur. Hapn sagii að ég kæmi alltof seint; allir væru búnir að ráða i skipsrúm. Hann bauð mér heimtilsin, en sagði mér aö fara Ríkiir um vorið Ólafúr skipstjóri var góður karl og reyndist mér vel. Með mér um borð voru tveir strákar og þeir höfðu leyfi til aö taka út i kaup- félagi, sem var við hliðina á beitningaskúrnum okkar. Mig langaði ósköp til að mega taka út einsog þeir og bað Ólaf leyfis, en þess þurfti. „Nei laxi (það var máltæki hans) ætli þaö sé gott, komdu heldur til min, ég skal láta þig hafa aura”. Mér þótti þetta súrt í broti, en þessu varð ekki breytt. En um vorið þegar gert var upp átti ég miklu meiri peninga en strákarnir sem höfðu leyfi til úttektar. Hann vissi hvað hann söng, Karlinn. Söngur — Ég átti mér hobbi á þessum árum og lengi frameftir ævi, það var söngur. Ég hafði mikið yndi af söng. Þegar ég varkrakki fyrir vestan var ég látinn syngja fyrir fólk, en var svo feiminn að ég varð alltaf að standa bak við hurð þegar ég söng, svo enginn sæi framan i' mig. Við mynduðum kvartett f skólanum á Akureyri, bræðurnir Einar og Gisli As- mundssynir, Karl tsfeld og ég. Við kunnum engarraddir i byrjun og töluðum við Benedikt Elvar sem þá stjómaöi karlakór. Hann tók okkur ikórinn, sem þá stjórn- aði, Geysi. Hann tók okkur i kórinn, setti okkur i sitt hverja röddina og þannig lærðum við raddsetninguna. Þegar ég svo eftirþessa vertiöiEyjum kom til Reykjavikur, hafði Benedikt sett upp hljóðfæraverslun og égfór aö t námi hjá Pétri Jóns- svni óperusöngvara — Vilcjum þá aðeins aftur að söngnum. Ég fór i langt söngnám hjáPétri Jónssyni óperusöngvara meöan ég var hér í prentverki. A þessumárumsöngég einsöng i út- varp og á skemmtunum. En ég var fátækur og gat ekki haldið þessunámiáfram. Égsagði Pétri frá þessu; ég væri vita auralaus ogyrði að hætta. „Hugsa þú ekki um peninga, komdu til min á hverjum degi og haltu áfram námi” sagði Pétur. Hann hvatti mig með ráðum og dáð og vildi að ég færi utan til frekara náms. Ég hafði afskaplega háa og mikla rödd, enum feguröina verða aðrir að dæma. Pétur var svo áhuga- samur i sambandi við nám mitt, að eitt sinn átti ég aö mæta i tima kl. 10 á sunnudagsmorgni, en hafði verið að skemmta mér kvöldið áður og svaf yfir mig. Hannkom og sótti mig. „Attir þú ekki að mæta i tima Gunnar”, sagtS hann um leið og hann birt- ist. r — Ég var orðinn róttækur i póli- tik þegarþetta var og miklir upp- gangstimar hjá hreyfingunni. Þar var mikið sungið, og aðal- driffjöðrin i sönglifinu var Hall- grimur heitinn Jakobsson, bróöir Aka þingmanns og þeirra syst- kina. Hann var aðaldriffjöðrin i stofnun Karlakórs verkamanna, er lét mjög að sér kveða hér á sinni tið. Hallgrimur samdi mikið af verkalýðssöngvum, sem voru á allra vörum. Ég söng allan timan i Karlakór verkamanna. Eins var það að eftir að ég fluttist til Vest- 55 Ég ræð þig þó lítill sért 59 — Ekki meðal galdramanna, það hef ég ekki sagt; en á Vest- fjörðum er ég fæddur og upp al- inn. Ég er fæddur i Stapadal i Amarfirði en var s vo fluttur fárra vikna i Ketildali, i Austmannsdal, þar sem ég ólst upp. Það var nefnilega með mig eins og Jón hrak, aö við komum báðir innilif- ið „utanveltu hjónabandsins”. Móöir min var Guöný Guðmunds- dóttir, ættuð úr Arnarfirði en faðir minn Sigurmundur Sigurðs- son héraöslæknir. Hjá fósturfor- eldrum mínum var ég svo til 15 áraaldurs, aðég fór iGagnfræða- skólann á Akureyri sem siðar varö Menntaskóli Akureyrar. — Ég var fermdur i Selárdals- kirkju, en í Selárdal áttu þeir bræður Hannibal og Rútur Valdi- marssynir þá heima og ég kynnt- ist þeim nokkuð þá og siban hef ég þekkt Hannibal. — Mér dettnr i hug, vegna Stiklu-þáttar ómars Ragnars- sonar úr Selárdal, hvort þú hafir kynnst Gi'sla á Uppsölum? — Já, mikil ósköp, ég man vel eftir Gisla, enda erum við á svip- uðu reki. Hann var þá myndar piltur og talinn vel greindur. Það bar ekkertá þvi á unglingsárum hans að hann væri sérkennilegur aðeinu eöa neinu leyti, en orð var haft áþvi að hann væri vel gerður unglingur. lÆÍkiðí stofunni á næsta bæ — Ekki hefur nú verið minni einangrun i Ketildölum f þá daga en nú er? — Það var öðru visi. Þá bjó á þessu svæöi um 300manns og mér er þaö minnisstætt að félagslíf stóð með blóma. Stundum voru færð upp leikrit, en ekkert var leikhúsið og látið duga að færa stykkið upp I stofu á einhverjum • bænum. Og allir sem vettlingi gátu valdið komu til að sjá sýninguna. Menn létu sig ekki muna um að fara kannski 3ja tima ferð til að komast á mannamótf þá daga, jafnvel þótt hvarf úr fjörðunum, en það gerði hann þegar togaramir fóru að skarka alveg uppi landsteina og hreinsuðu firöina af fiski. Þá var einfaldlega ekki búandi þarna lengur fyrir það hvað búin voru litíl og menn voru háðir sjósókn. Og það stóð á endum, að þegar búið var aö leggja sima og vegi um sveitina, þá var allur fiskur búinn og fólkið flutti burt. — Þú segir aft enginn hafi soltift, var fæfti samt ekki fábreytt, fyrst ekki var hægt aft róa til fiskjar á vetrum ? — Mjög fábreyttog þegar leið á vetur var ekki um annað að ræða en gamlan mat. Mér er það i fersku minni hvað okkur þótti yndislegt bragöiö af rauðmagn- anum á vorin. Það var fyrsta ný- metið sem við fengum og ég finn ennþá bragöið upp i mér þegar ég hugsa til þessa. Rauðmaga hef ég smakkað á hverju vori siðan, en ég hef aldrei fundið þetta bragð aftur. Auðvitað var þaö nýmeöð sem þetta gerði. Eftir að hafa boröað gamlan mat allan vetur- inn var stórkostlegt aö smakka nýmeti á vorin. Fréttaþorsti — Talandi um þessa tima fyrir vestan er mér minnistætt hve gestum var vel fagnað. Við vor- um nokkuö miðsvæðis i sveitinni og þvf var nokkur gestagangur hjá okkur. Þar sem oft var ófært milli dala á vetrum, þóttu það meirháttar tiðindi þegar gest bar að garöi og var hverjum manni vel fagnað, hann láddur til stofu og veitt það besta sem til var á bænum. Einu launin sem þegin voru fyrir var að viðkomandi segði frétör. Fréttaþorsti var mikill i einangruninni. — Hvaft dunduftu menn vift i löngu skammdeginu? — Það var lesið, hinar hefð- bundnu kvöldvökur voru f heiðri haföarheimahjá okkur.Eins var það aðfóstriminn hafði iært bók- band i Reykjavik og gerði mikið af þvi aö binda inn bækur. Hann átti sjálfur ekkimargar bækur, en góðar. það var. Aftur á móti batt hann inn fyrir aðra og þá gafst manni kostur á aö lesa bæk- urnar. Listamaðurinn — Við vikum afteins að Stiklu- þætti Ómars áftan, kynntistu nokkuft listamanninum Samúel Jónssyni, sem bjó til listaverk, byggfti kirkju og listaskála? — Ég kynntist honum ekkert i æsku, þekktibara til hans. Hann bjó á Uppsölum, þar var tvibýli, en eftir aö kona hans dó fhittist hann að Melstaö. Svo var það fyrir svona 16 eöa 17 árum að við hjónin fórum i heimsókn vestur og þá hittum við Samúel. Þegar hann vissi hver ég var, mátti hann ekki heyra annaö nefnt en að við værum hans gestir og bjó um okkur i kirkjunni. Samúel var listamaöur af guðsnáð, en hann var alla tið sára fátækur og megnið af hans ævi fór i brauð- strit. Aldrei heyröi ég þess getiö I æsku að hann væri listfengur. Hann sagöi mér aftur á móti þegar ég var gestur hans í kirkj- unni, aö sig hefði alla tiö langað til að veröa listamaður. Hann byrjaði ekki að skapa fyrr en hann var orðinn ekkjumaður. Þá málaöi hann altaristöfluna, sem hann vildi gefa Selárdalskirkju en sóknarnefndin vildi ekki þyggja. Það var skakkt af henni að mínu mati. Þá fór hann úti þetta mikla verk að byggja kirkjuna og lista- skálann og að búa til öll þessi listaverk sem þarna eru. Líkanið sem hann smiðaöi af dómkirkj- unni I Róm var stórkostlegt. Ég hygg að þaö sé ekki glatað; ég held að þvi hafi verið stolið. Ég heyrði það á honum, að hann var sár úti sóknarnefndina að vilja ekki þyggja altaristöfluna og sagðist þvi' hafa ráðist i þessar byggingar. Menn segja að hann hafi gert þetta af engum efnum, nema ellilaununum, en það kem- ur ekki til greina, hann hlýtur að hafa átt eitthvað til, kindur eða annaö verömætt. — Hvernig atvikaöist þaft að þú 15 ára gamall drengur úr Ketil- dölum, ferfttil náms á Akureyri? — Það atvikaðist með þeim hætti að faðir minn, Sigurmundur læknir bauðst til að kosta mig til náms, sem ég að sjálfsögðu þáði með þökkum, enda átti ég þá ósk - heitasta að menntast. En þvi miður varð þetta nám styttra en ætlað var, ég veiktist alvarlega I 3. bekk og varö að hætta námi. Ég var veikur i marga mánuöi, fyrst á Akureyrarspitala og siöan heima hjá föður minum, sem þá var læknir i Laugarási i Biskups- tungum. Annars likaöi mér af- skaplega vel i skólanum og harm- aði það að þurfa að hætta. Af bekkjarbræörum minum man ég að nefna þá Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing og Harald Sigurðs- son, bókavörð svo einhverjir séu nefndir. Annarsvoru nemendur á mjög breiðu aldursmarki, allt frá 14 ára og vel yfir tvitugt. — Hvaft hafftirðu hugsaft þér aft taka fyrir ef þú hefftir haldift á- fram námi? — Ég er alveg vissum að þaö hefði verið eitthvaö stærðfræði- legs efnis. Ég hafði sérlega gamanaf stæröfræöiog hún lá vel fyrir mér. Ég man að Lárus Bjarnason kenndi okkur stærð- fræði, góður karl en hann hafði ekki mikla menntun, en kenndi vel þaö sem hann kunni. Viðgerð- um okkur leik að þvi strákarnir . aö Bggja yfir reiknisdæmum á kvöldin og finna út aörar leiöir til að reikna þau, en hann kenndi. Svo vorum við teknir upp og not- uðum nýju aðferðina, þá sagði Lárus: „Erþetta nú rétta aðferð- in” og alltaf varð hann jafn hissa þegar við fengum rétta útkomu. Eitt sinn lagði hann fyrir okkur dæmi sem viö kunnum ekki og sagði aö sá er gæti reiknað dæmið mætti eiga fri. Ég datt niður á rétta lausn og Lárus sagði: „Svona menn eiga að fá fri, svona menn geta allt.” Rétt reiknað — Sigurður Guðmundsson var þá skólameistariog hann fylgdist grannt með hverjum nemenda, hvort sem var I smáu eða stóru. Við stærðfræðipróf upp úr 2. bekk var ég búinn með dæmin, fór út og notaði tæplega helming timans. Ég mætti Sigurði á ganginum og hann spurði hissa hvort ég væri bara búinn. Ég jánkaði þvi. Hvort ég heföi reiknaö allt rétt, ég sagðist halda þaö. Hann fór og sótti prófverkefnið og fékk ein- hverja til aö fara yfir það. Svo kom hann aftur ösku reiður og ska mmaði m ig eins og hund. V illa hafði fundist i einu dæminu. Hvað þaö ætti aö þýða aö nota ekki nema helming próftimans og skila rangri útkomu. Ég gat engu svarað. Daginn eftir voru eink- unnir lesnar upp. Ég var enn sár og mætti ekki. Þegar búið var að lesa upp var ég á vappi þarna, mætti Sgurði, sem þreif utanum mig og dansaði meö mig um gólfið af tómri kæti. Viö nánari skoðun hafði komið I ljós að ég hafði reiknað allt rétt. Svona var Sigurður. Bandormurinn andar tneð húðinni — Margir skemmtílegir kenn- arar voru við skólann. Mér er Brynleifur Tobbiasson minni- stæður. Hann sagði oft skemmti- legar sögur af sjálfum sér. Ein var af þvi þegar hann tók stúdentspróf I náttúrufræöi, sem honum var litið gefið um og leidd- ist. Hann sagðist ekkert hafa kunnað og staðið á sama. Með honum I herbergi var piltur, sem las fram á nótt fyrir prófið. Ein- hvern timann um nóttina bað Brynleifur hann hætta þessu, slökkva ljósiö og fara að sofa. Hinn bað hann skipta sér ekki af þessu en muna það að bandorm- urinn andi með húðinni. Daginn eftir mætir Brynleifur i prófið, dregur um prófverkefni og kemur^ upp i bandorminum. Hann gataði algerlega og var honum sagt að setjast. Um leið og hann settist sagði hann: „Það skaðar liklega ekki aö geta þess að kykvendið andar meö húðinni.” — Fyrir bragöið fékk hann 0.5 og féll þvi ekki. niður á bryggju þegar bátarnir kæmu að og hlera hvort nokkurs- staðar vantaði mann. Þetta geröi ég. Mikill ys og þys var á bryggj- unni og ég gekk á milli og reyndi að hlusta eftir þvi' hvort nokkur talaði um aö sig vantaði mann. En menn voru meö hugann við allt annað, enda asa fiskirl og læti. Loks sá ég hvar stór og mik- illboltivar að ræöa viö tvo menn. Ég læddist þarna aö og heyri þá að sá stóri er aö reyna aö fala annan hvorn þeirra irúm hjá sér. Þeir sögöust báðir vera vanir sjó- menn og settu fram alls konar sérkröfur um, stubb og fleira, en það gerðu afburöa sjómenn oft i þá daga. Ég heyri þaö að ekki gengur saman hjá þeim og hugsa með mér að ég fái aldrei vinnu ef ég reyni ekki. Ég var ósköp ves- aldarlegur þegarég gekk að þess- urti stóra manniog segi honum að ég sé óráöinn. Hann horföi niöur tíl min og segist vera biöa eftir svari frá vönum manni uppí bæ, verði það neikvætt, þá sé ég ráð- inn. Svarið var neikvætt og ég fékk plássið. Hann reif i öxlina á mér, og sagði: Ég ræð þig þó li'tíll sért, mér sýnist þú vera snaggaralegur og þar með var þetta afráðið. Þetta var frægur skipstjóri i Eyjum, Ólafur Ingi- leifsson. Alltaf sjóveikur — Ég var óskaplega sjóveikur tíl að byrja meö. Þá höföu menn með sér bitakassa i róöur og ég var svo sjóveikur að ég fór aldrei niður i lúgar þegar ég var að reyna aö narta ieitthvað. Svo var það eitt sinn að ég sat með bita- kassann við heita rörið uppá dekki, það var vonsku veöur og gaf yrir bátinn. Alit i einu kemur Karlinn, þrifur i mig og hendir mér niður i lúgar, segist ekki kæra sig um að missa mig út- byrðis. Ég lagði mig fyrir niöur i lúgarnum og þegar ég vaknaði var ég hinn hressasti og hef ekki fundiö til sjóveiki siðan. Ég er helstá þvi að sjóveiki sé aö mest- um hluta hugarvil og nái maöur að hætta að hugsa um hana, lag- ast hún. vinna hjá honum og um leið að læra söng. — Ég ætiaöi til Ameriku, átti þar f rændfólk og til að afla f jár til fararinnar fór ég að vinna hjá Kárafélaginu i Viðey; þetta var fyrrihluta árs 1930. Ég fékk svo boð frá frændfólki minu vestra um að þar væri komin kreppa og ég skyldi biöa um stund. Ég geröi það og fór aldrei, sem betur fer. En um haustiö 1930 var öllum sagt upp hjá Kárafélaginu, enda ‘kreppan skollin á hér og félagið að fara á hausinn. Þar með var ég orðinn atvinnulaus. Vissi ekki hvað sölu- maður var — Mig langar að skjóta þvi hér inni áður en lengra er haldið meö sönginn, að eftír að ég var orðinn atvinnulaus og aldeilis ekki rúmt um vinnu, sá ég auglýsingu i blaði um aö þaö vantaöi sölumann. Ég hafði ekki hugmynd um hvað siflumaður var, en sótti um. Allt i einu er ég kallaöur til. Mér var sagt aö 80 hefðu sótt um og ég værihingaö kallaöur af sérstakri ástæðu. Ég hefði sagt i' umsókn- inni að ég heföigagnfræðapróf, en stafsett það rangt, skrifað — gan- fræðapró: — og þá langabi aö sjá þennan gagnfraeðing sem væri svona „sleipur” i stafsetningu. Nema hvað ég fékk starfið. Ég varvið þetta tilársins 1932 þá tók að halla undan fæti hjá verslun- inni og mér var sagt upp. Þá varð ég mjólkurpóstir um tima að Þóroddsstööum, en þar rak faöir minnkúabú um tima. Svo var það að ég hitti vin minn Stefán ögmundsson prentara, sem þá var oröinn atvinnulaus. Hann var að kaupa smá prentsmiðju og bauð mér að koma I nám og ég þáði þaö og lagði eitthvert litlræði i prentsmftjuna. Prentsmiðjan hét Dögun. Ég var ekki búinn að læra þegar prentsmiöjan fór á hausinn og ég lauk námi i prent-' smiðju Jóns Helgasonar. Þar var Þjóðviljinn prentaður fyrst en siðan I Vikingsprenti og þangaö fór ég með honum. mannaeyja þá söng ég i kórnum, en það var erfitt að halda kórun- um saman vegna mikillar vinnu og ég sneri mér meira að leiklist og lék rhikið r Vestmannaeyjum, en þar hefur leiklistarlif jafnan staðið með blóma. Eitt ár varð að rúmum brjátiu — Ilvernig atvikaðist þaðaftþii fluttir til Eyja? — Ariö 1945 var veriö að setja upp nýja prentsmiöju i Vest- mannaeyjum og mér var boðin þar vinna. Ég var þá húsnæðis- lausogmérvarboðin ibúðog gott kaup iEyjum og sló til. Ég ætlaði að vera þar i' eitt ár eða svo, en þau urðu nú rúmlega 30; ég flutt- ist þaðan 1977. Mér likaði afskap- lega vel i Vestmannaeyjum, ekki bara staðurinn, sem er undur fag- ur, heldur og við það sérkenni- lega mannlif sem var i Vest- mannaeyjum allt fram aö gosi. — Breyttist þaft eftir gos? — Já, þaft breyttist mikiö. Margir Eyjamenn komu ekki aftureftir gos, annað fólk kom að visu i staðinn, allt ágætis fólk án vafa, en mannlifið i Vestmanna- eyjum varö ekki það sama og áður. — Þú sagöist lítift hafa sungið eftir að þú komst tl Eyja? — Það er rétt, ég hætti þvi að mestu, aðallaega vegna þess hve erfittvar að halda uppi sönglifi i Eyjum. Það er nær ógerningur vegna mikillar vinnu. Aftur á móti var þar alltaf blómlegt leik- húslif og ég lék allan timann sem ég bjó i Eyjum. Fyrsta hlutverkið mitt þar var Ketill skrækur i Skugga-Sveini en þau urðu mörg hlutverkin áöur en yfir lauk. Ég tók einnig mikinn þátt i pólitik- inni, sat i' bæjarstjóm lengi og i bæjarráöi, oftast sem vara- maöur, en aöalmenn voru þing- menn okkar svo ég varö að taka þeirra sæti i bæjarmálunum, þegar þeir voru á þingi. Lifið i Vestmannaeyjum, þessi 30 ár væri efni i' mörg viðtöl, svo við skulum bara setja punktinn hér. J —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.