Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 13
Helgin 13 — 14. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Paul Greenfield skiptir um bleyju á dóttur sinni Holiy einn sunnudagsmorgun i félagsheim ili i New York. Þar er hann I hópi 10 annarra pabba sem ræfta sameiginleg vandamál i sambandi vift barnaupp- eldi milli þess sem þeir leika viö og sinna börnunum. Föðurhlutverkið breytist í Bandaríkjunum: „Fá tækifæri til að sýna blíðu” Aukið hlutverk föður í uppeldi og umönnun barna er smám saman að verða að veruleika í Bandaríkj- unum og eru þar einkum tveir áhrifavaldar að verki, annars vegar kven- frelsishreyfingin og hins vegar kvikmyndin Kramer gegn Kramer. Um 60% kvenna, sem eiga börn innan 18 ára aldurs, vinna nú úti og það gefur auga leið að karlmenn verða því að taka meiri þátt i heim- ilisstörfum og barnaupp- eldi en áður. Þó aö konur fái oftast umráöa- réttinn yfir börnum viö hjóna- skilnaö eru þó um 1 miljón ein- stæöra feðra i Bandarikjunum eöa um 65% fleiri en fyrir 10 árum siöar. Bandariskir karlmenn hafa fengiö nýja viömiöun til aö likja eftir, þaö eru hvorki hörkukarlar af John Wayne-geröinni né is- kaldir framagosar. Nú er þaö Dustin Hoffman sem gildir. Karlmenn hafa alltaf haft mikla þörf fyrir aö sýna bliöu, faöma, vernda og stjana viö og nú loksins fá þeir aö fá tækifæri til þess, segir James Levine en hann er forstjóri fyrir stofnun i New York sem nefnist Fatherhood Project. Tilgangur þessarar stofnunar er aö safna upplýsingum um hvaöa möguleika ameriskir karl- menn hafa nú til dags til aö taka meiri þátt i uppeldi barna og þróun, eins konar upplýsinga- banki fyrir þá menn sem vilja breyta fööurhlutverki sinu. baö eru deildar meiningar um hvernig jafnréttisþróunin innan heimilanna veröi fullnuö. Sumir segja aö það sé einkamál hvers heimilis, persónulegt uppgjör veröi aö fara fram milli hverra hjóna en aðrir telja aö breyting á hlutverki foreldra hljóta aö vera i tengslum viö viötækar þjóö- félagsbreytingar. Þaö þurfi full- komna félags- og efnahags- byltingu til. James Levine, forstjóri Fatherhood Project, telur aö lausnin sé einhvers staöar mitt á milli þessara tveggja sjónarmiöa og bendir á þróun sem þegar sé oröin t.d. eru nú viö lýði margs- konar stofnanir sem miöast viö hina nýju fjölskyldugerö og nýtt fööurhlutverk. Lög um skilnaö hafa breyst og æ algengara veröur aö deilur um umráöarétt yfir börnum séu leystar með sáttum. Réttur fööur til barna sinna fer vaxandi og sums staöar hafa feöur myndaö félög meö sér til aö verja hagsmuni sina. Vinnumarkaöurinn aölagar sig og býöur t.d. upp á auknar fri- stundir feöra, hálfsdagsvinnu o.fl. Skólarnir eru byrjaðir aö kenna barnauppeldi og njóta bæöi stelpur og strákar þeirrar kennslu. Kennslugögn miöast viö nýtt hlutverk karlmannsins. Nú er karlmönnum leyft aö vera viöstaddir fæöingu en fram til 1970 var það nær ómögulegt. Þeir eru nú hvattir til þess og fæðingardeildir sjúkrahúsa skipuleggja námskeið fyrir verö- andi feöur. Félagsmálastofnanir, bæöi á vegum hins opinbera og einka- aöila, skipuleggja nú samtals- og leikhópa fyrir feður og börn þeirra. Sex bækur um fööurhlutverkiö koma út næstu mánuöi i Banda- rikjunum. James Levine telur aö næstu 10—20 ár veröi breyting á hlut- verki fööur innan fjölskyldunnar almennt viöurkennt. En nú kunna ýmsir aö spyrja hvernig þaö megi veröa i hinum ihaldssömu Bandarikjum meö Ronald Reagan i forsetastól aö sMkar breytingar geti gerst. For- setinn og hans „móralski meiri- hluti” (sem er ekki neinn meiri- hluti) prédika um hina „heilögu” fjölskyldu þar sem mamman er heima hjá börnunum. Hefur nýtt föðurhlutverk möguleika undir slikum kringumstæöum? Þessu svarar James Levine: „Vist lifum viö i ihaldssömu samfélagi og á það bæöi viö um stjórnmál, efnahagsmál og viö- horf til kynjanna. Hitt er aftur á móti staöreynd aö æ fleiri konur veröa aö leita út á vinnumark- aöinn af efnahagslegum staö- reyndum og þaö þýöir fleiri og fleiri fjölskyldur þar sem bæöi hjónin vinna úti. Undir þessum kringumstæöum veröur karlmaö- urinn aö taka meiri þátt i heimilisstörfum. Þegar hlut- verk konunnar breytist er þaö óhjákvæmilegt aö hlutverk karl- mannsins breytist um leiö. Enginn einstakur viöburöur sl. 10 ár hefur haft jafn mikil áhrif á viðhorf til fööurhlutverksins en kvikmyndin „Kramer gegn Kramer” segir Levine. „23 miljónir Bandarikjamanna hafa séö þessa mynd og Dustin Hoff- mann er oröin mikilvæg fyrir- mynd. 1 raunveruleikanum höfum viö fáar slikar fyrir- myndir. Mættum viö fá fleiri slikar kvikmyndir og þá kæmust kannski enn fleiri karlmenn aö þvi að einnig þeir geta sýnt börnum sinum bliöu, hlýju og traust til jafns viö konuna og aukiö þannig velliöan fjöl- skyldunnar i heild.” Fatherhood Project hefur skipulagt pabbatima i Félags- heimili i New York. A sunnudags- morgnum koma þeir meö börn sin sem eru innan viö þriggja ára og erþaöskipti lOmanna hópa. Þeir leika viö börn sin um leið og þeir ræöa saman um ýmis vandamál t.d. bleyjuskipti, slæman nætur- svefn, fyrstu skrefin. fyrstu tönn- ina, um leikföng sem hræöa, um mömmurnar o.s.frv. Þarna fá þeir tækifæri til aö hittast sem pabbar og deila sameiginlegri reynslu. Þessir pabbatimar hafa reynst mjög vinsælir, og eftir- sóttir. Paul Greenfield, 42 ára, er kaupsýslumaður sem rekur eigið fyrirtæki og hann er einn af þeim sem kemur i þessa pabbatima meö dóttur sina Holly sem er aö veröa tveggja ára. Hann segir: „Þaö var konan min sem stakk upp á að ég færi i þessa tima en hún er heima meö Holly alla daga. Ég vildi mjög gjarnan skipta um hlutverk við hana þvi aö i raun og veru tel ég aö ég sé aö mörgu leyti hæfari til að sinna húsverkum og barni en hún. Ég bý t.d. til betri mat, mér þykir gaman aö þvo og strauja og er þolinmóöari viö dótturina. Ég yröi hin fullkomna heimavinn- andi „húsmóöir”. Þvi miöur er þetta ekki hægt af efnahagslegum ástæöum. Ég rek mitt fyrirtæki og hef enga möguleika á aö taka pabbafritima. Sundum bölva ég i sand og ösku yfir þessum örlögum. Þarna þræla ég daginn út og daginn inn meöan hún situr heima og hefur þaö skemmtilegt. Þaö er óréttlátt samfélag sem lætur konuna vinna heima meðan maöurinn vinnur úti. (Byggt á Dagens nyheter — GFr) KULDAKLÆÐNAÐUR FYRIR HETTA JAKKI OG BUXUR SAMFESTINGAR, VELSLEÐAGALLAR VINNU 0G LEIK Margra ára reynsla hór/endis af kulda- klæðnaðinum hefur sannað einstaka endingu og kuldaþol. Takmarkaðar birgðir Sendum ípóstkröfu MÖtWN'1 ÁRNI ÓLAFSSON HF. Vatnagarðar 14,2 hæð, sími 83188 Utboð — jarðvinna Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik óskar eítir tilboðum i jarðvinnu við Eiðs- granda. útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu VB, Suðurlandsbraut 30, frá og með mánudeginum 15. febr. gegn 500 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 23. febr. n.k. kl. 15 á sama stað. St jórn verkamannabústaða i Fteykjavik Rauði kross Islands heldur Námskeið i aðhlynningu sjúkra og aldraðra 8—12. mars næstkomandi i kennslusal Rauða krossins i Nóatúni 21, R. Kennsla hefst kl. 18.00 á kvöldin. Umsóknir sendist skrifstofu Rauða kross íslands, Nóatúni 21, Reykjavik, fyrir 25. íebrúar nk. og þar eru veittar frekari upplýsingar. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Upprifjunarnámskeið hefjast mánu- daginn 1. mars. Upplýsingar og innritun i skrifstoíu skólans. iðnskólinn i Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.