Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.— 14. febrúar 1982. notað og nýtt Um orkumál: „Heitasta ósk kommúnista að allt fari til andsk...” Ingjaldur Hjaltason skrifar: Engin merki sorgar var aö sjá á iðnaðarráöherrans fina fési i sjónvarpi um daginn þó að nú syrti dálitið I álinn hjá álverinu. Ég sá greinilega á andliti hans að hugsun hans var þessi: „Við skulum ekki stækka að nokkru álverið i Straumsvik, sem viö stórgræðum á án alirar áhættu, þótt tap sé á rekstrinum. Við skulum heldur reisa stóriðjuver sem nærri full- vist er aö umtalsvert tap verði á”. Er það virkilega svo, að heit- asta ósk kommúnista sé að öll framleiðslufyrirtæki tapi — helst sem mestu. Er þetta ekki einmitt skjótasta leiðin til „sælurikisins”? Allir skulu tapa svo þeir komi sem fyrst krjúp- andi á hnjánum biðjandi kommayfirstéttina um hvers konar •fyrirgreiðslu til að komast ekki á algjöran vonar- völ. Og sósialrikið blasir við á næsta leiti. Það er ótrúlegt að svona mannskapur skuli vera jafnfjöl- mennur I öllum stéttum hér og raun ber vitni. Allt sem illa fer i gjörvöllum kommaheiminum er Bandarikjamönnum kennt um. Og þegar kommadæmið gengur ekki upp hér er öll óstjórn kennd stjórnarandstöðunni. Birgir Isleifur og hans fylgis- menn (stjórnarandstaðan) virðast vera búnir að bita sig fasta I stóriðju sem að einhverju leyti væri i eigu íslendinga hvað sem tautar og raular. Ég held aö sjaldan hafi verið stigið annað eins gæfuspor og þegar Glaðvakandi svarar í síma 10100 kl. 10—12 frá mánudegi til föstudags Húsmóðir skrifar: Þjoðin biðji fyrir Napoleon Duarte! Ingjaldur Hjaltason ákveðið var að reisa álverið i Straumsvik sem alfarið var i eigu útlendinga meö hagstæðum kjörum. Þessi mikla bjartsýni og framtak þáverandi stjórn- valda (blessuð sé minning þeirra) bjargaöi þjóöinni á s'inum tima. Nei, ég tek undir orð Jóhanns heitins Hafsteins: 20 erlendar álverksmiðjur allt i kringum landið meöan enn er lag og Hjörleifur og kommaliðið er ekki búið aö keyra öll fjármál þjóðarinnar i óleysanlegan hnút. Þaö eitt getur varanlega linaö þjáningar hins hungraða heims. Til Glaðvakanda Ég má til með að rifja upp bernskuminningar minar af trúboði Heimskommúnismans hér á landi; trúboðarnir komu heim til manns, settu fótinn i dyrnar svo að ekki væri hægt að loka á þá og boðuðu byltingu. Ég var dauðhrædd um að þeir rændu öllu og rupluðu og nauðg- uðu jafnvel mér og mömmu. Það sem boðað er með ofbeldi, það rikir meö ofbeldi og hefur þetta sannast i framkvæmd Marxistans. Trúboðarnir voru sigldir og töluðu tungum sem þótti fint i þá daga. Um próf var ekki talað, þvi aö þetta var löngu áður en Bandalag háskólamanna varð til, og þá var ekkert helvitis BSRB meö þjóöinni. Hún var hrein og óspjölluð en óværan var að setjast á hana i llki Rauðu ófréskjunnar, Heims- kommúnismans sbr. Opinber- unarbók Jóhannesar. Auðvitað var hungur i Rúss- landi eftir byltingu enda búiö aö setja keisarann af en hann var tengdasonur okkar ástsæla kóngs Kristjáns 9 sem færði okkur stjórnarskrána, sællar minningar. Þess má geta að þau voru systkinabörn hann og afi hertogans af Kent. En hann var aftur afi James Ogilvy, sem verður 18 vetra nú i febrúar og Marinu Ogilvy, sem þykir mjög aölaðandi og einörð i skapi eins og leiðrétt var I Morgunblaöínu fyrir skömmu. En þetta var nú útúrdúr. Auö- vitað var hungur i Rússlandi eftir byltingu og margir fóru að gefa þangað ýmsar vörur sem aldrei skyldi verið hafa. Hér var m.a. skotið saman fyrir traktor og hjólbörum. Ein kona gaf gift- ingarhringinn I þágu Heims- kommúnismans og hún fékk ferö til Rússlands fyrir vikið. Þetta var fræg reisa og skrifað um hana i öllum blöðum. Konan fræddi menn um margt en hún nefndi ekki að henni hefðu verið sýndir innpakkaðir konfektmol- ar og karamellur I bréfi. Svo var Kommúnistaflokkur- inn stofnaður og brátt uröu hér á landi fleiri Stalinaðdáendur Húsmóðir I Vesturbænum situr viö skriftir. A borðinu er „fæll” yfir skrif hennar i gegnum árin i Glaðvakandaþáttunum. miðað við fólksfjölda en i öðru landi. Þegar Stalin féll frá varð að fjölga um 50% i hreinsunar- deild Reykjavikurborgar þvi að öskuhaugarnir útbiuðust með myndum af honum. Svona er nú sagan. Hann fékk tárum fljót- andi eftirmæli sem aldrei mega gleymast. t dag eru þrjár tegundir stjórnkerfa i heiminum. Lýð- ræöisstjórnir veita þegnunum verkfallsrétt sem sjálfsagt er ef hann er ekki m isnotaður eins og hér á iandi og I Bretlandi og við- ar. Ég verö nú bara að segja eins og er aö ég hef aldrei skilið nauðsynina á þessu BSRB og ASt eða hvað það heitir allt þetta dót. Vinnuna á að kaupa á réttu verði eins og ungi hag- fræðingurinn okkar hann Hann- es Hólmsteinn hefur bent á i sin- um góðu greinum frá Bret- landi. Lýðræðið á undir högg að sækja gagnvart fjölmiðlum okk- ar og má með sanni segja að i fjölmiðlum okkar sé aöalstjórn- arandstaöa Bretlands. Verður hann ekki endursýndur hag- fræöingaþátturinn breski, þar sem spáð var óðaveröbólgu og efnahagshruni i Englandi? Svona lagað á nú bara aö banna! Og svo er Þjóðviljinn gefinn út af Rússum eins og allir vita. Alltaf er talað um atvinnu- leysi i hinum frjálsa heimi en atvinnuleysingjar mega glaðir við una þvi að þeir búa þó altént viðlýðræði. Hvaðt.d. um Kúbu? Það eru 258.126 landflótta Kúbu- búar i Bandarikjunum. Herfor- ingjastjórnir eru margar i Suð- ur-Ameriku og eru sumir að tala illa um þær, en fáir flytjast það- an og þar virðist ekki skortur á lifsnauðsynjum. Nei, þar býr fólk við gjóð kjör, frelsi, lýðræði og unir glatt við sitt, leik og söng. Nú er við völd herfor- ingjastjórn i Póllandi og þar er vitað að fangar séu látnir haf- ast við I tjöldum i frosthörkum. Þaö er hlýrra I Suður-Ameriku. Það er unaður að vera i fangelsi. Að lokum legg ég til að þjóðin biðji fyrir Napoleon mikla Duarte i E1 Salvador að honum lánist að þurrká Heims- kommúnismann út I landi sinu. Húsmóðir Ber að taka upp beint útvarp frá Sunnudagaskólanum? Um trúmál: Tökum upp beint útvarp frá sunnudagaskóla KFUM! Kæri Glaðvakandi! Það er þakkarvert, hve þeir útvarpsmenn eru fúsir að birta ýmislegt kirkjulegt og kristilegt efni i dagskránni. Þó er það langt I frá að vera nóg. Messur eru á hverjum sunnudegi og svo hafa verið fluttir margir þættir, fastir eða lausir um trúarleg efni. Svo bættust við fyrir nokkru „Morgunorð” og „Orð kvöldsins”. Ég held að fólk hafi fagnað þeim stuttu þáttum. Þó vil ég biðja þá sem annast „Morgunorð” að vanda betur val sitt á flutningsmönnum og sjá svo um að þeir séu örugglega sanntrúaðir en á það hefur mér nokkuð þótt bresta. Ekki mega undir nokkrum kringumstæðum menn sem aðhyllast apakenn- inguna koma fram þar. Svo er ég með tillögu um að byrja alla fréttatima á stuttri bæn og ljúka þeim á nokkrum bibliuorðum eöa versi. Einnig vil ég láta táka upp" jarðarfarir a ný en þær voru eitthvert alvinsæl- asta efnið i útvarpinu áöur fyrr. Einnig mætti taka til athugunar hvort ekki mætti útvarpa beint frá sunnudagaskólum og ýmsum vakningasamkomum. Vel mætti spara sitthvað i dagskrá rikisútvarpsins og taka upp vel þegið guðsorð i þess stað. Ég nefni aðeins frétta- auka, sinfóniur, ariur, fantasiur garg og popp. Af nógu er að taka. t Jesú nafni. Lesandi. Vísa vikunnar Geir er ekki halur hálfur, heldur betur, sei, sei sei. Hann er ekki heldur kálfur, sussu, sussu, nei, nei, nei. HBl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.