Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. febrúar 1982. bókmcnntir Kvennaklósettið eftir Marilyn French varð mjög umdeild og umrædd bók. Næsta bók hennar „The Bleeding Heart" eða „Þó blæði hjartasár er sömu- leiðis hin merkasta bók. Hjónaband t Þó blæði hjartasárer sagt frá miðaldra, bandariskri konu, Dol- ores Durer. Hún er kennari, fræðimaður og rithöfundur en er á bókartima i árs frii á styrk til að skrifa bók um hina kvenlegu þjáningu gegnum tiöina og hug- myndafræðina kringum hana. Þessa vinnu kýs Dolores aö vinna i Oxford og i lestinni þangað kynnist hún af tilviljun landa sin- um og jafnaldra (?) sem heitir Victor. Victor er forstjóri hjá Olfufyrirtæki einu, voldugu; þau Dolores laðast hvort aö öðru og taka upp magnað ástarsamband. I bókinni er siðan sagt frá þvi ári sem þau eiga saman — og það er ekkert smáræðis ár. Dolores er fráskilin og á tvö uppkomin börn. Hún segir Victor STRÍÐSREKSTUR smám saman frá hjónabandinu, sem hefur verið persónulegt hel- viti eins og þau „best” veröa þeg- ar tvær ólikar, ósamþýðanlegar persónur ákveða að þeim beri að búa saman — og gera það alltof lengi. Og Victor segir henni frá sinu hjónabandi sem er jafnvel ennþá harmsögulegra og djöful- legra af þvi að hann er gerandinn i þeim ósköpum — Dolores er hins vegar þolandinn i sinni sögu. Þau tvö eru bæði stórsködduð eftir hjónabönd sin. Bæði þjást þau af sektarkennd vegna maka eða barna sinna sem hafa ekki komið ýkja vel útúr þvi striði sem foreldrarnir heyja. Bæði reyna þau að vinna gegn mótun sinni til hefðbundinna hlutverkaskiptinga karls og konu enda bæði með bitra reynslu af þeim. Bæði reyna þau hvort á sinn hátt að byggja nýtt lif á rústum þess gamla. En það gengur ekki mjög vel. Valdabarátta Og af hverju gengur það ekki mjög vel? Hvaða lærdóm hafa þau dregið af öllum sinum hörm- ungum? Dolores hugsar: Já, einhvern daginn myndi hún gera það, segja honum allt þetta... Segja honum að ekki væri hægt að dæma á sama hátt um hluti sem byggðust á ólik- um forsendum, og að enginn karlmaður vissi hvernig það væri að vera kona. Segja hon- um að ekki væri hægt að bera saman óvirkt vald vanmáttar- ins og valdbeitingu, vegna þess að það er ekkert gaman aö óvirka valdinu það fyllir þig ekki vimu, þaö heimilar þér að- eins að hjara. (234) Dagný Kristjánsd. Samkvæmt þessu hefur Dolores uppi þá hörðu kenningu að karl- menn hafi ekki rétt til gagnrýni, varla einu sinni sjálfsgagnrýni, af þvi að þegar allt komi til alls séu það þeir sem hafi — og hafi alltaf haft —völdin i heiminum. Höfuð- andstæðurnar séu karlar annars vegar og konur hins vegar. Arð- rán, kúgun og mengun kapítal- ismans séu körlunum að kenna af þvi að þeir ráði hinum alþjóðlegu auðhringjum. Þeir beri lika ábyrgð á striðum sögunnar. Karl- menn séu gerendur, konur þol- endur. Karlmenn séu kúgarar kvenna og skilyrðislausir and- stæðingar af þvi að þeirra sé valdið (mátturinn og dýrðin), þeir noti það, misnoti það og verji það. Þetta finnst mér voðalega yfir- borðsleg kvennapólitik og það er þessi málflutningur sem sumir sósialistar eiga við þegar þeir tala um „feminisma” — og nota þá oröið sem skammaryrði. Ég get ekki verið annað en ósam- máia þeirri kvennapólitik sem Dolores talar fyrir i bókinni á sama hátt og ég er hjartanlega ósammála „samábyrgðar-hug- myndum” borgarastéttarinnar yfirleitt. Ég get engan veginn kallað verkamenn til saka fyrir glæpi karla af borgarastétt — en það getur Dolores i Þó blæöi hjartasár. Og um leiö og ég segi þetta verð ég aö taka það fram að málið er engan veginn einfalt. Kvöl Eins og áður segir hefur hjóna- band Dolores verið kvalræði og hún lýsir þvi á áhrifamikinn hátt hvernig ósætti þeirra hjóna vex stig af stigi og breytist i gagn- kvæmt hatur; hvernig öryggis- ieysi og vanmáttarkennd Anthon- ys, manns hennar, bitnar á henni og börnunum; hvernig hann reyn- ir ómeðvitað að endurframleiða kreppu sinnar eigin bernsku i börnum sinum; hvernig hún sjálf horfir á það sem er að gerast án þess að sjá, heldur i þá mynd af honum sem er ekki lengur til og berst dæmdri baráttu. Kvöl beggja er hræðileg og átökin kosta eitt barna þeirra lifið. Það er þess vegna engin furöa þó að Dolores sé búin aö fá nóg af þvi að gefa hjarta sitt og vilji aldrei, aldrei. láta fara svona með sig aftur. En — að minu viti er það sem gerðist i raun fremur litið og illa greint og þar af leið- andi veröur saga Dolores saga af persónubundnum átökum (kúg- ara/hinum kúgaða — böðli/fórn- arlambi). Næsta stig hinnar póli- tisku greiningar i bókinni eru svo visanir til sálarkvala kvenna gegnum tiðina annars vegar og allsiðferðilegrar fordæmingar á hinum alþjóðlega kapitalisma hins vegar. Það vantar allt sam- hengi þar á milli og hefði að ósekju mátt vera meiri pólitisk greining á kúgun og sjálfskúgun kvenna, á fjölskyldunni og hug- myndafræðinni kringum hana, hugmyndafræði sem veður uppi hjá Dolores sjálfri o.s.frv. Til að gera langt mál stutt — þá finnst mér sumsé vanta mikilsverð póli- tisk samhengi i þessa bók. Af forréttinda- fólki Það kynjastrið sem geisar I Þó blæði hjartasár ásérsannlega forsendur i fortið þeirra Dolores og Victors. En ég held að það myndi tæpast ná slikum hæöum ef hann væri ekki rikur ihalds- maður og piparsveinn (á bókar- tima) og hún laus við peninga- áhyggjur, óttann við að verða ólétt, barnaþvarg og brauðstrit. Þau eru þannig forréttindafólk sem hafa tima og efni á að láta enga tilfinningu sin á milli óskoð- aöaeðarædda. Og það þýðir ekki aö tilfinningar og átök þeirra séu léttvæg, að ást þeirra, ósætti og kvöl séu ekki til og þarfnist ekki umræðu hjá venjulegum púls- skepnum. Hins vegar gengi manni e.t.v. betur að tengja sig betur viö þetta ef væri meira jarðsamband i bókinni. 1 Kvennaklósettinu var sögð mótunar- og þroskasaga konu sem að visu giftist uppgangsnauti — en mestan part hjónabandsins eru hún og vinkonur hennar blankar, kúgaðar húsmæður — si- puðandi öreigar i húsum mann- anna sinna. Þar er efnahagsiegt jarðsamband sem vantar i Þó blæði hjartasárog það finnst mér bölvuö afturför. 1 Kvennaklósett- inu komu að visu fyrir þau póli- tisku sjónarmið sem finnast alls ráðandi i þessari nýjustu bók Marilyn French. Ég sé ekki að sett séu nein spurningarmerki við skoöanir Doloresar og þvi finnst mér óhætt að skoða hana sem málpipu höfundar. Betur að svo væri ekki. Þó blæði hjarta- sár - þá hvað? Þýöing þessarar bókar hefur ekki verið neitt smáverk og ég þarf ekki að taka það fram þvilik- ur fengur okkur er að þvi að fá jafnóðum á islensku þær kvenna- pólitisku skáldsögur sem hæst ber erlendis. Ég hef borið saman nokkra kafla i frumtexta og islensku þýð- ingunni og þó að hægt væri að setja fingur niður á stöku stað og nöldra eitthvað um ónákvæmni eða lausnir sem maður er ósam- mála — þá eru það smáatriði sem skipta voða litlu máli. Þýðing Alf- heiðar Kjartansdóttur er fagleg og íslenska gerðin af bökinni alla jafna bæði lipur og góð og á vönd- uðu máli (stundum jafnvel of- vönduðu máli að minu mati sbr. „Móðurviðhald” (286) þýö. á „You motherfucker” (312). Þetta finnst mér að hefði orðið að um- skrifa) Það eina sem mér finnst ég geta sett útá i alvöru er titillinn á bókinni. Viðtengingarhátturinn er afar óþjáll i fyrirsögnum og titlum. Þessi titill minnir þar að auki á grátklökk heiti afþreying- arsagna og býður þar af leiðandi uppá hvers konar gálgahúmor (Þó blæði magasár... o.s.frv.). En þegar allt kemur til alls er þó það sem skiptir höfuðmáli sá kvennapólitiski boðskapur sem Þó blæði hjartasárbýður uppá og afstaðan sem menn vilja taka til hans. Dagný erlendar bæhur Louisette Bertholle: French Cooking for All. Translated and edited by Maggie Black. Iliustrations by Earl Thollander. Weidenfeld a,nd Nic- olson 1981. Menning og matargerð eru samtvinnuð. Þjóðir sem rækja erföavenjur i matargerð og vinnslu hráefnis til matargerðar rækja einnig aðrar venjur og hætti, sem eiga sér oftast mjög langa þróun. Aftur á móti er þeim þjóöum hætt sem afrækja forna hætti i matargerð og gina við fá- fengilegu nýjabrumi i matargerð, sem oftast er runnið frá samfé- lögum sem eiga sér enga sögu eða menningarlegar erföavenjur. Matargerð er tengd samfélags- háttum og með breyttum at- vinnuháttum, gjörnýtingu starfs- kraftanna og stöðlun smekks og fristunda breytist matargerðin; massaframleiðsla hráefnis, þar sem fóðrið er kýlt i skepnurnar ásamt hormónagjöfum, siðan er hráefnið fryst og selt tilbúið til hroðvirknislegrar matargerðar og siðan er ómetinu svælt I sig með tilheyrandi samsulli, og drukkiö með væmnissætt sull. Þessir hættir i hráefnisframleiðslu og matargerö eru bandariskir og uppteknir vitt um heim, þám. hér á landieinkum meðal þeirra hópa sem eru að slitna eöa eru þegar rótslitnir úr islenzkum menning- ararfi. Það er furðulegt að hrað- framleitt ómeti eins og batteriis- kjúklingar, skuli þykja góður matur, næsta stigið hlýtur að verða kaninukjötsát eða neysla nagdýrakjöts, með tilheyrandi hormónum. í þessu riti Louisettes Bertholl- es má finna margvislegar grónar franskar uppskriftir, framsettar á greinargóöan hátt og yrði of langt mál að telja þó ekki væri nema brot þeirra ágætu rétta, upp, sem frú Bertholle matreiöir svo listilega. Menn ættu endilega að fá sér þessa bók og nota hana, þó ekki væri til annars en sem mótvægi við þann óþjóðar-lág- smekk sem tröllriður einkum fjölbýlisfólki I matargerð, hér á landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.