Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 22
22 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. febrúar 1982. MINNING Pétur Sæmundsson bankastjóri Fæddur 13.2. 1925 — dáinn 5.2. 1982 Ég get ekki, svo sem vert væri, fjallað um hin margháttuðu trúnaðarstörf vinar mins Péturs Sæmundsen, sem hann gegndi á sviði iönaöarmála, bankamála, félagsmála og sagnfræði. Þau ár, sem ég hef verið formaður Iðn- lánasjóðs, var Pétur annar fram- kvæmdastjóri sjóðsins með Braga Hannessyni. Þeim störfum sinnti hann af sérstakri natni og starfsgleði, ótrúlegri atorku og glöggskyggni, en málefni Iðn- lánasjóðs voru Pétri heilög mál. Ég vil fyrir hönd stjórnar Iðn- lánasjóðs og alls starfsfólks sjóðsins flytja við fráfall Péturs sérstakar þakkirfyrir samstarfiö og hin ómetanlegu og heilla- drjúgu störf hans i þágu sjóðsins alla tið er hans naut við. Ég starfaði með Pétri i stjórn Norræna iðnþróunarsjóðsins og var hann formaður fram- kvæmdastjórnar hans hin siðustu ár. Einnig sátum við mörg ár saman í bankaráði Seðlabanka tslands. A þessum starfsvett- vangi var unun að vinna með Pétri, og þar fengum við sam- starfsmennimir notið mannkosta hans og starfshæfni. Mat hans á aðstæöum var hlutlægt og ákvarðanatakan ætíð i samræmi við það. Hann var fylginn sér en tók rökum, hann var raunsær og sérstaklega fljótur að átta sig á aðalatriðum hvers mál, en hafn- aði umsvifalaust öllum draunhæf- um málalengingum. Framsækin öfl i uppbyggingu iðnaðar á tslandi og þeir aðilar, sem i alvöru láta sig varða iðn- þróun og hagsmuni iðnaðar, hafa við fráfall Péturs Sæmundsen misstmikilhæfan forustumann og liðsmann. Þar er nú stórt skarð fyrir skildi. Ég hef misst mikinn og góðan vin. Við Pétur kynntumst fyrst i gagnfræðaskóla. Eftir það skildu leiðir, þar til Magnús Kjartans- son varð iðnaðarráðherra 1971 og ég fór að sinna ymsum iðnaðar- pólitiskum verkefnum og hitti þá Pétur aftur i miðjum forystu- hópnum. Tókst með okkur mikil og náið samstarf, sem fljótlega þróaðist i einlæga vináttu. Sam- starfið við Pétur var mér mikil þroskalind, ráðleggingar hans til heilla og vinarþel til sifeDdrar uppörvunar. Ég hef margs að minnast og mikið að þakka. Viö Pétur vorum ekki sammála ipólitik. Aldrei skyggði það á vin- áttu okkar. A hinum pólitiska leikvangi lékum við á sitthvorum kanti,en sóttum þá báðir að sama markinu. Við gáfum oft góða bolta inn til miðframherjanna, sem við ætluðumst til mikils af, en þaö fór eftir atvikum, eins og gengur.hvort skotið varfram hjá eða hæft i' mark. Ég átti oft með Pétri einum samverustundir, sem mér eru ógleymanlegar. Þá ræddum við gjarnan um menn og málefni um- búðalaust og lifið og tilveruna. A þeim stundum fann ég, hvað Pét- ur Sæmundsen var storbrotinn persónuleiki, hvað hugarheimur hans spannaði yfir miklar vfðátt- ur og hvað hann var raunsær og réttsýnn á sjálfan sig og umhverf i sitt. Eitt var það i fari Péturs, sem við nánari kynni vakti sérstaka athygli mína. Það var hin tak- markalausa virðing hans fyrir þjóðlegum verðmætum og hversu mjög hann unni öllum þjóðlegum fróðleik,ekki sistum heimabyggð sina. A þessu sviði var banka- maðurinn sistarfandi, þótt ekki færi það hátt, og þekkja sveitung- ar hans verkin hans þar svo og meðstjórnendur hans i Sögulélag- inu. Samofin áhuga hans á sögu þjóðarinnar var ást hans og lotn- ing fyrir landinu og var Pétur hinn raunsanni náttúruverndar- maður. Einu sinni leitaði ég til Péturs með mikinn vanda i máli, sem varðaði miklu i minu lifi. A svip- stundu sá hann lausn málsins og það beinlfnis lýsti af ráðsnilld hans og gjörhygli, að maður tali nú ekki um vináttuna og um- hyggjuna, sem undir bjó. Pétur verður jarðsettur á af- mælisdaginn sinn 13. febrúar og auðvitað f Húnaþingi. Pétur var lengibiiinn að vera mikið veikur, en sýndi þá ekki siður en endra- nær mikinn kjark og karl- mennsku uns yfir lauk. Guðrún, kona hans, sem i hvivetna stóð við hlið manns sins af mikilli reisn gegnum tiðina, lét ekki sitt eltir liggja siðasta spöiinn. Guðrún og synir. Við Ragna vottum ykkur dýpstu samúð og hluttekningu en íhugum okkar er þyngri harmur en tárum taki. Ingi R. Helgason Kveðja frá Sögufélagi Við fráfall Péturs Sæmundsen bankastjóra minnumst við i stjórn Sögufélags góðs sam- starfsmanns, félaga og vinar. Hann var kjörinn i stjórn félags- ns árið 1973, og gjaldkeri þess var hann frá árinu 1978 til dauða- dags. Pétur Sæmundsen sameinaði >á ákjósanlegu eðliskosti að hafa il að bera i senn rikan áhuga á ögulegum fróðleik, varðveislu hans og útgáfu, sem og þau hygg- ndi, er i hag koma, en þar vil ég elja örugga þekkingu á hagnýt- um málum eins og fjárhagslegum rekstri. t þeim efnum var ekki hægt að hugsa sér betri mann en n Pétur og þess naut félag okkar i rikum mæli. Hann vann hinu átt- ræða fræðafélagi af miklum áhuga og dugnaði, sem honum var f blóð borinn, hvort sem var með setu á stjórnarfundum, um- sjón með fjármálum og bókhaldi, eða hann brá sér i vinnufötin með okkur til flutninga á bókum félagsins. Pétur Sæmundsen var einlægt hollráður, skjótráður og hrein- skilinn i skoðanaskiptum, svo að okkur i Sögufélagi þótti sem ekki gæti verið betur fyrir hlutum séð en þar sem hann lagði hönd að verki. Hér kom og til hressilegt viðmót hans og einstaklega hýr lund, ekki sist á þeim stundum, þegar hann gladdist yfir velferð félags okkar og sá, að mál þok- uðust i rétta átt. Þegar undirritaður léöi máls á þvi að taka við forsetastarfi i Sögufélagi fyrir nær fjórum ár- um, réð þeirri ákvörðun fyrst og fremst sú vissa, að félagið átti slikan mann að sem Pétur Sæ- mundsen til að gegna þar mikil- vægu trúnaðarstarfi og hafa reiðu á hlutunum. Og hann reyndist mér og okkur öllum i stjórn Sögu- félags traustur og hreinskiptinn drengskaparmaður, sem ómetan- legt var að fá að starfa með. Hann var hreinn og beinn, og allt, sem hann sagði, stóð sem starfur á bók. Að honum er mikil eftirsjá og skarð fyrir skildi, er hann fell- ur frá langt um aldur fram. Ab leiðarlokum þakkar stjórn Sögufélags Pétri Sæmundsen fyr- ir allt, sem hann vann félaginu, og við minnumst ætið góðs drengs, sem starfaði með okkur um árabil að sameiginlegu hugð- arefni i þágu islenzkrar menning- ar. Við sendum eftirlifandi konu hans, frú Guðrúnu sonum þeirra og fjölskyldu, innilegar samúðar- kveðjur. Einar Laxness Vegna mistaka við birtingu i siðasta Sunnudagsblaði er lúkarsvisa Asa i Bæ birt á ný. Beðið er afsökunar á mistök- Sœvar í Gröf Lúkarsvísur Faðir og sonur: Binni i Gröf og Sævar árið 1944 Við munum hann frískan í fasi með fögnuð í augunum björtu svo lengi sem lyft verður glasi og lifa sæbarin hjörtu. Hvort sem lagði hann dýpst á dröfn eða dorgaði uppvið sand, fleyinu stýrði heilu í höfn og hoppaði karskur í land. Ungur stóð'ann við öldu stokk af öðrum góðum bar, en þegar reyndi á þennan skrokk þá vissum við hver hann var. Með línu handfæri nætur net í nepju og veðradyn á Gullborgu slógu þeir met á met því magnað er fransarakyn. Suðaustan 14 i siglum hvín, af seltunni þyrstir mann, bergja þá vinirnir brennivín og bokkunum reddar hann. Látum þá bítast um arð og auð eignast banka og hrað, gleðjast við orður og gáfnafrauð, við gefum skít í það. Hver þekkir drauminn sem bakvið býr það brjóst sem heitast slær, lífið er undarlegt ævintýr sem enginn skilið fær. Kammersveit Reykjavíkur með tónleika á morgun kl. 14 Samhentir feðgarnir sigldu höf og saman var gaman að slást, því sonur 'ans Binna, hann Sævar í Gröf siðastur manna brást. Kvöldrauðan jökul við blámann ber og bjarmar við skýjahlið, í síðasta róðurinn Sævar fer og siglir á ókunn mið. Sunnudaginn 14. febrdar efnir Kammersvcit Reykjavikur til tónleika, sem helgaðir eru tón- skáldinu Igor Stravinsky. Á þessu ári eru liðin hundrað ár frá fæðingu hans. Á tónleikunum veröur flutt ilrval kammerverka Stravinsky, allt frá einsöngs- og einleiksvet-kum upp i verk fyrir kammerhljómsveit. Dumbarton Oaks. 011 verkin að einu undan- skildu heyrast nú i fyrsta sinn á tónleikum i Reykjavik. A tónleik- unum koma fram 20 hljóðfæra- leikarar og söngkonurnar Sigrún Gestsdóttir og Rut Magnússon. Stjómandi á tónleikunum verður bandaríski fiðluleikarinn og stjómandinn Paul Zukofsky. Tónleikarnir verða haldnir i Gamla Biói og hefjast kl. 16. Miöasala verðurí Gamla BIói frá kl. 14. L_ Við munum hann frískan í fasi með fögnuð í augunum björtu svo lengi sem lyft verður glasi og lifa sæbarin hjörtu. Ási í Bæ. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.