Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 20
20 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. febrúar 1982.
dægurtónlöst
CRASS
Sle.ve If'norant á fullri fcrft.
Crass er einhver athyglis-
verðasta hljómsveit nú starf-
andi á Englandi, og í þarlendu
tónlistarlifi hefur hún mikla
sérstöðu. Crass fer allt aðrar
leiðir en þar gengur og gerist og
talsvert óvenjuleg er hug-
myndafræði hennar.
1977 stofnuðu hljómsveitina
trommuleikarinn Penny Rim-
bud og söngvarinn Steve Igno-
rant. Fengu þeir til liðs við sig
sitt Ur hverri áttinni: Eve Li-
bertine, söngvarann Joy De
Viore, gitarleikarann Phil F'ree
og Andy N.M. Piamer á bassa.
Heimiii hljómsveitarinnar er
kommúna ein og hefurhún verið
við lýði allt frá dögum hipp-
anna. Tiu af þeim sem nú eru i
henni standa að baki Crass.
Þegar einhver flytur úr komm-
únunni hættir hann sjálfkrafa i
hljómsveitinni. Aldur hljóm-
sveitarmanna er á bilinu 20—35
ár. Tengsl hennar við hippatim-
ann eru sterk; tengsl sem
hljómsveitin skammastsin ekk-
ertfyrir: ,,Þetta fer allteftir þvi
hvernig hippi er skilgreindur.
Ef hippi er einstaklingur sem
vill skapa betri heim, þá erallt i
lagi að kallast hippi”.
Hvaft cr Crass?
Crass er ekki aðeins hljóm-
sveit: Crass er einnig útgáfu-
fyrirtæki, dreifingarfyrirtæki,
kvikmyndaframleiðandi og
blaöaútgefandi. Blaðið Crass
Inter-National Anthem kemur
út eins oft og henta þykir og
þjónar þeim tilgangi að halda
tengslum milli aðdáenda og
hljómsveitarinnar. 1 blaðinu
kemur Crass hugmyndum sin-
um á framfæri og skýrir texta
sina.
Kvikmyndaframleiðsla Crass
er notuð á tónleikum hljóm-
sveitarinnar. Kvikmynd ersýnd
til að leggja þyngri áherslu á
innihald textanna. Er brugðið
upp mjög sláandi myndum af
fórnarlömbum styrjalda og of-
beldis. Hljómsveitin stendur þvi
ekki fyrir skemmtisamkomu-
haldi, þar sem safnast er saman
til að drekka, vera „skakkur” og
hlýða á tónlist.Markmiðiðerað
fá áheyrendur til þess að
rumska upp Ur dvala hvers-
dagsleikans og gefa þeim inn-
sýn i þjáningar annarra.
Útgáfu- og dreifingarfyrir-
tæki Crass, hefur það hlutverk
að senda út efni hljómsveitar-
innar, svo og annarra lista-
manna sem útgáfan hefur á
snærum sinum, á sem allra
ódýrastan hátt. Alltergerttil að
halda verði hljómplatna i hófi
og er verð á þeim hljómplötum
sem Crass sendir frá sér mun
lægra en almennt tiðkast á Eng-
landi. Megninu af plötum sinum
dreifa þeir sjálfir, þó dreifir
RoughTrade einhverju fyrir þá.
Crass auglýsir aldrei og er i litl-
um tengslum við poppskrifara.
Huiíniyndafræfti
Anarkismi eða stjórnleysi er
hugmyndafræði Crass. Keppi-
kefli stjórnleysingja er að af-
nema með öllu rikisvald, skipu-
lag og stjórnun og einnig stjórn-
unartæki rikis t.d. fangelsi, lög-
reglu og her. Stjórnleysingjar
stefna að stéttlausu þjóðfólagi
þar sem allur ágreiningur milli
hópa og einstaklinga er jafn-
aður með samkomulagi.
Þeir t rúa þvi að án stjórnunar
muni hið óréttláta þjóðskipulag
hverfa og þess I stað koma
skipulag þar sem sameiginlegur
skilningur muni rikja.
Undirstaðan fyrir þessum
hugmyndum er trúin á hið góða
imanninum. Maðurinn er góður
og það er hægt að treysta
honum. Það eru hin ytri öfl svo
sem stjórnun sem hafi áhrif ti)
hins verra.
Stjórnleysingjar eru ekki á
eitt sáttir um hvaða leiðir séu
bestar að markinu. Annars
vegar eru þeir sem vilja beita
ofbeldi og hryðjuverkum. Hins-
vegar þeir sem vilja beita frið-
samlegri mótstööu.
Crass fellur undir þennan
seinni hóp. ,,Ef stöðugt væri
verið að ráðast á mig fyrir að
bera Crass barmmerki mundi
taka það af. Það er hrein og klár
vitleysa að segja fólki að verja
sig þvi margir eru einfaldlega
ekki fær:r um það”.
Það er ekki þar með sagt að
það tákni óvirkni. Það þýðir að
leita ekki svara við vandamál-
unum með ofbeldi.
Textar þeirra i Crass eru
mjög beinskeyttir og i þeim
segja þau sina meiningu um-
búðalaust. Þau ráðast á kirkj-
una, stjómvöld, rokkiðnaðinn
og allt það sem tilheyrir hinu
borgaralega samfélagi. Þau
spyrja i' sifellu en veita engin
svör. Það er einstaklingsins að
leita þeirra.
Nöfn á plötum hljómsveitar-
innar segja sina sögu. Fyrsta
breiðskifan ber hiö bibllulega
heiti The feeding of the five
thousands.Titiilag þeirrar plötu
heitir „Asylum" og fjallar um
Jesúm.
..you dug the graves-
of auschwitz/ the soil of tre-
hlinka is your guilt/ your sin/
master/ master of gore/
enigma/you carry the standard
of our oppression/ enola is your
gaiety/ the bodies of hirosoma
are your delight/...
JESÚS IMED FOR HIS OWN
SINS NOT MINE”/
A sömu plötu er annað mjög
magnaðlag ,,Punk is dead’.Þar
eraðfinna mjög harkalega árás
á pönkið og þá sem þar hafa
staðið i fararbroddi.
önnur breiðskifa hljóm-
sveitarinnar heitir Penis Envy.
Fjalla þar textar að mestu um
kvenlega eiginleika frekar en
kvennabaráttu. Lýst er hvernig
konunni er skipaður bás I þjóð-
félagi karlmanna:
..They’ll teach her how to cook.
Teach her how to look.
They’ll teach her a11 the tricks,
Create another victim for their
greasy pricks.
Poor litle object to prod and
pinch.
Poor littlc sweety, poor Iittle
filly.
They’ll fuck hcr mind so they
ean fuck her silly”.
Þriðja og seinasta plata Crass
heitir Stations Of the Crass. Á
henni taka þeir fyrir lik vanda-
mál og á fyrri breiðfskifum i
lögum eins og „System”, ,,Dar-
ling”, ,,Heard to much about”.
Einnig er að finna á þessari
plötu lag sem heitir „White
punks on hope” sem er skrum-
skæling á einhverju þekktasta
lagi Clash. Það byrjar þannig:
„They said that we were trash/
well the name is crass, nol
clash”.
Auk þessara þriggja breið-
ski'fna hefur hljómsveitin sent
frá sér nokkrar litlar plötur.
Tónlist Crass er með góðu
móti hægt að kalla pönk eins og
það gerðist hér fyrir tæplega
fjórum árum. Allur hljóðfæra-
leikur er mjög hrár og óhefl-
aður. Hljóðfæraleikur gæti verið
betri en ég er efins um að það
mundi falla vel að þeim boðskap
sem hljómsveitin er að koma á
framfæri.
Ég verð að játa að mér fellur
mjög vel tónlist Crass og þann
boðskap sem hún boðar þó ég sé
ekki sammála þeim i öllum at-
riðum. Það er góður andi yfir
öllu starfi þeirra og það hefur
sitt að segja.
Ileimildir: Britanica
(um anarkisma)
Melody Maker
Rapid Eye Movcment,
Vague.
Ögn um Poison girls:
Eggið og hænan
Poison girls, er hljómsveit
sem mér finnst sýna og sanna
að eggið getur kennt hænunni
(en eru hænur námsfúsar?). t
þessu tilviki er hljómsveitin
Crass i hlutverki hænunnar en
„Eitur-stúlkurnar” eggsins.
Poison girls voru sem sagt i
byrjun ferils sins undir vernd-
arvæng Crass, spiluðu með
þeim á hljómleikum og gáfu út
nokkrar plötur á þvi merki:
smáskifuna All system go, 8
laga plötuna Hex.lagiö Persons
unknown á tveggja laga plöt-
unni Bloody revolution.þar sem
Crassáttu „hitt” lagið. Og loks
er það hin frábæra plata
Chappaquiddick bridge, sem
hér er lauslega til umfjöllunar.
Á sl. ári yfirgáfu Poison girls
Crass og stofnuðu eigið útgáfu-
fyrirtæki og hafa gefiö út siðan
eina hljómleikaplötu Total Ex-
posure. Fálkinn hefur haft plöt-
ur Poison girls á boðstólum, þótt
ekki sé ég viss um að þær séu
þar upp um alla veggi i augna-
blikinu. Væri óskandi að Dóri
brygði skjótt við og pantaði inn
alla titla frá þeim.
Félagarnir í Poison girls eru:
Richard Famous, gitar og söng-
ur, Bernhardt Rebours, bassi,
hljóðgervill og pianó, Lance
D’Boyle, trommur, Nil, raf-
Vi Subversa, söngkona og
gftarleikari I Poison Girls.
magnsfiðla, og siðast en ekki
sist Vi Subversa, söngur og git-
„Eitur stúlkurnar" eru komn-
ar af alléttasta skeiði og mun
eini kvenmaðurinn i hópnum
vera aldursforsetinn. Söngkon-
an Vi Subversa er skriðin tvö ár
yfir fimmtugsaldurinn. Þess má
kannski lika geta að hún á eitt
stykki dóttur, Honey Bane að
nafni, sem fetað hefur i fótspor
móður sinnar og gerst söng-
kona. Hún gaf út eina litla plötu
á Crassmerkinu, en fór siðan til
EMI, þar sem komið hafa út
með henni 3 litlar plötur.
Meðlimir Poison girls aðhyll-
ast anarkisma eins og Crass, en
textar þeirra fyrrnefndu eru
miklu betur gerðir og i þeim
húmor (kaldhæönislegur að
vísu), sem mér finnst t.d. frum-
stæðir og oft barnalegir textar
Crass hefðu ekki vont af. Þar að
auki eru Poison girls miklu betri
hljóðfæraleikarar en Crass. —
Annars ætlaði ég nú ekki að fara
i skitkast við Crass, Jón Viðar,
Pétur pönkara eða aðra, ... ætl-
aði bara rétt að rökstyðja þetta
með eggið og hænuna.
Fyrir þá sem muna — og
höfðu gaman af Jefferson Air-
plane i „gamla daga", t.d. lög-
um eins og White rabbit, eru
Poison girls hrein „guösgjöf”.
Fyrir þá yngri væri ekki úr vegi
að dusta rykið af Airplane, sem
seinna breyttist i Jefferson
Starship. Þetta var þrælmerki-
leg hippahljómsveit, a.m.k.
þangað til Grace Slick, söng-
kona og hljómborðsleikari,
hætti.
1 lokin skulum við láta fljóta
með yfirlýsingu frá Poison girls
sem eraðfinna á albúmi þeirra
um Chappaquiddick bridge,
sem ég gef enn og aftur min
bestumeðmæli:
STATEMENT
Andrea
Jónsdóttir
skrifar
I dcnounce the system that murders my childrcn
I denounce the systcm that denics my existence
I curse the system that makes machines of my children
I rejcct thc system that makes men of machines
I reject the system that turns bodies of my ownsweet flesh
into caged monsters of iron and steel and war
I reject the system thatturns the hearts of my children
against this earth...
I cursc the systcm that turns the genitals of my children
into factories of fire and destruction
and rapcs our flesh... and tcarsour womb... this earth our home
There are no words for us no words
When the fireball rapes the flesh of the earth
when the fireball tears the womb of the world
when the bullet rips apart the son and lover
when the bullet lays to waste the daugther
lays to waste thc wombwork and the labour
wherc are they that will cherish my flesh?
whcre are they that will cherish my children?
the mcn that will stand against the deathdealers
the children that can say no to the life stealers
where are they that will curse the death dealers?
There are no words for us no words
Only a curse leaps from my throat
only a curse leaps like vomit from my throat
only a curse leaps iike blood from my throat
to curse the warlords that lay to waste our labour
that lay to waste the wombwork and the labour
that lay to waste ... that lay to waste.. That lay to waste
wastc... Waste... Waste ... Waste.. Waste „Waste...