Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.— 14. febrúar 1982. Starfsfólk óskast til eftirtalinna starfa 1. Ritarastarí': Góð vélritunarkunnátta, svo og kunn- átta i ensku, þýsku og norðurlandamáli nauðsynleg. 2. Sölustarí: Um er að ræða hálfsdags starf. Nauð- synleg kunnátta i ensku, þýsku og norð- urlandamáli. 3. Afgreiðslustarf: Um er að ræða starf við afgreiðslu og tiltekt á kjötvörum. Umsóknareyðublöð hjá starfsmanna- stjóra er veitir nánari upplýsingar. Bréffrá G. r Margréti Oskars- dóttur leikstjóra með meiru: Párað i hasti kl. 5.45 aðfarar- nótt 7. febrúar 1982 i Reykjavik. Heill og sæll blaðamaður. Ég er á förum kl. 8.00 f.h. þ.e.a.s. eftir tæpa tvo klukkutima — til Búðardals. Trúlega furðuleg byrjun á frétt. Frétt— hvað er það? Datt ein- hver i stiga? Er hálka á Hring- brautinni? Er e.t.v. 7 mm nýfallin mjöll á 7 bilum á Vesturgötu? Hver veit? Ekki ég. Hvaða ég? Ég heiti Guðfinna Margrét Ósk- arsdóttir og er frá tsafirði. Ég hef i desember og janúar leikstýrt noröur i Strandasýslu eitt stykki Or sýningunni á Slettirekunni i Broddanesskóla: Jón Hákonarson sem Goddard leynilögregluþjónn og Matthias Lýösson sem Harry Bacter yfirleynilögreglustjóri. SAMBAND ÍSL.SAIÍIVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD BSRB Móttaka i titefni af 40 ára afmæii B.S.R.B. er félagsmönnum velunnurum og gestum boðið tii kaffidrykkju að Grettistötu 89 sunnudaginn 14. febr. kl. 2—7 e.h. Þar verður einnig sýning þar sem brugðið er upp svipmyndum úr sögu samtakanna frá 1915. MS-félag Islands heldur félagsfund i Hátúni 12 fimmtud. 18. febr. kl. 8 e.h. Dagskrá: Helgi Valdimarsson læknir flytur erindi um MS. Félagsmenn og gestir velkomnir. Stjórnin UTBOÐ Aburðarverksmiðja rikisins Gufunesi ósk- ar eftir tilboðum i sölu á 77 tonnum af steypuslyrktarstáli. Útboðsgögn fást á skrifstofunni i Gufu- nesi. Frestur til að skila tilboðum er til 26. febr- úar 1982. Áburðarverksmiðja rikisins Húseigendur athugið! Félagsmálaráðuneytið hefur heimilað að veita nokkra undanþágu frá byggingarreglugerð nr. 292/1979, að þvi er varðar samþykkt á ibúðum er gerðar hafa verið án leyfis byggingaryfirvalda tima- bilið 24. mars 1965 til 16. mai 1979. Undan- þágan gildir til ársloka 1982. Nánari upplýsingar gefur byggingarfull- trúinn i Reykjavik. BYGGINGARFULLTRÚINN í REYKJAVÍK. Datt einhver í stiga leikriti Slettirekunni. Og mér finnst þaö frétt. — Mér finnst það verulegt fréttaefni hvernig slikt og þvilikt getur átt sér staö, þarna i fámennri sveit þar sem þrir hreppar taka sig saman og fjallvegur skilur þá að, — á þess- um árstima. Engu að siður gerðist það og tókst — tókst meira aö segja all-þokkalega. Þess vegna vil ég, skal mér, takast að duga þó ekki sé nema örfáar minútur i viðbót til að reyna að koma á framfæri örfáum atriðum viðvikjandi all- merkilegri frétt — að visu utan af landi. Enginn dó — enginn slasaðist — enginn vann neina hetjudáð þ.e.a.s. á heimamannavisu. Þau mjólkuðu, gáfu, lagfærðu, gáfu aftur, mjólkuðu aftur, kysstu for- eldra, maka og börn og skelltu sér á leikæfingu sem e.t.v. tók 12 tima að meðtöldum ferðalögum, byrj- uðu siðan strax á rúgbrauðsgerð, rennilásasaum eða jeppaviðgerð eða... Siðan mjólkuðu þau, gáfu fénu o.s.frv. Nei, þaö slasaðist enginn, eng- inn framdi glæp, alit tiðindalaust og meinhægt... og þó. Aðstoðar- maður leikstjóra gat ekki mætt einu sinni af þvi hestur skarst illa þegar... Fyrirgefðu ég gleymdi mér. Hvernig i ósköpunum ætti ég að leggja það á þig, blaðamann i Reykjavik að hlusta á hvað það kostar mikinn tima, erfiði, fjár- muni að kalla á lækni frá Hólma- vik til að gera að sárum skepn- unnar. (Það vill til að læknirinn er örsmá, fingerð, falleg kona sem lætur sér EKKI allt fyrir brjósti brenna og bjargaði bónda, hesti, leikstjóra og leiksýningu frá öllum óþægindum). Sérstakur dýralæknir? Sérstakur einhver? Ekki til... Fyrirgeföu blaðamaður góöur ef þú ert oröinn þreyttur. (Ég er það lika svo fjandinn vorkenni þér meira en mér.) Nú er klukkan 6.45. (Þú veist við þunnbýiingar erum ekki jafn Slettirekan Það er Leikfélagið Elding sem sýnir Slettirekuna og i leikskrá segir að það hafi verið stofnað við kertaljós þann 13. janúar 1980 þegar haglél og eldingar geisuðu um jörðina og slökktu á rikisraf- magninu. Þetta er þriðja vcrkefni félagsins. en þess iná geta þegar fvrsta verkefnið var sýnt komu nær 90% af öllum ibúum á fclags- svæðinu i leikhúsið. Slettirekaner sakamálaleikur i fjórum þáttum eftir Jack Popplewell og er G. Margret óskarsdóttir leikstjóri. Leikendur eru Jóna Þóröardóttir, Jóhann Sigurösson, Ásdis Jóns- dóttir, Gisii Kjartansson, Guðmundur Þóröarson, Jón Hákonarson, Matthias Lýösson, Guöfinna Magnusdóttir, Steinunn Hákonardóttir og Guðjón Jónsson. Ljósameistari er Indriöi Sigmundssonen búninga annaöist Signý Sigmundsdóttir o.fl. — Gfr. Guðfinna Margrét óskarsdóttir: Mér finnst það vcrulcgt fréttaefni hvernig slíkt og þvilikt getur átt sér stað, þarna i fáinennri sveit þar sem þrir hreppar taka sig saman og fjallvegur skilur þá að, — á þessum árstima. tljót að spjalla á ritmáli cg þið blaðamenn). Og þá er þaö fréttin: Hún fylgir þessu pári mmu sem leikskrá fyrrnefnds leikrits og viljirðu vita meira (en þá veröuröu lika akkúrat að lita á uppsetningu eins leikrits i einu af rúmlega 70 áhugaleikfélögum viðs vegar á Fróni — sem frétt.) Þá skaltu hringja i Franklin Þórðarson, Litla-Fjarðarhorni, Fellshreppi, formann Eldingar en það er nafn leikfélagsins sem fólk úr Óspaks- eyrar- og Fellshreppi stendur að. Siminn er 95-3203 (eini sjálfvirki siminn i sveitinni). Eða i undirrit- aða sem nú er stödd i Búðardal að halda leiklistarnámskeið. Siminn er 93-4190. Frumsýningin i Broddanes- skóla var 28. janúar, önnur sýning var áætluð kvöldið eftir en varð að fresta henni til 30. vegna þess að leikarar komust ekki á staðinn vegna ófærðar. Leikför til Hólma- vikur varð einnig að aflýsa vegna ófærðar, en ætlunin er að æfa og sýna eftir sauðburð i vor á svæð- inu frá Arneshreppi og suður að Brú i Hrútafirði. Með vinsemd og fyrirfram þökk. G. Margrét óskarsdóttir UTBOÐ Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i gerð fyrsta áfanga Reykjanesbrautar milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Fylling Skering þar af i berg Malbik 30.000 rúmmetrar 28.000 rúmmetrar 10.000 rúmmetrar 9.000 fermetrar Hluta verksins skal fullgera fyrir 15. sept. 1982 og þessum áfanga skal að fullu lokið eigi siðar en 30. júni 1983. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjald- kera Vegagerðar rikisins, Borgartúni 5, Reykjavik, frá og með þriðjudeginum 16. febrúr n.k. gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsing- ar og/eða breytingar skulu berast Vega- gerð rikisins skriflega eigi siðar en 23. febrúar. Gera skal tilboð i samræmi við útboðs- gögn og skila i lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar rikisins, Borg- artúni 7,105 Reykjavik, fyrir kl. 14.00 hinn 26. febrúar 1982 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, er þess óska. Reykjavik, i febrúar 1982 Vegamálastjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.