Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. mars 1982. Gríhnsson skrifar stjórnmál á sunnudcgi Ólafur Ragnar Hundruö atvinnuleysingja i biöröö um hvert starf sem losnar. Hér bföa atvinnuieysingjar i Colorado. „FRJALSHYGGIAN í framkvæmd Reagan, Thatcher og hinn islenski lærisveinn ásamt boöskapnum úr Morgunblaöinu. uppreisna i hverfum blökku- i Bandaríkjunum eru rúmiega 11 miljónir manna atvinnulausar. i Bretlandi eru 3 miljónir á atvinnuleysisskrá. Fleiri en i heimskreppunni miklu. í hinum vestræna kapítaliska veraldarhluta eru samtals rúmar 30 miljónir án atvinnu. i sumum stórborgum Am- eriku nær atvinnuleysi nú til 30 - 40% allra vinnu- færra manna. Slíkar tölur eru hrika- legar. En þær rísa ekki hátt i fjölmiölafréttum því aö þær rjúfa óþyrmi- lega glansmyndir um vel- sæld og hamingjusaman almenning sem auglýs- ingaskrifstofur stórfyrir- tækjanna framieiða áriö um kring. Samt hefur veruleikinn þróast á þennan hátt. Leiftursókn Reagans og Thatchers hefur borið árangur. Hin- ir riku hafa oröiö ríkari en hinir fátæku fátækari. lslendingar eru háöir hagþró- un i þessum heimshluta. Þang- aö er seldur blóminn úr afurö- um sjávarins og framleiösla stóriöjufyrirtækjanna. Þaöan kaupum viö þorrann af innflutn- ingnum. Þegar risavaxnasta kreppa síöustu áratuga rikir á okkar helstu markaössvæöum, þá er nánast kraftaverk aö tek- ist hefur i okkar landi aö veita öllum atvinnu, viöhalda kaup- mætti flestra, tryggja hagvöxt þegar aörar þjóöir eru i minus og skapa grundvöll fyrir aukn- um félagslegum réttindum og þjónustu á fjölmörgum sviöum. Við skulum skoöa veruleikann i lifskjörum alþýðunnar þar sem erkipáfar nýkapítalismans, hinnar svokölluðu „Frjáls- hyggju” hafa náö völdum. Nafngiftin „Frjálshyggja” er hins vegar argasta öfugmæli hvaö snertir allan almenning. Hún hefur fyrst og fremst fært alþýðunni fjötra atvinnuleysis- ins. Hún er i raun heimspeki eymdarinnar. Miljónlr, mil j ónir, mil j ónir íslendingum er ekki tamt að hugsa um fólksfjölda i miljón- um. Við þekkjum þorp og kaup- staöi með nokkur hundruö eða fáeinar þúsundir ibúa. Höfuö- borg okkar er litiö samfélag á erlendan mælikvaröa. Allir ibú- ar tslands gætu rúmast i litlu hverfi, jafnvei fáeinum götum, i erlendri stórborg. Þess vegna þurfum viö aö setja okkar i sér- stakar stellingar þegar fólk er taliö i miljónum. Þaö er átak fyrir tslendinga að skilja slikan veruleika. Atvinnulausir i Bretlandi eru svo margir að 13-falda yröi ibúatölu tslendinga til að ná þeim fjölda. Þrjár miljónir Breta eru atvinnuiausir. Þaö eru 12% allra vinnufærra manna. Umreiknaö i hérlent hlutfall væri talan um 13000 ts- lendingar. Um áramótin lýsti Morgunblaöiö yfir öngþveiti af þvi aö i fáeina daga voru um tiu þúsund manns i sjávarútvegi og fiskiönaði án vinnu meöan beðið var ákvöröunar fiskverös. Til aö ná hlutfallslega varanlegu bresku atvinnuleysi sem rikj- andi er allt áriö, heföi þó þurft um 30% aukningu á þessari „öngþveitistölu" Morgun- blaösins. Væri rikjandi sama ástand hér og i ..draumaheimi Leiftursóknarmanna heföu 13000 tslendingar nú misst at- vinnuna út áriö. Þaö jafngildir þvi að tæpur helmingur allra vinnufærra manna i sýslum landsins væru atvinnulausir. Eöa til aö veita landfræöiiega lýsingu: Frá Breiöafiröi og gegnum Baröastrandarsýslur báöar, Vestur- og Noröur-lsa- fjarðarsýslur, Strandasýslu og báðar Húnavatnssýslur og yfir i Skagafjörö væri hver einasti ts- lendingur dæmdur til atvinnu- leysis. Vestfirðir allir og hálft Noröurland. Við slikar likingar fara tslendingar kannski aö átta sig á veruleikanum sem felst i mil jónatölunum. Aö skilja hvernig Leiftursóknin er i fram- kvæmd: Hvaö „Frjálshyggjan” er. Meö heimfærslum af þessu tagi skiljum vib betur hvað er að gerast i hagkerfum „Frjáls- hyggjunnar” sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Morgunblaðið hafa gert aö leiðarljósi Leiftur- sóknarinnar. Litum þvi nánar á framkvæmd stefnunnar hjá Thatcher og Reagan sem fylgja Leiftursókn markaöshyggjunn- ar og auösdýrkunarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert aö sinni stefnu. • • Omurleiki, uppgjöf, eymd - hiutskipti hinna atvinnulausu Atvinnuleysið sem nú rikir i Bretlandi og Bandarikjunum er meira en nokkru sinni á siðast- liðnum 50 árum. Skoöanakann- anir sýna að flestir telja nú aö atvinnuleysi sé mesta vanda- málið i þessum löndum. Þótt heildartölurnar — 10 miljónir manna á atvinnuleysisskrá i Bandarikjunum og 3 miljónir i Bretlandi — séu nægilegur boð- beri um eymdarástand veröur myndin enn dekkri sé spurt um einstakar atvinnugreinar og þjóöfélagshópa. Rúmlega 18% allra starfsmanna i byggingar- iðnaði i Bandarfkjunum eru nú atvinnulausir. 1 bilaiönaöinum, sem er meöal mikilvægustu þarlendra iðngreina, hefur einn af hverjum fimm starfsmönn- um misst atvinnuna. Atvinnu- leysi æskufólks, sem lokiö hefur skólagöngu, er rúmlega 20% og enn hærra meðal þeldökkra ungmenna. Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru 40% allra ungra blökkumanna I Banda- rikjunum, sem lokiö hafa skóla- göngu, nú atvinnulausir og hækkar sú tala i sifellu. Búist er viö aö innan tiöar biöi helmings þeirra þau örlög að ráfa um göturnar án nokkurrar vonar um atvinnu. Telja márgir aö slikt geti leitt til óeiröa og manna. t mörgum fylkjum Bandarikj- anna er atvinnuleysi mun meira en heildarhlutfall meö þjóöinni gefur til kynna. t Michigan eru um 15% allra atvinnulausir. t Indiana og Ohio um 12%, i Oreg- on og Washington rúm 11% og þannig mætti lengi telja. Þessar tölur, þótt ljótar séu, fegra þó myndina nokkuö þvi sú aöferö sem yfirvöld beita viö aö skrá hina atvinnulausu nær ekki til þeirra sem alveg hafa gefist upp á að leita sér atvinnu. Væru þeir taldir með væri heildartala at- vinnulausra i Bandarikjunum 11 - 12 miljónir manna. 1 Bretlandi er eymdarheim- speki „Frjálshyggjunnar” aö skapa samskonar veruleika. Leiftursókn Thatchers hefur gert fleiri atvinnulausa en heimskreppunni miklu tókst fyrir hálfri öld. Þegar starf losnar birtast margir tugir, jafnvel hundruö atvinnulausra i biöröðum i von um aö vera ráðnir. Allir nema einn veröa þó frá að hverfa. t janúarmánuði bættust 130.000 viö skrá hinna atvinnulausu eða rúmlega 4300 á degi hverjum. A þremur dög- um hafa fleiri oröið atvinnu- lausir i Bretlandi en nemur heildarfjölda Ibúa Kópavogs. Nærri ein miljón manna hefur veriö án atvinnu i rúmt ár og i sumum landshlutum er hlutfall atvinnulausra komiö yfir 15%. Opinberar stofnanir spá þvi aö i árslok geti heildartala atvinnu- lausra i Bretlandi oröiö milli þrjár og hálf til fjórar miljónir manna. Lif hinna atvinnualusu er samfelld eymdarganga. Opin- berir styrkir nægja þeim varla fyrir mat eöa klæöum. Omurleg t súpueldhúsi lúthersku kirkjunnar i Atlanta. Margar kirkjudeildir i Bandarikjunum leggja nú höfuðáherslu á aö starfrækja súpueldhús til aö foröa milljónum atvinnuleysingja írá hungri. -A-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.