Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. mars 1982. Svavar Sigmundsson 1 skrifar málþátt Af samheitum Það hefur talast svo til að ég skrifi dulitinn þátt um islenskt mál hér i blaðið um helgar. Þar verða tekin fyrir ýmis efni sem snerta málog málnotkun, en þaðskal tekið fram aö þetta er ekki málvöndunarþáttur sérstaklega. Verður ekki sist lögð áhersla á félagslega hlið málsins. I þessum upphafsþætti ætla ég aö segja frá samheitaoröabókinni, sem ég hef verið aö vinna að undan- farin ár, en nú fer að siga á seinni hluta þess verks. Forsaga þess máls er sú, að hjónin Þórbergur Þórðarson og Margrét Jónsdóttir stofnuöu sjóð og gáfu Háskólanum árið 1970. Sjóðurinn bar nafn þeirra hjóna, Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur, og er honum ætlað ,,að styrkja samningu og Utgáfu islenskrar samheitaorðabókar, rim- orðabókar og islenskrar stilfræði, svo og að styrkja endursamn- ingu og endurútgáíu nefndra bóka meðan sjóðurinn endist. Við úthlutun úr sjóðnum skal samheitaorðabók sitja i fyrirrúmi.” Þessi rausnarlega gjöf, þar sem höfuðstóllinn var 3 ibúöir i Reykjavik, varð til þess að hafisl var handa um undirbúning að sameiningu samheitaorðabókarinnar 1974. Ég var beðinn að taka það að mér, og hef ég siðan unnið að þvi verki. Fyrstu árin var þetta aukastarí, eöa til ársloka 1979, en eftir það i fullu starfi. Af samstarfsfólki hefur lengst unnið Þorbjörg Helgadóttir B.A., en hún vann við söfnun samheita úr orðabók Freysteins Gunnarssonar, á meöan unnið var að verkinu i Kaupmannahöfn. Frá miðju ári 1980 heí ég unnið við verkið hér heima, og hófst þá úrvinnsla úr seðlasafninu, sem samheitin eru skráð á. Þannig var slaöiö að söfnuninni, aö Orðabók Menningarsjóðs var lögð til grundvallar, og tekin upp samheiti úr henni, en þar næst var farið yfir Orðabók Freysteins Gunnarssonar, dansk-is- lenska, en hún er mikil náma af samheitum. Auk þess var farið yfir viðauka Björns Franssonar kennara, sem hann hafði skrifað inn i eintök af orðabók Freysteins. Viö þá yfirferð bættist mikið við það safn sem íyrir var. Ég giska á að i seölasaíninu séu um 35.000 uppsláttarorð, og hefur nú á háflu ööru ári verið gengið frá tæpum helmingi þessa safns, en eftir er að fara yíir stafina M—O. Ef vel gengur ætti frágangur seðlasafnsins að komast langt á þessu ári. Unnið er að athugunum á þvi að setja samheitasafnið siðan i tölvu til að auðvelda frágang, þ.e.aðallega gátun (tékkun) á millivisunum, og auk þess standa vonir til að hægt verði að setja texta i prent- smiðju beint eftir tölvugögnum. En þetta er á athugunarstigi og ekki hægt að segja nánar um hvenær vænta megi þess að bókin komi út. Samheitin verða i stafrófsröð, og þannig á að vera hægt aö finna i henni öll þau orð sem i bókinni standa. Visaö er til aðal- greina frá einstökum samheitum, eins og sjá má á þessu sýnis- horni: vinnuaðferðir —*vinnubrögð. vinnuafl vinnukraftur —* starfslið. vinnubjart verkljóst. vinnubrögðstarísaðferðir, starfshættir, vinnuaðferðir, vinnu- hættir, vinnulag. vinnudeila —*verkfall. vinnudýr -* brúkunarhestur. vinnufatnaður vinnugalli. vinnufélagi embættisbróðir, kolleki, samstarfsmaður, sam- verkanlaður, starísbróðir, starfsfélagi. vinnuflokkur gengi. Af þessu má sjá að samheiti eru orð sömu merkingar eða nálega sömu merkingar. 1 bókinni verða lika andheiti, orð and- stæðrar merkingar. Ekkierviðþviaðbúastaðsamheitabókin verði gallalaus bók i fyrstu gerð, og verður stefnt að þvi að gefa hana út fljótlega aft- ur, þegar reynsla er komin á hana og athugasemdir hafa borist. Ég ætla i þessum þáttum m.a. að taka fyrir glefsur úr samheita- safninuogleggja undirdóm lesenda,og vona ég að þeir bregðist vel við, með athugasemdir og viöbætur, þegar eftir þvi verður leitað. Tilgangurinn með samheitaorðabókinni er aö bæta úr orða- fáækt og hjálpa notendum til að muna eftir rétta orðinu þegar á þarf að halda. Lengi hefur verið vöntun á bók af þessu tagi, og aðrar þjóðir hafa fyrir iöngu eignast bækur i þessum tilgangi. Meistari Þórbergur vissi manna best hver þörf var á samheita- orðabók um islensku, og hann vikur stundum að orðfæðinni í skrifum sinum. M.a. segir hann i dómi sinum um bók Theódórs Friðrikssonar, íverum: ,,I þriðja lagi hættir höfundinum svo við að endurtaka með stuttu millibili sömu orð og orðasambönd.... að teljast verður til mikillar spillingar á stil hans. Það er engu likara en hann hafi ekki til umráöa nægilegan orðaforða. Eða augu hans hafa ekki opnast fyrir þvi, hvernig beita megi orðum málsins i þágu fjölbreytninnar. Þá erhonum gjarntað lýsa sama fyrirbæri með sama orði eöa sömu orðum. Kröftum manna er t.d. oft lýst með afrendur aö afli.náttúrukvenna með blóöheit.jafnvægi báta meö pallstööug- ur.hlýlegum búningi með skjóllegaklæddur.” (Einum kennt —- öðrum bent, 171 - 2.) Það er til að bæta úr slikri þörf, sem þau hjón Þórbergur og Margrét gáfu hina góðu gjöf, og veröur að vona að sú gjöf beri sem bestan ávöxt. KOPAVOGUR 29. ARGANGUR 3. TBL. FÖSTUDAGUR 5. MARS 1992 XG \ StiUum upp a^ajA sterkum lista u V* Albýdubaiiíialagsms ... í opnu prófkjöri allra flokka á morgun. Leynileg atkvœðagreiðsla - og nú er yngri kynslóðin boðin sérstaklega velkomin með aldurstakmarkinu 18 ára á árinu. XG ... hjá öllum þeim sem vilja öflugan og sterkan flokk í forystu. ENGIN NÚMERUN — JAFNRÆÐIER LÝÐRÆÐI! Við kynnum 18 lýðrœðislega valda fulltrúa — krossum við nöín 3ja kvenna og 3ja karla á prófkjörslista Alþýðubandalagsins. Ungt fólk velur ferska farvstu -tökumþátt í prófkjörimi ogvenim med fra tyijun „Fíflinu skal á foraðið etja” Sunnudaginn 28. febr. sl. opnaði Ragnar Kjartansson málverkasýn- ingu á göngum heilsuhælis NLFí f Hveragerði. Ragnar sýnir þarna 25 vatnslitamyndir, sem allar eru til sölu, að einni undan- skilinni, sem listamaður- inn hefur ánafnað stofnun- inni. Listamaöurinn ræöir viö fréttaritara viö opnun sýningarinnar. Þetta er fyrsta myndlistarsýn- ing innan veggja heilsuhælisins, en vonandi ekki sú siðasta. Að- spurður um sýningaraöstööu kvað Ragnar hana allgóða. „Auð- vitað er maöur svolitið smeykur aö vera fyrstur til að sýna hér, en fíflinu skal á foraðið etja,” sagði Ragnar. Ragnar er kunnari fyrir höggmyndir sinar, einkum af hestum I höfuðborginni. Þetta mun vera fyrsta málverkasýning hans, en hann málar sér til afþreyingar að eigin sögn. ,,AÖ vinna meö blýanti er myndlistar- manninum jafn nauðsynlegt og tónlistarmanninum að stilla hljóöfærið”, sagöi listamaöurinn. Sýningin er opin almennmgi ki. 14—18 alla virka daga og mun standa i þrjár vikur. Frá Laugarvatni. Ragnar Kjartansson sýnir í Hveragerði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.