Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. mars 1982. ■L „Rafstraumur frá heilanum” Þaö er löngu viöurkennd staðreynd# aö veðrið er algengasta umræöuefni manna hérá Islandi/ þar sem eiginlega er ekkert veöur, heldur bara sýnishorn alls þess kannski ekki við hæfi aö hefja viðtal viö veöurfræöing sem veðurguðirnir bjóða mannkyni uppá. Því er það um veðrið, eiginlega ætti maðuraðtala um ailt annað við hann. Samt fór það svo þegar ég var sestur innístofu hjá Páli Bergþórssyni veðurfræðingi og tekinn að rabba við hann, að umræðan snérist fyrst um veðrið. Ekki nútíma veðurfræði, heldur gömlu veðurspámennina. Hvaða þýðingu hefur gamla veðurfræðin fyrir veðurfræðinga nú- timans? Rabbað við Pál Bergþórsson veðurfræðing um fleira en veðrið Trú og stjörnuspeki — Sú veðurfræöi, sem sagði þaö skipta máli fyrir framtíöina, hvernig veöurfar væri á Pálsmessu eöa á Allra heilagra- messu, svo dæmi sé tekiö, er aöeins hjátrú að mlnu viti. Þess voru dæmi aö mönnum þótti þaö sýna fyrirætlanir guðs, hvernig veöriö var þegar messu lauk á sunnudegi. Ég hygg aö útilokaö sé aö finna þvi staö aö nokkru máli skipti hvernig veöur var þenn- an eöa hinn merkisdag kirkjuársins. Annaö mál er veöurfræöi glöggra bænda eöa sjómanna. t nýlegri bók eftir Karvel ögmundsson er kafli um þetta. Þar lýsir hann hvernig menn fóru aö viö veöurspá á Snæfellsnesi áöur en Veöurstofan kom til, en Karvel er einn af örfáum eftirlifandi mönnum, sem voru formenn á árabátum. Þessir menn uröu aö læra á skýin og vind- áttir. Menn greindu á milli fjögurra af- brigöa af bliku og spáöu eftir þvl, landsynn- ingi, austnoröan veöri eöa suövestan áhlaupi, svo kölluöu „Skriöuroki”. Og menn greindu veöurhljóö úr órafjarlægö meö því aö leggja eyrun viö jaröfasta hluti. Þetta uröu menn aö læra, hjá þvi varö ekki komist. Fólk bjó yfir margskonar þekk- ingu, sem viö höfum glataö, og aö auki kom svo til staöbundin þekking og eftirtektar- semi. Við á Veöurstofunni höfum ekki þá staðbundnu þekkingu, sem gerir okkur kleift aö spá nákvæmlega um veöur á ein- stökum stööum á Breiöafiröi, svo dæmi sé tekiö. Við getum aöeins gefiö út almenna spá fyrir svæöiö, en siöan þurfa menn aö túlka hana eftir staöþekkingu sinni. Kikjum stundum út sjálf ir — Fyrst þú nefndir Veöurstofuna, eruö þiö veöurfræöingar enn skammaöir ef spá ykkar reynist ekki rétt? — Eitthvaö er nú lítið oröiö um þaö. Ég held aö þeir sem þurfa mest á veöurspá aö halda, ætlist ekki til svo mikils af okkur aö þeim þyki taka þvi aö skamma okkur. — Fariö þiö veöurfræöingar eingöngu eft- ir mælitækjum og tólum, eöa skoöiö þiö kannski skýin áöur en veöurfréttir eru sendar út? — Auðvitað notum viö öll okkar tæki og fáanlegar veöurfréttir þegar viö erum aö útbúa spána, en vissulega lltum viö stund- um til lofts, áöur en veöurfréttirnar eru sendar út. Til dæmis geta verið skúrir á stöku staö þótt þær komi ekki fram á veöur- stöðvunum. — Ertu veöurglöggur uppá gamla mát- ann? — Kannski er ég oröijin þaö en ég var þaö ekki i gamla daga uppi Borgarfiröi. 1 minni sveit voru margir veöurglöggir bændur. Slikir menn voru margir og vlöa, enda er veöurfræöi afskaplega hagnýt bæöi fyrir bændur og sjómenn. Þaö skiptir máli fyrir sjómanninn aö sitja ekki af sér róöur, eöa þá aö leggja ekki út i tvísýnu. Eöa þá bónd- ann sem átti allt sitt undir veöri og vindum um sláttinn og raunar oftar. Að koma höndum yf ir þessa menn — Er mikiö til ykkar hringt og spurt um veöurspá eöa annaö viökomandi veörinu? — Talsvert er um það. Yfir veturinn er algengt aö byggingamenn hringi og spyrji um veöurútlit, hvort óhætt muni aö steypa vegna frosthættu o.fl. Á sumrin er mikið hringt á föstudögum og spurt um veðurútlit þegar fólk er aö fara I helgarfrl. Verslunar- mannahelgin er þó alveg sér kapituli I þessu efni. Því er ekki að neita aö oft veröa menn þreyttir I þessu. Ég man til aö mynda eftir þvi aö Jón Eyþórsson, sem var venju- lega ljúfmenni I viöræöu svaraöi einu sinni þegar til hans hringdi maður og spuröi hvert hann ætti að fara I sumarfrí. „bér skuluö fara til Grænlands og koma aldrei aftur”. Stundum hringir fólk og spyr okkur hvernig yfirhafnir þaö eigi aö hafa meö sér til ákveöinna staöa, New York eöa Helsing- fors. 1 deilu um hæö verksmiöjureykháfs á Patreksfiröi vorum viö beönir um aö svara þvi I simann hve oft væri sunnan eöa suö- vestanátt á svæöinu. Stundum kemur til okkar kasta aö segja hver sé munur á veöri , i Melbourne og Sydney, og oftast getum viö gefið einhverja úrlausn. I — 1 eina tlö fenguö þiö lika skammir ef. veöurspáin var ekki rétt? — Einu sinni var þaö samþykkt á fundi I, * Þingeyjarsýslu aö fara þess á leit viö Veö- urstofuna aö hún hætti aö senda út veöur- I spá þótt ekki væri nema um hábjargræöis- j timann. Mann veit ég um sem spuröi j hreppstjóra sinn aö þvl hvort ekki væri , hægt aö koma höndum yfir þessa menn, sem stjórnuöu veöurspánni, eftir aö hann j haföi fengiö skúr ofan i flekk. Ekki alveg út í bláinn — Þú gefur litiö fyrir þaö hvernig veöur- far er á helgum dögum, en hvaö þá um þaö ef saman frýs sumar og vetur, höfuödagur- inn o.fl. þess háttar? — Ég tel aö þaö get veriö svolítiö til I þvl, eöa eins og segir I vlsunni: Frjósi sumars fyrstu nótt fargi enginn á né kú, gróöakonum gerist rótt, gott mun veröa undir bú. — Frost á þessum tlma getur oröiö til þess, aögróöur veröi seinni til og standi þvi lengur frameftir sumri og nytin haldist því lengur I ánum. Þannig getur þaö gefiö ör- litla bendingu ef saman frýs sumar og vet- ur. Þvi var þaö aö fólk, sem trúöi á þetta setti út skel fulla af vatni aö kvöldi slöasta vetrardags og svo var gáö aö morgni hvort frosið væri I skelinni. Eins er þaö eftir staö- viöri sumarmánuöina júli og ágúst, þá gæti veriö hættara viö einhverjum veðurfars- breytingum I kringum höfuödaginn. Þaö segir auövitaö ekkert aö miöa viö þennan ákveöna dag, en hann er á þeim tima þegar vænta má veöurbreytinga haustsins. — Hagmælska hefur ætiö veriö mikil I Borgarfiröi, en þaö vekur athygli hve mörg stórskáld eru ættuö úr uppsveitum Borgar- fjaröar og ekki sist úr þinni sveit, Hvltár- siöunni? — Þetta er rétt, þeir Halldór Laxnes, Guömundur Böövarsson og Stefán Jónsson eru allir ættaðir úr Hvltársiöunni, raunar frændur, áttu sömu lang-ömmu. Sú var Margrét Þorláksdóttir frá Fljótstungu. Hún var tvigift, menn hennar hétu Jón Böövars- son og Böövar Jónsson. Þeir voru reyndar óskyldir, en skáldgáfan erföist frá báöum. Meö Böövari átti hún son sem hét Helgi og var afi Halldórs Laxnes en meö Jóni átti hún syni sem hétu Jón og Einar og þeir voru afar þeirra Guömundar Böövarssonar og Stefáns Jónssonar. Þannig kemur þetta saman. Og auk skáldgáfunnar var allt þetta fólk mikiö hagleiksfólk, svo sem Guömund- ur, sem auk þess aö vera skáld, var lista- smiöur svo aö allt lék I höndum hans. En fleiri skáld koma úr sveitum Borgarfjarö- ar, gleymum ekki Magnúsi Asgeirssyni, Jóni Helgasyni prófessor og Kristmanni Guömundssyni. Allir eru þessir menn fædd- ir á svipuöum tlma, nálægt aldamótum. Auk þessara stórskálda var svo mikiö af hagyrðingum I Borgarfirðinum. Það var ort svoaðsegja á hverjum bæ I Hvitársiðu I minu ungdæmi. — Þá langar mig aö minnast á þaö að þú sjálfur ert góöur hagyröingur, var mikið um hagmælsku i þinni ætt? — Ekki sérlega, en afi minn Jón Pálsson var hagyröingur, svo og Bergþór faðir minn. Eg minnist einnar visu eftir föður minn sem var nokkuö þekkt. Pétur Magn- ússon síöar ráöherra var æskuvinur hans alinn upp á Gilsbakka. Hann gekk mennta- veginn og eitt voriö er hann kom heim hitti hann fööur minn sem spuröi tiöinda. Pétur segir honum þá aö þaö hafi nú veriö losara- bragur á náminu hjá sér um veturinn, enda heimsins lystisemdir freistandi.Pabbi orti þá visu og stakk aö honum. Hún er svona: ÆTTARTALA PÁLS BERGÞÓRSSONAR í 2000 ÁR 1. Páll Bergþórsson 2. Kristln Pálsdóttir I Fljóts- tungu 3. Páll Helgason á Bjarnastöö- um 4. Þuriöur ' Guömundsdóttir I Hrólfsskála 5. Guömundur Jakobsson á Reykjum i Olfusi 6. Kristfn Guðmundsdóttir á Húsafelli 7. Guömundur Sæmundsson I Leirvogstungu 8. Sæmundur Þórðarson á Narfeyri 9. Þóröur Jónsson prófastur á Staöarstað 10. Bauka-Jón Vigfússon Hóla- biskup 11. Vigfús Gislason sýslumaöur á Hvoli 12. Gísli Hákonarson lögmaöur I Bræöratungu 13. Þorbjörg Vigfúsdóttir I Klofa 14. Vigfús Þorsteinsson sýslu- maöur i Þingeyjarsýslu. 15. Sesselja Torfadóttir á Héö- inshöföa 16. Torfi Jónsson riki, sýslumaður I Klofa 17. Jón Olafsson sýslumaður I Arnessýslu 18. ólafur Loftsson sýsiumaöur 19. Loftur Guttormsson rlki, sýslumaöur og riddari á Möðruvöllum 20. Guttormur Ormsson I Þykkvaskógi i Dölum 21. Ormur Snorrason lögmaöur og hiröstjóri,Skaröi 22. Snorri Narfason lögmaður i Sk aröi 23. Valgerður Ketilsdóttir á Kolbeinsstööum 24. Halldóra Þorvaidsdóttir I Hltardal 25. Þóra Guðmundsdóttir I Hruna 26. Sólveig Jónsdóttir á Þing- völlum 27. Jón Loftsson höföingi I Odda 28. Þóra Magnúsdóttir I Odda 29. Magnús berfættur konungur i Noregi f. 1073 30. ólafur kyrri konungur I Noregi d.22/9 1093 31. Haraldur haröráöi konungur I Noregi, féll 1066 32. Siguröur sýr# konungur i Hringariki 33. Hálfdán Sigurösson konung- ur I Hringarlki 34. Siguröur hrfsi, konungur i Hringariki 35. Haraldur hárfagri,konungur I Noregi 36. Ragnhildur Sigurðardóttir drottning á Upplöndum 37. Siguröur hjörtur Helgason 38. AslaugSiguröárdóttir 39. Siguröur ormur I auga, kon- ungur iDanmörku 40. Ragnar loöbrók, konungur í Danmörku 41. Siguröur hringur,konungur i Danmörku 42. Randver Danakonungur d. um 700 43. Ráöharður konungur I Hólmgaröi I Rússlandi 44. Rerik II konungur 45. Hálfdán IV konungur um 600 46. Fróði konungur VII 47. Friðleifur IV konungur um 550 48. Fróöi VI konungur 49. Friöleifur Ingjaldsson (ekki konungur) 50. Ingjaldur konungur, brennd- ur inni af bróöursonum sin- um Helga og Ró 51. FróöiIV konungur 52. FriöleifurlII konungur 53. Fróöi III konungur 54. Danur mikilláti konungur um 250 55. ólafur Htilláti,konungur 56. Uffó eöa Ubbi hinn sterki (spaki), konungur I Dan- mörku, átti sveröiö Skrap skv. frásögn Saxa Gramma- ticus 57. Viöleggur Fróöason Dana- konungur. Aörir nefna hann Vermund hinn vlsa 58. Fróbi II f. 84, d. 136 eftir Ynglingatali. Var konungur, hafði bústað i Jelling á Jót- landi 59. tvar hinn handrammi,f. um 61.,d. 100 60. Friðleifur II f. 48, d. 96, kon- ungur Dana 125 ár 61. Friðfróöi d. 55 e.Kr. Komst til ríkis I Danmörku um 7 e.Kr. Þá var Fróöafriöur 62. Friöleifur I d. 2 f.Kr. Kon- ungur i Danmörku 63. Skjöldur talinn sonur óöins, d. um 15 f.Kr. Konungur i Danmörku. Frá honum eru Skjöldungar komnir 64. Óðinn, d. nál. 30 f.Kr. Kom frá Austurlöndum og varð konungur I Sviþjóö, bjó I óö- insvéum á Fjóni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.