Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. mars 1982. skák Evrópukeppni landsliða i skák Island á möguleika á að komast í úrslitin Eftir landskeppni Svía og íslendinga um síöustu helgi er það Ijóst mál að ís- land á allgóða möguleika á að komast í úrslitakeppni 8 bestu þjóða Evrópu.en hún fer f ram einhverntímann á næsta ári. Það er athyglis- vert hversu breiddin er orðin mikil í hópi bestu skákmanna þjóðarinnar. Fyrir nokkrum árum hefði það mátt kallast óhugsandi að sigra Svía á 8 borðum. Menn voru dálitið hræddir við keppnina um helgina, þar sem Margeir Pétursson vantaði alfar- ið og Ingi R. Jóhannsson gat vart beittt sér af heilum hug, nýkom- inn yfir Atlantshafið og i litilli æf- ingu. baö sem geröi gæfumuninn var hin afbragðsgóöa frammi- staða þeirra Hauks Angantýsson- ar og Sævars Bjarnasonar. Hauk- ur hefur litil teflt undanfarið, en reyndist sá baráttujaxl sem vant- aði. tsland vann fyrri umferðina 5:3, en seinni daginn varö jafnt 4:4. Sviar voru meö sitt sterkasta liö að þeim Anderson og Karlson undanskildum. t júlimánuði held- ' ur héðan 8-10 manna hópur til Englands. Þó Englendingar geti á pappirnum stillt upp liöi með ein- um 5 stórmeisturum þá hefur reynslan sýnt að slikt dugar skammt i landskeppnum. 1 Tel- ex-keppninni 1977 unnum við Englendinga en töpuðum hins- vegar naumt fyrir þeim 1981. Svo ég snúi mér að keppninni viö Sviana þá voru þeir Haukur og Sævar óneitanlega i aöalhlut- verkum. Tvær af vinningsskák- um þeirra voru af styttri sortinni a.m.k. seinni viöureign Hauks og Kaizauri sem varð aðeins 15 leik- ir! llvitt: Haukur Angantýsson Svart: Konstanty Kaizauri Pirc-vörn 1. e4-d6 2. d4-RI6 3. Rc3-g6 4. Rf3-Bg7 5. Be2-0-0 6. 0-0-Bg4 7. Be3-Rc6 8. h3-Bxf3 9. Bxf3-e5 10. d5-Re7 11. Be2-Rd7 12. g4-Kh8 13. Kg2-Rg8 14. h4 A Kópasteinn Óskum eftir að ráða: 1. fóstrur 2. starfsmann á deild 3. starfsmann i eldhús (hlutastarf) 4. starfsmann til ræstinga. Umsóknarfrestur er til 16. mars. Upp- lýsingar veitir forstöðumaður i sima 41565 Félagsmálastofnun Kópavogs '9/ki Verkfræði- og raunvísindadeild H.I. Jarðvinna Tilboð óskast i jarðvinnu við ný skólahús við Hjarðarhaga. Húsin eru 2150 ferm. og jarðvinnan alls um 8400 rúmm., þar af eru sprengingar áætlaðar um 3700 rúmm. Verkinu skal lokið 1. júni 1982. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 1.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 16. mars 1982, kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Sævar Bjarnason Og þá er það skák Sævars. Hvftt: Sævar Bjarnason Svart: Nils G. Renman Frönsk vörn 14. ...-Dxh4?7 15. g5! — Svartur gafst upp. Hann á enga vörn viö hótuninni 16. Hhl. 1. e4-e6 2. d4-d5 3. Rd2-c5 4. Rgf3-Rf6 5. exd5-Rxd5 6. dxc5-Bxc5 7. Ite4-Be7 8. C4-RÍ6 9. Dxd8+-Kxd8 10. Bd3 (Það hefur tæpast verið meining- in hjá Sævari að vinna þessa skák i innan við 25 leikjum. Menn I slikum hugleiðingum reyna yfir- leitt að halda drottningunum á Umsjón Helgi Ólafsson boröinu. En i stöðum sem þessum má svartur vara sig. Hann er dá- litið á eftir f liðskipaninni og slikt krefur nákvæmi.) 10. ...-Rxe4(?) (Oðagot. 10. -Rbd7 var betra.) 11. Bxe4-Bd6(?) (Annar ónákvæmur leikur og svartur lendir i ógöngum. Nauð- synlegt var 11. -Rd7.) 12. Be3-Ke7 14. Hd2! 13. 0-0-0-Rc6 (Þaö er ailtaf gaman að tvöfalda á linunni. 1 þessu tilviki er það af- ar áhrifarikt.) 14. ,..-h6 16. Hd3 15. Hhdl-Bb4 (Svarta staðan er töpuð. Eftir langa umhugsun reyndi hann...) 16. ...-Hd8 (...en Sævar hafði svar á reiðum höndum.) 17. Bxc6!-Hxd3 18- Hxd3-bxc6 19. Re5!-Kf6 22. IH3+-Ke4 20. Rxc6-Bf8 23. Hxf7-Ba6 21. Bd4+-Kf5 24. b3! — Svartur gafst upp. Hann er hálfpartinn fiæktur i mátbet t.d. 24. ...-Hc8 25. Kd2-Hxc6 26. Bc3! o.s.frv. Fyrst stuttar skákir ber á góma kemur hér ein frá nýafstöðnu skákmóti i Wijk Aan Zee. Tveir I hópi 10 sterkustu skákmanna heims tefla eftirfarandi skák. Fyrstu 11 leikirnireru þeir sömu og i 16. einvigisskák Fischers og Spasski i Reykjavik 1972. Tveim leikjum siðar gefst hvitur upp! Hvftt: Robert HUbner (V-Þýskaland) Svart: Mikhael Tal (Sovétrikin) Spænskur leikur 8. Hxdl-fxe5 9. Hd3-Bd6 10. Rbd2-Rf6 11. Rc 4-0-0 12. Rcxe5-Bh5 13. Bf4??-Bxf3! 1. e4-e5 2. Bf3-Rf6 3. Bb5-a6 4. Bxc6-dxc6 5. 0-0-Í6 6. d4-Bg4 7. dxe5-Dxdl Haukur Angantýsson —Hvitur gafst upp. Hann tapar manni eftir t.d. 14. gxf3-Rh5 eða 14. Hxf3-Rh5. Þrátt fyrir þennan sigur gekk Tal ekkert allt of vel i mótinu. Hann hafnaði i 5. - 9. sæti af 14 keppendum og tapaöi alls 4 skák- um. A liðnu ári tók hann þátt i hverju mótinu á fætur öðru og tapaöi ekki einni einustu skák. Aðalfundur prentsmiðju Þjóðviljans verður haldinn þriðjudaginn 9. mars kl. 18 að Grettisgötu 3. Fundareíni: Prentun Þjóðviljans og venjuleg aðalfundarstörf. Þessi fundur er haldinn samkv. 16. gr. fé- lagssamþykktar, en aðalfundurinn 1. mars ’82 varð ekki ályktunarhæfur. Stjórnin Blaðberabíó i Regnboganum 6. mars kl. 1: Dr. Gullfótur og bikinivélin Gamanmynd i litum Aðalhlutverk: Vincent Price. Ath. miðinn gildir fyrir tvo. I JÚÐVIUINN Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður haldinn fimmtudaginn 11. mars n.k. að Grettisgötu 3 kl. 20. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og reikningar félags- ins. 2. Yfirlit um rekstur Þjóðviljans og reikn- ingar blaðsins fyrir árið 1981. 3. Ákvörðun um árgjald til félagsins fyrir árið 1982. 4. Málefni Blaðaprents og ný viðhorf i út- gáfumálum. 5. Kosning stjórnar, varastjórnar, endur- skoðenda og fulltrúa á aðalfund Blaða- prents h.f. Lagðar fram niðurstöður frá Þjóðvilja- ráðstefnunni 16. janúar s.l. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.