Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. mars 1982. Gjöldum varhug við kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins: Sömu loforð og komu Willoch Thatcher og Reagan til valda Annaðhvort hafa þau verið svikin eða leitt til atvinnuleysis og kreppu ,,Það er Ijóst, að Sjálf- stæðisf lokkurinn mun leggja of urkapp á að vinna Reykjavíkurborg aftur á sitt vald, ekki síst vegna þess að með missi borgar- innar 1978 leystist upp hagsmunalímið sem haldið hefur flokknum saman." Þetta sagði Sigurjón Pét- ursson forseti borgar- stjórnar m.a. á félagsf undi Alþýðubandalagsins i Reykjavík í síðustu viku. „1 baráttunni sem framundan er mun Sjálfstæöisflokkurinn leggja áherslu á stefnumál þeirra sem nú kalla sig frjálshyggju- menn. Þeirra kosningaloforö munu vera aö lækka alla skatta á Reykvikingum um hundruö milljóna nýkróna þótt hvergi sjái þess stað aö draga eigi úr fram- kvæmdum eöa spara, hvaö þá aö taka ián! Þaö nýjasta sem heyrist úr þessum herbúöum, er aö ekki aöeins muni skattar veröa lækk- aöir heldur einnig endurgreidd- ,,En viö höfum dæmin fyrir okkur”, sagöi Sigurjón Péturs- son. „Þetta eru sömu kosninga- loforöin og komu Reagan forseta til valda. Hann er hinsvegar ekki enn farinn aö lækka skattana, en Sigurjón Pétursson: Viö höfum dæmin fyrir okkur til aö meta stefnu ihaldsins. atvinnuleysiö og veröbólguna hefur hann fengið. Þetta eru sömu kosningaloforð- in og komu Margaret Thatcher til valda. Thatcher hefur stjórnaö Bretlandi i samræmi viö stefnu frjálshyggjumanna og afleiöing- arnar eru stórfelldara atvinnu- leysi og kreppa en nokkurn óraöi fyrir. Þetta eru sömu kosningaloforö- in og komu Káre Willoch til valda i Noregi. En enda þótt hann sé ný- búinn að sigra kosningar á þess- um loforðum er hann þegar far- inn aö svikja þau. Okkur ber að gjalda varhug við þessum áróöri þvi aö hann getur gengiö i fólk og fengiö þaö til þess aö gleyma þvi um stund aö ekkert veröur gert fyrir ekkert.” —ekh Lóðaúthlutun í Reykjavík: 288-294 nýjar íbúðir Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir umsóknum um byggingarétt á Artúns- holti og i Suðurhliðum i Reykjavik. Þegar lóðir þessar hafa verið byggðar munu 288-294 ibúðir bætast viðhúsakost Reykvíkinga. A Artúnsholti verður úthiutaö lóöum undir 136 einbýlishús, 61 raöhús, og 70 ibúöir i fjölbýlishús- um. t Suöurhliðum veröa 4 ein- býlishús og 17 ráöhús, en skipu- lagið gerir ráö fyrir, aö i sumum raðhúsanna geti veriö fleiri ibúðir en ein, þannig aö raöhúsaibúöir i Suðurhliðum geta orðiö 23 að tölu. Umsóknarfrestur er til 19. mars og umsækjendum sem eiga gaml- ar umsóknir er sérstakiega bent á, aö þeir þurfa að endurnýja þær. Allar upplýsingar má fá á skrifstofu borgarverkfræöings, Skúlatúni 2, alla virka daga kl. 8.20—16.15. A Artúnsholti er einnig gert ráö fyrir verkamannabústöðum, en viö fengum þær upplýsingar hjá skrifstofu borgarverkfræöings, aö ekki væri búiö aö ganga frá endanlegu skipulagi þess svæöis. Svæöi þetta gerir ráö fyrir 133 ibúöum i raðhúsum og fjölbýlis- húsum, og mun Byggingarsjóður Reykjavikur fá eitthvaö af lóöun- um. Stjórn Verkamannabústaða sótti um 200—250 lóöir á þessu Stjórn Verkamanna■ bústaða fær um 100 íbúðir svæöi, en mun hins vegar fá all- miklu færri lóöir. _ast r i tstjórnararci n_________ Einkaframtakið og stór- hugur í menningarmálum Morgunblaöiö er stundum aö fræöa okkur á þvi, aö einstakl- ingar skapi listaverk og aö ekkert lyfti eins undir listir og einstakiingsframtakiö. Hiö fyrra er auðvitaö rétt — og þarf þaö þá ekkert aö flækjast fyrir okkur að leikhús og hljómsveit eru prýöileg dæmi um hóp- vinnu. Hitt er svo öllu flóknara mál, hvernig háttaö er sambúö lista við einkaframtakiö — i venjulegum skilningi þess orös. Lífsskilyrði lista Lifsskilyröi fyrir listir eru snúin úr ýmsum þáttum. List- fræösla er vitanlega veigamikill þáttur: til dæmis er ekki langt siöan almenn fáfræöi um tónlist var svo mikil, aö mikill meiri- hluti þjóöarinnar afgreiddi sigilda tónlist með sjálfum sér sem „bölvaö sinfóniugaul”. öflugt starf áhugahópa og opin- bert framtak eins og stuöningur viö tónskólakerfiö hefur gjör- breytt þessu ástandi — og þaö var ekki nema eölilegt að formaöur Félags islenskra hljómlistarmanna gæti þess sérstaklega á prýðiiegri af- mælishátiö þess félags fyrir skömmu. I annan staö kemur langmest af þvi fé sem þarf til aö reka menningarstofnanir hér á landi úr sjóöum rfkis eöa þá bæjar- félaga. Hægrisinnar eru stundum aö nöldra út af þessu skipulagi. En fáir treysta sér til aö andæfa þvi i alvöru nema einstaka Svarthausar, sem taka undir viö markaðshyggjupost- ula eins og Hayek og segja aö „leikhúsmiöar eiga aö kosta þaö sem þeir kosta”. Og er tekiö dæmi af Broadwayleikhúsum i New York. Flestir vita samt, að hiö ameriska kerfi þýöir, aö ekki er hægt aö halda uppi leik- húsum nema i miijónaborgum, hér þýddi það auön og tóm i leiklist og tónlist. Viö búum i þessum efnum viö svipaöa biöndu úrræöa og nálæg Evrópulönd og menn þykjast geta meö sjáifsforræöi menn- ingarstofnana komist hjá ritskoöunarhættum. (Gleyma menn þvi heldur ekki aö forræöi markaösafla i listum þýöir i raun aö útilokaö er margt þaö sem nýstárlegt er og ekki liklegt til fjöldavinsælda i bili). Fleiri aðilar Fleiri aöilar veröa vissulega til þess aö bæta lifsskilyröi lista: samtök áhugamanna, efnaðir einstaklingar sem gefa gjafir eöa veitá annan stuöning. Enginn hefur á móti sliku liö- sinni — svo framarlega sem sæmilega þroskaöur smekkur ræöur framlagi hvers og eins. í þessum efnum er sjaldan deilt á opinber framlög eða einstakl- ingsframiög til listastarfsemi sem slik — heldur meira um upphæöir, um örlæti eöa nisku. Og svo eru vitanlega til margar skoöanir ekki sist meöal lista- manna sjálfra, um það, hvernig standa beri aö dreifingu þess fjár sem um er aö ræöa — þar takast á einskonar „jafnlauna- stefna” sem vill nokkuö sjálf- virka fyrirgreiöslu viö þá sem Lífshlaup Kjarvals tekiö niöur á Kjarvalsstööum. Árni Bergmann skrifar eftir standa og svo viöleitni til aö meta listræn áform og afrek. Lífshlaupið I upphafi var minnst á Morgunblaösmenn, sem sýna itrekaöa viöleitni til að gera hlut opinberra aðila i fjármögnun lista lítinn eða tortryggilegan. Margt er aö sönnu þverstæöu- kennt i þeim málflutningi — einn daginn er beöiö um rifleg fjárútlát, annan daginn um sem minnsta afskiptasemi, hinn þriðja um sjálfvirka aöstoö við listir en hinn fjóröa er stór- mennum haldið fram gegn meöalmennskunni. Umræöa i Morgunblaöinu og i borgarstjórn um hugsanleg kaup á merkilegu listaverki eftir Jóhannes Kjarval, Lifs- hlaup, eru merkilegt dæmi um þennan hringlanda, sem allur á þó aö kasta lofsamlegri birtu á einkaframtakiö. Ekki alls fyrir löngu skrifaöi höfundur Reykja- víkurbréfs um þau tiöindi, aö borgarstjórn fékkst ekki til að samþykkja þaö aö Lifshlaup væri keypt af Þorvaldi i Sild og fisk, sem haföi brugöist gramur viö, aö þvi er best verður séö, og ákveöiö aö innrétta sérstakt húsnæöi i Hafnarfiröi utan um listaverkið — Reykvikingum væntanlega til háöungar. Blaöiö lofar framtak Þorvaldar Guðmundssonar, segir aö einkaframtakið hafi bjargaö Lifshlaupi og veröi þaö varö- veitt meö sóma — en er bersýni- lega óhresst meö þaö aö „borgarstjórnarmenn voru tregir til kaupanna.” Þaö spaugilega i þessu máli er, aö borgarfulltrúar Alþýöu- bandalagsins og Alþýöuflokks- ins vildu taka þann kost aö kaupa listaverkiö af fyrr- nefndum kaupmanni. Sigurjón Pétursson sagöi i umræöum um máliö, aö framtiöin mundi dæma borgarstjórnarmenn hart fyrir að láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga. En þaö voru fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæöisflokksins, sem vildu hafna tilboöinu um aö borgin eignaöist Lifshlaup. Daviö Oddsson taldi aö veröið væri of hátt og þaö næöi engri átt að greiða kaupahéönum 6-700 þúsund krónur i þóknunar- laun fyrir slika höndlun! Stórhugur? Nú er ekki nema eölilegt að spyrja: hvar eru hin blessunar- riku áhrif einkaframtaksins i þessu máli? Ætlaöi kaupmaöur- inn aö „bjarga” listaverki með þvi aö kaupa það, eða haföi hann reiknaö þaö út aö hann gæti grætt fé á borg sinni með þvi aö koma inn i máliö á réttu augnabliki? Morgunblaðiö sagöi i Reykjavikurbréfi sinu „i menningarmálum rikir mestur stórhugur þegar einstaklingar taka til sinna ráöa”.Hvar er sá stórhugur — hjá kaupmann- inum sem vildi fá mikiö fyrir snúö sinn, hjá Davið Oddssyni og flokksbræörum hans, sem ekki áræddu aö kaupa merkilegt listaverk — eöa hjá þeim borgarfulltrúum sem voru reiöubúnir til aö fresta ein- hverjum malbikunum ef þurfa þætti, til aö Lifshlaupiö kæmist á Kjarvalsstaði þar sem þaö á heima? áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.