Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 9
Helgin 6. — 7. mars mer er spurn Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins svarar Guðmundi Árna Stefánssyni ritstjórnarfulltrúa á A Iþýðublaðinu... Fáir útvaldir? Er það Alþýðubandalagsmönnum ekkert áhyggjuefni hversu fáir hafa tekið þátt í forvölum bandalagsins, eða eiga aðeins fáir útvaldir að hafa áhrif á skipan framboðslista hjá A Iþýðubandalaginu? Svavar Gestsson: Málefnin og traust kosningavinna duga betur en sigur i prófkjöri. og spyr Pétur Reimarsson formann Miðnefndar Samtaka herstöðva andstæðinga Hvernig lítur þú á baráttustöðu herstöðvaand- stæðinga í dag? Seinni liö spurningar Guð- mundar Arna Stefánssonar vil ég svara á þann veg að flokksmenn eiga að hafa og hafa áhrif á skipan framboðslista hjá Alþýðu- bandalaginu. Samkvæmt flokks- lögum skal ákvörðun um fram- boðslista fara fram innan flokks- ins, þannig að aðrir en þeir, sem eru i flokknum geta ekki ákveðið lista Alþýðubandalagsins. Hér er um að ræða eðlilega reglu i stjórnmálaflokki. Hinsvegar tel ég að stuðningsmenn og kjós- endur ættu að fá meiri möguleika á persónuvali viðkjörborðið en mi tiðkast. En aðrir flokkar hafa i vaxandi mæli viðurkennt reglu Alþýöubandalagsins nU á siöari árum eftirað þeirhafa brenntsig á svokölluðum opnum prófkjör- um. Alþýðubandalagið viðhaföi ekki prófkjör eða forval um f ramboðs- lista sina vorið 1978 nema á örfá- um stöðum, og vann þá stærsta kosningasigur sem það hefur unnið, jók fylgi sitt um 50% frá kosningunum 1974. Alþýðu- flokkurinn jók einnig fylgi sitt það vor í bæjarstjórnar- og alþingis- kosningum, en mjög mikiö mis- ræmi var á milli prófkjörsþátt- tökunnar og kosningaúrslitanna. Sama var raunar upp á teningn- um hvað varðar Framsóknar- flokkinn. Góð þátttaka i prófkjöri þýðir því ekki sjálfkrafa mörg at- kvæði i kosningum. En auðvitað erljóst aö þar sem mikil þátttaka hefur verið i prófkjöri jafnvel umfram fylgi i kosningum þar á eftir,hafa menn úr öörum stjórn- málaflokkum haft áhrif á upp- stiilingu þessara flokka, þeas. Al- þýðuflokks.Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Tveir þeir siðarnefndu hafa reyndar nú tak- markaö prófkjör sitt i Reykjavik, þannig að i' höfuðborginni er Al- þýðuftokkurinn einn með svo- kallaö ,,opið prófkjör”. Ég tel að ,,hin opnu prófkjör” hafi orðið Alþýðuflokknum ákaf- lega dýr eftir kosningarnar 1978. Þingmenn Alþýðuftokksins 1978 til 1979 voru i prófkjörsleik og þess vegna var ekki hægt aö starfa með Alþýöuflokknum i rikisstjórninni sem sat þessi ár. Hann var of óstööugur og ótraust- ur til þess að það væri unnt. Ekki vegna þess að Alþýðuflokkurinn i heild væri i svo harðri baráttu viö hina stjórnarflokkana og þá sér- staklega Alþýðubandalagiö, heldur stafaði þetta fyrst og fremst af þvi að Alþýðuflokks- mennvoruihörðum og grimmum slag innbyrðis, sem náði i' raun og veru hámarki á flokksþingi Al- þýðuflokksins, þegar Kjartan Jó- hannsson steypti vini sinum Benedikt Gröndal eins og frægt varð. En litum aðeins nánar á sam- hengið milli þátttöku i prófkjöri og Urslita kosninga. Sé það eins náið eins og mér finnst Guð- mundur Árni vilja vera láta i spurningu sinni, og Alþýöublaðið prédikar dag hvern, má Alþýðu- bandalagið i' Reykjavik sannar- lega vel við una. 1 forvali félags- ins 1978 voru þátttakendur 407. Og vel að merkja er hér um að ræða fólk sem staöið hefur skil á félagsgjöldum sinum, en er ekki smalaö inn i flokkinn án þess að þaö þurfi aö greiða sfn gjöld eins og henti hjá Framsóknarftokkn- um iReykjavi'kivetur.Enisiðari umferð forvalsins hjá Alþýðu- bandalaginu i Reykjavik nú i janúar sl. kusu 402. Fjögur hundr- uð og sjö kjósendur i forvali 1978 skiluðu Alþýðubandalaginu I Reykjavik þá fimm borgarfull- trúum og falli ihaldsins. Fjögur hundruð og tveir kjósendur ættu þvi að skila Alþýðubandalaginu sex borgarfulltrúum meö fjölgun- inni i 21 I borgarstjórn. Væntan- lega erum viö þó báðir sammála um það við Guðmundur Ami, að samhengið er ekki svona einfalt. Ahyggjuefnimitter ekki að fáir hafitekið þátti forvali heldurhitt að of fáir félagar eru i Alþýðu- bandalaginu. Hlutfall flokks- bundinna af kjósendum er lágt hjá öllum islensku stjórnmála- flokkunum, og þeir hafa ekki fundið leiöir til að bæta þar Ur. bar við bætist aö innan Alþýðu- bandalagsins eru menn blendnir i trúnni á forval eða prófkjör til framboðslista. Meöal annars benda margir á að með þeim sé verið að beina tima og kröftum frá stefnumótun að persónumet- ingi sem sé óæskilegur. En það voru li'ka gallar á gömlu uppstill- ingarnefndunum og þvi tel ég aö Alþýöubandalagið hafi valiö til- tölulega skynsamlega millileið með forvali i tveimur umferðum mtóal flokksbundinna. A nokkr- um stöðum á landinu hefur sú aö- ferð verið viöhöfð hjá Alþýöu- bandalaginu að senda öllum félagsmönnum bréf með félaga- tali og sföan hefur það verið inn- heimt eftir aö félagarnir hafa merkt við þá sem þeir telja æski- lega til framboðs. A enn öðrum stööum eins og t.d. á Akranesi, Egilsstööum, Siglufirði og ísa- firöi hefur Alþýðubandalagiö tek- ið þátt i sameiginlegu prófkjöri allra flokka á staðnum. Heildar- þátttakan i þeim hefur verið litil og á þessum stööum hefur Al- þýðubandalagið ekki lagt áherslu á smölun út fyrir hóp félagsbund- inna. Þaö tel ég misráðið vegna þess að i fjölmiðlum eru úrslit notuð sem mæling á styrk flokk- anna, hversu óraunhæft sem það er. Þessvegna er það von min að Alþýðubandalagsmenn i Kópa- vogi látihlédrægniekkihá sér um of í prófkjöri flokkanna þar sem fram fer i dag. Enda þótt flokks- lögin kveði aöeins á um þátttöku flokksmanna þýðir ekki annað en taka sundtökin rösklega, hafi main á annað borð varpaö séríil sunds. Alþýðubandalagsmenn héldu um siðustu helgi stærstu sveitar- stjórnarráðstefnu sem nokkur flokkur hefur haldiö nú á þessum vetri. Þátttakendur voru nokkuö yfir eitt hundrað Ur öllum kjör- dæmum. Hér var um að ræða upphafsáfanga kosningabarátt- unnar af hálfu Alþýðubandalags- ins i' sveitarstjórnarkosningunum 1978. Ég tel að traust vinnubrögð á vegum ftokks, bæði málefnaleg og örugg, geti skapað miklu meiri möguleika til ávinnings og sigurs i kosningum heldur en prófkjörs- kapphlaup þar sem samflokks- menn standa i þvi aö berjasthver gegn öðrum og oft með ákaflega óvönduðum meðulum eins og fréttir hafa borist um Ur öðrum flokkum en Alþýðubandalaginu. Alþýöubandalagið stefnir ótrautt að kosningasigri i vor, og aðrir flokkar mega þessvegna baða sig i ljóma prófkjörssigra. Spyrjum að leikslokum. En eigum við svo ekki að sam- einast um þaö i lokin,Guðmundur Arni,aðhætta ofnotkun fleirtölu. Þú talar um „forvöl” og aðrir klifa sifelit á „töpum” „mötum” og ,,verðum”.Viö fyrrverandi og verðandi ritstjörar hljótum aö láta okkur annt um að pólitiskt málfar sé bæöi skiljanlegt allri alþýöu og i samræmi við gott Is- lenskt tungutak. 8. mars á mánudag. Rauðsokkahreyfingin með baráttusamkomu „Stefnugrundvöllur kvenna- framboðsins er ekki enn kominn fram og þvi of snemmt aö vera með yfirlýsingar. Hins vegar er það ótviræð skoöun i miðstöð Rauðsokkahreyfingarinnar að svona samkrull mcð borgaraöfl- unum sé ekki leiðin til að auka veg og áhrif kvenna i samfélag- inu”, sagöi Annar Karin JUlius- sen, formaður miðstöðvar Rauð- sokka er Þjóöviljinn ræddi viö hana. „Kvennaframboðið þarf ekki að vera rangt i sjálfu sér, en eins og að þessu er staöiö, teljum við að hér sé ekki fetuö rétt slóö. Rauðsokkahreyfingin er aftur á móti breiöfylking á sósialiskum grunni þvi við teljum aö hlutskipti kvenna i borgaralegu samfélagi sé eðlilegt afsprengi kapftal- ismans. Ef á að losa konuna frá hlutskipti sinu verður að vega aö rótum þessarar þjóöfélagsgeröar og það verður aldrei gert með þverpólitisku kvennaframboði”. — Núhefur verið talsverö deyfö vfir starfsemi Rauðsokka undan- fariö. Hvaö veldur? „Astæðan er einkum sU að þrátt fyrirmikið innstreymií hreyfing- una ásiðustu misserum tókst ekki sökum skipulagsgalla og fleiri ástæöna, að halda uppi þvi starfi sem við væntum. Kvennafram- boðið i haust hefur aftur á móti skapaö óvissuástand og Rauð- sokkahreyfingin var lengi vel hikandi hvernig ætti að bregðast við. f desember sl. var efnt til fundar hér i Sokkholti þar sem átti aö leggja hreyfinguna niður, en þvi tókst aö afstýra. Við sem nU skipum Miðstöð erum sann- færöar um að ákveðin verka- skipting verður að vera fyrir hendi ef okkur á að takast að vinna saman. Viö erum nU með sérstakan formann, ritara, menningarfulltrúa o.s.frv.” Af hverju róttæk kvennahreyf- ing? „Við lifum á krepputimum og það er alveg ljóst aö konur eiga stöðugt meira undir högg að sækja i' þjóöfélaginu. Jafnréttis- lögin eru t.d. alls ekki virt og undanfarið hefur einmitt jafn- réttisbarátta láglaunakvenna á sjúkrahúsunum verið til mikillar umræöu. Það sýnir kannski best að full þörf er á róttækri kvenna- hreyfingu”. Nú er 8. mars á mánudaginn. Þið verðið aö vanda með aö- gerðir? „Já, að sjálfsögöu. Annars Anna K. Júliussen, formaður Miðstöðvar Rauðsokkahreyf- ingarinnar: Viljum fylkja rót- tækum konum. vegar mun blaðiö okkar, Forvitin rauö, koma út og er það helgað tvenns konar þema i tilefni dags- ins: Gegn kreppunni — fyrir friði! Þá mun hins vegar haldin bar- áttuhátið um kvöldið á Hótel Borg. Þar leikur Guðmundur Ingólfsson á pianó á meðan gestir koma til samkomunnar, en að þvi loknu mun ég flytja á varp. Þá mun trúbadúr og fisk- vinnslukona úr Vestmanna- eyjum, Stella Hauksdóttir, syngja nokkur lög, en aö þvi loknu heldur Hanna Haraldsdóttir, verkakona úr Sókn ræðu um lif sitt og kjör. Aö þvi loknu syngur Hjördis Bergsdóttir nokkur lög. Lesið verður úr grein eftir bóliviönsku baráttukonuna Domitilu de Chuangara og aö þvi loknu syngur blanda úr Visnavinum og rauðsokkum nokkur lög. Auk alls þessa mun svo Agatha Agnars- dóttir flytja ávarp og segja frá reynslu sinni úr verkfallsað- gerðum Kleppsstarfsmanna, flutt verða ljóö, sungið og spilað o.fl. Það veröur þvi I boöi hin fjöl- breyttasta dagskrá og enginn svikinn að mæta á Hótel Borg á mánudagskvöldið.” Aö lokum, Anna. Er Rauð- sokkahreyfingin aftur farin að starfa af krafti? „Já, ég vona þaö. Okkar starf undanfarnar vikur hefur mikið farið í að undirbúa útkomu blaðsins okkar og þessa bar- áttuhátiö á mánudagskvöldiö. Framundan er ársfjórðungs- fundur okkar núna i þessum mánuöi og við erum ákveðnar að byggja upp öflungt starf.” — v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.