Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 6
6 S1Ð A -r- Þ JÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. mars 1982.
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir.
Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, óskar
Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson.
iþrótta- og skákfrcttamaöur: Helgi Ólafsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson.
l.jósmyndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns-
dóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúia 6,
Reykjavik, simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
ritstjórnargrein
Erindrekar Alusuisse?
• Krafa Morgunblaðsins þessa dagana er ekki um
þjóðarsamstöðu um íslenskan málstað í deilunni við
Alusuisse — heldur biður Morgunblaðið um annars
konar samstöðu, — samstöðu til varnar Alusuisse.
• Og í forystugrein sinni í gær gengur Morgunblaðið
svo langt að boða allsherjarundirskriftasöfnun til
varnar auðhringnum. Morgunblaðið býsnast yfir því
að nú ætli Alþýðubandalagið að þjóðnýta álverið í
Straumsvíkog segir síðan: ,,Aður hefur það gerst, að
tugþúsundir Islendinga hafa risið upp og mótmælt
hættulegum og ótímabærum áformum um að spilla
öryggi þjóðarinnar... Nú er vegið að efnahagslegu
öryggi þjóðarinnar. Er ekki þegar nóg að gert í því
efni?"
• Það fer ekki milli mála að hér er vísað til undir-
skriftasöfnunar „Varins lands" fyrir átta árum, og á
ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins láta menn sig
dreyma um álíka aðf arir nú til varnar Alusuisse.
• Þeir ættu að reyna!
• Alþýðubandalagið hefur leyft sér að minna á, að
við Islendingar erum f yllilega færir um að reka sjálf-
ir eina álverksmiðju, ef við teljum það henta. í þeim
efnum þurfum við hvorki að eiga eitt né neitt undir
náð Alusuisse.
• Krafa dagsins i dag er þó ekki þjóðnýting ál-
versins heldur stórhækkað raforkuverð, og nýir
samningar er tryggi m.a. fullt forræði okkar Islend-
inga yfir rekstri fyrirtækisins og að það lúti í einu og
öllu islenskri lögsögu, þar á meðal íslenskum dóm-
stólum.
• Neiti forráðamenn Alusuisse enn að koma mjög
verulega til móts við sanngirniskröfur íslenskra
stjórnvalda í þessum efnum, þá hefur Alþýðubanda-
lagið bent á að óhjákvæmilegt sé að grípa til einhliða
aðgerða og beita okkar innlenda löggjafarvaldi. Allt
annað væri uppgjöf.
• Fari hins vegar svo, að Alusuisse neiti að lúta ís-
lenskum lögum, þá getum við sjálf rekið þessa verk-
smiðju án þess að borga með henni eins og hingað til
hef ur verið gert. Það mega þeir Muller og Mayer hjá
Alusuisse vita. Svo er það þeirra að segja nú til hvort
þeir vilja heldursemja. —k.
Vilja eignast landstjóra
• Samkvæmt greinargerð Morgunblaðsins frá 18.
október 1979 voru þá uppi háværar raddir innan Sjálf-
stæðisflokksins um að gera útibússtjóra Alusuisse á
islandi, Ragnar Halldórsson, forstjóra i Straumsvík
að ráðherra í utanþingsstjórn, sem þá stóð til að
mynda. Á þetta var minnt hér í Þjóðviljanum í gær.
Þetta var dagana áður en Sjálfstæðisf lokkurinn ákvað
að tylla upp minnihlutastjórn Alþýðuflokksins.
• Gefum Morgunblaðinu frá 18.10. 1979 orðið: „A
föstudag (þ.e. 12. okt. 1979) verða raddirnar um utan-
þingsstjórn háværari innan Sjálfstæðisflokksins, í
þeim umræðum er dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri nef ndur sem f orsætisráðherra". — Síðan kemur
upptalning Morgunblaðsins á ráðherraefnunum í
þessari utanþingsstjórn sem þá var á dagskrá innan
Sjálfstæðisflokksins. Og viti menn, — í upptalningu
Morgunblaðsins á ráðherraefnum Sjálfstæðisflokks-
skartar nafn útibússtjóra Alusuisse í fremstu röð!
• Ja, hvernig líst mönnum á, ef útibússtjórinn hefði
nú verið gerður hér að landstjóra líka? Landstjóra
Alusuisseá íslandi. Það hefði þá líklega ekki staðið á
syndakvittunum til auðhringsins frá íslenska
stjórnarráðinu!
• Og svo sem til að minna á þennan draum úr innsta
hring Sjálfstæðisflokksins, þá segir Matthías Jó-
hannessen, ritstjóri Morgunblaðsins orðrétt í Helgar-
póstinum í gær um forstjórann í Straumsvík: „Ég
held hann sé gott þingmannsefni." Já eigum við ekki
næst að bjóða yfirhershöfðingjanum á Keflavíkur-
flugvelli sæti á Alþingi og í ríkisstjórn. — k.
úr aimanak ínu
Sumt GERIR maður
Það er á margan hátt
skemmtileg þjóð sem byggir
Bretlandseyjar. Það sem
ódönnuðum tslendingi eins og
mér verður e.t.v. fyrst star-
sýnt á, er hin mikla og alda-
gamla hefð sem þar rikir. Þar
rikir hefðum nánast alla hluti.
Innfæddir orða þetta gjarnan
þannig að það séu vissir hlutir
sem maður bara geri ekki. Allt
virðist vera i mjög föstum
skorðum. Hið daglega 11 f er
bundið i hefðbundnar skorður.
Ekkert er nýtt undir sólunni.
Allt hefur gerst áður, og það á
að gerast svona.
Tilefni þessara hugleiðinga er
nýafstaðin heimsókn forseta
okkar til Bretlands. Ég var svo
heppinn að eiga þess kost að
vera viöstaddur fyrstu 2 dagana
af dvöl forsetans þar.
Ein er sú stétt manna sem ég
reikna ekki með að þú lesandi
góöur hafir heyrt á minnst, en
sú stétt hefur 1 flestum löndum
heitið „press officer” eða eitt-
hvað 1 þá áttina. Þeir eru til þess
ráðnir á vegum utanrikis-
ráðuneytis sins lands að vera
blaðamönnum og ljósmyndur-
um innan handar sem staddir
eru i' landi þeirra. Þeirra hlut-
verk er þá að finna fólk til að
tala við, nú eða að sjá svo um að
blaðamenn tali ekkivið suma ef
svo ber undir, og viöopinberar
heimsóknir eru þeir á þönum.
Yfirleitt er þetta hið skemmti-
legasta fólk sem er 1 þessu
starfi. Fólk sem hefur ánægju af
að skipta við annað fólk, og er
heillhafsjór af fróöleik um land
sitt og þjóö. Ég haföi tækifæri til
að kynnast litillega einum
þeirra i Bretlandi, og ljóst og
leynt veitti hann mér meiri
innsýn i breskar hefðir en ég
hefði getað átt kost á þótt ég
hefði dvalist þar vikum saman.
T.d. eru opinberar heimsóknir
fyrir Bretum ákveðin , .rútina”
sem fylgir sfnum hefðum sem
tróast hafa í aldanna rás. Þar
flugvallarins. Það er ósköp eðli-
legt að þeir komi til þess hluta
sem ætlaður er fyrir opinberar
heimsóknir en ekki að öðrum
hlutum. Farið var meðokkur til
skrifstofu þeirrar sem sér um
almannatengsl og eftir þó
nokkra bið var hægt að koma
okkur til móts við hina opinberu
gesti.
Það er mikill vandi að brjóta
hefðir. Það þarf að vera gert á
þann hátt að móðgi ekki eða
særi gestgjafana. Þetta hefur
Vigdisi okkar tekist á alveg ein-
staklega skemmtilegan hátt.
Allsstaðar eru viðbrögðin
þannig aðmenn fyllast aðdáun.
Eða eins og sá „press-officer”
sem ég nefndi áðan sagði: „She
mustbea realy remarkable wo-
man”.
Titla-tog eru Bretar frægir
fyrir. Þeir hafa, einnig þar,
ævagamla hefðað styðjast við.
Hefð stéttarskiptingar, hefð
sem engum dettur i hug að
breyta eöa fella niður. Maður
bara gerir ekki siikt. Mér er
ávallt sterkt i minni er ég kom
inn á Pub i london, sem við
fyrstu sýn virtist vera ósköp
venjulegur Pub. Ég tók samt
eftir þvi að honum var skipt i
miðju með skilrúmi, en bar-
borðið var báðum megin við
þaö. Kom i' ljós að handan við
vegginn voru fin húsgögn, teppi
á gólfum og fallegar ljósa-
krónur. Þeir sem afgreiddu
þeim megin voru einnig i finni
fötum en þeir sem afgreiddu i
almenningnum. Þar var sem
sagt „fi'na” fólkinu ætlað að
vera. Og maður borgaði 20%
meira fyrir bjórinn sinn.
Já, þaö var þetta með titla-
togið. Vitið þið hvaðhann heitir,
lordinn sem fyrir hönd drottn-
ingar tók á móti Vigdisi á flug-
vellinum? Ekki það?
Ösköp einfaldlega: Thc Lord
In Waiting To Her Majesty The
Qeen.Lord Skelmersdale!
— gel —
skrifar
En hvað gerist svo ef þjóð-
höfðingi gerir þaö? JU, þaö
verður „problem”. Og „prob-
lem” þarf að leysa. Það er
gengið Ut frá þvi að það væri
samkvæmt sérstakri ósk for-
setans aö hún kæmi með al-
mennu farþegaflugi. Og þar
sem svo var þá væri það merki
um að hUn vildi ekki láta hafa
allt of mikið fyrir sér. Þess
vegna var ákveöiö að flugvélin
kæmi aö á flugvellinum eins og
hver önnur farþegavél, en for-
setanum yrði ekið frá vélinni tii
móttökuherbergis iöðrum hluta
flugvailarbyggingarinnar. Þar
yrði heiðursvöröur einungis
skipaður fáum, ekki allt of
skrautlegum náungum Ur flug-
hernum. Allt var gerttilað hafa
þetta eins hversdagslegtog unnt
var, enda varð þetta hin
skemmtilegasta athöfn fyrir
bragðið.
En það var annað. Ekki er
gertráðfyrirað blaðamenn hafi
aðgang að hinum almenna hluta
bara
ekki!
eru hlutir hka sem maður bara
gerirekki. Einn af þeim er að
þjóðhöfðingi kemur bara ekki
með almennu farþegaflugi.
Gunnar
Elísson
DJÚÐV/UINN