Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 23
Helgin 6. — 7. mars 1982. ÞJÓJ£^*JINN — StÐA 23 hYihmyndir Skopskyn iö bregs t Kvikmynd: Whoily Moses. Leikstjóri: Gary Weis. Kvikmy ndataka: Frank Stanley. Handrit: Guy Thomas. Meöal lcikara: Dudley Moore, Lareine Newman, James Coco, Paul Sand. John Houseman, Dom Deluisej>g Madeline Kahn. Wholly Moses! er svo sem ekkert ólaglegt ef ni í gamanmynd og víst er, að margar af hug- myndum okkar um þann ágæta mann og það sem hann gerði, eru þess eðlis, að þær ættu að öllu jöfnu að þola það að verða sett- ar í öðruvísi samhengi en þekkist helst. Ætli það gildi ekki einnig um þá tíma, sem myndin segir frá: þegar boðorðin tiu urðu til, og þegar Móses leiddi hina herleiddu þjóð til fyrirheitna landsins. En þvi er nú ver, aö gamaniö gengur ekki upp, reyndar er Wholly Moses skóladæmi um þaö, hvernig á ekki aö gera gamanmyndumefni,sem er svo samslungiö allri menningu Jakob S. Jónsson skrifar okkar aö sérhver áhorfandi er meö á nótunum og veit út á hvaö brandarinn gengur um leiö og fyrsta oröiö hefur veriö sagt. Þaö er sem sagt skopskyniö, sem bregst handritshöfundi, leikstjóra og leikurum svo hrapallega, aö myndin veröur hvorki fugl né fiskur fyrir vikiö. Agætt dæmi um þetta er þegar Herchel (Dudley Moore) hefur lokiö viö aö klappa boöoröin tiu i steintöflurnar, sem hann siöan færir Móses. Þá eru orö- ræöurnar um boöoröin og ágæti þeirra svo langar, aö brandarinn veröur allsendis ófyndinn og hugmyndin aö baki sem sé sú aö einhver annar en Guö eöa Móses eigi heiöurinn af þessum grundvallarreglum kristinna manna, dettur dauö niöur fyrir vikiö. Þaö veröur býsna þreytandi aö horfa á gamanmynd, þar sem brandarinn er ekki aöeins sagöur, heldur lika útskýröur vandlega, ef svo má aö oröi komast. Ekki svo aö skilja, aö myndin sé meö öllu leiöinleg. Vissulega örlar á ljómandi skemmtilegum húmor i bland, og nægir þar aö nefna margt af þvi sem hinn kostulegi Richard Pryor gerir og segir i hlutverki hins of- dekraöa Faraós, hneykslan hans yfir Móses, þegar hann fer meö þjóö sina yfir Rauöa hafiö og ýmisleg fleira i þeim dúr. En myndin veröur þvi miöur aldrei fyndin i heild sinni vegna þess- arar óskiljanlegu tilhneigingar til útskýringa á bröndurum, sem hver áhorfandi á aö geta skiliö til fulls. Nema svona sé aö fariö til aö slá á hugsanlega hneykslan vandlætingarmanna. En heföi þá ekki einfalcilega veriö vandræöaminna aö gera raunverulega gamanmynd um eitthvert þaö efni, sem heföi ekki þurft aö vefjast fyrir hand- ritshöfundi og leikstjóra? - jsj. Kvikmyndablaöiö ársgamalt Það fer auðvitað ekki hjá því að aukin innlend kvikmyndagerð og áhugi á henni meðal lærðra sem leikra hafi áhrif sem ekki eru bundin við kvikmyndina eina og sér. Það hlaut að koma að því, að áhuga- menn reyndu fyrir sér með útgáfu tímarits um kvikmyndir, þar sem fjallað yrði á ýtarlegri hátt en gert er i dagblöð- um um þessi efni, þá listamenn, sem við kvik- myndina starfa og ótal margt f leira. Hiö myndarlega Kvikmynda- blaö.sem komiö hefur út fjórum sinnum á siöasta ári, er slikt timarit, og varla vonum seinna aö vakin sé athygli á útgáfu þess, þvf þótt þaö sé viöa til sölu i sjoppum og búöum — og sæl- gætissölum velflestra kvik- myndahúsa hér i Reykjavík — þá skilst mér aö furöumargir hafi litla sem enga hugmynd um tilvist þess. Svo viröist, sem aöstandendur Kvikmyndablaösins hafi stefnt aö þvi i upphafi aö einhverjir einn eöa tveir starfskraftar mættu hafa viöurværi sitt af út- gáfu blaösins. Ætlunin var aö gefa út tiu blöö á ári meö þvi aö sameina fjögur blöö i tvö yfir sumarmánuöina — en einhverra hluta vegna gekk þaö dæmi ekki upp, og meö útgáfu fjóröa tölu- blaös i lok ársins er endanlega svo um hnútana búiö, aö Kvik- myndablaöiö kom út fjórum sinnum á ári hverju: vetur, sumar, vor og haust. Meö þessu viröist vera stefnt aö þvi aö þaö veröi gefiö út af elju áhuga- manna einvöröungu og aö þaö veröi aö treysta á velunnara meö efni i blaöiö, mér sýnist a.m.k. liggja i augum uppi, aö Merkilegt framtak og vel aö því staöiö efnahagsgrundvöllurblaös, sem gefiö er út aöeins fjórum sinn- um á ári sé sýnu veikari en ef útgáfan væri tiöari. En nóg um þaö. Kannski ræt- ist úr, þegar á liöur og fjöldi kaupenda hefur vaxiö — þaö er vonandi engin ástæöa til aö ör- vænta enn. Mér sýnist sú ritstjórnar- stefna, sem Friörik Þór Friö- riksson hefur markaö Kvik- myndablaöinu bæöi skynsamleg og likleg til aö höföa til allbreiös hóps kvikmyndaáhugafólks. Hann segir i fyrstu ritstjórnar- grein sinni aö blaöinu sé „fyrst og fremst ætlaö þaö hlutverk aö fjalla um kvikmyndir og mál sem snerta kvikmyndir”, auk þess sem ætlunin sé aö „fjalla um innlendar og erlendar kvik- myndir jöfnum höndum”. 1 stórum dráttum viröist þetta hafa tekist bærilega. Kvik- myndablaðiö fjallar ekki aöeins um þær myndir, sem hvaö mesta athygli vekja fyrirfram eða eftir á, þar hafa einnig birst greinar m.a. um kvikmynda- gerö kvenna, um ýmsa leik- stjóra erlenda, um einstakar kvikmyndir, um islenska kvik- myndagerö og kvikmyndagerð sjónvarpsins, auk fjölda viötala viö innlenda kvikmyndaleik- stjóra og þýdd viötöl viö ýmsa helstu kvikmyndaleikstjóra er- lenda, svo sem Vadim Glowna, Rainer Werner Fassbinder og Wim Wendrs. Þá er ekki úr vegi aö vekja athygli á fjölbreyttum og ýtarlegum myndskreyting- um, sem fylgja flestum grein- anna og sem auka gidli hins rit- aöa orös verulega, einkum þar sem sýndar eru ljósmyndir úr kvikmyndaatriöum. Þegar fyrsta árgangi Kvik- myndablaösins er flett, fer ekki hjá þvi aö sumt efni veki meiri athygli manns en annað, og er þá ekki lagt mat gæöa á hlutina, flest þaö, sem birst hefur i þess- um fjórum fyrstu tölublöðum er gott og þess viröi aö lesa þaö, enda eru höfundar efnis flestir þekktir áhuga- og atvinnumenn i kvikmyndagerö. Trúlega hefur þó grein Viöars Vikingssonar i 1. tbl. Kvik- myndablaösins: Splæsiö aftur á steinöld — um Apocalypse now, vakiö mesta athygli mina. Þar fjallar Viöar á viötækan hátt um þessa margfrægu kvikmynd Francis Ford Coppola, og eru athyglisveröastar vangaveltur hans um kynþáttahatriö i Apo- calypse, sem Viöar telur hliö- stætt kynþáttahatrinu i kvik- mynd Cimino, The Deer Hunter. Þýdd grein eftir Alain Tann- er, höfund myndarinnar Jónas, sem veröur 25 ára áriö 2000, og grein Ingibjargar Haraldsdótt- ur um sovéska kvikmyndaleik- stjórann Andrei Tarkovski, voru meöal þess efnis i 2. tbl.: , sem vöktu athygli mina, og i 3. tbl. byrjar Erlendur Sveinsson aö rekja punkta úr Islenskri kvikmyndasögu, og heldur þvi áfram i 4. tbl., þar sem birtist einnig grein Kristinar Jóhanns- dóttur: Konan og kvikmyndir, og grein Sigurðar Jóns Ólafs- sonar: Veröur kvikmyndagerö sjónvarpsins lögö niöur? Svo fátt eitt sé nefnt. Reyndar finnst mér nauösynlegt aö taka fram, aö yfirleitt eru þýddu viö- tölin of hrá, þaö sakaöi ekki aö rita aö þeim inngang, þar sem fjallaö væri ýtarlegar um þann, sem viötalið er tekiö viö, og efni viðtalsins jafnvel skýrt nánar. Þannig hygg ég aö þessi viötöl geti höföaö til breiöari hóps les- enda, sem hafa kannski ekki haft tök á aö kynna sér þaö sem um er fjallaö áöur. Þessi aðfinnsla er þó e.t.v. sparöatiningur á prent settur til aö þetta skrif um Kvikmynda- blaöiö veröi ekki of lofsamlegt. Eftir stendur, aö útgáfa Kvik- myndablaösins er merkilegt framtak og i flestum atriöum vel aö þvi staðið — og ef þaö er ætlun aðstandenda þess aö halda áfram á svipaöri braut og farin hefur veriö hingaö til, þá er Kvikmyndablaöiö til alls góös liklegt. Þaö er þvi full ástæöa til aö óska aðstandendum þess og kvikmyndaáhugafólki öllu til lukku meö þetta málgagn sitt. — jsj. Being There í Bíóhöll Um þaö leyti er þessi kvik- myndasföa var i vinnslu, hóf Biöhöllin sýningar á siöustu kvikmynd sniilingsins Peter Sellers, Being there eftir Hal Ashby. Þvi miöur reyndist ekki unnt aö taka þá mynd til meöferöar nú, en úr þvi verður bætt i næsta helgar- blaði Þjóðviljans með itar- legri umfjöllun um leikarann Pcter Sellers og þessa siðustu kvikmynd sem hann lék i. Þess má geta aö hún hefur einróma hlotiö lofsam- lega dóma, sem og Sellers fyrir leik sinn f hlutverki Chance eða Chauncey Gard- iner. — jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.