Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 15
Helgin 6. — 7. mars 1982.ÞjóÐVILJINN — SIÐA 15
„Merkasta ferð
sem ég heffarið
» er góssenland ^rlku al>
,,Kuha ® . uómönsVi'1 'vm. hess-
bnnu' ^*M***& tra P
sögn verUaiy
* rlUiunv-
liöaö vi®
er (lumuviii
r.f>rlUu ao ieiötog.
ViiK..
**erlku,l*úa fr/ f
segir
Benedikt
Davíðsson
formaður
Sambands bygg-
ingarmanna,
sem nýkominn
er af
þingi Alþjóða-
sambands
verkalýðs-
félaga
í Havana
á Kúbu
Umræðurnar á þessu
þingi mótuðust mjög af
þátttöku ríkja Rómönsku
Ameriku og þriðja heims-
ins/ og það sem vakti hvað
mest athygli mína voru
þær erfiðu aðstæður, sem
verkalýðshrey f ingin þarf
að starfa við í mörgum
þessara rikja — sagði
Benedikt Daviðsson for-
maður Sambands bygg-
ingarmanna, sem nýkom-
inn er af 10. þingi Alþjóða-
sambands Verkalýðsfé-
laga, sem haldið var í Hav-
ana 10.-15. febrúar s.l., en
Benedikt sat þingið sem
áhyernarfulltrúi ASi.
— Þingið sátu um 900 gestir og
þátttakendur frá 140 þjóðum, og
áttu sum riki stórar sendinefndir
á þinginu eins og t.d. Bandarikin,
en þaðan komu 49 fulltrúar
bandariskra verkalýðsfélaga.
— Er ekki verkalýðshreyfingin
klofin í tvö alþjóðasambönd.
— Jú, þar eru annars vegar Al-
þjóðasamband verkalýðsfélaga,
WFTU.sem var stofnað i október
1945 i Paris. Island var stofnaðili
að samtökunum og Björn Bjarna-
son sat stofnþingiö fyrir ASÍ og
var kjörinn i fyrstu miðstjórn
sambandsins. Siðan gerðist það
við upphaf kalda striðsins 1949 að
verkalýðshreyfingin klofnaði, og
ASl gekk þá i Alþjóðasamband
frjálsra verkalýösfélaga, ICFTU,
og þvi hafa fylgt þau skilyröi, að
ekki er hægt að eiga aðild að báö-
um samböndunum. Þannig eru
t.d. einnig til tvenn alþjóðasam-
bönd byggingarmanna, sem eiga
aðild að sitt hvoru bandalaginu,
en þessi klofningur hefur ekki
komið i veg fyrir aö verkalýðsfé-
lög og sambönd innan þessara
tveggja alþjóðasambanda hafi
með sér samskipti. Þannig voru
um 200 gestir á þessu þingi.
— Eiga einhver verkalýösfélög
eöa sambönd á Vesturlöndum
aöild aö WFTU?
— Jú, þarna voru fullgildir
þátttakendur frá Bretlandi, Ir-
landi, Frakklandi, Finnlandi,
fulltrúar sænskra hafnarverka-
manna, Frakkar, Kanadamenn,
sjómannasambandið grlska og
svo mætti lengi telja.
Mest bar þó á fulltrúum 3.
heimsins á þessu þingi, og voru
málefni 3. heimsins mjög á dag-
skrá. Þarna voru allmargir full-
trúar frá ýmsum S-Amerikurikj-
um, sem urðu að fara huldu höföi
i heimalöndum sinum og voru
jafnframt ófrjálsir ferða sinna
sums staöar erlendis, t.d. i
Bandarikjunum. Þetta gilti um
verkalýðsleiötoga frá rikjum eins
og E1 Salvador, Argentinu,
Brasiliu, Chile og fleiri
Miö-Amerikurikjum. Það er
greinilegt að sjálf starfsemi og
tilvist skipulagörar verkalýðs-
hreyfingar i þessum rikjum á við
meiri öröugleika að etja en menn
höföu gert sér grein fyrir. Þá kom
greinilega fram að ekki er ofsög-
um sagt af þeim hörmulegu aö-
stæðum sem fólk býr viða viö i
þessum heimshluta.
— Kom til átaka eöa deilna á
þessu þingi?
— Það urðu snarpar oröahnipp-
ingar út af ástandinu i S- og
Mið-Ameriku, og þá ekki siöur út
af ástandinu i Afghanistan og
Póllandi. Þær umræöur munu þó
hafa orðið enn heitari i starfs-
nefndum.
— Atti Solidarnosc fulltrúa á
þinginu?
— Nei, pólsku fulltrúarnir voru
eingöngu frá gömlu verkalýðs-
samtökunum þar.
— Hverjir deildu helst um Pól-
landsmálið?
— Þaö voru helst þeir frönsku
og japönsku fulltrúar, sem aöild
áttu að WFTU, sem deildu á
ástandið i Póllandi og Afghanist-
an, og þeir sem helst uröu til að
andmæla voru forystumenn i
stjórn Alþjóðasambandsins.
Franski fulltrúinn var nýkominn
frá Póllandi og gaf skýrslu um
reynslu sina, en forysta Alþjóöa-
sambandsins lýsti þeirri skoðun
sinni, að „Pólverjar sjálfir” gætu
leyst sin vandamál og komið sér
út úr núverandi kreppu, sem staf-
aöi af mistökum flokksforystunn-
ar og verkalýðsforystunnar og
einnig af utanaðkomandi áhrifum
og þrýstingi, og var þá aöallega
átt við þrýsting frá Bandarikj-
unum. Franski fulltrúinn taldi
þau mistök, sem gerð hefðu verið
i Póllandi, vera svo stór, aö þau
væru ófyrirgefanleg. Roberto
Veiga, formaður kúbanska Al-
þýðusambandsins, sem var kos-
inn varaformaöur WFTU á þing-
inu, hafði einnig veriö I Póllandi
nýverið, og hann tók i sama
streng og forystan.
— Voru málefni Suöur-Afriku
ekki rædd á þinginu?
— Jú bæði málefni S-Afriku og
samskiptamál Israel og Araba-
rikja voru mjög á dagskrá, og var
ákveðið aö efna til sérstakrar
Afrikuráðstefnu um málefni
verkalýðshreyfingarinnar þar.
— Er ekki verkalýöshreyfingin
i Afriku einnig klofin á milli Al-
þjóöasambandanna tveggja?
— Jú, og það torveldar auðvitað
allt samstarf nokkuð. Það er
greinilegt aö það rikir samkeppni
á milli Alþjóðasambandanna um
aö ná til sin verkalýðsfélögum i
þessum heimshluta.
— Þú hefur væntanlega hlýtt á
ræöu Fidels Castro?
— Já, hann hélt þarna „stutt
ávarp” sem varaði I 2 1/2 klst. og
var málflutningur hans áhrifa-
mikill og sannfærandi. Megininn-
tak ræðu hans snérist annars
vegar um vigbúnaðarkapphlaup-
iö i heiminum og striöshættuna og
hins vegar um það mikla misrétti
sem rikir á milli fátækra og van-
þróaðra rikja og iðnrikjanna.
— Hvernig fannst þér andrúms-
loftiöá Kúbu vcra. Varstu var viö
ótta eöa mikinn viöbúnaö vegna
þeirra ógnana sem Reagan-
stjórnin hefur haft I frammi
gagnvart Kúbönum?
— Mér virtist Kúbanir gera sér
fyllilega grein fyrir þvi, að sjálf-
stæði þeirra byggist á þvi að þeir
geti haldiö friö við Bandarikin.
Menn töluöu um aö Kúbanir
þyrftu að vera á varðbergi og
hafa uppi fullan viðbúnað gagn-
vart grannanum i norðri og mér
fannst ég verða var við aö fólk
vildi vinna að þvi að opna mögu-
leika til samskipta við Bandarik-
in. Mér fannst á þvi fólki, sem ég
ræddi viö, aö það teldi hættuna,
sem Kúbu stafar frá Bandarikj-
unum, vera svipaða og áður, en
að hinar auknu hótanir Reagan-
stjórnarinnar væru kannski
meira til þess ætlaðar að hræða
riki Mið-Ameriku og Karibahafs-
ins til undirgefni. Kúbanir eru
hins vegar mjög vel á varðbergi
gagnvart þeim skemmdarverk-
um, sem CIA hefur staðið fyrir á
Kúbu, en þeir telja m.a. sannað
aö CIA hafi staðið fyrir þvi aö
dreifa þangað nýjum smitsjúk-
dómum á siöasta ári, sem ollu
miklu tjóni á mönnum og skepn-
um.
— Hvaö sýndist þér um lifskjör
fólksins á Kúbu?
— Fljótt á litið viröist fólk þar
búa við mjög örugga afkomu, og
fulltrúar ýmissa S-Amerikurikja,
sem sátu þingið, sögðu mér að
Kúba væri góssenland i saman-
burði viö önnur riki Rómönsku
Ameriku.
Það er erfitt að leggja mat á
tekjur fólks, en augljóst er að á
Kúbu hefur veriö lyft grettistaki i
mennta-, heilbrigöis- og dag-
heimilismálum á mjög stuttum ,
tima.
— Varöstu var viö persónu- !
dýrkun á Castro?
— Ég varð var viö þaö að hann :
er mjög óumdeildur sem leiðtogi, !
og almenningur á Kúbu litur
mjög upp til hans, en ég er ekki
viss um að þaö sé þaö sama og
persónudýrkun. Til dæmis sjást
hvergi myndir eða styttur af hon-
um á almannafæri.
— Var þetta minnisstæö ferö?
— Það var ákaflega skemmti-
legt að koma þarna og andrúms-
loft allt var gjörólikt þvi sem ég
hef kynnst i öörum löndum
Austur- og Vestur- Evrópu. Ég
heimsótti nokkra vinnustaði og
það var sláandi hvað Kúbanir eru
opnir og auövelt aö komast I sam-
band við þá, hvort sem var á
vinnustöðum, götum úti eða á
veitingastöðum. Ég skoðaöi nýtt
hverfi, sem verið er að reisa I út-
jaðri Havanna og átti þar m.a.
mjög fróölegar viðræður við
byggingarverkamenn. Ég held aö
þetta sé tvimælalaust merkasta
ferö, sem ég hef tekist á hendur.
——ólg.
Pála, Pála,
Pálína
er frábær
saumamaskína
Dólíno
" •*•■■■ ■*• saumavélin frá Toyotaverksmiöjunum rennur úteins og heitar lumniur og nú er
siðasta sending brátt uppscld, cnda engin furöa, þegar veröið er aöeins kr.
* - ■ ■ • ' -i
Pálina er að sjálfsögöu
aihliða saumavél og fyrir utan öll
vcnjuleg spor býöur
Pálína
1. Sjálfvirkan hnappagatasaum
2. Stoppspor. ^______ _
3. Blindfaldsspor
4. Teygjusaum.
5. Varpsaum.
6. Vöfluspor.
Toyota Varahlutaumboðið Ármúia
23, sími 81733.