Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 11
Helgin 6. — 7. mars 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Hjartatetur hætt þig setur, heimurinn letur, námið hvetur, en ef þú getur, góði Pétur, þá gættu þin betur næsta vetur. — Hvort þessi vlsa haföi áhrif eða ekki skal ég ekki um dæma, en svo mikið er vist að Pétur lauk námi meö sóma og komst til æðstu mannvirðinga. Og mér er einnig kunnugt um að Pétri þótti vænt um þessa visu. Pétur var mikill drengskaparmaður og þeim var vel til vina föður minum og honum. Eina visu eftir föður minn heyrði ég fyrst nýlega. Hann átti gráan föngulegan skeið- hest, sem honum þótti einstaklega vænt um. Alltaf þegar þeir komu heim úr ferða- lögum var tekinn feikna skeiðsprettur á sléttri grund fyrir neðan túnið. Um þessi skemmtilegu samskipti þeirra orti pabbi: Skulfu klettar, skall hann á, skeiðiö rétt við hallann, þessi blettur muna má margan sprettinn snjallan. — Vanalega felldi faöir minn sjálfur þær skepnur sem slátra þurfti heima, en þegar fella þurfti þennan vin hans, fór hann i ferðalag um morguninn og bað nágranna sinn að annast verkið. Hann kom svo heim um kvöldið þegar allt var afstaðið og var vist ekki vafi á hvernig honum leið. En verra var það daginn eftir þegar hann þurfti að brytja kjötið og salta niður i tunnu. Hann sagði siðar að sér heföi óað við fyrsta hnifsbragðinu og það var áreiðan- lega ekki ofmælt. Fólk talar stundum um unaðssemdir sveitalifsins. En það gleymir þá þeim hryll- ingi sem það er fyrir marga bændur að af- lifa skepnur sinar. Hvað segir ekki Ólafur Kárason i Húsi skáldsins: Ég held það sé synd að ala upp skepnur i kringum sig til að drepa þær, þaö er einsog aö gera fólk að vinum sinum i þvi skyni að eiga svo hægara meö að myröa það. Nú snýst talið að Húsi skáldsins, og Páll dáirmjög, hvernig leiksýningin haldi hár- finu jafnvægi milli hins dapurlega og dá- samlega. — Það eru fáir sem yrkja aðra eins lýrikk og Halldór, og Jón Ásgeirsson lyftir henni i hæöir með lögunum sinum. Ég er lélegur pianisti, en hlustaðu samt á lag- ið: Nú snýr þú, jörö min, þinu óhljóöseyra. — Fegurðin hrifur mest, ef bakgrunnur hennar er ekki of bjartur. Gunnlaugur Pét- ursson, en við erum bræðrasynir, gerði einu sinni visu, sem lýsir vel þessari hugsun: Ógni myrkrið, mundu þá, maöur niðurdreginn að boðum skilar skugginn frá skini hinum megin. — En maðal annarra orða, mér finnst hörmulegt hvernig Halldór, þessi mikli töframaður, reynir nú að niðra látnum vin- um sinum fyrir stjórnmálaskoðanir þeirra, svo sem Kristni Andréssyni, en lætur um leið liggja að þvi að hann sjálfur hafi verið eins og saklaust lamb I afstöðu sinni til Sovétrikjanna. Kristinn var einlægur mannvinur, og aldrei skrifaði hann eins ómanneskjulega og Halldór gerði um rétt- arhöldin og aftökurnar i Moskvu, þegar Stalín útrýmdi fjöldamörgum börnum bylt- ingarinnar. En ég ber ekki kala til Hall- dórs, hann hefur rétt til að gera skyssur nú, eins og hann hafði rétt til þess áður, og þaö má ekki varpa skugga á ómetanlegt lifs- starf hans. Viö dáum hann allir, eins og hann er. Bóndinn og skáldið — Þið Guðmundur Böðvarsson voruð skyldir ekki rétt? — Fjarskyldir, að þriðja og fjórða. Guð- mundur Böðvarsson var einstakur maður. Hann var afskaplega elskulegur i viðmóti, hæglátur, en leyndi þó á sér, þvi hann var allra manna glaðastur og hýrastur i vina- hópi. Hann hafði og mikla frásagnargáfu. Gamansemi hans þykir mér koma vel fram i bókum hans „Saltkorn I mold”. Sumum þótti þar of mikið af háöi. Mér finnst aftur á móti að sú samúð sem þar kemur fram, geri meira en vega uppá móti grininu. Hann orti þessi ljóð eftir sögnum föður sins, en breytti þó nöfnum. Guömundur var einn af þeim sem dáöust að snilldartöktum þeim er Sigurður Breið- fjörð átti til og i mansöng „úr þeim rimum sem brenndar vóru” sýnir Guðmundur að i þeirri grein kveðskapar var hann sjálfur meira en liðtækur: Heill þér, Brciðfjörð, hörpudrengur holl þér vildi ég inna gjöld. Þér til heiðurs stilltur strengur strokinn skyldi þetta kvöld. Inn í heima æsku minnar, yfir mikið þröngan hag, geislaði hreimur gigju þinnar gullnu bliki nótt og dag. — Heldurðu að það hafi háð Guðmundi sem skáldi aö vera bóndi? — Nei, alls ekki. Ég hygg að það hafi ver- ið þvert á móti, störf bóndans hafa greini- lega oft á tiöum örvað hann. Sjáðu sem dæmi ljóðin „Hrjóstursins ást”, „Sumar” og „Tvidægruvisur”. Slik ljóö yrkja ekki borgarbúar, hversu góð skáld sem þeir eru. Eins má nefna „Sigurðarkvæði”, sem hann yrkir eftir Sigurö frá Brún. Lýsing á ógn og dýrö öræfanna i þessu kvæði eru með þeim hætti að þar hefði borgarbúi ekki getaö ver- ið að verki. — Galt búskapurinn þess að hann var skáld? — Nei, það held ég ekki, alls ekki. Hann bjó litlu en afar snotru búi og gagnsömu. Jörðin var litil, en hann fór vel með hana. Hann var mikill hagleiksmaöur, sem fyrr segir, smiðaði til að mynda tvö ibúðarhús sin sjálfur að nær öllu leyti. Einu sinni var hann að smiða heima hjá mér og þá lýsti hann þvi fyrir pabba hvernig hann geröi áætlanir um bústörfin fram i timann. Fyrir bragðiö hefur honum án vafa orðið meira úr verki, bæði sem bónda og skáldi. Og mér er kunnugt um það, að hann orti mikið við vinnu sina og skrifaöi svo ljóðið fullskapað að loknu dagsverki. Strit ogafturstrit — Þið systkinin genguð öll menntaveg- inn, sem ekki hefur nú verið algengt á þess- um tima, voruð þið hvött til þess af foreldr- um ykkar, eöa kom eitthvað annað til? — Það er rétt að viö fórum öll i skóla, eftir barnanám systkinin sjö, og foreldrar okkar vildu það, en létu okkur ráða sjálf. Menn- ingarheimili? Ég veit ekki hvað ég á að segja um þaö, jú, sjálfsagt hefur það verið, en samt var lifið mest strit og aftur strit. 1 heimili voru 11 manns, búið 120 kindur og 4 kýr. Jörðin var viðlend en afskaplega erfið og engjar slitróttar og rýrar. Þvi var það aö við urðum að byrja að vinna systkinin um leið og viö gátum gert gagn. Ég minnist þess að ég var á 9. árinu þegar ég fékk fyrst orf og bróðir minn á 8. ári. Eftir það geng- um við reglulega að slætti. Ég hafði aldrei Rithandarsýnishorn 9 ættliða. Efsta nafniö, Ásmundur ólafsson er siöan 1703. Þá að- stoðaöi hann þá Arna Magnússon og Pál Vidalin viö manntal illvltársíðuog undirrit- aði siðan með þessari rithönd. Eins og glöggt má sjá hefur faðir kennt syni að skrifa. gaman að stritvinnu. Ég lá i bókum þegar ég mögulega gat og vildi fremur reikna það út hvernig hagkvæmast væri að búa en aö framkvæma það, þótt hjá þvi yrði samt ekki komist. Ljóðog sögur — Var mikill bókmenntaáhugi á þinu æskuheimili? — Já, hann var allmikill. Amma min, Guðrún Pétursdóttir frá Ananaustum i Reykjavik haföi mikið yndi af bókmennt- um, bæði ljóöum og sögum. Hún þótti við- lesin kona og fróð. Hún kom fyrst sem kaupakona i Hvitársiðuna og eitthvaö hefur afi minn, Jón Pálsson, gefið henni auga, þvi næsta vetur fór hann suður til Reykjavikur og sótti hana. Einhver heyrði vinkonur ömmu minnar hafa orð á þvi þegar afi kom suður að það væri sápulykt af bróður prest- maddömunnar þegar hann væri aö finna hana Gunnu, en Þorbjörg systir hans var þá prestsfrú á Gilsbakka. Lestrarfélag var til I Hvitársiðunni og keypti flestar nýjar bækur sem út komu. Siðan gengu þessar bækur milli bæja og Texti: S.dór Ljósm: —eik voru oft lesnar upphátt. Utan á bækurnar var skráð hvað þær mættu vera lengi á hverjum bæ og hvert senda ætti þær næst. Ef bækurnar voru mjög spennandi gat ver- ið erfitt að biða kvölds eftir aö heyra fram- haldiöog þá var maður að stelast til að lesa þær að'deginum. Óðinn í óðinsvéum — Ef við nú vendum okkar kvæði I kross, hver eru þin áhugamál? — Hér áður fyrr hafði ég ánægju af ætt- fræði og grúskaði svolitiö i henni. Ég hef til aö mynda rakið móðurætt mina allt til Óð- ins, sem kom frá Austurlöndum og varð konungur yfir Danmörku og bjó i Óðinsvé- um á Fjóni. Hann dó um það bil 30 árum f.Kr. Þetta er rakið i 64 ættliöi i 2 þúsund ár, segir Páll og brosir. Villur? Kannski litur það ekki vel út að einn Danakonungurinn i ættinni varð faöir 13 ára, að öðru leyti gæti þetta allt veriö satt. Nú er það veðurfræöin sem tekur allan minn tima, vegna þess að ég er að dunda mér við að búa til tölvukerfi fyrir skammtimaveðurspár. (Siðan útskýr- ir Páll þetta nánar, en þar sem skrásetjari er fáfróðastur allra manna i þvi sem litur að reikningi og tölvum, þá treystir hann sér ekki til að hafa það eftir óbrenglaö). — Svona i lokin langar mig til að spyrja þig þcss, hvort þú vitir hversvegna stund- um hafa orðiö uppþot vegna smáathuga- semda, sem þú hefur látið fljóta með i út- varpi eða sjónvarpi? — Ég veit nú ekki, kannski er ég svona striöinn. En samt held ég að stundum ætli menn mér meiri striðni en rétt er. Þegar ég var með laugardagsþætti um veðrið á viö- reisnarárunum, reyndi ég alltaf að rifja upp veðurbreytingar og tengja þær minnis- stæðum eða skemmtilegum samtlmaviö- burðum. Þannig tengdi ég það ferðum ló- unnar yfir hafið og væntanlegri endurkomu hennar, þegar Gunnar Thoroddsen var að sigla til Hafnar sem sendiherra. Þetta átti vist að vera fyndið, en enginn ótuktarskap- ur. Það var ekki Gunnar sem reiddist þessu, enda ólikt honum, viö erum góðir kunningjar og höfum meira að segja kveð- ist á i léttum dúr. A þessum árum var ég dálitiö að vasast i stjórnmálum, og það var nóg tilefni þess að ákveðinn útvarpsmaöur var látinn njósna um þessa veðurþætti áöur en þeir voru sendir út, ef eitthvað kynni að vera hægt að finna mér til foráttu. Svo var þátturinn náttúrlega bannaður, i nafni ló- unnar! Þetta voru nú einu sinni viðreisnar- árin, áður en Njörður kom á meira frjáls- lyndi i útvarpinu og útvarpsráðsmenn voru börn sins tima. Samþykktu þeir ekki einu sinni aö „harma” það, þegar Sigurður Blöndal hélt þvi fram að landsbyggðar- menn veiddu meiri fisk en Reykvikingar? — En Landsvirkjunarmálið? — Já, þeir eru alltaf að lýsa veðrinu á há- lendinu, blessaðir, og segja að þar hafi ver- ið ægilega þurrt. Nú fannst mér að fleiri mættu lýsa veðri en þeir, og sagði i sjón- varpi frá gagnstæðri skoðun minni, það væru mannlegar orsakir en ekki óeðlilegt veðurfar, sem ylli orkuskorti. Þetta hefur nú reyndar verið staðfest af Sigurjóni Rist sem þekkir þetta betur en Landsvirkjun samanlögö. En stofnuninni likaði þetta ekki og kærði mig fyrir veöurstofustjóra og fréttastjóra sjónvarps. Þurrkarnir á há- lendinu skyldu blifa hvað sem leiö öllum vatnamælingum. Mér þótti gaman að þessari baráttu þeirra við þurrkinn og sendi þeim nú jóla- kort og eftirfarandi visu með árstiðaósk- um: Voriö sendi sunnanþyt, sumarið yl i dalinn, gleðji á hausti hrimsins glit, hressi vetrarsvalinn. Nú hýrnaði yfir Landsvirkjun og hún sendi mér kort um hæl með þessari meist- aralegu limru: Firn eru gerð af feilunum og flestir leiðir á veilunum. Veðráttan voðaleg og vatnsstaðan hroðaleg. Samt höfum við ennþá orku í heilunum. Þetta varð mér tilefni þess að setja sam- an limru um rafstrauminn frá heilanum, sem liffræðingar hafa nú fært sönnur á: Jafnvel áin sem æðir til strandar gerist ambátt finlegrar handar, ef þeim örveika straumi er stafar frá draumi að hendinni hugurinn bandar. Og svo að siðustu látum viö fljóta meö visu eftir Pál, sem hann orti þegar Matthi- as Jóhannessen ritstjóri orti og birti sálm um Skálholtskirkju I Morgunblaðinu: Ilann Matthias kvað i sitt Morgunblað um máttinn þinn Skálholtskirkja, og ekki skal nokkur efast um það að anda hans munir þú styrkja, þótt verri sálm um þann veglega staö sé varla gerlegt að yrkja. — S.dór / ...gömlu mennirnlr voru oft mjög glöggir veöurspámenn... ...i HvitársiÖunni voru hagyrðingar á hverjum bæ... ...lífið var strit og aftur strit • •• ...jú það er satt, ég er striðinn...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.