Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 19
Helgin 6. — 7. mars 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 hlusta ekki á hann, svo a& heilum þjóðum og álfum liggur viö al- gerri úrkynjun. Sá „lánsami” borgari sem þolir þa& að lifa skrumiö af sér kann að sletta i góm við tortryggni þeirra sem enn kann að lánga heim, og hann er vis til aðsegja glaðhlakkalega: „Til hvers eru einhverjir þusandi þulir úr þvi aö fyrirhaínarlaust hobbiið er fundiö upp á annaö borð og nóg af forvitnum filmur- um eru til aö horfa á heiminn Ut úr þeim augum (myndglyrnum) sem ekki geta brugöist?” „En,” þusum við, „er það að reyna lifið að skoöa það i gegnum glyrnur á vél?” ,,Hver segir aö bókin sé brýn meðal dægurdvala mannsins, nú þegar allt getur værið lángtum auöveldara enþað var? Bingó eða sjónvarp eru meiri list en ein- hverjar þusandi sögur, þaö má guð vita.” Og það er raunar satt sem sagt er: Sjónvarpið opinberaði leyndardóma egypsku pira- midanna i siðustu viku, og þar sem það lifði fyrir okkur lif og menningu asteka i vikunni þar á undan mun þjóðin þekkja hana nú þegarog án allrar rugh'ngslegrar mitu, svo aö fáir láta reka sig á vörðurnar þegar á þetta er minnst. Engum kemur neitt á óvart lengur, og borgarinn er orðinn svo siðaður að það má vel segja að allt ævintýri sé honum fyrirfram vitað. bess vegna er hann hættur að nenna þvi að láta sig forvitna um óljós mál. Um spjallaðar sögur þulanna gegnir ekki sama máli; þær ráðast ekki fleðulega á allan þorra manna; og þótt vönduð saga kynni að birtast öllum þeim sem ákaft þrá það þá vilja ekki aliir sem boöið yrði; og örugglega les maðurinn i næsta húsi aðrar sögur en við, ef hann les á annað borð; og hann hefur fullt frelsi utan dyra, þvi hann er ekki pindur af tali fólks um sögur sem hann gæti hugsanlega hafa lesið eða ekki lesið, eins og fólk er nú einatt þvlngað til aö hlusta á aöra tala um þætti sem það hefur séð á skermi sjónvarpsins ásamt flest- um eða öllum öðrum. Hversu flatt og jafnt erlif okkar að verða við alla þessa andfúlu matandi upplýslngu! Aldrei hefur maöurinn orðið jafn fölur i framan og hann er nú i dag, og ef öllu lengur er haldið áfram að spila með hann i þessum kúltúr liður ekki á löngu þar til hann fölnar allur upp i sinni eigin skita- lykt. Hann er þegar farinn að taka ekki brosum manna, og hann er einn og hann er dasaður. Og þegar honum er boöin andartaks þögn ætlar hann heilt að ærast. Filmarar irska sjónvarpsins drógu ekki á lánginn aö skjóta á þá fáu þuli sem eftir voru, eins og getið er i bók Lawrence Millmans, sem talað var við hér i Þjóðviljanum um siðustu helgi, og þeir reyndu vissulega að kreista úr þeim siðustu brosin og frysta hlýju svipina: „Brostu karlinn, brostu dáldið gleiðar, littu til hægri, svona! til vinstri! og tautaðu ekki! Vertu dáldið sprækur karlinn, talaðu dáldið snjallar, hærra! og vertu ekki alveg svona ibygginn...., og sjáum nútil....!” Og sssss..suð- ar svo i hinni siúngu brosandi vél. En hvað verður þá um okkur sem enn og ávallt lángar jafn ákaftheim til hinnar tæru sögu! Mér er sem ég sjái fyrir mér filmarana, sæla við þann grun aö hafa fundið hina óliklegustu staði á jörðu til að „skjóta” frá, dingl- andi hátt i rjáfrum eins og apa með suðandi visindin i höndum sér, en um þetta er talaö i nefndri bók eftir Millman, Our likes will not be there again, Notes from the West of Ireland (útg. Little, Brown and Company, Boston). Og þessar vélar (byssur) verða enn við lýði þegar siðustu sögur hafa verið sagöar á þvi sagnanna landi, Irlandi, sem kallað hefur verið land hinna úngu. Og þær munu fara eyðandi um h'fið, og þær munu flæma i burt hvern þann þul sem fyrir finnst, og þær munu eyða allt land (flytja það allt meö þ-ividdarspeglun inn i stofur) og þar með það lif sem áður var blessað fyrir þaö aö það var striðandi og sárt. Úr Sögum úr Vinarskógi. Gegn grimmd og heimsku Þjóöleikhúsið sýnir SÖGUR ÚR VÍNARSKÓGI eftir ödön von Horváth Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson Leikmynd: Alistair Powell Þýðandi: Þorsteinn Þorsteinsson. ödön von Horvath var einn af bestu leikritahöfundum Evrópu á millistriðsárunum, en kringum- stæður högu&u þvi svoi aö hann var aldrei metinn að verðleikum meðan hann lifði. Hann var á flótta undan nasistum siðustu æviár sin, dó ungur af slysförum og verk hans féllu i gleymsku þar til athygli beindist að þeim á ný uppúr 1960. Nú er hann leikinn mikið um heim allan og á það sannarlega skilið, ekki aðeins vegna þess hve verk hans eru vel skrifuð heldur einnig vegna þess aö þau höfða mjög sterkt til okkar tima. Sögur úr Vinarskógi er á yfir- boröinu skemmtileikur úr lifi borgarastéttar Vinarborgar, en með beittu og nöpru háöi afhjúpar höfundur þau hyldýpi heimsku og mannvonsku sem eru að opnast undir fótum þessa ráðvillta fólks sem kann ekki fótum sinum for- ráð i rótlausum heimi upplausnar og kreppu. Uppgangur nasismans var Horváth mikiö yrkisefni og viö sjáum hann hér i liki stúdents- ins Eiriks, en hann er aðeins al- varlegasta sjúkdómseinkenni spilltrar tiðar. Verkið segir sögu Mariönnu, grunnhygginnar en góörar stúlku, sem gengur i berhögg viö feðra- veldiö og hleypst á brott meö ónytjungnum Alfreö, sem siðan svikur hana eftir að þau hafa eignast barn saman. Með grimmilegum hætti afhjúpar Horváth innihaldsleysi róman- tiskra ástardrauma hennar sem reynast ekki standast i heimi þar sem fullkomin kvenfyrirlitning ræður geröum flestra karlanna. Átakanlegast kemur þetta fram þegar „allt fer vei aö lokum” og slátrarinn, fyrrverandi vonbiðill hennar, „fyrirgefur” henni allt og tekur hana i arma sér alsæll yfir þvi að svo heppilega vildi til að barnið hennar dó. Frásagnarlist Horváths er sér- kennileg og raunar náskyld hinni episku aðferð Brechts. Hann bregður upp fjölmörgum stuttum og beinskeyttum atriðum, sem hann hleöur hvassri iróniu og djúpum skáldskap. Þessi aöferð gerir miklar kröfur til agaðrar sýningar og mér virðist Haukur Gunnarsson hafa uppfyllt þær kröfur með miklum sóma. Hrynj- andi sýningarinnar er jöfn og stigandi og skiptingar eru óvenju greiðar og fyrirhafnarlitlar. Hér kemur einnig til sögu ágætlega unnin leikmynd Alistairs Powell sem ber meö sér réttan Vinar- Sverrir Hólmarsson skrifar anda, og framúrskarandi góð lýsing sem er i senn fögur og áhrifarik. Haukur hefur sýnilega lagt áherslu á hófstilltan leik- máta sem hæfir vel hinni irónisku aðferð Horváths. Leikurinn er almennt vandaður og samstilltur heildarsvipur- inn góöur laus viö stilbrot. Þetta er vandlega hugsuö og útfærð sýning sem ber þessum unga leik- stjóra gott vitni. Fullu jafnvægi er haldið milli persóna og jafnvel hin smæstu hlutverk njóta sin vel. Sem dæmi um það má nefna hversu mikið Þórhalli Sigurðs- syni varö úr hlutverki spákaup- mannsins Hierlingers, allur eitt slétt og falskt yfirborö, og Jóni Gunnarssyni úr hlutverki Havlitsek slátrara sem beinlinis geisla&i af grimmd og heimsku. Af stærri hlutverkum ber Tinna Gunnlaugsdóttir mestan þunga sem Marianna og hún kemst mjög vel, jafnvel glæsilegaj frá þeirri raun. Hún sýnir okkur á mjög sannfærandi hátt hvernig þessi viljafasta og indæla stúlka brotnar smám saman niður undan ofurþunga eigin grunn- hyggnioggrimmdarheimsins. Þá átti Guðbjörg Þorbjarnardóttir stórleik i hlutverki ömmunnar, þessarar grályndu konu sem i raun deyöir barn Mariönnu og túlkar hvaö harkalegast þann grimmilega kristindóm sem margar persónurnar eru hel- teknar af. Mjög voru sterk atriöin milli ömmunnar og dótturinnar, þústaörar en fremur góögjarnrar manneskju, sem Þóra Friöriks- dóttir leikur af stakri prýöi. Persónur verksins eru það margar aö enginn vegur er að telja þær allar upp hér, en rétt er aö nefna Hjalta Rögnvaldsson sem leikur auðnuleysingjann Alfreð og sýnir vel linku hans og vesaldóm en vantar eitthvað á að opinbera öll hyldýpi þessarar lið- leskju. Góðar manneskjur eru ekki margar i verkinu, en höfuðs- maðurinn er helsti fulltrúi hinna fornu dyggöa (þótt ekki reynist hann ævinlega skarpskyggn), og fer Valur Gislason á kostum i þvi hlutverki. Þorsteinn Þorsteinsson hefur þýtt verkið og mun þaö ekki hafa veriö neitt áhlaupaverk, eins og Þorsteinn gerir reyndar grein fyrir i ágætri grein i leikskrá. Ekki er ég dómbær um þaö verk en textinn lét yfirleitt vel i eyrum og mörg tilsvörin áhrifamikil. Böövar Guðmundsson hefur þýtt af stakri lipurð texta við þau angurværu Vinarlög sem leikin eru og sungin sem einskonar ironiskt undirspil sykurleðju viö þennan grimmilega harmleik. Sverrir Hólmarsson Pelsa- kjör 25% útborgun — eftirstöðvar á 6 mán. Minkapelsar í úrvali Musc Rat-pelsar Beaver-pelsar Úlfaskinnspelsar Rauörefaskinnspelsar íkornapelsar Einnig mikið úrval af minnkaskinnshúf- um og treflum. pasiNN WHkÚUfWLÍ % • 2<V(SÖ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.